Morgunblaðið - 10.04.1992, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 10.04.1992, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. APRÍL 1992 Ólympíu- meistari á Islandi ÓLYMPÍU- og heimsmeistarinn í stórsvigi kvenna, Pernilla Wi- berg frá Svíþjóð, kom til lands- ins í gær. Hún keppir á alþjóð- legum mótum í Hlíðarfjalli um helgina. Wiberg varð heimsmeistari í fyrra og var útnefnd íþróttamaður ársins í Svíþjóð 1991. Hún vann einu gullverðlaun Svía á Ólympíu- leikunum í Albertville í febrúar. „Ég verð væntalega með á Ólymp- íuleikunum í Lillehammer eftir tvö ár og þá ætlum við Svíar að gera betur en í Albertville,“ sagði Wi- berg. Þetta er í fyrsta sinn sem Wi- berg kemur til íslands. „Ég hef talað við marga sem hafa heimsótt ísland og látið vel af dvölinni. Það var því kærkomið tækifæri fyrir mig að skoða landið eftir að ég fékk boð frá Skíðasambandi Island um að keppa hér. Ég kem hingað fyrst og fremst með tilbreytingu Morgunblaðið/Sverrir Pernilla Wiberg, heims- og Ólympíumeistari í stórsvigi kvenna, keppir á Akureyri um helgina. og skemmtun í huga ogtil að hjálpa yngri keppendunum að ná sér í betri punkta fyrir næsta vetur,“ sagði Ólympíumeistarinn. Wiberg keppir á sex mótum hér á landi. Á Akureyri á laugardag, sunnudag og mánudag. Síðan fer hún til Isafjarðar og keppir þar á miðvikudag og fimmtudag og loks í Bláfjöllum annan laugardag. 53 erlendir keppendur taka þátt í þess- um mótum. Sjómenn telja að þorskur gangi nær landi en áður Skyndilokanir hafa engu skilað, segir togaraskipstjóri SKIPSTJÓRAR sem Morgunblaðið hafði samband við vegna frétta um fjórðungs minnkun á stofnvísitölu þorskstofnsins sem fram kom í bráðabirgðaniðurstöðum úr togararalli, eru þeirrar skoðunar að orsakir þessa séu ekkert síður sveiflur í fiskigengd. Þeir telja jafn- vel að þorskur gangi nær landi en áður. Þá kom fram í máli þeirra gagnrýni á vinnubrögð viðvíkjandi lokunum á svæðum. „Það eru einhver önnur skilyrði á minnkandi afla sé m.a. sú að í hafinu núna en hafa verið. Það fiskurinn er mikið meira með land- er allt gert til að hefta veiðarnar og ekkett sparað til þess. Mér finnst þessi niðurstaða ganga þvert á það sem fiskifræðingar hafa gert til að friða fískinn undanfarin 10-12 ár. Skyndilokanir og lokanir á svæðum hafa tíðkast undanfarin ár en samt er allt á niðurleið. Lok- anirnar hafa engum árangri skil- að,“ sagði Hermann Skúlason, skipstjóri á skuttogaranum Júlíusi Geirmundssyni ÍS 270, er Morguii- blaðið hafði samband við hann þar sem skipið var statt djúpt út af Reykjanesi. „Ég held að skýringin VEÐUR IDAGkl. 12.00 Helmild: Veöurstofa íslands (Byggt á veðurspá kl. 16.16 í gær) VEÐURHORFUR I DAG, 10. APRIL YFIRLIT: Skammt suðvestur af Jan Mayen er 988 mb lægð sem hreyf- ist hægt norður. Um 700 km vestur af íriandi er önnur 988 mb lægð sem hreyfist allhratt norðaustur. Yfir vestanverðu Grænlandshafi er kyrrstætt lægðardrag. Heldur kólnar í veðri. SPÁ: Vestan- og norðvestanátt. Minnkandi ól á Vesturlandi, en annars nokkuð bjart. Hiti 0-7 stig að deginum. