Morgunblaðið - 10.04.1992, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 10.04.1992, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. APRÍL 1992 Minning: Kristín Krisijánsdóttir frá Ketílsstöðum Fædd 14. júní 1904 Dáin 2. apríl 1992 Með fáeinum orðum langar okkur á Haðarstíg að kveðja Kristínu Kristjánsdóttur eða Stínu ömmu eins og dætur okkar kölluðu hana ætið. Þegar okkur bar að garði á Reynimel fór yngri dóttir okkar rakleitt inn í herbergi til Stínu ömmu og skálin var dregin fram. í huga dóttur okkar er aðeins ein skái til á Reynimel 35. í skálinni voru alltaf molar sem voru hentug- ir fyrir börn en það voru einnig molar fyrir þá fullorðnu í skálinni hennar Stínu. Yngri dóttir okkar sat inni í herbergi hjá ömmu Stínu og horfði á sjónvarpið með henni og við foreldrarnir fengum ekki að vita um fjölda þeirra mola sem fóru í dóttur okkar. Þrátt fyrir tæplega fimm tuga ára aldursmun milli Stínu ömmu og mín vorum við góðar vinkonur. Dag einn sl. sumar fórum við sam- an til að taka þátt í félagsstarfi aldraðra hér í borg. Stína skemmti sér ágætlega þennan eftirmiðdag en var að vísu ekki alveg sátt við að gamla fólkið væri allt sett sam- an. Það væri betra að blanda kyn- slóðunum saman. Minning okkar á Haðarstígnum um Stínu ömmu er að hún tók ætíð brosandi á móti okkur og var snögg að bjóða upp á kex og skálina góðu. Þannig viljum við einnig skilja við hana og við þökkum henni fyrir samveruna á liðnum árum. Ágúst, Edda, Melkorka og Bergþóra. Dauðinn kemur alltaf aftan að manni og jafnvel þó svo að komu hans hafi verið að vænta. Hann skilur eftir sig þessa einmanalegu tómleikatilfinningu sem við höldum alla jafna að við séum svo vel brynj- uð fyrir. Tilfinningu sem við verðum að horfast í augu við og reyna að milda. Kristín Kristjánsdóttir, eða amma Stína, er farin, farin langt í burtu og við sem eftir sitjum erum slegin þessari einkennilegu og sterku tilfinningu. Í huganum tog- ast á þakklæti vegna þess að barátt- an var stutt; þess hefði hún sjálf óskað; og tregi vegna samveru- stundanna sem verða ekki fleiri. Samverustunda sem ég hafði hlakk- að til að fá að njóta. Fátækleg orð á þessari stundu nægja ekki til að lýsa þeirri mann- eskju sem nú er gengin, henni sem á sinni löngu ævi hafði lifað margt og margt mátt þola. Ég kynntist henni fyrir fáum árum þegar ég gerðist heimagangur á Reynimeln- um og mér var tekið af gleði og kærleika eins og öðru barnabarni sem bæst hefði í hópinn. Og ekki tók hún síður á móti langömmu- barninu sínu sem fæddist í janúar, en sú samvera var stutt, alltof stutt. Þegar ég hugsa til baka er efst í huga mér virðing fyrir þrautseigju og krafti gömlu konunnar, virðing fyrir því að vera trúr sínu, hvort sem það er smátt eða stórt. Lær- dómur okkar sem yngri erum og eigum allt Íífið framundan er ómet- anlegur, fyrir hann á ég skuld að gjalda. Og sú skuld verður greidd með því að halda minningu hennar á lífi, mynd hennar í hjartanu, svo næsta kynslóð megi líka kynnast því hver hún var. Stórt skarð er höggvið í litla fjöl- skyldu, elsku Hans og Sólveig, megi minningin um Kristínu styrkja ykkur um alla framtíð. Dísa. Stína frænka, en svo var hún jafnan kölluð af