Morgunblaðið - 10.04.1992, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 10.04.1992, Blaðsíða 25
25 Friðrik Sophusson „Öllum má vera ljóst að skattsvik leiða til þess að byrðunum af sam- eiginlegum kostnaði er misjafnlega deilt. Ár- vekni almennings skipt- ir miklu máli og raunar má segja að lög, reglur og fyrirmæli geti aldrei leyst slíkt af hólmi. Mikilvægt er að tryggja réttláta skiptingu sam- f élagskostnaðarins. Þess vegna þarf al- menningur að taka virkan þátt í því að koma í veg fyrir skatt- svik.“ útgreiðslu í jan./feb. 1991. Þessar endurgreiðslur hækkuðu umfram það sem gert hafði verið ráð fyrir. Hvað er framundan? Innan þings og meðal almennings hafa komið fram raddir um að eftir- lit og árvekni með innheimtu skatta sé ekki nægilega mikið. Að mínu áliti er eðlilegt að stjórnvöld kynni sér gaumgæfilega slík sjónarmið og bregðist við ef ástæða er til. En hér þurfa inargir að koma að málum. Þeir sem að skattframkvæmdinni vinna gegna veigamiklu hlutverki. Áformað er að halda áfram með þær áherslubreytingar sem að hefur verið unnið hjá skattstofum og í skattkerf- inu. Með þeim breytingum er lögð aukin áhersla á eftirlit og því að fylgjast betur með atvinnurekstrin- um en gert hefur verið. Framundan eru ýmsar breytingar. í því sambandi vil ég nefna að nú er unnið að mikilli athugun á vegum ríkisskattstjóra og skattstofanna, þar sem álagning virðisaukaskatts- ins er sérstaklega til athugunar. Þessi úrtakskönnun beinist m.a. að því að skoða hvort virðisauki í hinum ýmsu atvinnugreinum sé mismun- andi og hvort tiltekin fyrirtæki víkja verulega frá því sem eðlilegt má telja. Niðurstöður þessarar skoðunar munu væntanlega liggja fyrir síðar í þessum mánuði. Þá hefur verið ákveðið að lög um bókhald verði endurskoðuð með sér- stöku tilliti til þess að svokölluð „livítflibbabrot“, þar sem bókhalds- lög eru brotin, hafa ítrekað komið upp á borðið á síðustu misserum og árum. Öllum má vera ljóst að skattsvik leiða til þess að byrðunum af sam- eiginlegum kostnaði er misjafnlega deilt. Ái-vekni almennings skiptir miklu máli og raunar má segja að lög, reglur og fyrirmæli geti aldrei leyst slíkt af hólmi. Mikilvægt er að tryggja réttláta skiptingu samfélags- kostnaðarins. Þess vegna þarf al- menningur að taka virkan þátt í því að koma í veg fyrir skattsvik. MORGUNBLAÐID FÖSTÚDÁGUR 10. APRÍL 1992 Frumvarp viðskiptaráðherra til nýrra Seðlabankalaga: Sjálfstæði Seðlabankans gagnvart ríkissljóm aukið Yfirdráttarlán til ríkissjóðs verði bönnuð eftir 1995 í DRÖGUM að frumvarpi til nýrra Seðlabankalaga sem sainin voru af nefnd sem skipuð var af viðskiptaráðherra 20. febrúar 1991 og dreift hefur verið til allra þingflokka er m.a. lagt til að sjálfstæði Seðlabanka gagnvart ríkisstjórn verði aukið, dregið verði úr heimild- um bankans til beinnar stýringar en aukið vægi verði lagt á markaðs- aðgerðir. Bankanum verði óheimilt að veita ríkissjóði yfirdráttarlán eftir ákveðinn aðlögunartima, bankanum verði heimilt að kaupa rikis- verðbréf á markaði, áhrif bankaráðs verði aukin og auglýst verði eft- ir umsóknum um stöður Seðlabankastjóra og þurfa umsækjendur að hafa hlotið atkvæði í bankaráði til að ráðherra geti skipað þá í stöðurn- ar. Þá er kveðið á um sérstaka ráðningu formanns bankasljórnar sem verði talsmaður bankans. Samkvæmt frumvarpi til nýrra seðlabankalaga verður framvegis aug- lýst eftir umsóknum um stöður bankastjóra Seðlabankans og verða umsækjendur að hafa hlotið atkvæði í bankaráði til að ráðherra geti skipað þá í stöðurnar. Samkvæmt frumvarpinu verða felld niður ákvæði sem heimila bank- anum að hlutast til um vaxta- ákvarðanir innlánsstofnana og einn- ig er lagt til að eigið fé bankans verði byggt upp með þeim hætti að þar til það hefur náð 6% af vergri landsframleiðslu renni fjórðungur af meðalhagnaði næstliðinna þriggja ára í ríkissjóð en þegar þessu eigin- fjármarki er náð renni allur hagnað- ur í ríkissjóð. Fram kom á frétta- mannafundi sem Jón Sigurðsson við- skiptaráðherra boðaði til í gær að í dag næmi