Morgunblaðið - 16.04.1992, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 16.04.1992, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. APRIL 1992 Mjólk uppseld í verslunum í gær MIKIÐ var hamstrað af mjólk í gær og síðdegis var nánast engin mjólk fáanleg í verslunum í Reykjavík vegna verkfalls mjólk- urfræðinga. Að sögn Péturs Sig- • • Olfusárbrú: Vinna ligg- ur niðri yfir hátíðarnar Selfossi. EKKERT verður unnið við Ölfus- árbrú fyrr en þriðjudaginn eftir páska. Brúin er því opin léttri umferð allan sólarhringinn, á meðan vegagerðannenn eru í páskaleyfi. Umferðin yfir brúna gengur rólega þar sem ekið er á einni akrein og á henni er ljósa- stýring. Lokið er við að skipta um gólf í landbrúnni sunnan megin og setja niður forsteyptar einingar. Eftir páska verður hafíst handa við að skipta um gólf í sjálfri hengibrúnni og þá verður brúin lokuð allri um- ferð fram til 25. maí. Sig. Jóns. urðssonar, tæknilegs fram- kvæmdastjóra Mjólkursamsöl- unnar, verður mjólk og ijóma aftur pakkað á morgun, föstu- daginn langa, og á laugardag og verða þá vörurnar keyrðar út í verslanir. Pétur segir að búast megi við þó nokkru magni af mjólk í verslun- um á laugardag og því sé í raun ekki um mikinn mjólkurskort að ræða enda verði meira magni pakk- að en á venjulegum laugardegi. „Þar sem allar verslanir eru nú tóm- ar gerum við ráð fyrir að allt seljist upp á laugardag. Þó er þetta það mikið magn að það ætti vera nóg fyrir páskahelgina," segir Pétur. Hann segir að ástandið eigi aftur eftir að versna eftir helgina þar sem mjólkurfræðingar neiti að vinna annan í páskum þar sem þeir hafi ekki verið boðaðir með viku fyrir- vara. Hann gerir ráð fyrir að um 90 þúsund lítrum af mjólk verði pakk- að á þriðjudag en það er ekki nema um 60-70% af þörfinni. Á miðviku- dag er verkfall og þann dag má búast við nokkrum skorti á mjólk. Á sumardaginn fyrsta verður aftur unnið og segir Pétur að sú mjólk verði keyrð í verslanir á föstudegin- um. Ríkið og Tæknival gera samning um tölvukaup Áætlað verðmæti samningsins er 100-150 milljónir króna í GÆR var undirritaður samn- ingur milli Innkaupastofnunar ríkisins og Tæknivals hf. um kaup ríkisins á Hyundai-ein- menningstölvum, sem þeir síðar- Staðinn að að ólögleg- um veiðum TF-SIF, þyrla Landhelgis- gæslunnar, stóð í gær trill- una Byr VE 150 frá Vest- mannaeyjum að ólölegum veiðum um 15 sjómílur aust- ur af Vestmannaeyjum. Bát- urinn var á handfæraveiðum á svæði þar sem allar veiðar eru bannaðar yfir páskahelg- ina. Byr VE er tæpra átta tonna bátur. Málið verður kært til bæjarfógetans í Vestmannaeyj- um. Veiðar eru bannaðar á svæðinu frá Stokksnesi að Bjargtöngum, frá kl. 20, 11. apríl til kl. 10, 21. apríl, vegna friðunar hrygningarþorsks. Þyrlan kom að bátnum kl. 10.44 í gærmorgun og svaraði hann ekki kalli. nefndu hafa einkaumboð fyrir. Samningurinn gildir til loka maí á næsta ári og að sögn Rúnars Sigurðssonar, framkvæmda- stjóra Tæknivals, er áætlað verð- mæti hans 100-150 milljónir króna. Samningurinn var gerður að und- angengnu útboði ríkisins' í janúar sl. þar sem þátt tóku nær allir tölvu- seljendur landsins. Tæknival var valið sem lægstbjóðandi þeirra sem uppfylltu allar kvaðir útboðslýsing- ar. Að sögn Rúnars er hér um að ræða rammasamning sem felur í sér öll kaup ríkisfyrirtækja á ein- menningstölvum og búnaði sem þeim fylgir. Áætlað er að þarna sé um að ræða kaup á 1.000-1.500 einmenningstölvum af öllum gerð- um og stærðum. í fyrra var Hyundai mest selda einmenningstölvan hér á landi og seldust alls 3.400 slíkar vélar. Rún- ar sagði að áætlun þessa árs fæli í sér sömu sölu og fyrstu þrír mán- uðirnir gæfu tilefni til að ætla að það væri vel raunhæft markmið. „Við erum stoltir yfír því að hafa náð þessum samningi og væntum mikils af honum. Markmiðið er að halda fengnum hlut í tölvusölu og þar léttir samningurinn okkur veru- lega róðurinn," sagði Rúnar. * + Urslitakeppni Islandsmótsins í brids hafin: Engin óvænt úrslit í fyrstn umferðinni ÚRSLITAKEPPNI íslandsmótsins í brids í sveitakeppni hófst í gær. íslandsmeistararnir, sveit Landsbréfa, hófu titilvörnina með sigri á Rauða ljóninu 20-10 eftir að hafa verið undir í hálfleik. Sveit VÍB með fjóra heimsmeistara og tvo landsliðsmenn að auki vann stærsta sigurinn, fékk 24 stig gegn sveit Gunnlaugs Kristjánssonar. Sveit