skyldum sem óskyldum, var fædd 14. júní 1904 í Blönduhlíð í Hörðudal, Dalasýslu. Hún var þriðja barn foreldra sinna þeirra Kristjáns Guðmundssonar frá Dunki í Hörðudal og Ólafíu Katrínar Hansdóttur frá Gautastöð- um í sömu sveit. Þau hjón Kristján og Ólafía höfðu átt hálfa jörðina Dunk og búið þar, en þegar Kristín fæddist voru þau í húsmennsku í Blönduhlíð. Jörð þeirra hefði verið seld til lúkningar á lækniskostnaði Kristjáns. Miklir erfiðleikar steðj- uðu að þeim hjónum um þetta leyti vegna heilsuleysis. -''“S Kristín var tekin í fóstur af föður- bróður sínum, Helga Guðmundssyni á Ketilsstöðum í Hörðudal - hún kenndi sig gjarnan við þann stað síðar á ævinni - og þar ólst hún upp frá tveggja ára aldri til tví- tugs, er hún hleypti heimdraganum og fór til náms í Kvennaskólann í Reykjavík. Eftir námsdvölina vann hún á ýmsum stöðum, í vistum á vetrum og í kaupavinnu á sumrum. Einn vetur starfaði hún við 'sjúkra- skýlið í Búðardal, veturinn 1931- 1932, en árið 1933 gerðist hún saumakona í verksmiðju Ingólfs Árnasonar og tveimur árum síðar hóf hún störf hjá Vinnufatagerð íslands, hvar hún starfaði samfleytt til ársins 1982, þá 78 ára gömul. Hún hlaut viðurkenningu fyrir framlag sitt í þágu íslensks fataiðn- aðar, og ýmiskonar heiður hlaut hún úr hendi vinnuveitenda sinna. Árið 1927 flutti hún alfarið úr sveitinni til Reykjavíkur með for- eldrum sínum og hélt þar heimili með þeim svo lengi sem þau lifðu. Fyrst bjuggu þau á Vesturgötu 14, síðar á Hverfisgötu 61, á báðum stöðum í litlum íbúðum. Eigi að síð- ur var alltaf nóg húsrými, ef gesti bar að garði, hvort heldur var um venjulega heimsókn að ræða eða til lengri dvalar. Algengt var að vinir og frændfólk að vestan héldi til hjá þeim í sínum Reykjavíkur- ferðum. Ég hygg að frænka mín hafi sannað það flestum öðrum betur að húsrými og hjartarými er tvennt mjög ólíkt. Frænka mín bjó alla tíð mjög þröngt, en hjartarými hennar var ómælanleg stærð, þar var aldr- ei plássleysi, um það get ég manna best dæmt og allir aðrir, sem til þekkja verið mér sammála. Að frænku minni stóðu sterkir stofnar bænda og embættismanna langt aftur í ættir. Kristján faðir hennar var Guðmundsson, Guð- mundssonar á Bíldhóli á Skógar- strönd Vigfússonar - svonefnd Bíldhólsætt. Móðir hennar, Ólafía Katrín, var dóttir Hans Ólafssonar, Símonarsonar frá Jörfa í Þorkels- hólshreppi, Húnavatnssýslu, og Guðrúnar Sigurðardóttur, en henn- ar móðir var Kristrún Einarsdóttir, Snorrasonar, Björnssonar prests á Húsafelli. Mörg einkenni Húsafellsættar komu fram hjá frænku minni. Hún var, sérstaklega á fyrri árum, mikil hannyrðakona, matmóðir með af- brigðum, sérstaklega urðu pönnu- kökur hennar víðþekktar, enda líka hið mesta lostæti. Ég gat þess hér að framan að frænka mín hefði flutt alfarin til Reykjavíkur, en það er nú líklega ekki allskostar rétt, hug- ur hennar var alla tíð bundin við Dali og það voru hennar yndis- stundir, þegar hún heimsótti Dal- ina, fyrst í sumarleyfum sínum, síð- ar í styttri ferðum. Á meðan faðir minn bjó fyrir vestan, en þau voru systkini, dvaldi hún oft hjá okkur í sumarleyfum, hún var mikill aufúsugestur hjá okkur krökkunum, þó ekki væri nema fyrir það, að þann