Morgunblaðið - 10.04.1992, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 10.04.1992, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. APRÍL 1992 45 X Yfirlýsing vegna „Þjóðlífsmáls“ Frá Jóhannesi Halldórssyni: ÁSKRIFTARKRÖFUR frá Þjóðh'fí hf. voru keyj)tar í þrennu lagi af fyrirtækinu Utey hf. Kaupsamning- ur á áskriftum fyrir Reykjavík og Seltjarnarnes er dagsettur hinn 31. janúar 1991 og var kaupverð þess samnings kr. 725.000. Áskriftar- reikningar fyrir landsbyggðina voru keyptir samkvæmt tveimur kvittun- um dagsettum hinn 26. febrúar 1991 og hinn 2. mars 1991, önnur upp á kr. 1.400.000,00 en hin upp á kr. 1.140.000,00. Samtals er því kaupverðið 3 milljónir og 265 þús- und krónur. Enginn ágreiningur var um að Þjóðlíf hf. seldi þessar kröf- ur. Samkvæmt öðrum lið kaupsamn- ingsins er tekið fram að ef kröfur hafi þegar verið greiddar muni Þjóð- líf taka þær til baka og láta nýjar kröfur í staðinn, en það hafa Þjóð- lífsmenn ekki staðið við. Einnig var ítrekað reynt að semja um endur- kaup Þjóðlífs á kröfunum, en þar sem tilboð Þjóðlífsmanna var óviðunandi, í boði var skuldabréf til greiðslu af Þjóðlífi hf. sem nú er gjaldþrota, og mun lægra en þeim hafði verið greitt í byijun, tókust samningar ekki. Þrátt fyrir að milligöngumaður og starfsmaður Þjóðlífs, hr. Agnar Agnarsson, hafi fuliyrt að búið væri að taka frá allar kröfur sem væru þegar greiddar eða ónýtar, kom í ljós, haustið 1991, að stór hluti krafnanna, eða á milli 50-60%, hafði þegar verið greiddur til Þjóðlífs, áður en þeir seldu skuldapakkann. Ef um örfáar undantekningar hafi verið að ræða, hefði það verið skilj- anlegt, enda samkvæmt ákvæðum samningsins. Það sem kom einnig á óvart í sambandi við vinnubrögð Þjóðlífs- manna var að í mörgum tilfellum hafa þeir prentað út tvo reikninga og selt þá báða. Einnig er dæmi um að menn hafi skilað inn tveimur kvittunum og Þjóðlíf hafi síðan selt Utey þriðja reikninginn. Ekki er að sjá annað en að Þjóðlíf hf. hafi gef- ið út reikninga í stórum stíl til þess að bjarga fjárhag fyrirtækisins sem var komið að gjaldþroti. Tugir manna sem hafa haft samband við Innheimtur og Ráðgjöf hf. geta staðfest þetta. Enda kemur í ljós að Þjóðlífsmenn sendu á faxi til allra bæjarfógeta- og sýslumannsemb- ætta á landinu, bréf, þess efnis að engin áskrift stæði á bak við þessa seldu reikninga, sem Innheimtur og Ráðgjöf hf. voru að innheimta. Þessi yfirlýsing þeirra, til etnbættanna, sýnir og sannar að meining þeirra var að selja reikninga sem engin fótur var fyrir og svíkja vísvitandi fé út úr kaupanda reikninganna. Kaupsamningurinn var gerður í 8 liðum og ber hann það með sér, því að í áttunda lið segir: „Fram- selji kröfukaupi kröfur þessar skal kröfukaupi skilyrðislaust sjá til þess að þriðji aðili uppfylli ofangreinda skilmála nr. 1-8.“ Eftir að hafa móttekið fax dagsett 29. ágúst 1991, varð mér ljóst að 9. lið hafði verið bætt við eftir að skrifað hafði verið undir samninginn. En þar er Garðar Vilhjálmsson, f.h. Þjóðlífs, búin að handskrifa níundu greinina inn í kaupsamninginn þar sem segir að ekki megi höfða mál vegna krafanna. Ég spyr: Hver hefði keypt kröfur sem ekki má rukka? Það er ljóst að skuldapakkinn hefði aldrei verið keyptur ef 9. greinin hefði verið með í samningnum. Það er því augljóst mál að Garðar Vilhjálmsson þarf að svara því hjá RLR hvernig 9. liðurinn er tilkominn í samningnum. Agnar Agnarsson sem var milligöngumaður og fyrr- verandi starfsmaður Þjóðlífs hf. hef- ur vottað það skriflega að 9. grein var ekki til í kaupsamningnum þeg- ar hann var undirritaður af Útey hf. Allar þessar ásakanir eru skjal- festar. 