Morgunblaðið - 10.04.1992, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 10.04.1992, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. APRÍL 1992 Læknir getur fengið 600 þúsund krónur vegna námsferðar NÁMSFERÐIR lækna sem vinna á sjúkrastofnunum og heilsugæsl- ustöðvum kosta ríkissjóð verulega fjármuni. 145 til 300 milljónir króna, eftir því hvernig fram er -^talið, uppiýsti Sighvatur Björg- vinsson heilbrjgðisráðherra. I öllu falli fannst Ossuri Skarphéðins- syni (A-Rv) nóg um. Össur Skarphéðinsson beindi í gær fyrirspurn til heilbrigðisráð- herra. Össur varð að útskýra tilefni þessarar fyrirspumar. Hann sagði engum dyljast að það væru verulegir erfiðleikar í fjármálum rikisins og eðli málsins samkvæmt hefðu stjórn- völd talið nauðsynlegt að draga sam- an seglin á ýmsum sviðum. Til að ná saman endum í heilbrigðiskerfinu væri rætt um að e.t.v. yrði að grípa til aðgerða á borð við lokun deilda, e.t.v. fækkun starfsfólks. Það væri því eðlilegt að menn leituðu þeirra V leiða til spamaðar og hagræðingar sem leiddu til sem minnstra breyt- inga á þjónustu heilbrigðiskerfins. Hve mikið? Össur sagði einn af þeim þáttum sem menn óhjákvæmilega litu á þeg- ar horft væri til heilbrigðiskerfisins væri sá kostnaður sem hið opinbera þyrfti samkvæmt ákvæðum í samn- ingum við lækna að greiða vegna ferðalaga lækna sem störfuðu á sjúkrahúsum. Ræðumaður taldi tím- bært að taka þetta fyrirkomulag til " gagngerrar endurskoðunnar og vildi því inna heilbrigðisráðherra eftir: 1) Hvaða reglur giltu um ferðakostnað lækna? 2) Hve miklum upphæðum væri varið til þessa þáttar á hveiju ári? 3) Hver væri hámarksgreiðsla til hvers læknis? 4) Nytu einhverjar aðrar starfsstéttir svipaðra hlunn- inda? Sighvatur Björgvinsson heil- brigðisráðherra sagði að samningur um þessi atriði hefði verið gerður í fjármálatíð Ragriars Amalds til þess að leysa ákveðin atriði í kjaradeilum. Hann var fyrirspyijanda sammála um að tímabært væri að breyta þess- um reglum. Heilbrigðisráðherrann greindi frá . því að sérfræðingar og heilsugæslu- læknar hefðu samið um að fá greitt Hestamenn Mukk áburður Hreint frábær Einnig arniku-oiía fyrir bólgna og stífa vöðva. ÞUMALÍNA Opið kl. 11-18 virka daga og kl. 14-16sunnudaga. Leifsgötu 32. Sími 12136. hálfs mánaðar námsleyfi árlega og aðstoðarlæknar sem hefðu starfað samfeilt eitt ár á sömu sjúkradeild ættu rétt á sjö daga námsleyfi, t.d. til að fara á ráðstefnu þar sem þeir gerðu grein fyrir ákveðnu rannsókn- arverkefni. Það væru u.þ.b. 485 læknar á sjúkrahúsum og heilsugæslustöðvum sem ættu rétt á námsleyfi árlega. Læknarnir fengju dagpeninga í 15 daga samkvæmt ferðareglum fjár- málaráðuneytis og auk þess nám- skeiðagjald að hámarki 400 Banda- ríkjadalir, (23.500 ÍSK) og ennfrem- ur kom fram að meðalfargjald vegna hverrar ferðar væri 60-70 þús. kr. Heilbrigðisráðherra sagði að því væri hægt að gera ráð fyrir að meðal- greiðsla til hvers læknis væri um 300 þúsund krónur en þá væru ekki talin með þau laun sem þeir fengju auk þess greidd í námsferðum sínum. Heilbrigðisráðherra sagði að það væri enginn sérstakur hámarks- kostnaður greiddur í þessu sam- bandi, annað en að reynt hefði verið að hámarka fargjald. E.t.v. mætti ætla að einstakir iæknar gætu feng- ið allt að 600 þúsundum króna í greiðslur vegna ferðakostnaðar, dag- peninga, og launagreiðslna á meðan á þessum ferðum stæði. Ef menn tækju þann kostnað allan gæti hann trúað að þessi upphæð væri um 300 miiljónir króna árlega. En ef menn tækju hins vegar aðeins útgreiddan kostnað, þ.e. ferðakostnað og dag- peninga, yrði það trúlega í kringum 145 milljónir á ári. Ráðherra sagði að greiðsla til hvers læknis væri u.