eigið fé Seðlabankans um níu milljörðum kr. og þyrfti það því að aukast um ellefu milljarða kr. til að ná þessu 6% eiginfjármarki. I frumvarpinu er gert ráð fyrir að þau lagaákvæði sem kveða á um samþykki ráðherra við ákvörðunum Seðlabankans verði nær alls staðar felld úr gildi. Kemur fram í greinar- gerð frumvarpsins að slíkt samþykki sé í flestum tilvikum fært til banka- ráðs sem miðar að því að auka sjálf- stæði bankans gagnvart ríkisstjórn. Nefndarmenn sammála um meginatriðin Viðskiptaráðherra sagði á frétta- mannafundinum að sér þætti ánægjulegt og merkilegt að nefndin, sem skipuð var fulltrúum allra þing- flokka, hefði náð saman um megin- stefnu frumvarpsins og að enginn ágreiningur væri um að í framtíðinni beitti Seðlabankinn markaðsaðgerð- um í stað beinnar íhlutunar í vaxta- kjör eða starfsemi lánastofnana og að sérálit tveggja nefndarmanna snertu aðeins afmörkuð tæknileg el'ni frumvarpsins. I nefndinni voru Ágúst Einarsson prófessor, formaður, Geir H. Haarde alþingismaður, Guðmundur G. Þór- arinsson verkfræðingur, Guðrún J. Halldórsdóttir skólastjóri, Már Guðmundsson hagfræðingur og Ólafur B. Thoi-s forstjóri. Guðmund- ur Ágústsson lögfræðingur lét af störfum í nefndinni í maí sl. I frumvarpinu er lögð áhersla á að starfsemi Seðlabankans verði lög- uð að breyttum aðstæðum á íslensk- um fjármagnsmarkaði og að hún taki mið af auknu fjölþjóðasamstarfi á sviði gengis- og peningamála. Meginmarkmið bankans verði að varðveita verðgildi íslenska gjaldmiðilsins og stuðla að stöðugu verðlagi. Sjálfstæði bankans til að móta og hrinda í framkvæmd stefnu í peningamálum verði aukið veru- lega, sem m.a. felist í að beiting stjórntækja bankans verði sem mest óháð samþykki ráðherra. Lagt er til að bankinn hætti að veita ríkissjóði lán í formi yfirdráttar í bankanum frá og með áramótum 1996/1997 en yfirdráttarlán ríkis- sjóðs í Seðlabankanum verði tak- mörkuð fram að þeim tíma þannig að heildarskuld ríkissjóðs í bankan- um á hveijum tíma verði ekki hærri en þrír milljarðar kr. á árinu 1993, tveir milljarðar 1994 og einn millj- arður 1995. í séráliti Más Guðmundssonar er lagt til að yfir- dráttarheimild ríkissjóðs í bankanum verði lokað hraðar en frumvarpið gerir ráð fyrir. í frumvarpinu er Seðlabankanum veitt heimild til að kaupa og versla með verðbréf ríkisins á markaði og að gefa sjálfur út verðbréf til að selja lánastofnunum á millibanka- markaði. Breytingar á yfirstjórn bankans Seðlabankanum verður gert að stuðla að framgangi stefnu ríkis- stjórnar í efnahagsmálum svo fremi sem hann telji það ekki ganga gegn markmiðum sínum. Bankaráð verði skipað fimm mönnum, kjörnum af Alþingi, eins og verið hefur, en lögð er til sú nýjung að nýr ráðherra geti skipað nýjan formann og vara- formann bankaráðs úr hópi kjörinna aðalmanna. Er bankaráði m.a. ætlað að vera bankastjórn til ráðuneytis um stefnu bankans í peningamálum, gengis- og gjaldeyrismálum og um meginþætti í starfsemi hans. I sér- áliti Guðrúnar J. Halldórsdóttur kemur fram að hún vilji að sjö aðilar eigi rétt til setu í bankaráði í stað fimm eins og frumvarpið gerir ráð fyrir. Lagt er til að bankastjórar verði áfram þrír en auglýst verði eftir umsækjendum í stöður seðlabanka- stjóra þegar skipunartími núverandi bankastjóra rennur út. Gerð er krafa um að bankastjórar hafi viðtæka þekkningu á peningamálum og öðr- urn sviðum efnahagsmála. Að fengn- um umsóknum er gert ráð fyrir að bankaráð greiði atkvæði um um- sækjendur. Til að ráðherra geti skip- að mann bankastjóra verður hann að hafa fengið a.m.k. eitt atkvæði í ráðinu. Er lagt til að skipunartíma- bil bankastjóra verði sjö ár en sér- staklega verði skipað í stöðu for- manns bankastjórnar og verður hann að hafa fengið a.m.k. tvö atkvæði í bankaráði. Ágúst Einarsson sagði að gert væri ráð fyrir að núverandi banka- stjórar Seðlabankans gegndu störf- um sínum til loka síns skipunartíma en þegar fyrsta staðan losnað yrði staða formanns bankastjórnar aug- lýst laus til umsóknar. Fram kom í máli hans að nú er