Morgunblaðið - 10.04.1992, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 10.04.1992, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. APRÍL 1992 Rcuter Olga Suvic, 22ja ára göinul stúlka í Sarajevo í Bosníu, lét lífið í fyrradag, féll fyrir serbneskri leyni- skyttu. Fór útförin fram í gær og það er faðir hennar, sem hér lætur bugast. Ottast allsheijar- styrjöld í Bosníu Sar^jevo. Reuter. HART var barist í Bosníu-Herzegovínu í gær og einkum í héruðun- um, sem liggja að Serbíu. Hafa leiðtogar lýðveldisins gripið til neyð- arráðstafana til að reyna að koma í veg fyrir allsheijarstyijöld í landinu en þar eigast við Serbar annars vegar og Króatar og múslim- ár hins vegar. Tsongas al- veg hættur PAUL Tsongas, fyrrverandi öldungadeildarþingmaður, sagði í gær að hann myndi ekki gefa kost á sér aftur í forkosningum demókrata vegna forsetakosninganna í Bandaríkjunum í nóvember. Tsongas hætti kosningabar- áttu sinni fyrir þremur vikum vegna sjóðþurrðar. Samt varð hann annar atkvæðamesti frambjóðandinn í forkosning- unum í New York á þriðjudag. Rabin veitist að Shamir Kosningabaráttan í ísrael hófst formlega í gær og Yitz- hak Rabin, leiðtogi Verka- mannaflokksins, gagnrýndi Yitzhak Shamir forsætisráð- herra harðlega, sakaði liann um að hafa hindrað árangur í friðarviðræðum við araba. Hann kvaðst betur í stakk búinn að semja um frið við Palestínumenn og ætla að stöðva frekara landnám gyð- inga á hemumdu svæðunum. Nýtt tilboð frá Líbýu LÍBÝUSTJÓRN sendi Boutros Boutros-Ghali, framkvæmda- stjóra Sameinuðu þjóðanna, þau skiiaboð á miðvikudag að hún væri reiðubúin að afhenda „hlutlausu ríki“ mennina tvo, sem grunaðir eru um að hafa sprengt þotu Pan Am-flugfé- lagsins yfir Lockerbie árið 1988. Er þetta tilboð talið keimlíkt öðru tilboði Líbýu- manna í síðasta mánuði sem vestræn ríki höfnuðu. Að sögn stjórnarerindreka hafa líbýsk yfirvöld lagt til að mennirnir verði afhentir í Túnis í viður- vist fulltrúa Arababandalags- ins og Sameinuðu þjóðanna. Matarskortur í S-Afríku Hjálparstofnunin Operation Hunger skýrði á miðvikudag frá því að um tvær milljónir Suður-Afríkubúa nytu nú neyðarmatvælaaðstoðar á veg- um stofnunarinnar og að nokk- ur böm hefðu þegar dáið úr hungri. Miklir þurrkar hafa heijað á suðurhluta Afríku í vetur og uppskera brugðist á flestum stöðum. Mpho Mashin- ini, aðstoðarframkvæmdastjóri hjálparstofnunarinnar, sagði fimm þúsund nýjar umsóknir um neyðaraðstoð berast í hverri viku og gerði stofnunin ráð fyrir að þurfa að fæða 2,25 milljónir manna í júní. Norskur „tannbanki“ NORSKIR vísindamenn við háskólann í Bergen fara þess nú á leit við börn um allan heim að þau gefi þeim barna- tennur sínar þegar þær losna. Hafa Norðmennirnir sett á lag- girnar sérstakan „tannbanka" sem notaður er við mengunar- rannsóknir. Þegar hafa tíu þúsund tennur verið lagðar inn í bankann en vísindamennirnir mylja þær og athuga síðan mun á magni ýmissa efna, s.s. blýi, kopar og zinki, eftir heimshlutum. Sprengjunum rigndi í gær yfir Zvornik, bæ á bökkum Drinu, sem