þ.b. 300 þúsund krónur á ári vegna námsleyfis, en auk þess fengu þeir laun í þessu námsleyfi. Ráðherrann sagði einnig að engar aðrar starfsstéttir heil- brigðisgeirans fengju hlunnindi af þessu tagi. En hann taldi þó rétt að geta þess að í samningum nokkurra heilbrigðisstétta væru heimildaá- kvæði um námsleyfi og væru það þá stjórnir sjúkrastofnana sem tækju afstöðu til styrkja til starfsmanna miðað við ijárhagsgetu stofnunar. Ráðherra tók fram að fyrrverandi ráðherra hefði heimilað yfirlæknum sjúkrastofnana nokkuð rýmri ferða- kjör en samið hefði verið um. Yfir- læknar hefðu haft möguleika á því að taka sér nokkuð lengra náms- leyfi. Núverandi heilbrigðisráðherra kvaðst hafa dregið þessa ákvörðun til baka. Yfirlæknar á sérkjörum Finnur Ingólfsson (F- Rv) sem var aðstoðarmaður fyrri heilbrigðis- ráðherra, kannaðist ekki við að í sinni tíð í heilbrigðisráðuneytinu hefði ver- ið tekin ákvörðun um sérkjör yfir- lækna. Fyrirspyijandi, Össur Skarphéð- insson, þótti heilbrigðisráðherra til- greina háar upphæðir. Hann vildi fá að vita hvort þessar tekjur væru tald- ar fram til skatts og vildi einnig vita nánar um sérkjör yfirlæknanna. Sighvatur Björgvinsson heil- brigðisráðherra sagðist taka því fsem gullvægum sannindum frá Finni Ing- ólfssyni að ákvörðun um sérkjör yfir- lækna hefðu ekki verið tekin á síð- astliðnum fjórum árum. Sér hefði einungis verið skýrt svo frá að það væri með heimild í bréfi frá fyrrver- andi heilbrigðisráðherra. Hann hefði ekkert verið að rekast í því hvaða heilbrigðisráðherra það hefði verið. Heilbrigðisráðherra lagði á það áherslu að þegar að því hefði komið að þ'urft hefði að draga verulega úr fjárframlögum, hefði þessi kostnaður vegna námsferða lækna verið eitt að því fyrsta sem litið hefði verið á. Þetta væiu engir smáfjármunir. En niðurstaðan hefði orðið sú að hér væri um samningsbundnar greiðslur að ræða þannig að ráðherra og Al- þingi gætu ekki breytt þeim einhliða eða lækkað. Sighvatur Björgvinsson kvaðst hafa komið því á framfæri við samninganefnd ríkisins að hann óskaði eftir því að þessi þáttur í kja- rasamningum lækna yrði endurskoð- aður. Guðmundur Bjarnason (F-Ne), fyrrum heilbrigðisráðherra, vildi koma því á framfæri að í sinni ráð- herratíð hefði einnig verið skoðað hvaða möguleikar væru á því að draga úr þessum kostnaði. Og niður- staðan hefði orðið sú sama. Hér væri um samningsbundin ákvæði að ræða. Guðmundur kannaðist ekki við að neinar breytingar til rýmkunar hefðu verið gerðar í sinni tíð, en vildi þó ekki útloka að e.t.v. hefði einhver einstök tilvik eða erindi komið til umfjöllunar sem fallist hefði verið á. Horfur á 15 -17% flatri skerðingu RAGNAR Arnalds (Ab-Nv) gerði fyrirspurn í gær til Halldórs Blön- dals landbúnaðarráðherra. Þingmaðurinn spurði nokkurra spurn- inga um framkvæmd á niðurfærslu fullvirðisréttar í sauðfjárfram- leiðslu samkvæmt búvörusamningunum. Ráðherra óttast þær horf- ur að til 15-17% flats niðurskurðar þurfi að koma. Fyrirspyijandi, Ragnar Arnalds vildi spyija landbúnaðarráðherra um viðskipi með fullvirðisrétt. Hann benti á að ráðuneytið hefði heimild til að ganga inn í viðskipti með fullvirðisrétt og kaupa fimmt- ung réttarins til að draga úr þörf á flatri skerðingu næsta haust. Halldór Blöndal landbúnaðar- ráðherra upplýsti að síðastliðið sumar hefði ríkisvaldið keypt full- virðisrétt af sauðfjárbændum sem næmi 1.730 t eða 95.111 ærgild- um. Það hefði verið 14,7% af öllum fullvirðisrétti til sauðfjárfram- leiðslu sem hefði verið skráður 31. ágúst. En síðan 1. september hefðu aðeins þrír bændur selt ríkissjóði fullvirðisrétt, samtals 74,3 virk ærgildi og 28,5 ærgildi af óvirkum fullvirðisrétti. Um rétt ríkisins til að ganga inn í Viðskiptin og kaupa 20% af hverri sölu væri það að segja að ákveðið hefði verið að neyta