Morgunblaðið - 10.04.1992, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 10.04.1992, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. APRÍL 1992 23 Frakkland: Stefnuræðu Ber- egovoy vel tekið París. Reuter. FYRSTU stefnuræðu Pierre Beregovoy, forsætisráðherra Frakk- lands, var vel tekið í frönskum blöðum í gær. I ræðunni kvaðst ráðherrann ætla að draga úr atvinnuleýsi og lækka skatta til að blása lífi í efnahaginn, auk þess sem hann tilkynnti að kjarnorku- tilraunum Frakka yrði hætt til ársloka að minnsta kosti. Pierre Beregovoy. Quotidien de París, sem er hægrisinnað og yfirleitt fjandsam- legt sósíalistum, sagði að ræðan hefði verið „skynsamleg, raunsæ og rökrétt.“ íhaldsblaðið Le Fig- aro sagði að aðeins væri hægt að fagna loforði Beregovoys um að draga úr atvinnuleysinu, flýta fyr- ir efnahagsbata og treysta frank- ann í sessi. „Pierre Beregovoy tókst vel upp og gældi við markaðina, fyrirtæk- in, gamla fólkið, unga fólkið, verkamenn og Græningja ... en hann hefur ekki nægan tíma,“ sagði Liberation, sem er vinstri- sinnað. Forsætisráðherrann hefur aðeins tæpt ár til að koma stefnu sinni í framkvæmd því þingkosn- ingar verða á næsta ári. STEINAR WAAGE SKÓVERSLUN Joker Verð kr. 1.995,- Stærðir: 22-35 Litir: Hvítur m/bleiku og hvítur m/fjólubláu. Póstsendum samdægurs. 5% staðgreiðsluafsláttur. Domus Medica, Toppskórinn, Kringlunni, Egilsgötu 3, Veltusundi, Kringlunni 8-12, sími 18519 sími 21212 sími 689212 Suður-Afríka: Winnie Mandela sökuð um að tengj- ast morði á lækni Jóhannesarborg. Reuter. SUÐUR-afríska lögreglan skýi'ði á miðvikudag frá því að hún væri að kanna hvort ásakanir þess efnis, að Winnie Mandela hefði átt aðild að morði á lækni í Soweto árið 1989, ættu við rök að styðjast. Winnie lýsti því yfir í gegnum lögfræðing sinn á þriðjudag að hún væri á engan hátt tengd málinu. Neitun Winnie Mandela, sem er eiginkona blökkumannaleiðtogans Nelsons Mandela, kom í kjölfar greinar í blaðinu Christian Science Monitor sem hafði það eftir ungum Sowetobúa, Katiza Chebekulu, að læknirinn, Abu Baker Asvat, hefði verið myrtur vegna þess að hann neitaði að taka til meðferðar ungan dreng sem misþyrmt hafði verið af lífvörðum Winníar. Drengurinn, Stompie Sepei, fannst síðar látinn. Voru Winnie Mandela, Katiza Che- bekula og Xoliswa Falati dreginn fyrir rétt á síðasta ári fyrir að hafa rænt og misþyrmt Seipei og þremur öðrum ungmennum. Falati og Mand- ela voru sakfelld en þau hafa áfrýjað í málinu og ganga fijáls ferða sinna gegn tryggingu meðan beðið er eftir að það verði tekið fyrir að nýju. Chebekulu flúði áður en réttað var í málinu og er talið að hann hafist við í Zambíu. Yfirlífvörður Winnie Mandela, Jerry Richardson, hefur verið dæmdur fyrir að myrða Sepei. í grein Christian Science Monitor er haft eftir Falati að hún hafi sönn- unargögn undir höndum tengd dauða læknisins sem komi sér mjög illa fyrir Winnie Mandela. Johan Mostert einn yfirmanna suður-afrísku lögreglunnar sagði að ákveðnar ásakanir hefðu komið fram og að þær persónur sem bæru ábyrgð á þeim, s.s. Xoliswa Falati, yrðu spurðar hvort þær væru reiðu- búnar að standa við þær eða hvort að þetta væri bara gert til að vekja athygli. )ýK&\INÍðURENJ Kynning á nýju vor- og sumarlitunum í cLico- Kringlunni 8-12 Þórunn Jónsdóttir, förðunarfraððingur, veitir ráðgjöf um förðun og liti, í dag, föstudag, frá kl. 12-18 og á morgun, laugardag, frá kl. 12-16. Tekið er við tímapöntunum í síma 689033 ef óskað er. Rjómi 1/21. (heildsöluverð) Coca Cola 21 Maískom 4803 Maarud skrúfur 70g Emmess skafis 21 Vínber græn/blá kr. kg Hamborgarhryggur kr.kg KAUPSTAÐUR MIÐVANGI HAFNARFIRÐI GAiií/Aíl/S VESTUR I BÆ (JL- HÚSINU) í MJÓDD

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.