skilur Bosníu og Serbíu, en múslim- ar í bænum neituðu lengi vel að gefast upp þótt þeir væru umkringd- ir sveitum Serba. Komst hann þó Lima. Reuter. ALBERTO Fujimori, forseti Per- ús, sagði í gær, að almenningur i landinu væri sammála þeirri ákvörðun hans að Ieysa upp þing- ið þar sem ríkt hefði „einræði hinna spilltu og duglausu". Sagði hann þetta á fundi með fulltrúum útflutningsiðnaðarins í landinu en skömmu síðar óku skæruliðar Skínandi stígs stætisvagni, hlöðnum sprengiefni, inn í lög- reglustöð í Lima og sprengdu hann þar. Biðu þrír lögreglu- menn bana og 22 menn aðrir slös- uðust. „Fólk kaus mig til að gera Perú að landi þar sem unnt er að bera virðingu fyrir yfirvöldunum, ekki að landi þar sem fólk á allt sitt undir spilltum dómurum, spilltum stjórnmálamönnum, mútum og glæpaverkum. Fólkið vill ekki ein- ræði, allra síst einræði hinna spilltu og duglausu," sagði Fujimori og vitnaði til skoðanakannana, sem sýna, að allt að 85% landsmanna eru honum sammála. Það var sl. sunnudag, sem Fuji- mori leysti upp þingið og lét hand- taka nokkra stjórnmálamenn vegna þess, að þingið og dómskerfið í landinu hefðu komið í veg fyrir ein- hvern árangur af baráttunni gegn ejturlyfjum og skæruliðum maóis.tæ að lokum í hendur þeim síðarnefndu og var það haft eftir flóttafólki, að margir hefur fallið. Hafa átökin í Bosníu aukist eftir að Evrópuband- alagið og Bandaríkin viðurkenndu sjálfstæði landsins og í gær veitti hreyfingarinnar Skínandi stígs. Hefur hann ákveðið að endurskipu- leggja dómskerfið og reka úr starfi spillta dómara og stórherða barátt- una gegn skæruliðum og eiturlyíja- versluninni. ------♦ ♦ ♦------ Rússar landa á Grænlandi Kaupmannahöfn. Frá Nils Jergen Bruun, fréttaritara Morgrunblaðsins. RÚSSNESKIR togarar eru byrj- aðir að landa þorski í Paamiut (Frederiksháb) á Grænlandi í kjölfar grænlensk-rússneska fiskveiðisamningsins. Það hefur skapað atvinnu í frystihúsi stað- arins og Iífgað upp á bæinn, að sögn grænlenska blaðsins Gren- landsposten. Þrír rússneskir sjómenn hafa beðið um hæli á Grænlandi. Því var hafnað. Mikið hefur verið um svarta sölu á rússnesku áfengi og rúss- neskum sígarettum. Grænlendingar sem ekki hafa haft reiðufé til að kaupa smyglvarninginn hafa greitt með fötum og húsgögnum, sem Rússarnir vilja gjarna fá í stað pen- jnga. ........ forsætisráðið sjálfu sér völd til að stjórna með tilskipunum. Hefur það vakið nokkrar vonir, að bosníska innanríkisráðuneytið og yfirmenn júgóslavneska sambandshersins hafa komist að samkomulagi um að afvopna fjandmannaflokkana og flytja þá burt frá höfuðborginni, Sarajevo, en þar hefur að minnsta kosti fallið 31 maður frá því um helgi. Cyrus Vance, sérstakur sendi- maður Sameinuðu þjóðanna í Júgó- slavíu, sagði í gær, að viðurkenning- in á sjálfstæði Bosníu hefði gert illt verra og hann kvað ekki útilokað, að þar brytist út allsheijarstríð. Evrópuþingið í Strassborg hvatti í gær til, að friðargæslulið SÞ yrði einnig sent til Bosníu en umboð þess nær nú aðeins til Króatíu. Innanrík- isráðherra