Morgunblaðið - 10.04.1992, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 10.04.1992, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. APRÍL 1992 Samið við Landakot að opna 24 hjúkrun- arrými fyrir aldraða Á FUNDI sem Sighvatur Björgvinsson heilbrigðisráðherra átti með Bandalagi kvenna í Reykjavík í fyrradag kom m.a. fram hjá ráðherra að búið er að semja við Landakotsspítala um opnun 24 hjúkrunarrýma fyrir aldraða. Barna- og unglingageðdeild við Dalbraut verður ekki lokað í sumar, ráðherra vonast til að öldrunardeildinni í Hátúni verði ekki iokað og lausn er fyrirsjáanleg á málefnum Fæðingarheimilis Reykjavíkurborgar. Sighvatur Björgvinsson sagði við Morgunblaðið að hann hefði gert samning við Landakotsspítala um að taka að sér opnun einnar deildar fyrir aidraða og yrði þar um að ræða hreina viðbót við þá þjónustu sem fyrir væri. Kostnaðurinn við nauð- synlegar breytingar á spítalanum og rekstur deildarinnar með 24 hjúkrun- arrýmum væri áætlaður um 2,1 millj- ón á hvem sjúkling árlega. Af heild- arupphæðinni færu 10-12 milljónir í breytingar á einum gangi sjúkra- hússins en um 34 milljónir i rekstur. Breytt lög um LÍN: Landsbanki gerir ráð fyr- ir viðræðum við námsmenn Landsbankinn gerir ráð fyrir að taka upp viðræður við hags- munafélög námsmanna þegar ljóst verður hvernig nýtt lagafrumvarp um Lánasjóð íslenskra náms- manna lítur út. Samkvæmt þeim tillögum sem kynntar hafa verið munu námsmenn ekki fá lán úr lánasjóðnum fyrr en þeir hafa sýnt fram á námsárangur og gætu því þurft að brúa bilið með banka- lánum. Ingólfur Guðmundsson hjá Lands- banka íslands sagði við Morgunblað- ið að rætt hefði verið óformlega við námsmannasamtök og skoðað hvem- ig best yrði að taka á málinu, en Ijóst væri að þarfir námsmanna kæmu til með að breytast gagnvart lánafyrir- greiðslu og öðru slíku. Hins vegar lægju ekki fyrir áætlanir um lánsfjár- þörf náíbsmanna í kjölfar breyttra lánasjóðslaga. Samkvæmt núgildandi lögum fá nýnemar ekki lán fyrr en að loknum fyrstu prófum. Ingólfur sagði að eft- irspum hjá fyrsta árs nemum eftir bankalánum til að brúa bilið hefði verið mun minni en búist var við. En líklegt væri að námsmenn hefðu meiri þörf á lánafyrirgreiðslu á vo- rönn en haustönn vegna sumarvinnu. Ingólfur sagði að lán til náms- manna væru venjulega skuldabréfa- lán með ábyrgðarmönnum eða víxl- ar, en einnig hefðu námsmenn getað fengið yfirdráttarheimild á einka- reikningum. í niðurskurðaráformum Ríkisspít- alanna var gert ráð fyrir að bama- og unglingageðdeild við Dalbraut og öldrunardeildinni í Hátúni yrði lokað 5 sumar en vonast er til að svo verði ekki. Ráðherra óskaði eftir því að þessum áformum yrði frestað meðan beðið væri niðurstöðu úr kjarasamn- ingum. Ríkisspítalamir eiga eftir að skera niður útgjöld um 100 milljónir króna og lokanir á Dalbraut og í Hátúni komu til greina til að mæta þeim niðurskurði. Um Fæðingarheimili Reykjavíkur segir Sighvatur að lausn þess máls liggi í að tryggja konum sömu val- kosti og þær hafa haft um fæðingar hingað til. Gert sé ráð fyrir sérstakri tíu milljóna króna Ijárveitingu til Landspítalans til að koma þar á fót sömu aðstöðu og er til staðar á Fæðingarheimilinu. Fæðingar fari sem sagt fram á Landspítalanum