Morgunblaðið - 10.04.1992, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 10.04.1992, Blaðsíða 14
— 14 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. APRÍL 1992 SÆTRE FYRIR SÆLKERANN Hvenær sem er... hvar sem er... með hverju sem er... nýtur FROKOST sín til fullnustu. • • Onnur kveðja til Helga Hálfdanarsonar eftirJón Þórarinsson Ég brást við hugvekju þinni og áskorun í Morgunblaðinu 2. þ.m. um lag við barnavísur Guðjóns Guðjónssoanr Það er leikur að læra með líkum hætti og Atli _ Heimir Sveinsson (í Mbl. 5. apríl). Ég hrip- aði undir eins niður svolítinn lag- stúf samkvæmt forskrift þinni. Síð- an hef ég velt honum dálítið fyrir mér, því að margs er jafnan að gæta þegar lag er sett við ljóð, en hér held ég hann sé kominn í endan- legri gerð. Hann er í sexskiptum takti, og að minnsta kosti að því leyti ólíkur lagi Atla. En alveg eins og hans lagi má breyta úr tvískipt- um takti í þrískiptan (eða sexskipt- an) mætti breyta þessu í íjórskiptan takt (eða tvískiptan). Vitanlega er allt rétt sem þú seg- ir um ósamræmi milli bragarháttar á vísum Guðjóns Guðjónssonar og þess erlenda lags sem sungið hefur verið við þær. Þess háttar misræmi er því miður alltof algengt, einkum þega erlend lög eru sett við íslensk Ijóð, og eru mörg dæmi um það miklu átakanlegri en þetta. Hvað t.d. um Vísur íslendinga eftir Jónas Hallgrímsson, þegar þær eru sungnar við lagið eftir Weyse? Eða Fjallið Skjaidbreiður með laginu eftir Stuntz? í báðurn tilvikum stangast áherslur lags og bragar illilega, og iðulega eru stuðlar og höfuðstafir rændir réttmætum áhersluþunga sínum. Við virðunrst vera ótrúlega umburðarlyndir, Is- lendingar, í þessu efni. Eða er brag- eyrað orðið svona sljótt? Þegar ég fór að huga að lagi við vísur Guðjóns Guðjónssonar rakst ég þegar í stað á svolítinn hnökra, sem gæti bent til þess að Guðjón hefði þrátt fyrir allt haft erlenda lagið í huga þega hann orti vísurn- ar. Ef sett er við þær „rétt gert“ lag samkvæmt forskrift þinni kem- ur þung aðaláhersla þegar í upp- hafi á merkingarlaust smáorð: Það er leikur að læra. Kannski er það þetta sem hefur sætt menn við út- lenda lagið, því að þar falla áhersl- ur á þau orð sem merkinguna bera. Þú sýnir með dæmi, hvernig unnt hefði verið að laga vísurnar að er- lenda laginu með breyttri orðaröð. Á sama hátt hefði mátt „leiðrétta" það sem mér finnst hér miður fara: Borgarafundur í Háaleitishverfi FÉLAG sjálfstæðismanna í Háaleitishverfi heldur borgarafund um málefni Háaleitishverfis á morgun laugardag 11. apríl og hefst hann klukkan 14 í SEM-salnum að Sléttuvegi 1-3, en það er nýtt hús við götu, sem er framhald af suðurenda Háaleitisbrautar. Fundarefnið er heilsugæslu-, félags- og skipulagsmál í Háaleitishverfi. ur Samtaka aldraðra, Víðir Þor- steinsson formaður SEM, Samtaka endurhæfðra mænuskaddaðra bg Ásgeir Hallsson formaður Sóknar- nefndar Grensássóknar. Þá koma til fundarins borgarfulltrúar og mun Fundurinn hefst með ávarpi for- manns félagsins Þórarins Sveins- sonar, en síðan flytja ávörp: Gyða Jóhannsdóttir formaður samstarfs- nefndar félaga aldraðra í Reykja- vík, Magnús H. Magnússon formað- lÚStfesffi vegna bragðsins. f|L yjjNGÁI SUMAR N0J 'DAGS SAMEINAOA /SlA p Guðrún Zoéga ræða um félagsmál með tilliti til aldraðra og öryrkja, Katrín Fjeldsted ræðir stöðu heilsu- gæslu- og heilbrigðismála í hverfinu og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson ræð- ir um skipulagsmál með tilliti til aldursskiptingar í hverfinu. Að umræðunum loknum er gert ráð fyrir almennum umræðum og geta fundarmenn þá borið fram fyrirspurnir til borgarfulltrúanna og borgarstjóra, Markúsar Arnar Antonssonar, sem mun flytja loka- orð á fundinum og draga saman það sem efst er á baugi. / ORAfi Þú opnar dós og gæðin koma í Ijós! LEGUR Nachi legurer japönskgæöavara á sérsaklega hagstæóu veröi. Allaralgengustu tegundir fáanlegará lager. Sérpantanir eftir þörfum. J@Úty)KDR0 Mldsodty HOf ÐABAKKA 9 .112 REYKJAVÍK SÍMI91-67000000 665656

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.