Páfagarðs, Angelo Sodano kardináli, hefur lýst áhyggj- um Jóhannesar Páls páfa af ástand- inu í Bosníu og kemur það meðal annars fram í bréfi, sem hann hefur ritað Alija Izetbegovic, forseta Bos- níu. Skandia og Hafnia fyrirhuga sanmma SÆNSKA tryggingafyrirtækið Skandia Group Försakrings AB hefur uppi áform um samruna við danska fyrirtækið Hafnia Holding A/S og að selja endur- tryggingastarfsemi sína til norska fyrirtækisins UNI Store- brand. Var viljayfirlýsing þessa efnis undirrituð af forsvars- mönnum Skandia og Hafnia í gær. Skilyrðin fyrir þessum áformum eru að Skandia bjóðist til að kaupa öll hlutabréf í Hafnia Holding, eig- endum hlutabréfa í Hafnia bjóðist að festa kaup á þeim hlutabréfum í Skandia sem nú eru í eigu UNI Storebrand og UNI Storebrand kaupi loks endurtiyggingastarfsemi Skandia, að þeirri í Norður-Amer- íku undanskilinni, gegn því að selja Skandia-bréf sín. Stjómir félaganna þriggja eiga eftir að staðfesta samkomulagið og er von á frekari fréttum af málinu í byijun maí, að því er segir í frétt frá Skandia í Svíþjóð. Þar segir einnig að lokaniðurstaða þessara viðskipta verði að Hafnia verði dótt- urfyrirt'æki að öliu leyti í eigu Skandia og megnið af Skandia- bréfum UNI Storebrands dreifíst á hina tíu þúsund núverandi hluthafa Hafnia. Yrði Skandia-Hafnia stærsta tryggingafyrirtæki Norður- landa ef af samrunanum yrði og vel í stakk búið að fara í sam- keppni við evrópsku tryggingaris- ana í framtíðinni, segir í frétt Skandia. ------»--♦ ♦---- ■ TIRANA - Sali Berisha, leiðtogi Lýðræðisflokksins í Alba- níu, var kjörinn forseti landsins á þingi í gær og er hann jafnframt fyrsti andkommúnistinn, sem gegn- ir því embætti. Hann er 47 ára að aldri og hjartaskurðlæknir að mennt. Lýðræðisflokkurinn vann mikinn sigur í þingkosningunum fyrir skemmstu og á þingi var Beris- ha kjörinn forseti með'96 atkvæðum gegpi 35 atkvæðum sósíalista sem heita svo nú en kommúnistar áður. Þess má geta, að nýkjörinn forseti þingsins, Pjeter Arbnori, var í næstum 30 ár í fangelsum komm- únista fyrir að reyna að stofna stjórnarandstöðuflokk. Ramiz Alia, fyrrum forseti, tók við af stalínist- anum og einræðisherranum Enver Hoxha en í síðustu viku sagði hann af sér embætti til að hlífa sér við þeirri niðurlægingu að vera í raun rekinn úr því. Rcutcr Gaddafi viijar Arafats Yasser Arafat, leiðtogi Frelsissamtaka Palestínu (PLO), var í gær útskrifaður af sjúkrahúsi í Líbýu. Hafði hann slasast lítillega eftir að Antonov-flugvél hans brotnaði í þijá hluta við nauðlendingu í Sahara-eyðimörkinni í austurhluta landsins. Líbýsk yfírvöld sögðu að Arafat væri við góða heilsu en palestínskir embættismenn sögðu að hann þyrfti að vera áfram í lyfjameðferð. Ráðgert hafði verið að forysta PLO kæmi saman í Túnisborg í gær en fundinum var fre- stað þar til Arafat hefði jafnað sig. Myndin var tekin þegar Muamm- ar Gaddafi, leiðtogi Líbýu, heimsótti Arafat á sjúkrahúsið. Perú; Alberto Fujimori kveðst njóta stuðn- ings almenning’s

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.