Morgunblaðið - 16.04.1992, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 16.04.1992, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. APRÍL 1992 9 Oííasiu dauðann? eftir JÓNAS GÍSLASON, vígslubiskup. Óttastu dauðann? Dauðinn er höfuðóvinur lífsins og óttinn við hann virðist eðlislægur Við viljum helzt ekki vera minnt á hann. Við Strikið í Kaupmannahöfn er kirkja með litlum garði í kring, er hafði verið áður lokaður, en var opnaður almenningi. í garðinum var höggmynd, er sýndi manninn með Ijáinn hrífa ungbarn úr faðmi móður sinnar. Brátt hófust hávær mótmæli almennings. Takið styttuna burt! Hún minnir oss sífellt á dauðann! Styttan var flutt í lokaðan garð við aðra kirkju. Þetta virðist táknrænt fyrir oss. Vér forðumst að hugsa um dauðann. Óttastu dauðann? Þetta er eðlileg spurning á páskum. Kristur, hinn krossfesti, reis upp frá dauðum, sigraði vald Satans, syndar og dauða og býður oss hlutdeild í sigri sínum. A krossinum gjörbreytti Guð lífi voru. Kristur tók á sig hegningu vora til að gefa oss réttlæti sitt. í trúnni á hann eigum vér þegar hérájörð hlutdeild í upprisusigri hans og getum gengið frá dauðanum til lífsins. Vonir lærisveinanna brustu á Golgata. Hafði þeim skjátlazt? Var öllu lokið? Þrjár konur héldu til grafarinnar, ekki á fund hins upprisna, heldur til að vitja hins látna. Jesús hafði reynt að segja lærisveinun- um þetta, en þeir virðast hafa gleymt orðum hans. Fjandmenn hans virðast einir hafa mun- að þau. Ótti hefur nagað hjarta þeirra. Ef hann hefði ságt satt? Þeir veltu stórum steini fyiir grafarmunnann, innsigluðu hann og settu varðmenn við gröfma. Efi og vantrú lærisveinanna er mér til mikillar trúaistyrkingar. Upprisan var verk Guðs eins. Upprisutrúnni var þrengt upp á þá. Konurnar sáu opna gröf, steininum hafði verið velt frá og engill Guðs flutti fagnaðarboðin: Gröfin er tóm! Kristur er upprisinn! Óttastu dauðann? Kristur dó á krossinum til að frelsa þig og býðurþér eilíft lífmeð sér fyrír trúna. Vér þurfum ekki lengur að óttast dauð- ann, hann flytur oss aðeins heim til Guðs. Stóra steininum hefur verið velt frá grafarmunnanum og gröfin er opin og tóm. Jesús er risinn upp frá dauðum. Frá fyrstu páskum skín páskasól Guðs yfir gröf hvers manns, er trúir á Jesúm Krist. Krístur er upprisinn! Kristur er sannaríega upprisinn! Guð gefi oss gleðilega páskahátíð ínafnihins krossfesta og upprisna frels- ara, Drottins Jesú Krísts. Biðjum: Algóði himneski faðir! Þökk fyrir heilaga páskahátíð. Þökk að þú reistir Jesúm Krist upp frá dauðum oss til lífs eilífs með þér. Gef oss að gleðjast yfir upprisu- sigri hans. Vér lofum þig og vegsömum. Gef oss gleðilega páskahátíð í Jesú nafni. Amen. Öllum, sem heiðruðu mig á 80 ára afmœli mínu og minntust mín á annan hátt, sendi ég alúðarþakkir og Guðs blessun. Kristjana Þorsteinsdóttir, Hrafnistu, Hafnarfirði. SKÍDALEI6A - SKÍÐAVÖRÖVERSLIIN OPID ALLA PÁSKANA gegnt Umferöamiðstöðinni, símar 19800 og 13072. A HOTEL SOGU Skírdagur 16. apríl Föstudagurinn langi 17. apríl. Grillið og Astrabar opin frá kl. 19.00 Skrúður opinn kl. 12.00- 16.00 Mímisbar lokaður. / Avöxtun verðbréfa l.apríl sjóða 3 mán. é mán. Kjarabréf 7,8% 8,1% Tekjubréf 8,1% 7,9% Markbréf 8,7% 8,7% Skyndibréf 6,5% 6,6% VERÐBRÉFAMARKAÐUR FJÁRFESTINGARFÉLAGSINS HF. HAFNARSTRÆTI, S. (91) 28566 KRINGLUNNI, (91) 689700 - AKUREVRI.S. (96) 11100 Laugardagur 18. apríl Páskadagur 19. apríl Annar í páskum. Grillið og Astrabar opin frá kl 19.00 Skrúður opinn kl. 12.00 - 23.00 Mímisbar lokaður. - lofar góðu! V/HAGATORG 107 REYKJAVÍK SÍMI 29900 ARGUS/SÍA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.