tíma, sem hún dvaldi heima, þurftum við ekki að sækja kýrnar, hún fór bara út á hlaðvarpann og kallaði á Úru sína, sem aldrei brást kalli. Stína frænka var einstakur dýra- vinur og náði alveg dæmalausu sambandi við hin ólíkustu dýr. Hún átti marga nána vini meðal búsmal- ans, sem gleymdu henni ekki árum saman, en villt dýr, t.d. fuglar, fundu einnig til öryggis í návist hennar. Stína frænka var stórbrotin per- sónuleiki. Hún var ekki rík af ver- aldarauði, eignaðist t.d. aldrei íbúð, en hún var veitandi allt sitt líf, og veitti af stórhug og rausnarskap, hún var sparsöm og útsjónarsöm fór vel með og skuldaði aldrei nein- um neitt. Hún vann öll sín störf af frábærri alúð og trúmennsku og sparaði hvergi tíma og krafta í annarra þágu. Hún var frændrækin með afbrigðum, enda löngu orðin nokkurs konar ættarhöfðingi, sem fylgdist grant með ná- og fjarskyld- um ættingjum og nýjum „heims- borgurum“, og ræktaði vináttubönd eftir því sem við var komið. Stína frænka giftist ekki, en á miðjum aldri eignaðist hún son, Hans Kristján Guðmundsson, tekn.dr. í eðlisverkfræði. Kona hans er Sólveig Georgsdóttir, þjóðfræð- ingur. Þau eiga einn son, Gunnar Ólaf, sem kvæntur er Ásdísi Þór- hallsdóttur, þau stunda bæði há- skólanám.. Fjölskylda Stínu frænku var henni allt, hennar gleði og stolt voru afkomendur hennar og makar þeirra, en hápunktur hamingju hennar, eins og hún sagði við mig fáum dögum áður en hún lést, var litla langömmubarnið hennar, hún Elísabet, dóttir Gunnars og Ásdísar. Ég á frænku minni svo óendan- lega margt gott upp að inna, en afskipti hennar af mér hófust þegar ég var á þriðja árinu. Móðir mín veiktist hastarlega á þessum tíma og lá lengi á spítala. Þann tíma var frænka mín fyrir framan hjá föður mínum, eins og það er kallað, og annaðist bústörf og þar með okkur systkinin. A þessum tíma mynduðust þau tengsl á milli okkar, sem aldrei síð- an rofnuðu. Hún var mér hörð, hún var mér ljúf, hún var trúnaðarvinur í sorg og gleði, hún var mér alla t!ð sem önnur móðir, og þannig varð hún einnig konu minni og börnum. Þessa indælu frænku mína kveð ég nú með söknuði i huga og þakka heilshugar allt það, sem hún var mér og fjölskyldu minni í gegnum tíðina. Syni hennar og fjölskyldu hans sendum við hjónin einlægar samúð- arkveðjur með ósk um að bjartar minningar verði þeim ljós framtíð- arinnar. Frænku mína fel ég Guði á vald. Hann var hennar styrkur, von og trú. Erlingur Hansson. í dag kveðjum við tengdamóður mína, Kristínu Kristjánsdóttur, sem lést á Landspítalanum 2. apríl sl. eftir skamma legu. Andlát hennar kom óvænt, því þrátt fyrir háan aldur var hún ótrúlega hraust, það var helst hrakandi heyrn sem hrjáði hana. Enginn veit þó hvenær kallið kemur, en það er gott til þess að hugsa, að sama dag og Stína veikt- ist lék hún á als oddi innan um stóran hóp skyldmenna í fermingar- veislu frænku sinnar. í þeim hópi var hún ekki bara Stína, heldur ævinlega Stína frænka og skipaði sérstakan sess í hjörtum allra. Stína var ættuð úr Hörðudal í Dalasýslu. Hún var dóttir Kristjáns Guðmundssonar frá Dunki og eigin- konu hans, Ólafíu Katrínar Hans- dóttur frá Gautastöðum. Stína var fædd í Blönduhlíð en ólst upp hjá föðurbróðir