Morgunblaðið - 10.04.1992, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 10.04.1992, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. APRÍL 1992 ÍSNO hf. óskar eftir gjaldþrotaskiptum: Ófyrirgefanlegt væri að glata þessum verðmætum - segir Eyjólfur Konráð Jóns- son stj órnarformaður Fiskeldisfyrirtækið ÍSNO hf. óskaði í gær eftir því að fyrirtækið verði tekið til gjaldþrotaskipta. Eyjólfur Konráð Jónsson stjórnar- formaður segir að skuldir J>ess séu um 700 milljónir kr. Stærsti kröfuhafinn er Landsbanki Islands, viðskiptabanki ISNO. Verðmæti eigna er óvíst, bókfært verð þeirra er 400 milljónir. Landsbankinn á veð í eldisfiskinum og segir Eyjólfur að bankinn muni nú taka við eldinu til að tryggja veðið. Þá hafi verið samið við Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna um sölu á 100 tonnum af laxi sem slátra þurfi nú þegar því Lónin séu orðin full af fiski og ekki megi dragast lengur að slátra. Starfsmenn hjá ísno í Lónum í Kelduhverfi kreista væna hrygnu, en þar í stöðinni hafa alist upp stærstu laxar landsins. Eftir fundi stjórnar ÍSNO hf. með ráðherrum og fleiri fulitrúum stjórnvalda í fyrradag varð ijóst að Tiyggingasjóður fískeldislána myndi hafna umsókn félagsins um fyrirgreiðslu. Á stjómarfundi ÍSNO hf. um kvöldið var samþykkt að óska eftir gjaldþrotaskiptum ef ekki fengjust jákvæð svör um áframhaldandi rekstrarfé frá Landsbanka íslands á fundi í bank- anum í gær. Sú fyrirgreiðsla fékkst ekki og því óskaði stjórnin eftir gjaidþrotaskiptum. Gjaldþrotabeiðnin var send sýsl- umánninum í Árnessýslu þar sem félagið er skráð. í bréfinu segir meðal annars að þrátt fyrir að allt hafi verið reynt til að rétta við íjár- hag félagsins nú á síðustu mán- uðum, meðal annars með samning- um við lánardrottna, verði ekki hjá gjaldþroti komist. Oveðurstjón fékkst ekki bætt „Við neyddumst til þess að óska eftir gjaldþrotaskiptum, töldum það skásta úrræðið eftir það sem á undan er gengið,“ sagði Eyjólfur Konráð Jónsson í sanitali við Morg- unblaðið þegar hann-var spurður um ástæður gjaldþrotabeiðninnar. „Við þessa ákvörðun tókum við til- lit til hagsmuna starfsmanna okkar sem ekki hafa fengið greidd laun reglulega að undanförnu og marg- háttaðra erfíðleika sem að okkur hafa steðjað. Erfiðleikarnir stafa ekki síst af gífurlegu tjóni sem við urðum fyrir á kvíaeldinu í Vest- mannaeyjum í óveðri sem gekk yfir í ársbyijun 1990. Auk þess höfum við mætt sama andbyr og allir aðrir fiskræktarmenn, það er að segja verðhruni afurða, meðal annars vegna offramboðs Norð- manna. í veðrinu í janúar 1990 brotnuðu sjókvíar þannig að fiskur drapst í netunum og slapp út. Fiskurinn var tryggður hjá norsku tryggingafé- lagi en sókn okkar mála gekk erfíð- lega þar sem tryggingafélagið hélt því fram að hluti af tjóninu stafaði af lélegum seiðum þannig að fisk- urinn hafi drepist áður en veðrið brast á. Þetta gerðist þegar mestu erfiðleikarnir voru að hefjas^ í norska fiskeldinu og tryggingafé- lögin notuðu af fullri hörku þá skil- mála sem þau höfðu í smáleturs- greinum tryggingaskírteinanna. Þegar upp var staðið reyndust bætur okkar vegna þessa tjóns hverfandi litlar. Þegar þetta tjón varð vorum við vel á veg komnir með að ná því takmarki okkar að komast í 1.000 tonna framleiðsiu á ári í stöðvum okkar í Vestmanna- eyjum og Lónum í Kelduhverfi.“ Þegar nefnd landbúnaðarráð- herra úthlutaði sérstökum rekstr- arlánum til fiskeldisstöðva síðast- liðið sumar var umsókn ÍSNO hf. synjað. Aðspurður um þetta sagði Eyjólfur Konráð: „Við urðum fyrir miklum vonbrigðum með það vegna þess að við vorum ekki taldir hafa jákvæðan höfuðstól. En það var vegna þess að allar okkar eignir eru meira og minna afskrifaðar og því ekki bókfærðar á eðlilegu verði. Hins vegar hafa þeir sem síðar fóru út í fiskeldi fært allar sínar eignir'til kostnaðarverðs. Einnig hefur verið ágreiningur um það hvaða fyrirtæki væru lífvænleg og hver ekki. Við vorum óánægðir með mat á okkar umsókn í ljósi þess að við fiytjum út nokkur hundruð tonn af laxi á árinu, þrátt fyrir það mikla tjón sem við urðum fyrir, en margar aðrar stöðvar hafa því miður mjög lítið flutt út vegna erfiðleika í framleiðslunni. Annars hef ég enga löngun til að ræða alla þá þvælu frekar. Ekki þýðir að tala um þetta núna.