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á LAUGARDAG: Austan strekkingur og dálítil súld allra syðst á landinu, en annars fremur hæg, breytileg átt, þurrt og víða bjart. HORFUR Á SUNNUDAG: Austlæg átt og lítilsháttar rigning við a'ustur- og suðausturströndina, en annars nokkuð bjart veður. Svarsími Veðurstofu fslands - Veðurfregnir: 990600. o Sunnan, 4 vindstig. Vindörin sýnir vindstefnu og fjaðrirnar vindstyrk, Alskýjað heil fjöður er 2 vindstig. ///*?**** . ! * 10° Hitastig ' ' *' ** V V V V Súld ////*/*** V v 7 > Rígning Slydda Snjókoma Skúrir Slydduél Él = Þoka Heiðskírt Léttskýjað Hálfskýjað Skýjað V FÆRÐA VEGUM: <ki. 17.30 fgær) Góð færð á vegum á Suður- og Vesturlandi, og með suðurströndinni austur á firði. Greiðfært er á vegum i Borgarfirði, á Snæfellsnesi, í Döl- um og Reykhólasveit. Versnandi veður er á Holtavörðuheiðí og Bröttu- brekku og er færð farin að þyngjast á Bröttubrekku. A sunnanverðum Vestfjöröum er fært frá Patreksfirðí til Tálknafjarðar, en Kleifaheiði og Hálfdán eru þungfær. Á norðanverðum Vestfjörðum er Breiðadalsheiði ófær og Steingrímsfjarðarheiði þungfær. Heiðarnar verða mokaðar á morgun. Fært er norður til Hólmavíkur og Drangsness. Greiðfært er um vegi á Norðurlandi, og með ströndinni til Vopnafjarðar. Á Austfjörðum er yfirleítt góð færð og Möðrudalsöræfí eru fær. Vegagerðin. / VEÐUR VÍÐA UMHEIM kl. 12.00 í gær að ísl. tíma hltí veður Akureyri 3 skýjað Reykjavík +1 úrkoma Bergen 11 skýjað Helsinki 1 léttskýjað Kaupmannahöfn 8 þoka Narssarssueq +11 léttskýjað Nuuk +10 léttskýjað Ósló 9 skýjað Stokkhólmur 8 skýjað Þórshöfn 8 rigning Algarve 18 léttskýjað Amsterdam 14 léttskýjað Barcelona 18 mistur Berlín 13 léttskýjað Chicago 6 léttskýjað Feneyjar vantar Frankfurt 14 iéttskýjað Glasgow 13 alskýjað Hamborg 12 hálfskýjað London 17 heiðskírt Los Angeles 16 alskýjað Lúxemborg 13 heiðskírt Madríd vantar Malaga 19 léttskýjað Mallorca 14 úrkoma Montreal 0 skýjað NewYork 9 skýjað Orlando vantar París 14 heiðskirt Madeira 17 skýjað Róm 18 skýjað Vín 11 skýjað Washington vantar Winnipeg +8 úrkoma inu en verið hefur. Sóknarmynstr- inu hefur verið breytt og veiðiheim- ildir mikið verið færðar yfir á tog- ara. Áður fyrr tóku menn ZA þor- skaflans í net á vetrarvertíðinni en nú er engin sókn með netum. Það hlýtur því að veiðast mikið minna þegar mun færri veiðarfæri eru í sjó. Togararnir eru langt úti í hafsauga þar sem engum hefði dottið í hug að kasta trolli á vetrar- vertíð og komast ekki á þessa slóð,“ sagði Hermann. Leó Oskarsson, skipstjóri á Haukafelli SF 111, sagði að niður- stöður togararallsins sýndu hve litlu kvótakerfið hefði skilað í þessu tilliti. „Kvótinn er skertur ár eftir ár og alltaf verður ástandið verra. Þetta eru uggvænlegar tölur, en ég held að við vitum alltof lítið um þorskinn. Núna eru fiskifræðingar fyrst að komast að því að Aust- fjarðafiskurinn er staðbundinn," sagði Leó. Hann sagði að lokanir á veiðisvæðum skiluðu ekki Til- skildum árangri því ekki væri nægilega vel fylgst með því hvort fiskur á tilteknu svæði væri kom- inn að hrygningu. Oft væri svæð- um lokað þar sem enn væri tölu- vert í hrygningu. „Fiskurinn hrygnir á mismunandi tímum á mismunandi svæðum. Mér finnst að eftirlitsmenn eigi að vera meira um borð í skipunum og fylgjast með því hvar farið er að leka úr fiskinum. Svæðið verði þá lokað meðan