Morgunblaðið - 10.04.1992, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 10.04.1992, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. APRÍL 1992 STiÖRNUSPÁ eftir Frances Drake Hrútur (21. mars - 19. apn'l) Taktu enga áhættu í starfi þínu eða á fjármálasviðinu núna. Listrænir hæfileikar þínir blómstra í dag. Þú lætur skyld- ustörfin ganga fyrir skemmtanalífinu. Naut (20. apríl - 20. maí) /ffö Það kunna að vera einhveijir stirðleikar milli nákominna ættingja þinna í dag. Þú sækir út fyrir heimilið og sinnir skap- andi viðfangsefnum. Tvíburar (21. maí - 20. júní) Varaðu þig á viðskiptatilboðum sem erfitt er að átta sig á. Sumir þeirra sem þú skiptir við leggja ekki öll spilin á borðið. Krabbi (21. júní - 22. júlí) H$S 5 Hafðu gát á skapsmunum þín- um í dag og bíddu með ákvarð- anir og aðgerðir í fjánnálum. Þú hefur gott af því að ferðast um næsta nágrenni þitt. Ljón (23. júlí - 22. ágúst) Þér hundleiðist að þurfa að vinna í dag og eitthvað af því sem þú færð til umfjöllunar kann að reynast áhættusamt. Þú rekst á eitthvað skemmti- legt þegar þú ferð út að versla. Meyja (23. ágúst - 22. september) m Þú blandar þér í vandamá! annarra í dag og hefur lítinn tíma til eigin ráðstöfunar. Þú hefur samband við margt fólk og ættir að sinna mikilvægu símtali. Vog (23. sept. - 22. október) Haltu þig í hæfilegri fjarlægð frá þeim .sem ganga freklega á tíma þinn. Listrænt viðfangs- efni færir þér mikla gleði. Nýttu hæfileika þína. Sporódreki v (23. okt. - 21. nóvember) Þú verðúr fyrir miklum von- brigðum ef þú kemst að raun um að einhver sem tengisl starfi þínu hefur verið að leika sér að þér. Þér bjóðast mörg tækifæri í félagsmálum. Bogmaöur (22. nóv. -21. desember) Ræddu við yfirmenn þína í' dag. Pei’sónuleiki þinn auðveld- ar þér mannleg samskipti. Ef þú ert á ferðalagi máttu búast við að þurfa að greiða auka- kostnað. Steingeit (22. des. - 19. janúar) & r’arðu varlega í að nota láns- koi-tið þitt í dag og blandaðu þér ekki í fjármál annarra. Sinntu áhugamálum þínum á sviði menningarmála. Vatnsberi (20. janúar - 18. febrúar) ðh Þú ert sammála maka þínum um ráðstöfun sameiginlegi-a fjármuna ykkar. Vinur sem á við vandamál að stríða kann að leggja undir sig mikið af tíma þfnum. ^Fiskar (19. febrúar - 20. mars) Þú verður fyrir truflunum og kemst ekki yfir allt sem þú þarft að gera. Samband þitt við þína nánustu er með ágæt- um í dag. Talaðu hreinskilnis- lega um viðkvæmu máiin. Stjörnúsþána á aó lesa sem dægradvöl. Sþár af þessu tagi hyggjast ekki á traustum grunni vísindalegra staóreynda. DÝRAGLENS TOMMI OG JENNI SMÁFÓLK IT S ALL SETTLED THEN, 5NOOPV..YOUCAN 5TAY MERE WITH LINU5 * ANP LUCV, OKAY ? i Þá er það ákveðið, Snati, þú Ég verð bara í burtu í nokkra daga, þau munu getur verið hjá Lalla og hugsa vel um þig. Gunnu á meðan, er það ekki í Iagi? Ekki fara frá mér! Gerðu það, farðu ekki frá mér! BRIDS Umsjón: Guðm. Páll Arnarson Svíning eða kastþröng? Sævin Bjarnason var ekki í vafa: Hann valdi þvingunina, ekki bara feg- urðarinnar vegna, heldur „til að skapa sveiflu". Þetta var í und- anúrslitum íslandsmótsins, í leik Islandsbanka, Norðurlandi vestra og Sigfúsar Þórðarsonar, Suðurlandi. Suður gefur; enginn á hættu. Vestur Norður ♦ Á2 V ÁD642 ♦ 75 + 10843 Austur ♦ D873 ♦ KG4 V G3 V K1075 ♦ 1094 ♦ K863 ♦ D765 Suður + G2 ♦ 10965 V98 ♦ ÁDG2 + ÁK9 Sævin og Guðjón Sigurðsson slóu ekkert af í sögnum: Vcstur Norður Austur Suður 1 1 tígull 1 hjarta 1 spaði 2 hjörtu 2 grönd 3 crönd Pass Sævin fekk út lauf upp á gosa og kóng. Hann lét hjartaníuna rúlla hringinn í öðrum slag og austur drap á tíuna. Og hélt áfram með lauf. Vestur fékk að eiga þann slag á drottningu og skipti yfir í spaða, sem Sævin dúkkaði. Austur spilað spaða áfram á ás blinds. Nú var tígli svínað, laufásin tekinn og hjarta spilað á ÁS: Vestur Norður ♦ - VD64 ♦ 7 ♦ 10 Austur ♦ D8 ♦ G V- ¥K ♦ 109 ♦ K86 + 7 Suður *- ♦ 109 ¥- ♦ ÁG2 ♦ - Austur er varnarlaus þegar lauftíunni er spilað. Hann henti tí^li, en tígultvisturinn varð þá mundi slaginn. SKÁK Umsjón Margeir Pétursson I þýsku Bundesligunni í síðustu viku kom þessi staða upp á fyrsta borði í viðureign öflugustu félag- anna. Larry Christiansen (2.595), Porz, hafði hvítt, en fremsti skákmaður Þjóðverja Robert Hiibner (2.615), Bayern Múnchen, hafði svart og átti leik. Hvítur lék síðast 37. Rf5 — d4 og virðist nú mikil vá steðja að svörtum á áttundu reitaröðinni. Húbner kærði sig þó kolíóttan um )að og tók ískalda ákvörðun: 37. - Hxb2!, 38. Ha8 - Kg8, 39. Re6 - Kf7, 40. Rxf8 - c3, 41. Hc8? (ÞvUhefur verið haldið fram erlendic að endataflið sé unnið á svart eftir 37. - Hxb2l, en hér sýnist mér hvítur eiga jafn- tefli eftir 41. Rd7! - c2, 42. Re5+ - Ke7, 43. Rd3 - Hbl+, 44. Kg2 - Kd7!?, 45. Ha3 - b4, 46. Ha5. Nú nær svartur hins vegar tveim- ur samstæðum frípeðum og á sig- urinn vísan.) 41. - c2, 42. Kg2 - Hxa2, 43. Rxh7 - b4, 44. g5 - b3, 45. Hc7* - Ke6, 46. h6 - gxh6, 47. gxh6 - Ha8, 48. Rg5+ - Kd6, 49. Hc3 og hvítur gaf um leið þessa vonlausu stöðu. Húbner tryggði þar með Bæjurum sigur á Porz 4V2-3V2 og forystu í deild- inni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.