S. Ármanns Magnússonar sigraði sveit Sigfúsar Þórðarsonar 22-8 og Tryggingamiðstöðin fékk 17 vinningsstig gegn sveit Hjalta Elíassonar sem skráði 13 stig í sinn dálk. í dag og á morgun verða spilað- ir tveir leikir á dag, en mótinu lýk- ur á laugardag um kl. 18. Spilað er á Hótel Loftleiðum. Björgunarskipið Goðinn kominn með Þjót að bryggju á Grundartanga. Báturinn er enn neðansjávar en byijað að hífa hann upp með krönum. Hvítu belgirnir voru notaðir til að ná honum af hafsbotni. Þjótur kominn í slipp á Akranesi, lítið skemmdur að því er virðist. Morgunblaðið/Jón Gunnlaugsson Þjóti náð af botni Hvalfjarðar Báturinn er lítið skemmdur og búist er við að hann verði gerður upp BJÖRGUNARSKIPIÐ Goðinn náði í fyrradag hafnsögubátnum Þjóti frá Akranesi af botni Hvalfjarðar, rétt utan Grundartangahafnar, en þar sökk báturinn fyrir hálfum mánuði. Goðinn færði Þjót til hafnar á Akranesi og var hann tekinn í sliþp hjá skipasmíðastöð Þorgeirs og Ellerts hf. Fulltrúar tryggingafélagsins voru að skoða skipið í gær. Virtist það lítið skemmt og var búist við að það yrði gert upp. Vátryggingafélag Islands, sém tryggði Þjót, fékk Goðann og kaf- arana Gunnar J. Ágústsson og Gunnar Jóhannsson til að ná bátn- um upp. Þjótur sökk á 25 metra dýpi, um 300 metrum frá landi skammt fyrir sunnan bryggjuna á Grundartanga. Gunnar Jóhanns- son sagði í samtali við Morgun- blaðið í gær að verkið hefði geng- ið vel þegar veður gaf. Kafararnir festu belgi við bátinn og fylltu af lofti þar til hann náðist upp undir yfirborðið. Þurfti að nota 50 belgi til að ná bátnum upp, mun fleiri en reiknað var með. Síðan var far- ið með Þjót að bryggju þar sem honum var lyft upp með tveimur krönum á meðan sjónum var dælt úr honum. Síðan var báturinn dreginn til Akraness. Þjótur var nýlegur hafnsögubát- ur, smíðaður í skipasmíðastöð Þor- geirs og Ellerts hf. á Akranesi. Gunnar sagði að skipið væri lítið skemmt, aðeins sæist beygla á mastrinu, en svo þyrfti auðvitað að þrífa skipið og gera það upp. Fulltrúar VIS voru í slippnum á Akranesi í gær að kanna skemmd- irnar. Ljóst er að innréttingar og tæki eru illa farin en óvíst var í gær um vélina. Var verið að vinna við vélina og átti að reyna að koma henni í gang fyrir kvöldið. Sjópróf vegna slyssins í Grund- artangahöfn fóru fram í Borgar- nesi. Dómarinn hefur nú, lögum samkvæmt, sent gögn sjóprófanna til embættis ríkissaksóknara til ákvörðunar. Rannsóknaráætlun vegna hafnargerðar á Keilisnesi JÓN Sigurðsson iðnaðarráðherra kynnti í ríkisstjórn í gærmorgun rannsóknaráætlun vegna hafnargerðar á Keilisnesi vegna hugsanlegra stóriðjuframkvæmda þar. Málið er enn í athugun á milli ráðuneyta og ákvörðun hefur ekki verið tekin um framkvæmd áætlunarinnar, að sögn Jóns. Sérstök undirbúningsnefnd hefur unnið að undirbúningi hafnargerðar- innar. Hafnamálastjóri er formaður nefndarinnar og í henni eru fulltrúar ráðuneyta iðnaðar- og samgöngu- mála og Vatnsleysustrandarhrepps. Iðnaðarráðherra sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að nú væri kom- ið að ákvörðunum um kostnaðar- samari undirbúning en hingað til hefði verið ráðist í, það er líkana- gerð og athugun á því hvar best væri að hafa höfnina staðsetta en tveir staðir koma einkum til greina. í því sambandi þyrfti að athuga strauma, vind, botngerð og fleira. Hann sagðist hafa kynnt þessa áætl- un á ríkisstjómarfundi í gær þar sem hún snerti einnig samgönguráðu- neyti og síðan þyrfti peninga til verksins. Hann sagðist ekki vil.ja segja til um hver áætlaður kostnað- ur við rannsóknirnar væri, á meðan þetta væri til umfjöllunar á milh ráðuneyta. Jón Sigurðsson sagði mikilvægt að ljúka þessari undirbúningsvinnu því annars gæti hafnargerðin orðið flöskuháls við uppbyggingu álvers á þessum stað. Frá fyrstu umferð íslandsmótsins í gær. Morgunblaðið/Arnór Sjálfstæði Bosníu-Herze- g-óvínu við- urkennt ÍSLENSK stjórnvöld hafa viður- kennt sjálfstæði og fullveldi lýð- veldisins Bosníu-Herzegóvínu. I fréttatilkynningu frá utanríkis- ráðuneytinu segir að Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra hafi í gær sent Dr. Haris Silajdzic, utan- ríkisráðherra Bosníu-Herzegóvínu bréf til staðfestingar því að íslensk stjórnvöld hafi viðurkennt sjálfstæði og fullveldi lýðveldisins Bosníu- Herzegóvínu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.