ekki þess rétt- ar, þegar um væri að ræða sölu til hreinna sauðfjárbúa, þ.e. þeirra sem byggju með a.m.k. 80% full- virðisréttar síns í sauðfé. Þessi ákvörðun hefði verið tekin að höfðu samráði við Bændasamtökin. Ráðherra greindi frá því að full- virðisréttur til sauðfjárframleiðslu væri nú alls um 10 þús. t Niðurstað- an næsta haust ylti á því annars vegar hvort eitthvað yrði um fijálsa sölu — en á því virtust litlar líkur — og hins vegar á þróun kinda- kjötsmarkaðarins næstu mánuði. Eins og staðan væri í dag væru horfur á því að flöt skerðing næsta haust þyrfti að verða 15-17%. Gengi þetta eftir væri mjög alvar- legt ástand framundan í sauðfjár- búskap. Hann hefði átt viðræður við forystumenn Stéttarsambands bænda um þessar horfur og myndi eiga með þeim fundi í næstu viku til að fara yfir stöðuna og meta hvaða möguleikar væru helstir til að milda þau áhrif sem samdráttur framleiðslunnar myndi óhjákvæmi- lega hafa. Svipti þá starfsleyfí er vanvirða lagaskyldur - segir Sig-hvatur Björgvinsson SIGHVATUR Björgvinsson heil- brigðis- og tryggingaráðherra er orðinn langþreyttur á deilum við sérfræðinga í tannrétting- um. Enn þráast þeir við að fylla út lögboðin eyðublöð að lians sögn. Valgerður Sverrisdóttir (F-Ne) spurði heilbrigðis- og tryggingaráð- herra í gær, hvernær þess væri að vænta að það fólk sem ætti kröfur á Tryggingastofnun ríkisins vegna tannréttingakostnaðar og ætti að fá þær greiddar samkvæmt bráða- birgðaákvæði í lögum um ráðstafan- ir í ríkisíjármálum á árinu 1992, svonefndum bandormi, fengi þær greiðslur í hendur. Það kom fram í ræðu Valgerðar að um 4.500 um- sóknir hefðu borist. Hún hlyti að velta fyrir sér hve háar upphæðir þetta yrðu. Sighvatur Björvinsson heilbrigð- is- og tryggingaráðherra fann að því að fyrirspyijandi hefði bætt nokkru við sína fyrirspum, en kvaðst myndu leitast við að veita úrlausn sem hægt væri. Ráðherra staðfesti upplýsingar Valgerðar um fjölda umsækjenda. Hann gerði ráð fyrir að meðaltals- kostnaður á hvern sjúkling yrði um 215 þúsundir króna og meðalmeð- ferðartími yrði um 2 ár. Hér væri því um að ræða heildarkostnað sem næmi 967 milljónum króna. Hlutur Þú opnar dós og gæðin koma í Ijós! Tryggingastofnunarinnar yrði um 480 milljónir króna af þessari upp- hæð. En ráðherra varð að greina frá erfiðleikum við framkvæmd þessara greiðslna. Tryggingastofnun lætur í té skýrslueyðublöð sem viðkomandi sérfræðingi er ætlað að fylla út. Ráðherra sagði að hafi eyðublöðin verið rétt fyllt út væri mjög auðvelt að flokka sjúklinga eftir þeim. Allir almennir tannlæknar sem stunduðu tannréttingar hefðu fyllt eyðublöðin út á fullkominn hátt. „Hins vegar hefur enn komið í Ijós, þrátt fyrir allt sem á undan er gengið, að sér- fræðingar. í tannréttingum hafa ekki fyllt eyðublöðin út nema að hluta, þeir notuðu svokölluð ICD-númer í stað flokkunartöflu eyðublaðanna. En tannskekkju er ekki hægt að flokka nákvæmlega eftir þeim núm- erum.“ Ráðherra benti á að landlæknir hefði bent þessum sérfræðingum á að það væri lagaskylda þeirra að láta í té upplýsingar og vottorð um verk sín til heilbrigðisyfirvalda. Ljóst væri að deilan við þessa menn hefðu skapað sjúklingum ómæld vand- kvæði. Ráðherra sagði alveg ljóst að hann myndi láta reyna á það til þrautar hvort þessi hópur heilbrigðis- starfsmanna ætlaði að vanvirða þá lagalegu skyldu sem þeim bæri að virða eða hvort þeir ætluðu að hætta á það að heilbrigðisráðherra notaði sitt úrslitavald og tæki af þeim starfsréttindin. Síðar í sinni ræðu ítrekaði heilbrigðis- og tryggingaráð- herra sín ummæli. Hér ættu í hlut tólf einstaklingar og þeir skyldu ekki bijóta niður það heilbrigðiskerfi sem við hefðum byggt upp.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.