bankastjórum heimilt að starfa til loka þess árs er þeir verða sjötugir og því muni fyrst renna úr starfstími Tómasar Árnasonar Seðlabankastjóra í árslok 1993, starfstíma Jóhannesar Nordal lýkur í árslok 1994 og skipunartími Birgis ísleifs Gunnarssonar rennur út 1997. Skv. núgildandi lögum eru engar takmarkanir á hvereu oft skipa má sama mann í stöðu bankastjóra en í frumvarpinu er lagt til að megin- reglan verði sú að óheimilt verði að skipa sama manninn oftar en tvisvar sinnum í stöðu bankastjóra. I séráliti Más Guðmundssonar seg- ir að það samrýmist betur markmiði fnimvai-psins um sjálfstæðan og fag- legan Seðlabanka að yfirstjórn bank- ans verði í höndum bankaráðs og eins faglegs seðlabankastjóra fremur en fjölskipaðarar bankastjórnar. Segir hann meginástæðuna þá, að með því sé sagt skilið við kerfi „póli- tískt eymamerktra bankastjóra- staða.“ Bankaeftirlit eflt Lagt er til að lög um gjaldgvðil íslands verði felld inn í lög um Seðla- bankann. Bankanum verði heimilað að skipuleggja gjaldeyrismarkað og kaupa og selja erlendan gjaldeyri. Lagt er til að ákvæði um laust fé lánastofnana verði þrengt frá því sem nú er. Þá er gert ráð fyrir að heimildir bankaeftirlitsins til að grípa inn í starfsemi fjármálastofnana verði auknar. Seðlabankanum verði heimilt að höfðu samráði við ráð- herra að veita lánastofnunum önnur lán en hefðbundin lán vegna lausa- fjárerfiðleika þeirra, enda telji hann þörf á því til að varðveita traust á fjármálakerfí landsins. Fram kom í máli viðskiptaráð- herra að ríkisstjórnin hefði ekki tek- ið efnislega afstöðu til frumvarpsins en hann sagði jafnframt að frum- varpið væri lagt fram á yfirstand- andi þingi til kynningar. Kvaðst hann þó vilja að það fáist afgreitt sem lög fyrir áramót. Viðskiptaráðherra var spurður á fréttamannafundinum hvort hann hefði hug á að sækjast eftir stöðu formanns bankastjórnar Seðlabank- ans eftir að frumvárpið væri orðið að lögum. „Ég útloka ekki að það geti einhverntíma komið til greina en það er ekkert á minni dagskrá,“ svaraði Jón. Delta hf. fékk viður- kenningii Iðnlánasjóðs LYFJAFYRIRTÆKIÐ Delta hf. hlaut sérstaka viðurkenningu Iðnlána- sjóðs á ársfundi sjóðsins sl. þriðjudag. Iðnlánasjóður hefur tekið upp á þeirri nýjung að veita árlega viðurkenningu því fyrirtæki sem skar- ar fram úr hvað varðar aðbúnað og öryggi starfsfólks og verndun umhverfisins. Eiður Guðnason, umhverfisráðherra afhenti Werner Rasmussyni, stjórnarformanni Delta, verðlaunin. Hann sagðist við það tækifæri fagna mikilvægu frumkvæði Iðnlánasjóðs að veita viðurkenn- ingu sein hefði þann tilgang að hvetja stjórnendur fyrirtækja til að leggja sitt af mörkum I þessum málum. Umhverfisráðherra sagði í ávarpi sínu að það væri gleðiefni að forystu- menn í iðnaði væru að vakna til vitundar um hlutverk sitt í umhverf- ismálum. Mörg fyrirtæki væru þann- ig farin að beita hugmyndafræðinni við að skoða framleiðsluferilinn í Ijósi þess að nýta betur hráefni, beita innra eftirliti í auknum mæli og draga þannig úr frá þeini úrgangs- efnum sem frá viðkomandi fyrirtæki fara. Að sögn ráðherra kom glöggt í ljós stóraukinn áhugi forráðamanna fyrirtækja á umhverfisvernd þegar verið var að velja fyrirtæki sem komu til álita við veitingu viðurkenn- ingarinnar. Það væri ánægjuleg staðreynd að mörg fyrirtæki komu ■þar til álita. Wemer Rasmusson tók við viður- kennjngunni sem var listaverk sem unnið var séretaklega fyrir Iðnlána- sjóð af Magnúsi Tómassyni, mynd- Werner Rasmusson, stjórnarformaður Delta, tekur við viðurkenningu úr hendi Eiðs Guðnasonar, umhverfisráðherra. Viðurkenningin var veitt á ársfundi Iðnlánasjóðs fyrir góðan aðbúnað og öryggi starfs- manna á vinnustað og verndun umhverfisins. listamanni. Werner sagðist við það tækifæri vera stoltur af starfsfólki Delta og vonaðist til að veiting við- urkenningar af þessu tagi ætti eftir að verða sem flestum fyrirtækjum og einstaklingum hvatning til að gera betur í þessum málum. Höfundur er fjármálaráðhcrra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.