Morgunblaðið - 10.04.1992, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 10.04.1992, Blaðsíða 13
13 MORGUNBLAÐIÐ FOSTUDAGUR 10. APRIL 1992 Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson Mestur hluti dagskrár skeifudagsins fer fram í reiðskálanum. Morgunblaðsskeifan á Hólum: Nemendur þreyta tvö próf á skeifudaginn Skeifudagur Hólanema verður haldinn á morgun, laugardag, þar sem afhent verður Morgunblaðsskeifan fyrir besta árangur nemanda í hesta- mennsku og hrossarækt. Þreyta nemendur tvö próf á skeifudaginn sem er lokaáfangi i hestamennsku- og hrossaræktarbraut. kannski aldrei betur í ljós en í fæð- ingunni. Nær uppruna sínum og innsta eðli verður hún aldrei. Sá fundur hefur afgerandi áhrif á mót- un hennar sem móður og sem mann- eskju. Karlmaðurinn fer ekki heldur varhluta af þeirri reynslu og hefur mannfræðingurinn Shila Kitzinger bent á að fæðing barns sé ekki bara líffræðilegur atburður í líkama kon- unnar heldur sé fæðingin þroska- ferli beggja foreldranna. Ennfremur beinast augu manna að þeim áhrif- um sem barnið verður fyrir í og strax eftir fæðinguna og rætt er um tímabil óafturkræfrar mótunar er geti haft áhrif á hegðunarmynst- ur á fullorðinsárum. En í hvaða aðstöðu eru foreldr- arnir til þess að takast á við þetta þroskaverkefni? Og hvers á barnið að gjalda? Eru þær aðstæður sem við búum þeim þær bestu og hvetjandi til að aðlagast nýju hlutverki? Eða- eru okkar aðgerðir kannski hamlandi? Við sem alltaf erum tilbúin til þess að gera allt fyrir alla. Taka burtu óþægindin og erfiðleikana, koma sem frelsandi englar og bjarga mál- unum. Hefur bjargvættarnevrósa fagfólksins gengið of langt? Erum við farin _að hindra í stað þess að stuðla að? Óttumst við þann óbeislaða lífskraft sem er tilbúinn til þess að bijótast fram og strýa ferðinni í fæðingunni. Er það okkur e.t.v. nauðsynlegt að halda honum niðri, kæfa hann í fæðingu svo við getum haft stjórn á aðstæðum. Verða e.t.v. þær konur sem kynnast þessum óbeislaða lífskrafti sem býr innra með þeim of liættulegar á eftir? Því hefur verið haldið fram að þær verði aldrei samar á ný, þær verði sterkari og ekki verði aftur af þeim haldið. Þær verði ekki auð- veldlega bundnar aftur á bás frekar en kýrin Von forðum sem hafði brot- ist til frelsis þegar átti að leiða hana til slátrunar. Það vissi bóndinn, eig; andi kýrinnar, og lét fella hana að loknu þessu afreki hennar. Hún hafði skynjað það sem í henni bjó, þann kraft sem gaf henni líf, frj álst Ííf á eigin forsendum. Bóndinn vissi að hún yrði aldrei söm á ný og því skyldi hún lífið láta. Þær nýjustu áherslur sem í dag eru ríkjandi í fæðingarþjónustu stuðla að kynnum konunnar við þennan frumkraft sem í henni býr. Lögð er áhersla á að skapa þær aðstæður að konan finni sig örugga í því umhverfi sem hún er í og að hún sé studd á þann hátt og hún verði næmarí á hvað hún geti sjálf gert til þess að létta sér fæðinguna. Einnig er leitast við að hafa fund foreldranna, sérstaklega móðurinn- ar með nýfæddu barninu, sem mest ótruflaðan alveg frá fyrstu mínútu. Kýrin Von átti samúð þjóðarinn- ar, það var sá sem við hana átti að tjónka sem hvað upp dauðadóminn því honum var ógnað. Söm voru örlög valkyijunnar Brynhildar er hún óhlýðnaðist föðurvaldinu, Óðni. Dæmd til svefns, umlukin eldi