Morgunblaðið - 10.04.1992, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 10.04.1992, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. APRÍL 1992 Þegarkeypter l.hjól Þegar keypt eru 2.hjól Þegar keypt eru 3.hjól Stabgreitt: 20% afsl. 30% afsl. 40% afsl. Afborganir: 10% afsl. 20% afsl. 30% afsl. VIÐMIÐUNAR VERÐ Á FJALLAHJOLUM EFTIR TEGUND GIRABUNAÐAR: MUDDY FOX HJÓLIN ERU ÚTBÓIN MEÐ SHIMANO GÍRBÚNÁÐI. TEGUND. DEORE XTR DEORE XT DEOREDX DEORELX EXAGE 500 LX EXAGE 400 LX EXAGE 300 LX 200 GS 70 GS VERÐ HOPAR: 110- 200 ÞÚS. KR 80-100 56 - 80 45 - 60 40 - 58 40 - 50 34 - 40 27 - 34 20 - 26 0S& GAP VIÐHALDS- . OG VARAHLUTAÞJÓNUSTA G.Á.PÉTURSSON HF RAÐGREIÐSLUR FJALLAHJÓLABÚÐIN, NÚTÍÐINNI, FAXAFEN114, SÍMI: 685580 OPIÐ LAUGARDAGA KL 10 -16 HIOLAVEISLA SEEKER MEGA LX 500 gíraskiptlng Verb kr. 49.900.- Verb meö 20% stabgr.afsl. kr.39.920.- SORCERER MEGA Deore LX gíraskipting Verb kr. 54.900.- Verb meb 20% stabgr. afsl. kr. 43.92®.- COURIER MEGA LX 400 gíraskipting Verb kr. 48.525.- Verb meb 20% stabgr.afsl. kr, SS0§1S9“ Sjónþing Bjarna H. Þórarinssonar Myndlist Eiríkur Þorláksson Það vill oft gleymast í hinu dag- lega amstri að góð samskipti manna í milli eru reist á grunni sameigin- legs menningararfs, og þar með sameiginlegri þekkingu og tilvísun- um; að orð og hugtök hafi afmark- aða, almenna merkingu sem allir geti vísað til og gengið út frá að náunginn skilji á sama veg og sá sem talar. Mikilvægi slíks grunns í samskiptum manna verður enn augljósari þegar menn rekast á ein- staklinga frá öðrum menningar- svæðum, sem ganga út frá allt annarri þekkingu og tilvísunum í samskiptum sínum við annað fólk; átök og óvild milli þjóða má oftar en ekki rekja til misvísana og mis- skilnings í tjáskiptum. Menning og listir hafa verið sett undir sama hatt og aðrir þættir mannlegra samskipta, og byggt á sameiginlegum grunni listamanna og listnjótenda. Ýmsir listamenn hafa í gegnum tíðina öðlast nokkra sérstöðu með því að þenja þennan grunn til hins ýtrasta, oft með því að skilgreina tilvísanir, hugtök og viðfangsefni upp á nýtt, og víkka þannig út þann ramma, sem menn- ingararfurinn afmarkar. Fáir hafa þó orðið til að ganga sömu leið og Bjarni H. Þórarinsson, sem segja má að hafi hafnað þess- um sameiginlega menningararfi al- farið, en í stað þess kosið að skapa list sinni nýjan grundvöll, byggðan á eigin kenningum. Um þessar mundir getur að líta nokkurn hluta af afrakstri þess starfs í neðri sölum Nýlistasafnsins við Vatnsstíg. Það er til marks um mikilvægi heita og hugtaka í verkum Bjarna að hann heldur Sjónþing, en ekki sýningar eins og aðrir listamenn. Opnunardag sjónþingsins voru haldnir þingleikar, sem nefndust gjörningahríðir; þar hélt Bjarni fyr- irlestur, auk þess sem fluttir voru gjörningar, blástur, ljóð og kvæsur (?). Bjarni, sem kýs að kalla sig sjónháttafræðing fremur en lista- mann, hefur sett, fram grunn að heildarkerfi hugsunar á þessu sviði. Undirstaða þess er Vísiakademía, sem hann skiptir í Vísióvísindi og Vísiólist sína. Út frá þeirn kvíslast síðan ýmsar fræðigreinar, t.d. Vísi- bókmenntir, Vísitáknfræði, Vísi- mynzturfræði, Vísigjörhyglifræði og Benduheimspeki, svo eitthvað sé nefnt af þeim Ijölskrúðugu grein- um, sem sjónháttafræðingurinn er að fást við. Þó að tengslin við myndlistina séu ekki augljós af framansögðu, þá eru þau engu síður til staðar. I Vísiólist sinni er Bjarni að þróa myndlykla, sem fylla annan salinn; þar getur að líta ákveðin stef og stuðlun í myndflötunum, þar sem samsetningarmöguleikarnir verða ótölulega margir í úrvinnslunni. í neðri salnum getur að líta fjölmarg- ar útfærslur hinna ýmsu fræði- kerfa, þar sem framsetning fræði- lyklanna er afar vandlega unnin á myndrænan hátt, sem um margt Biarni H. Þórarinsson: mi-lykill (1992) minnir á grunnskipulag frægra ly- stigarða, t.d. hins skrautlega garðs