“ Skuldir 700 milljónir ÍSNO hf. var stofnað fyrir ára- tug af Fiskirækt hf., sem átti 55% hlutafjár, og norska fiskeldisfyrir- tækinu Mowi a/s, sem átti 45%. Mowi var í eigu norska stórfyrir- tækisins Norsk Hydro. Sögu fyrir- tækisins má þó rekja meira en þijá áratugi aftur í tímann því Tungulax hf., forveri Fiskiræktar hf., var með fiskeldi í Skaftafellssýslu og byggði síðar seiðastöð á Öxnalæk í Ölfusi. ÍSNO hf. var með seiða- eldi á Öxnalæk og byggði eldisstöð í Lónum í Kelduhverfi. Þar hefur fyrirtækið verið með eidi í sjókvíum og hafbeit í mörg ár og síðar var byggð þar aðstaða til seiðaeldis. Fyrir nokkrum árum færði ÍSNO út kvíarnar með uppbyggingu á sjókvíaeldi í Klettsvík í Vestmanna- eyjum. Eyjólfur Konráð sagði að norsku eignaraðilarnir hefðu haft sér- stakan áhuga á uppbyggingunni í Lónum og veitt mikla ráðgjöf við þá framkvæmd og rekstur. Þeir hefðu lagt mikla fjármuni í fyrir- tækið en dregið sig út úr því, með- al annars vegna erfiðleikanna eftir tjónið í Vestmannaeyjum. Stærstu hluthafar í fyrirtækinu nú væru Björgun hf. og Kristinn Guðbrands- son, Hraðfrystihúsið Norðurtang- inn hf. á ísafirði og ísfélag Vest- mannaeyja hf. Meðal annarra hlut- hafa eru Eyjólfur Konráð, Þuríður Finnsdóttir og Dýrfinna Tómas- dóttir. Eyjólfur Konráð sagði að skuldir ÍSNO hf. væru um 700 milljónir kr. Stæjsta skuldin er við Lands- banka Islands, sem er viðskipta- banki fyrirtækisins, og ýmsa sjóði. Sagði Eyjólfur að í þeirri tilraun til nauðasamninga og endurskipu- lagningar reksturs sem staðið hef- ur yfir hefði fengist nokkuð fastur ádráttur um 280 milljóna króna lækkun skulda hjá sjóðum og ýms- um viðskiptavinum. Hann sagði að bókfært verð eigna væri um 400 milljónir kr., aðallega í fasteignum og fiski. Taldi hann að eignirnar væru í raun miklu meira virði en þessi tala segði til um. „Gífurleg verðmæti í norska stofninum" ÍSNO er með lax af þremur stofnum í eldi, norskan stofn frá Mowi, stórlaxastofn úr Laxá í Að- aldal og hafbeitarstofn. Eyjólfur sagði að mikil verðmæti væru fólg- in í þessum fiski, sérstaklega norska stofninum sem væri líklega eini norski laxastofninn í heimi sem væri laus við þá sjúkdóma sem svo mjög hefðu hijáð norska fiskeldið síðustu árin. Hann vex fjórðungi hraðar en fiskur af íslenska laxa- stofninum. „Ég held að engum sem séð hefur fiskinn í Lónum og á Öxna- læk dyljist að hér er um gífurleg verðmæti að ræða. Væri ófyrirgef- aniegt að glata þeim ásamt þekk- ingu frábærra starfsmanna fyrir- tækisins. Það hefur valdið því að við stigum það skref að óska eftir gjaldþrotaskiptum félagsins jafn- framt því sem við höfum gengið úr skugga um að Landsbankinn sem á veð í fiskinum hyggst bjarga þessum miklu verðmætum nú þeg- ar. Þá er þess að geta að við höfum nú fyrir nokkrum dögum samið við Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna um að hún kaupi 100 tonn af úrvals laxi af mismunandi stærðarflokk- um fyrir 25 milljónir kr. og komi fiskinum á markað sem víðast í auglýsingaskyni. Þetta þarf að gera nú þegar því Lónin eru full af úi'valsfiski og ekki má dragast lengur að hefja slátrun. Ætti það að geta tekist á næstu sex vikum því þá verða önnur 100 tonn tilbú- in til slátrunar. Síðan verður mikið af laxi í sláturstærð í haust,“ sagði Eyjólfur. Eyjólfur Konráð sagðist ekki hafa glatað trú á fiskeldinu_ þrátt fyrir erfiðleikana