þar til staðgengill karlveldisins, Sigurð- ur Fáfnisbani, vekti hana til lífs á ný. Óhlýðnar konur eru ekkert fyrir þennan heim. Fyrir þær er ekkert rými. Að þeim skal þrengt úr öllum áttum, ekki síst af hlýðnum konum. Því sá sem skilur er sá sem þekkir og sá sem hefur reynt. Og ennþá eru það karlmenn sem eru í meiri- hluta þegar um er að ræða líf útfrá eigin forsendum. Ekkert samráð við starfsfólk Þessi síðasta aðför að Fæðingar- heimili Reykjavíkur er aðferðar- fræðilega sú grófasta sem um getur og þó víðar væri leitað. Á meðan markvisst er unnið að því að flytja fæðingarnar yfir á Fæðingardeild Landspítalans er fólki sagt beint út og blygðunarlaust að ekki sé verið að leggja Fæðingarheimlið niður sem fæðingarstofnun. Þau orð eru bókfærð í Alþingistíðindum frá 22. desember 1991 eftir heilbigðis- og tryggingamálaráðherra Sighvati Björgvinssyni. Fleiri hafa látið svip- aðar fullyrðingar falla á meðan hið gagnstæða blasti við. Áðurnefndur ráðherra sagði síðan í fréttatíma ríkisútvarpsins laugar- daginn 4. apríl að þjónustusérstaða Fæðingarheimilisins væri tryggð því búið væri að koma upp nákvæmlega sömu aðstöðu við Kvennadeild Landspítalans og konum byðist á Fæðingarheimilinu. Ætla þessi óheiðarlegu vinnu- brögð engan endi að taka? Heldur ráðherrann að hann sé staddur í ævintýrinu um nýju fötin keisarans í hlutverki klæðskerans og man hann ekki örlög þeirra félaga er reyndu að telja öllum trú um það sem ekki var. Kóngurinn var allsber og það er Fæðingardeild Landspítal- ans líka hvað þjónustusérstöðu Fæð- ingarheimilisins varðar. Aðstaðan er ekki fyrir hendi þrátt fyrir allt tal um eina fæðingarstofu til viðbót- ar í anda Fæðingarheimilisins. Þjón- ustusérstaða Fæðingarheimilisins er meðal annars lítil heimilisleg eining með samfellu í þjónustunni, fæðing- ar og sængurlega í einni einingu, en það er undirstaða þess að fagleg markmið að öðru leyti náist. Þessi sérstaða verður ekki tryggð með því að stækka stærstu fæðingardeild á Islandi og kljúfa fæðingar og sæng- urlegu í tvær einingar eins og nú er gert ráð fyrir. Svo einfalt er það. Allt þetta er gert með því mark- miði að spara. Ekki hefur verið sýnt fram á hvað það kostaði að bæta u.þ.b. 500 fæðingum við Fæðingar- deildina né hvað það hefði kostað að bæta 500 fæðingum við Fæðing- arheimilið. Við það hefði náðst að skapa tvær einingar af hóflegri stærð sem ef til vill væri jafn hag- kvæmt og að slá öllu saman í eina. Við það kæmumst við hjá því að fara þetta heljarstökk til fortíðar sem lokun Fæðingarheimilisins í núverandi mynd er. Viðhorf og áherslur eru að breyt- ast. Þessi aukni áhugi á náttúruleg- um fæðingum er einungis einn liður í þeirri þróun sem nú er með hávaða- látum að ryðja sér til rúms á öllum sviðum, en þar er mannlegi þáttur- inn settur í forgang. Það er því í algerri mótsögn við þessa hugar- farsbreytingu nútímans að leggja Fæðingarheimilið niður. Einmitt núna er bráðnauðsynlegt að staður eins og Fæðingarheimilið fái að dafna, því tilvera þess tryggir og knýr á um að þróunin taki á sig þá mynd, sem æskileg er í fæðingar- þjónustu framtíðarinnar. Sjónarmið Fæðingarheimilisins hafa ekki verið höfð til hliðsjónar við þessa ákvarðanatöku. Ekkert samráð var haft við starfsfólk þess. Menn hafa þó víða heyrst túlka sjón- armið Fæðingarheimilisins en ekki uplýst annað en eigin vanþekkingu á málefninu. Þessar aðferðir sem við hafa ver- ið hafðar eru u.