1. Falsaður kaupsamningur af hálfu Þjóðlífs er í vörslu Rannsókn- arlögreglu ríkisins. 2. Greiðsluseðlar sem sanna að Þjóðlíf hefur móttekið fleiri hundruð þúsund krónur vegna reikninga sem þeir seldu, eru til í bönkum, spari- sjóðum og pósthúsum út um allt land. Fróðlegt verður að fylgjast með hvort þessar greiðslur eru til í bókhaldi Þjóðlífs! 3. Undirskrifuð föx, af hálfu Þjóð- lífs, sem voru send til allra bæjar- fógeta- og sýslumannsembætta landsins, sýna að þeirra ásetningur var að selja kröfur sem enginn fótur var fyrir. Þjóðlífsmenn verða væntanlega að svara þessum ásökunum hjá RLR og síðan í sakadómi. Ég vil taka það fram fyrir hönd Innheimtu og Ráðgjafar hf., að engum sem lagði fram kvittun áður en stefna var gefin út var stefnt til að greiða reikninginn. Tugir manna sem fengu innheimtubréf og sendu kvitt- un um hæl, geta vottað það. Að lokum vil ég segja að mér þykir slæmt hvernig ráðamenn Þjóð- lífs hafa notað sambönd sín í fjölmiðlaheiminum til að traðka nið- ur og rægja kunningja minn, Úlfar Nathanaelsson, trúlega í þeim eina tilgangi að breiða yfir fjársvik sín. JÓHANNES HALLDÓRSSON, Innheimtur og ráðgjöf hf. Síðumúla 27, Reykjavík. Óhugnaður Frá Sigríði Jónsdóttur: FYRIR alllöngu birtu dagblöð hér fregn frá Rio de Janeiro, þar sem greint var frá því að lögreglan í borginni skjóti útigangsbörn á færi og ætlunin væri að hreinsa borgina af þessari óværu áður en fyrirhuguð ráðstefna Sameinuðu þjóðanna um umhverfisvernd og þróun hæfist. Einnig var skýrt frá þessu í Ríkis- sjónvarpinu og fylgdi þá mynd með af manni, sem var að taka margar bamagrafir. Umrædd fregn nísti mig inn að hjartarótum. Þessi borg hafði van- rækt börnin sín og síðan myrt þau áður en hún fengi fína gesti, svo að þessi vanhirtu börn skyggðu ekki á glæsileik borgarinnar. Og óhugnaðurinn hélt áfram. Ég bjóst við sterkum viðbrögðum frá Sameinuðu þjóðunum, hinum tjöl- mörgu félagssamtökum, sem vinna að mannúðarmálum, kirkjunni, o.fl. o.fl. En hvað gerist? Enginn segir neitt. Má þó vera, að einhverjir hafi nefnt þetta, þó að það hafi ekki borist mér til eyrna, en allt um það þá hafa aðalviðbrögðin verið að VELVAKANDI PAFAGAUKAR BLÁR páfagaukur, karlkyns ' fór að heiman frá sér í Garðabæ laugardagskvöldið 4. apríl. Vin- samlegast hringið í Sólveigu í síma 656224 ef hann hefur ein- hvers staðar komið fram. Á sama stað er hvítur kvenkynsp- áfagaukur, sem kom fram í Hafnarfirði, í óskilum. UR KARLMANNSÚR með stállit- aðri umgerð, blárri skífu og brúnni leðuról tapaðist föstu- daginn 3. apríl. Finnandi er vin- samlegast beðinn að hringja í síma 31716. Úr fannst í Skipholti fyrir síðustu helgi. Upplýsingar í síma 22695. Gullúr með grárri ól tapaðist fyrir helgina, í eða við Sundlaug Kópavogs eða fyrir utan Kópa- vogsskóla. Finandi er vinsam- legast beðinn að hringja í síma 42258. Fundarlaun. HJOL GRÆNT Muddy Fox hjól var tekið fyrir utan Björnsbakarí við Fálkagötu fyrir skömmu. Vinsamlegast hringið í síma 19811 ef það hefur fundist. KETTIR LÍTIL bröndótt þrílit læða, kettlingafull, týndist frá Skóla- stræti í Miðbænum í síðustu viku. Vinsamlegast hafið hring- ið í síma 17646 eða hafið sam- band við Kattavinafélagið ef hún hefur einhvers staðar kom- ið fram. Síamsköttur fannst í Mos- fellsbæ. Upp. síma 668108. KJÓLL HEIMASAUMAÐUR kjóll tap- aðist fyrir utan bensínstöðina við Fannborg í Kópavogi. Kjóll- inn er einstakur og þekkist hvar sem er. Finnandi er vin- samlegast beðinn að hringja í síma 624063. Fundarlaun. þegja þunnu hljóði, og það sem verra er, að ráðamenn þjóðanna, þar