fiskurinn hrygnir og klakið er að koma til. Það mætti koma á meiri samvinnu milli sjómanna og fiskifræðinga. Hafrannsóknastofn- un gæti til dæmis hringt í flotann, eins og þú ert að gera núna, spyrja hvernig hrognastaðan er á hveijum stað. Menn myndu ekki ljúga neitt til um það og réttar niðurstöður fengjust. Það eru allir tilbúnir að vinna saman að þessum hlutum," sagði Leó. -----» ♦ «---- Skíðalönd Reykvíkinga: Gott skíða- færi en fá- ir á skíðum UNDANFARNA daga og helgar hefur skíðafæri verið einstak- lega gott í skiðalöndum Reykvík- inga, að sögn Þorsteins Hjalta- sonar fólkvangsvarðar í Bláfjöll- um. Á sama tima hefur veður verið nokkuð gott en þrátt fyrir það hefur aðsókn verið treg, jafnvel um lielgar. „Það er svona heldur dauft og kemur verulega á óvart,“ sagði Þorsteinn. „Það er oft þannig þegar komið er fram á vor og veðrið er gott, þá dettur aðsóknin niður. Hins vegar á ég von á að fólk taki við sér ef við fáum góða páska. Ég veit ekki hvað veldur en hef grun um að fólk sé farið að huga að görðunum og sækja sumarbú- staðina. Það er greinilega vor í lofti.“ Síðustu tvo daga hefur snjóað í fjöllin og sagði Þorsteinn, að skíða- færið væri einstaklega gott. Þús- undir skólabarna hafa dvalið í skíð- askálum undanfarna daga en minna er um að fólk hafi sótt þang- að eftir vinnu í miðri viku. Stakk félaga sinn með hnífi í Hafnarfirði: Segir hormónalyf hafa breytt skapgerð sinni RÚMLEGA tvítugur piltur, sem tilefnislaust stakk kunningja sinn með hnífi á heimili hans í Hafnarfirði um síðustu helgi, hefur við yfirheyrslur hjá RLR gefið þá skýringu á árásinni að ólögleg hormónalyf sem hann hafi notað í tengslum við iðkun vaxtaræktar, hafi valdið breyt- ingum á skapgerð hans og gert hana hömlulausari en áður. Pilturinn, sem stundað hefur lyftingar og vaxtarækt, fyrst og fremst sem áhugamaður, eftir því sem Morgunblaðið kemst næst, hefur borið að hafa sprautað sig með hormónalyfjum um fjögurra ára skeið til að auka vöðvavöxt. Við yfirheyrslur kom fram, að því er RLR staðfesti við Morgunblaðið í gær, að fljótlega eftir að pilturinn tók að neyta lyfjanna hafi farið að bera á skyndilegum skapofsa- köstum, einkum ef hann hafði áfengi um hönd, eins og kvöldið þegar hann stakk félaga sinn. Auk gæsluvarðhalds til 29. þessa mánaðar hefur piltinum ver- ið gert að sæta geðheilbrigðisrann- sókn vegna rannsóknar hnífstung- umálsins. Hamrahlíðarkórinn og Háskólakórinn: Sameiginlegir tónleik- ar í Islensku óperunni Hamrahlíðarkórinn og Há- skólakórinn halda sameiginlega tónleika í íslensku óperunni á morgun, 11. apríl, í tilefni af ári söngsins. Efnisskráin verður fjölbreytt og má þar nefna verk eftir E. Grieg, Poulene og Luigi Dallapiccola. Hamrahlíðarkórinn frumflytur einnig nýtt verk eftir Atla Heimi Sveinsson og Háskólakórinn ásamt píanóleikaranum Péter Máté flytur verk eftir Hjálmar H. Ragnarsson, sem kórinn frumflutti fyrr í vetur. Þetta er í fyrsta sinn sem þessir kórar syngja saman á tónleikum. Stjórnendur kóranna eru Þor- gerður Ingólfsdóttir og Ferenc Ut- assy. Hefjast Lónleikarnir kl. 14.30 og er miðasala á staðnum. Miða- verð er 800 kr. og 500 kr. með nemendaafslætti.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.