þ.b. að vekja drek- ann í þjóðinni, en það er betri vit- und þeirra sem hingað til hafa látið allt yfir sig ganga. Það er mitt mat að þjóðin hafi aldrei ætlað sér að borga Perlu- og Ráðhússævintýrið með heilbrigðis- og menntakerfinu. Mér finnst að fólk sé allstaðar til- búið til þess að spara, en það eru þessar aðferðir sem verið er að mótmæla. Jafn viðamiklar aðgerðir og nú eru á döfinni er ekki hægt að framkvæma eingöngu með bein- um tilskipunum untanfrá. Aðgerð- irnar þarf að þróa inannfrá á mark- vissan hátt svo að gæði haldist en hagræðing náist. Það þarf að hafa samráð við fleiri en skipstjóra og stýrimenn stofnana, það þarf að virkja alla áhöfnina og það á annan hátt en bara til að hlýða blint. Höfundur er yfírljósmóðir Fæðingarheimilis Reykja víkur. Dagskráin hefst klukkan 9.00 með B-prófi sem er hlýðniverkefni B og fer það fram í reiðskálarmm. Eftir hádegið hefst dagskrá kl. 13.00 með fánareið nemenda frá Hólakirkju að hesthúsum Hólaskóla. Að henni lok- inni fer fram keppni í fjórgangi á hringvellinum og verða úrslit strax að lokinni forkeppni. Því næst flyst dagskráin aftur inn í reiðskálann þar sem þrír efstu úr B-prófinu keppa til úrslita. Þá verða nemendur með Gaukshreiðrið er í leikgerð Dale Wassemann og var sýnt á Broadway í New York á sínum tíma, að sögn Maríu Sigurðardóttur leikstjóra verksins. Það er unnið upp úr skáld- sögu eftir Ken Casey og samnefnd kvikmynd með Jack Nicolson í aðal- hlutverki hlaut á sínum tíma fimm óskarsvprðlaun. María sagði að alls væru 35 manns í hópnum, þar af 19 leikar- ar. Leikmyndina hafði hópurinn með sér að norðan. Hún sagði að sýn- sýningu í fimi og munsturreið og að síðustu verða verðlaun afhent. Auk Morgunblaðsskeifunnar verða afhent ásetuverðlaun Félags tamninga- manna og Eiðfaxabikarinn fyrir bestu hirðingu. Prófin sem nemendur þreyta á skeifudaginn gilda 2/5 af heildarein- kunn en prófunum er skipt í þrjá hluta það er reiðmennska, frumt- amning og járningar og er urn að ræða bæði bóklegt og verklegt próf. ingarnar legðust mjög vel í hóp- inn. Aðsóknin virtist ætla að verða mjög góð, hringt væri látlaust í leikhúsið og spurt eftir miðum. í gær var því sern næst uppselt á fyrstu tvær sýningarnar. Aðal- hlutverkið, hlutverk Mac Murp- hys, leikur Jón Friðrik Benónys- son og Guðný Þorgeirsdóttir leik- ur hjúkrunarkonuna. Þetta verða síðustu sýningar Leikfélags Húsavíkur á Gauks- hreiðrinu. Leikfélag Húsavíkur: Mikil aðsókn að Gauks- hreiðrinu í Bæjarbíói LEIKFÉLAG Húsavíkur frumsýndi leikritið Gaukshreiðrið í Bæjarbíói í Hafnarfirði í gærkvöldi en leikritið verður auk þess sýnt í kvöld og á morgun. Leikfélagið hefur sýnt leikritið fyrir fullu húsi 25 sinnum í Húsavík og Þingeyingafélagið í Reykjavík átti frumkvæði að því að leikhópurinn sýnir nú verkið sunnan heiða. TOYOTA GANG- BRETTI OG STRÍPUR ■ Vönduö gangbretti úr áli á mjög góöu veröi ' Toyota "strípur" á Double Cab, Xtra Cab og 4 Runner. Ýmsar geröir, margir litir. Úrvalsvara - aðaleinkenni Toyota aukahluta. Nýttu þér ráðgjöf okkar og sendingarþjónustu ® TOYOTA Aukahlutir NÝBÝLAVEGI 6-8 KÓP. SÍMI44144

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.