sínum, Helga Guð- mundssyni á Ketilsstöðum, frá tveggja ára aldri. Hún átti fjóra bræður, þá Hans Ágúst bónda á Ketilsstöðum, Guðmund myndskera og bónda á Hörðubóli, Snorra verk- stjóra í Reykjavík og Kristján húsa- smíðameistara í Reykjavík. Þrír bræðranna eru nú látnir, en Snorri lifir systur sína. Stína fluttist til Reykjavíkur 1924. Frá árinu 1927 hélt hún heimili með foreldrum sínum jafn- framt fullu starfi utan heimilis. Ennfremur bjuggu bræðurnir Guð- mundur, Snorri og Kristján allir um tíma á heimilinu uns þeir kvæntust og stofnuðu eigin heimili. Kristján faðir þeirra lést árið 1945. Ólafía bjó með dóttur sinni til dauðadags árið 1959. Árið 1933 gerðist Stína sauma- kona í verksmiðju hjá Ingólfi Árna- syni og tveimur árum síðar í Vinnu- fatagerð Islands. Hún lét af störfum 1982 eftir hálfrar aldar starf í ís- lenskum fataiðnaði. Stína eignaðist einn son, Hans Kristján Guðmundsson, eðlisverk- fræðing, f. 1946. Ég kynntist Stínu fyrst fyrir rétt- um 25 árum, er ég kom suður í páskaleyfinu að heimsækja Hans son hennar, þá ung og óframfærin skólastúlka og dauðhrædd um hvað henni myndi fínnast um mig. Ég fann strax hlýju og höfðinglegt við- mót frá þessari lágvöxnu konu með vinnulúnu hendurnar. Hún vék úr rúmi fyrir gestinum og bjó um sig á flatsæng í eldhúsinu. Þetta var dæmigert fyrir framkomu hennar gagnvart gestum alla tíð, að bjóða það besta sem til var. Hún var ævinlega höfðingi heim að sækja enda þótt oft væri þröngt í búi, eink- um framan af. Síðan kynntist ég Stínu nánar, þótt samverustundirnar yrðu stund- um slitróttar meðan við Hans vorum búsett í Stokkhólmi. Þá komu stundum sendingar að heiman með hangikjöti, flatkökum og öðru góð- gæti, þannig að Stína hélt okkur veislur þótt hún væri víðs fjarri. Stundum eyddi hún sumarleyfum sínum eða jólum hjá okkur ef við komum ekki heim til íslands. Þann- ig gat hún fylgst með Gunnari syni okkar vaxa úr grasi og fullvissað sig um að ekki væsti um okkur. Ég veit þó að það var Stínu mikið fagnaðarefni, þegar við loksins fluttum heim aftur. Síðustu 8 árin áttum við Hans og Gunnar því láni að fagna að fá að búa með Stínu. I upphafi var hún treg til að flytja til okkar, enda hafði hún mjög ákveðnar skoðanir á hlutverkaskipan á heimili og féll ekki alls kostar vel sú tilhugsun að vera ekki sjálf húsfreyja lengur. Stína lýsti því strax yfir að hún væri steinhætt að elda og baka og hélt því til streitu, enda þótt henni VORNAMSKEIÐ ÍSLENSKA FYRIR ÚTLENDINGA - byrjenda- námskeið. Kennt er tvisvar í viku. Námskeiðið stendur í 5 vikur og hefst 27.4. nk. UMHVERFISTEIKNING - 5 vikna námskeið sem hefst 30.4. nk. Kennt er tvo daga í viku auk þriggja laugardaga. M.a. unnið utandyra. TRIMM - hefst fimmtud. 30.6., stendur til 30.7., kennt tvisvar í viku. INNRITUN til 14.4. og aftur 24.4. nk. í Mið- bæjarskóla í símum 12992 og 14106. STEINAR WAAGE SKÓVERSLUN Joker •Nó.;-, Verð kr. 1.995,- Stærðir: 22-35 Litir: Hvítur m/bleiku og hvítur m/bláu. Póstsendum samdægurs. 5% staðgreiðsluafsláttur. Domus Medica, Toppskórinn, Kringlunni, Egílsgötu 3, Veltusundi, Kringlunni 8-12, sími 18519 sími 21212 simi 689212

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.