Morgunblaðið - 10.04.1992, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 10.04.1992, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. APRÍL 1992 33 hafi stundum fundist losarabragur á heimilishaldi okkar og ég ekki alltaf sjá til þess að nóg væri tii ef einhver skyidi koma. Þó kom oft fyrir að hún bakaði vöfflur eða pönnukökur. Ég gafst upp á að læra að baka pönnukökur sjálf, hennar voru einfaldlega þær bestu. Og ef ég sá ekki til þess að eitt- hvað væri til ef gestir skyldu rek- ast inn þá gerði Stína það, hún lum- aði alltaf á einhveiju góðgæti. Þrátt fyrir tregðu til að flytja til okkar í byijun var Stína ánægð með að búa hjá okkur Hans og njóta þess að fylgjast náið með Gunnari, eina barnabarninu sínu. Hún hafði unun af að snúast í kringum hann, gefa honum að borða þegar hann kom heim úr skólanum og spjalla við hann um heima og geima. Hann var stolt ömmu sinnar og yndi og enginn gladdist meira en hún þegar Gunnar kom með Dísu inn á heimil- ið og síðar þegar þau giftu sig. Fram á síðasta dag sá Stína um allan frágang á þvotti heimilisins og léttari hreingerningu. Daglega skrapp hún út í Garðarsbúð að kaupa ljúffenga osta og annað góð- gæti handa okkur hinum. Samt var hún sífellt áhyggjufull um að hún væri baggi á okkur og ef við ávítuð- um hana fyrir að ofreyna sig sagði hún bara: Ég geri nú aldrei neitt. Stínu var alltaf eiginlegra að gefa en þiggja. Að standa í þakkar- skuld við einhvern var eitur í henn- ar beinum. Meira að segja var henni lengi vel mjög á móti skapi að sækja allt sem hún átti rétt á í það trygg- ingakerfi, sem hún hafði átt þátt í að byggja upp og lagði áherslu á að hún hefði aldrei þurft að þiggja neina styrki. Nokkrar gjafir veit ég þó, sem hún tók fagnandi og sú síðasta og stærsta var sólargeislinn sem kom til okkar í svartasta skammdeginu í vetur, litla lang- ömmustúlkan hennar hún Elísabet. Tengdamóðir mín var ein af þess- um hetjum hversdagslífsins sem eru alls staðar innan um okkur án þess að við gerum okkur grein fyrir því. Það er þetta hægláta fólk, sem með elju, þrautseigju og nægjusemi hef- ur byggt upp það velferðarþjóðfélag sem við nú búum í. Er Stína hún neyddist til að láta af störfum eftir veikindi, 78 ára að aldri, vantaði hana einungis tvö ár í hálfa öld hjá sama fyrirtækinu, Vinnufatagerð íslands. Það olli henni miklum vonbrigðum að ná ekki þeim áfanga. Einu sinni, þegar við skoðuðum launaseðil í samein- ingu, minntist Stína á það með stolti að hún væri oftast með hæsta af- kastabónus. Þá var hún komin á áttræðisaldur. Stína ræddi oft um skyldu fólks til að vinna vel og þjóna yfirboður- um sínum af trúfestu. Hún talaði stundum með vanþóknun um fólk sem fyndi ekki til ábyrgðar gagn- vart starfi sínu og væri alltaf að svíkjast undan með því að mæta seint til vinnu, taka langt matarhlé eða skjótast frá og fá sér að reykja. Sjálf borðaði hún oftast samlokuna sína við saumavéiina. Þegar Stína var ung stúlka, ný- komin til Reykjavíkur, stundaði hún nám í hússtjórn og lærði að útbúa fínar veislur handa heldra fólki. Í skúffu heima hjá okkur er þykk, handskrifuð bók og á titilblaðinu stendur með fallegri rithönd: Mat- reiðslubók. Skrifuð í hússtjórnar- deild Kvennaskólans í Reykjavík árið 1924-25 af Kristínu Kristjáns- dóttur. Þessa bók tökum við alltaf fram þegar fer að líða að jóla- bakstri og þá er gaman að lesa um steikur og eftirrétti þar sem upp- skriftirnar eru miðaðar við 16 manns. Það er undarlegt að handfjatla þessa bók núna og enn undarlegra að koma heim þessa dagana og uppgötva, að Stína situr ekki við gluggann sinn niðursokkin í bók meðan hún bíður eftir okkur. Það er ennþá sælgæti í skálinni í gler- skápnum hennar ef einhver skyldi koma. Ég kveð tengdamóður mína með virðingu og innilegu þakklæti fyrir samveruna. Hún hefur kennt mér margt urn lífið. Megi hún hvíla í friði. Sólveig. Kveðja: Inge Liss Jacobsen í gær var amma okkar, Inge Liss Jacobsen, jarðsett frá Dóm- kirkjunni í Reykjavík, en hún and- aðist 31. mars á Landspítalanum í Reykjavík. Við litum alltaf upp til ömmu okkar því að hún var svo sterk og ákveðin. Hún studdi alltaf við bakið á okkur bæði við leik og nám því að það var henni mikið kapps- mál að við stæðum okkur vel. Þegar við hugsum til ömmu okkar rifjast upp fyrir okkur þær sælu- stundir sem við áttum hjá henni á Sóleyjargötunni þar sem stór hluti af uppeldi okkar fór fram. Hún amma var alltaf svo hamingjusöm og lífsglöð og þegar veikindi lögð- ust á hana haustið 1988 þá gerðu allir allt til þess að styðja hana og hjálpa eins og hún hafði kennt okkur að gera. Við munum minnast hennar með virðingu og þakklæti. Það er gott að leita huggunar og styrks í minningum um ótal samveru- stundir. Við kveðjum ömmu íþeirri vissu að henni farnist vel í eilífð- inni. Haukur Jens og Helgi Orn. Vegleg afmælisgjöf Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra hefur starfað í 40 ár. Félagið var stofnað í marsmánuði 1952 eftir að mikill lömunarveikifaraldur herj- aði hér á landi. í tilefni af þessum tímamótum færði Búnaðarbanki Islands félaginu rausnarlega peningagjöf. Hér aflienda Jón Adolf Guðjónsson bankastjóri og Edda Svavarsdóttir forstöðumaður mark- aðsdeildar Búnaðarbankans Þóri Þorvarðssyni formanni SLF og Guð- laugu Sveinbjarnardóttur, framkvæmdastjóra eina milljón króna. ÓKEYPIS BÍLASTÆÐI! Við greiðum 2ja klukku- stunda bílageymslu á Bergsstöðum, á horni Skólavörðustígs og Berg- staðastrætis, fyrir þá sem versla í HABITAT. habitat Oþið virka daga frá kl. 10.00 til 18.00 OPIÐ Á MORGUN, LAUGARDAG, FRÁ KL 12.00 TIL 16.00 LAUGAVEG113 ■ SÍMI (91) 625870 Verið veikomin. BIANCA MATAR- OG KAFFISTELL: Dæmi: Bolli kr. 245.-, undirskál kr. 195.- súpudiskur kr. 195.- matardiskur kr. 295.- Kr. 41.900.-, CAIRO STOLL: r. 29-500-- CAIRO SVEFNSÓFI: Kr. 55.900. itgr.) PILGRIM BORÐSTOFUBORÐ: 47.400.- (stgr.): Stæró 90cm x 2m. PARÍS GLÖS ( 6 í pakka ): Kr. 495.-. Há glös ( 6 I pakka ): Kr. 495.-. Lág glös ( 6 í pakka): Kr. 495.-.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.