í Versölum. Hið nákvæma penna- verk er góð vísbending um þá alúð, sem sjónháttafræðingurinn setur í úrvinnslu hugmynda sinna. Með nokkrum rétti má segja að Bjarni sé með verkum sínum á slóð- um höfunda alfræðibóka fyrri alda, þar sem menn reyndu að koma þekkingu heimsins saman í einn stað á skipulegan hátt. Vegna óánægju með það þekkingarkerfi sem almennt er viðurkennt, hefur hann hins vegar kosið að hanna algjörlega nýtt kerfi, og sjónþing hans veitir öðrum nokkra innsýn í þann heim, sem þar birtist. Um leið er þessi framsetning vel til þess fallin að minna á, að möguleikar myndlistarinnar eru í raun nær ótæmandi, ef vel er að gáð. Sjónþing Bjarna H. Þórarinsson- ar í Nýlistasafninu stendur til sunnudagsins 12. apríl. Skin minningar ________Myndlist______________ Bragi Ásgeirsson Á einblöðungi, sem er sýningar- skrá sýningar Húbeits Nóa í Nýlist- asafninu stendur. „Lítill glampi minningar getur innihaldið geysi- miklar upplýsingar líkt og eining af almynd. Þetta minningabrot rennur oft saman við annað rými eða annan tíma vegna eðli hugsun- arinnar sem er gegnsæ. Tilfinning augnabliksins skín þó ávallt í gegn og myndar kjarna sem húgsanir fljóta umhverfis. Þetta er skilvirk og heimspekileg útskýring á inntaki mynda gerand- ans, sem fylla mið- og efsta sal Nýlistasafnsins og eru allar nær alveg svartar nema að það rétt glitt- ir í blátt form í þeim sem tilsýndar er eins og svífandi hlutur í fjarska. En þegar nær er komið uppgötvar maður að bláa formið er hlutvakið, t.d. mótar fyrir skál, kúlu eða vasa, en á stundum svo ógreinilega að líkast er sem hluturinn sé svífandi og kannski að hverfa inn í svarthol eilífðarinnar. í þessum myndum er mikil þögn og heilmikið af óræði, þannig að maður fer ósjálfrátt að velta fyrir sér merkingunni að baki og jafn- framt ómæli fjarlægðanna. Ein- hæfni myndanna gera það að verk- um að þær renna saman og mynda eitt allsherjar heildarstef þannig að erfitt reynist að komast í eintal við hvetja fyrir sig því að hver grípur í aðra. Allt er þetta auðvitað af ráðnum huga gert, en ég held fyrir mitt leyti, að fáar sér muni njóta sín betur en svona margar saman, og vísa hér til myndanna þriggja á miðhæðinni, sem njóta sín mun betut' en þær á efstu hæðinni. En annars hugnaðist mér helst þær myndir þar sem bláa formið var hreinast og greinilegast eins ogt.d. í myndunum „Ker“ (3), „Blár vasi“ (7), „Kúla“ (8) og „Vasi“ (9). í þessum ijórum myndum eru andstæðurnar klárari og það gerir myrkrið að baki bláa formsins dýpra og heildina markvissari. Glampi minninganna er full þokukenndur í mörgum hinna myndanna, líkast einhvetju óræðu sem vill bijótast fram úr hugskotinu, þrengja sét' fram, en er fjarhEgt og fær ekki á sig neina fastmótaða mynd. Af öllu þessu má ráða að mikil hugsun liggur að baki verkanna, en um leið eru þau tæknilega vel útfærð sem styrkir áhrifamátt Má þar nefna að dregið verður úr réttum lausnum í ijölskylduleik Eiðistorgs þar sem vegleg verð- laun verða í boði. Barnakór Mela- skóla syngur og ungar frá eggja- og kjúklingabúinu Hvammi verða til sýnis. Vífilfeli býður upp á Coca Húbert Nói þeirra. Er það trú mín að einar og sér kunni áhrifamáttur þeirra að vera margfaldur, einkum í hópi annarra og frábrugðinna ntynd- verka. : Cola, Nói-Siríus kynnir páska- ; eggjaúrvalið, Nýhetji kynnirtölvu- búnað fyrir einstaklinga og í'jöl- skyldur og Flugferðir-Sólarflug kynna sitt ódýra leiguflug. Fjöl- skylduhátíðin hefst klukkan hálf tvö og stendur til klukkan fjögur. Fjölskylduhátíð á Eiðistorgi á morgun VERSLANIR að Eiðistorgi 11 gangast fyrir sérstakri fjölskylduhá- tíð á tnorgun, laugardaginn 11. apríl. Það verða kynntar breyting- ar þær sem gerðar hafa verið á efri hæðum hússins, auk þess sem boðið verður upp á ýmsar uppákomur. JÓA BOURNIR KOMNIR HAGKAUP

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.