á meðal ráðamenn okkar íslendinga, ætla að fjölmenna á ráðstefnuna til að skála við barnamorðingjana og leggja þannig blessun sína yfír níðingsverk þeirra. Hvar erum við stödd? Er þetta árið 1992? Hvernig getur staðið á því að annað eins á sér stað í hinum svokallaða siðmenntaða heimi? Þetta framferði ráðam'ánna í Rio de Janeiro gefur ekki síður tilefni til viðskiptaþvingana og að hunsa mannfagnaði þeirra en margt annað sem slík viðbrögð hefur vakið á liðn- um árum. Ráðstefnugestir geta ekki búist við því að á þá verði hlustað þegar þeir snúa heim eftir að hafa sótt mót um umhverfisvernd, þar sem strætin hafa nýlega verið lauguð blóði saklausra og varnarlausra fórnarlamba, sem skotin hafa verið samkvæmt skipunum gjörspilltra ráðamanna. Nýlega er lokið hér söfnun til styrktar íslenskum útigangsbörn- um. Landsmenn brugðust vel við og virtust hafa hjartað á réttum stað. En íslensku börnin eru hvorki betri né verri en börnin í Rio de Janeiro. Hvernig liði okkur ef úti- gangsbörnin okkar væru skotin á færi? SIGRÍÐUR JÓNSDÓTTIR, Gaukshólum 2, Reykjavík. LEIÐRETTINGAR Rangt nafn RANGT var farið með nafn fram- kvæmdastjóra Hins íslenska bók- menntafélags í myndatexta á bls. 27 í Morgunblaðinu í gær. Hann heitir Sverrir Kristinsson. Hlutað- eigendur eru beðnir afsökunar. Enn rangt nafn ÞAÐ skal tekið fram, að nafn fyrir- tækisins, sem bauð í loftin í í Þjóðar- bókhlöðunni er Beyki, ekki Beykir. Nafn féll niður í F'RÉTT þar sem sagt var frá 60 ára afmæli Búnaðarsambands Eyjafjarðar og birtist í blaðinu á þriðjudag féll niður nafn eins þeirra sem sæti eiga í ritnefnd vegna út- komu bókar um byggðir Eyjafjarð- ar. Formaður nefndarinnar er Jó- hannes Sigvaldason, Akureyri. Beð- ist er velvirðingar á þessu. Innilegt þakklœti sendum viÖ börnum okkar, tengdabörnum og barnabörnum sem heiöruöu okkur á 60 ára brúÖkaupsafmœlinu meÖ höfö- inglegri matarveislu i Perlunni 7. april ’92, einnig þökkum við öll skeytin. Magnús og Halldóra, Reynihvammi. Innilega þakka ég öllum þeim, sem glöddu mig á áttrœöisafmœli mínu 30. mars sl. Sérstaklega þakka ég sonum mínum og tengdadœtrum, og þá ekki síst Bryndísi tengdadóttur minni, þó á engan skyldi hallaÖ, en þau stóöu fyrir þessum afmœlisfagnaÖi mér til mikillar gleÖi. K Eg þakka barnabörnum, dóttur minni og fjöl- skyldu, tengdafólki og öörum vinum í Noregi - vinum og œttingjum hér heima - skátasystr- um og -brœÖrum og öllum hinum mörgu vin- um, sem glöddu mig með nœrveru sinni, kveðj- urn, gjöfum og góðum óskum. Góöir vinir er eitt af því dýrmœtasta, sem maÖur eignast, og aldrei verður metið sem skyldi. Ég þakka öll hin hlýju orö sem til min voru töluö. Ég þakka heimsókn og söng ungu skátanna, og heimsókn og söng barnanna úr Kirkjuskjólinu. Égþakka öllum sem lögöu fram starf rausnarlega gjöf sóknarnefndar og kven- félags - og Bandalags ísl. skáta, allra skáta og gildisvina - allt til þeirra, sem stóÖu meÖ fánana viö dyrnar. Guð blessi ykkur öll, kœru vinir. Hrefna Samúelsdóttir Tynes. Barnaskfir éf® Hvítir lakk m/gylltri spennu. St. 28-35. V. kr. 2.485,- barnaskfir Svartir og rauðir lakk á stráka og stelpur. St. 28-35. V. kr. 2.485,- fiyv-* pi Iw. A y* Sérverslunmeðbarnaskó OiUd.OA.Ui Skólavörðustíg 6b. STEINAR WAAGE SKÓVERSLUN íþróttaskór Litir: Hvítt m/grænu, hvitt m/fjólubláu. Ath. Mikið úrval af íþróttaskóm. Ýmsar tegundir. Póstsendum samdægurs. 5% staðgreiðsluafsláttur. Domus Medica, Toppskórinn, Kringiunni, Egilsgötu 3, Veltusundi, Kringlunni 8-12, sími 18519 sími 21212 sími 689212 Meim en þúgeturímyndad þér!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.