en sængurkonum sé eftir sem áður frjálst að liggja á Fæðingarheimilinu fyrir og eftir fæðingu. „Hér er yerið að gæta ýtrustu öryggissjónarmiða því ef eitthvað kemur upp á við fæð- ingu em öll tæki og tækni Landspít- alans til staðar til að mæta þeim vandamálum," segir Sighvatur. Urslit ráðast í næsta leik Jonathan Bow og Jón Kr. Gíslason klappa hér áhorfendum á leik ÍBK og Valsmanna í gærkvöldi lof í lófa. Keflvíkingar sigruðu Val með yfirburðum í fjórða úrslitaleik liðanna í Valsheimilinu í gær- kvöldi 78:56. Liðin þurfa því að mætast fimmta sinni, í hreinum úrslitaleik, á laugardaginn og nú í Keflavík. Á innfelldu myndinni má sjá stöðuna leikhléi. Valsmenn gerðu þá aðeins 19 stig gegn 40 stigum ÍBK. Elstu menn muna vart til þess að lið hafi gert jafn fá stig í einum hálfleik. Sjá nánar bls. 47 íslendingar, Grænlendingar, Færeyingar og Norðmenn stofna sjávarspendýraráð: Styrkir stöðu þessara hval- veiðiþjóða á alþjóðavettvangi - segir Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráðherra Sjávarspendýraráð Norður- Atlantshafs (NAMMCO) var stofnað í Nuuk á Grænlandi í gær af Islendingum, Norðmönnum, Grænlending- um og Færeyingum. Stofnsamningur ráðsins tekur gildi eftir þrjá mánuði og er ráðinu ætlað að sjá um visindalegar rannsóknir og stjómun á öllum sjávarspendýmm. Fyrst í stað mun ráðið einbeita sér að smáhvölum, sem ekki heyra undir Alþjóðahvalveiðiráðið, og selum, en samningurinn gerir ráð fyrir því að ef allar aðildarþjóðirn- ar em sammála um það, geti ráðið síðar tekið að sér nýtingarsljórn- un á stærri hvölum. „Þetta er mjög markverður áfangi í okkar baráttu fyrir að fá viðurkenndan rétt til að nýta auð- lindir hafsins, þar á meðal hvalina," sagði Þorsteinn Pálsson sjávarút- vegsráðherra í gær. Hann sagði að einn mesti áfanginn sem náðst hefði með samkomulaginu væri að ráðið gæti tekið yfir stjómun á öllum hvölum. „Ég held að óhætt sé að fullyrða að stofnun þessa ráðs hefur mjög styrkt stöðu þessara fjögurra hvalveiðiþjóða á alþjóðavettvangi, þar á meðal gagnvart hvalveiðiráð- inu. En hvaða áhrif það mun hafa verður framtíðin að leiða í Ijós,“ sagði Þorsteinn. Um það hvort ráðið myndi beita sér fyrir upplýsingamiðlun um hagsmuni þjóðanna á þessu sviði sagði Þorsteinn að á alþjóðaráð- stefnu um hvalveiðimál, sem haldin var í Nuuk í vikunni, hefðu spum- ingar um sameiginlega upplýs- ingamiðlun landanna verið ræddar, og áfram yrði fjallað um möguleik- ana á því. Sérstakt ráð mun fara með æðsta vald innan sjávarspendýraráðsins. Þá verður komið á fót vísindanefnd og stjórnunarnefndum fyrir ein- Frumvarp til nýrra Seðlabankalaga: Stöður bankastjóra verði aug- lýstar og áhrif bankaráðs aukin Stjórntæki Seðlabankans gerð óháðari ríkissljórn STEFNT er að því að beiting stjórntækja Seðlabankans verði gerð óháðari ríkisstjórn, fagleg stjórnun bankans verði styrkt og eftirlit hankans með starfsemi fjármálastofnana verði eflt samkvæmt frum- varpi til nýrra Seðlahankalaga sem viðskiptaráðherra hefur dreift til allra þingflokka á Alþingi. I frumvarpinu, sem samið var af nefnd fulltrúa allra þingflokka, er lagt til að áhrif bankaráðs Seðlabank- ans verði aukin og að auglýst verði eftir umsóknum um stöður banka- stjóra. Skv. ákvæðum