í rekstri ÍSNO. „Þetta hefur verið geysilega skemmtilegt lengst af þó miklir erfiðleikar hafi steðjað að síðustu árin. Fiskeldi er framtíðin, ekki síst eldi á sjávarfiski. Samkvæmt ha- fréttarreglum eigum við íslending- ar stærri hluta af yfirborði jarðar en nemur Mið-Evrópu og sjór og vötn eru betri til ræktunar en þurr- lendið," sagði Eyjólfur Konráð. „Allt snúist á verri veg“ Magnús Kristinsson, aðstoðar- framkvæmdastjóri ísfélags Vest- mannaeyja hf. og stjórnarmaður í Fiskirækt hf. og stjórnarmaður í Ísnó, sagði i samtali við Morgun- blaðið í gær: „Við tókum þátt í uppbyggingunni vegna þess að við sáum vaxtarbrodd í fiskeldinu, töldum að það gæti verið styrkur fyrii' fiskvinnsluna, ekki síst þegar farið var að rækta lax í Eyjum. Það er sorglegt hvernig það fór í óveðrinu mikla og litlar bætur fengust. Síðan hefur allt snúist á verri veg og endar með því að ÍSNO hf. varð að óska eftir gjaldþrota- skiptum. Ég tel að enginn maður hafi barist eins dyggilega fyrir fram- gangi fiskeldisins og Eyjólfur Kon- ráð Jónsson. Það er því ákaflega miður að þetta skuli hafa hent en við treystum því að úr rætist,“ sagði Magnús. Fæðingarheimilið: Svartir borðar hengd- ir upp í mótmælaskyni Konum vísað á Kvennadeild Lanspítalans Velunnarar og starfsfólk Fæðingarheimilisins við Eiríksgötu hengdu upp svarta borða utan dyra og lét loga útiljós við heimilið í gærdag. Með því vildi hópurinn mótmæla því að rekstri Fæðingar- heimilisins verði breytt eða jafnvel hætt. Ríkið tók við rekstri Fæðingarheimilisins 1. apríl en læknar af Landspitalanum segja að mannafla skorti til að sinna fæðingum beggja vegna götunnar. Morgunblaðið/Sverrir Velunnarar og starfsfólk Fæðingarheimilisins hafa komið fyrir svört- um borðum á lóðinni. Elínborg Jónsdóttir, yfirljós- móðir Fæðingarheimilisins, sagði að með aðgerðunum væri fyrst og fremst verið að mótmæla breyttu rekstrarfyrirkomulagi og mögu- legri lokun heimilisins. Ennfremur væri verið að lýsa yfir óánægju með hvernig að málum væri stað- ið. Gengið hefði verið framhjá starfsfólki við ákvarðanatöku og breytingum komið á fyrirvara- laust. Ríkið tók við rekstri Fæðingar- heimilisins 1. apríl. Þá voru allir endar lausir að sögn Elínborgar en brugðið á það ráð að semja við einn af þremur fyrrum læknum á heimilinu að standa 5 sólarhringa vakt og sinna fæðingum. Vaktinni Iauk á mánudag en þá bárust skilaboð frá vakthafandi lækni á kvennadeild um að hann treysti sér ekki til að standa vaktir beggja vegna götunnar og vísa skyldi fæðandi konum á kvennadeild Landspítalans. Svo hefur verið gert fram á þennan dag en mikil óvissa ríkir um framtíð heimilis- ins. Þurfti að vísa 10 konum þaðan í gær og fyrradag. Þar af sagði Elínborg að ein kona hefði ætlað að aka til Keflavíkur til að fæða barn sitt. Mikið annríki er á kvennadeild og því bytjað að senda sængurkonur eftir fæðingar á Landspítalanum yfir á Fæðingar- heimilið. Mikið er um að fólk hafi sam- band við Fæðingarheimilið og leiti upplýsinga um stöðu mála að sögn Elínborgar en erfitt er að gefa greið svör. Borðar munu hanga í tijám við Fæðingarheimilið og úti- ljós loga um helgina. Borgarstjórn: Breytingar á sorphirðu ræddar í borgarráði Á FUNDI borgarsljórnar í síðustu viku var samþykkt að vísa til borgarráðs tillögu Nýs vettvangs um að borgarstjórn feli embætti borgarverkfræðings að kanna hvernig best verði staðið að breyt- ingum á sorphirðu í Reykjavík. Tillagan gerir ráð fyrir að dagblöð og tímarit verði hirt frá heimilum í sérstökum ílátum. Auk þess að hús- gögn og heimilistæki sem fólk er hætt að nota og ætlar að henda, fái að standa einn dag á ákveðnum svæðum (t.d. á gámastöðum Sorpu) þannig að þeir sem vilji geti hirl þau. Slíkir „nýtnidagar" verði tvisv- ar til þrisvar á ári.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.