frumvarpsins verða umsækjendur að hafa hlot- ið atkvæði í bankaráði til að ráðherra geti skipað þá í stöðurnar. Jón Sigurðsson viðskiptaráð- herra sagði á fréttamannafundi í gær að frumvarpið væri nú lagt fram til kynningar. Ríkisstjómin hefði ekki tekið eínislega afstöðu til frumvarpsins en ráðherra sagðist stefna að því að það verði afgreitt sem Iög á haustþingi og þau tækju gildi um næstu áramót. í frumvarpinu er kveðið á um sérstaka ráðningu formanns banka- stjórnar sem verði talsmaður Seðla- bankans. Lagt er tiL að bankanum verði óheimilt að veita ríkissjóði yfirdrátt- arlán eftir 1995 en fram að þeim tíma verði sett hámark á yfirdrátt- arskuld ríkissjóðs í bankanum þannig að á næsta ári verði há- marksfjárhæðin þrír milljarðar, tveir milljarðar 1994 og einn millj- arður 1995. Lagt er til að felld verði niður ákvæði um möguleika bankans til að hlutast til um vaxtaákvarðanir innlánsstofnana og að eigið fé Seðlabankans verði byggt upp með þeim hætti að þar til það hefur náð 6% af vergri landsframleiðslu renni fjórðungur af meðalhagnaði næst- liðinna þriggja ára í ríkissjóð en þegar 6%-markmiðinu er náð renni allur hagnaður bankans í ríkissjóð. Skv. núgildandi fyrirkomulagi renn- ur ávallt helmingur af meðalhagn- aði næstliðinna þriggja ára í ríkis- sjóð óháð eiginfjárstöðu bankans. Þá er gert ráð fyrir að laga- ákvæðum um laust fé innlánsstofn- ana verði breytt þannig að það þjóni einungis þeim tilgangi að tryggja að lánastofnanir hafí yflr nægjan- legu lausu fé að ráða til að mæta fjárþörf sinni en verði ekki almennt stjórntæki í peningamálum. Nefndarmenn voru allir sammála um meginstefnu frumvarpsins en tveir nefndarmenn skiluðu séráliti um nokkur ákvæði þess. Sjá nánar á miðopnu. stakar tegundir sem ákveðið verður að taka undir stjórnun. Gert er ráð fyrir að opnuð verði skrifstofa en ekki hefur verið ákveðið hvar hún verður. Ekki hefur heldur verið ákveðið hvernig formennsku í ráð- inu verður skipað en að þessum atriðum verður unnið á næstu þrem- ur mánuðum á undirbúningsfund- um. Þá hefur ekki verið fjallað um hvernig kostnaður af ráðinu skipt- ist. En sjávarútvegsráðherra sagði að þar yrði um iítinn kostnað að ræða miðað við þá hagsmuni sem í húfi væru og þjóðirnar hefðu haft með sér óformlegt samráð og sér- staka skrifstofu í kringum það og viðbótarkostnaður yrði ekki veru- legur. Auk Þorsteins undirrituðu Odd- runn Pettersen sjávarútvegsráð- herra Noregs, Kaj Egede, sjávarút- vegsráðherra Grænlands, og John Petersen, sjávarútvegsráðherra Færeyja, stofnsamning sjávarspen- dýraráðsins í gær. Þessir aðilar hafa lýst yfir áhuga á að Kanada- menn og Rússar geti síðar gerst aðilar að samningnum. Þorsteinn sagði aðspurður að samkomulagið væri viðurkennt af dönskum stjórn- völdum en Færeyingar og Græn- lendingar eru innan Alþjóðahval- veiðiráðsins gegnum Dani. Nafn manns- ins sem lést MAÐURINN sem féll fyrir borð á rannsóknaskipinu Bjarna Sæmundssyni og lést síðdegis á miðvikudag hét Kristján Jónsson, 62 ára gam- all. Kristján fæddist 25. apríl 1929. Hann var yfirstýrimaður á Bjarna Sæmundssyni. Kristján var til heimilis í Erluhrauni 11 í Hafnarfirði og lætur eftir sig aldraða móður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.