Morgunblaðið - 16.04.1992, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 16.04.1992, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. APRÍL 1992 15 t-t- Leifar bríkarinnar miklu, sem enn mætti vera hin dýrasta gersemi ef vel hefði verið á haldið. Þar má sjá Jóhannes skírara, Heilaga Katrínu frá Alexandríu, helga konu, rúmstuðul, landslag. ekki enn farnir að skilja þýðingu Skálholts fyrir menningu sína,“ segir Hörður. „Þar hefur verið fylgst vel með á hveijum tíma.“ Hann segir að það haldist svo langt sem sjá megi. Lang glæsilegast hafi þetta þó verið í kaþólskum sið. Það vandaðasta úr list Evrópu Ætli hafi verið meira eða minna eyðilagt af kirkjumunum hér en ann- ars staðar við siðaskiptin? „Minna held ég,“ svarar Hörður. „Ég held að hlutirnir hafi mest glatast á 19. öld, þegar enskir ferðamenn fara að koma hér og kaupa þá. En auðvitað hafa einhverjir munir líka grotnað niður. Enn eru þó til munir eins og kaleikurinn og patínan, sem gefin voru Skáiholtskirkju árið 1309 og varðveitt eru í Þjóðminjasafni, hinir fegursti gripir. Dómkirkjan í Skál- holti brann 1309 og í nýju kirkjuna, sem var hið veglegasta hús sem byggt var hér á landi á miðöldum, voru gefnar margar gersemar og fengnir ýmsir nýir munir, þar á með- a| má ætla að verið hafí þessi ágætu heilögu ker, „kaleikurinn góði“, sem svo hefur verið nefndur á síðustu öld, og patínan sem honum fylgir." Verkið á kaleiknum, skrautið og einkum smeltu myndplötumar, virð- ist helst vera frakkneskt, og myndin bendir til að kaleikurinn hafi verið smíðaður í Frakklandi. En hans er getið í öllum afhendingabókum frá og með skránni frá 1588 þegar Odd- ur biskup Einarsson tekur við stað og kirkju. Þessi gripur er meðal ann- arra sem sagt er frá í bókinni og sjá má á sýningu í Bogasal Þjóðminja- safnsins. Þessi kaleikur hefur eins og fleiri gripir úr Skálholti verið framleiddur á bestu verkstæðum í Evrópu. „ís- lenska dómkirkjan í Skálholti hefur verið eins og stórt listasafn. Munur- inn á því listasafni og söfnum okkar nú var þó sá að þar var meira af erlendri list og það af bestu sort. Rétt eins og við hefðum á seinni árum átt Monet við hlið Ásgríms og Cezanne við hlið Jóns Stefánssonar." í bókinni eru sögur af einstaka gripum. Tilkomumestur þeirra hluta sem fluttir voru úr Skálholtskirkju í Þjóðminjasafnið 1935 er hökull úr rósofnu silkiflaueli rauðu, segir í upphafskafla um þennan dýrgrip, sem mynd er af í bókinni og sjá má á sýningunni í Bogasalnum. Hökull- inn mun vera frá biskupstíð Jóns biskups Árnasonar og vikið að hon- um í afhendingabók 1744. Geta má þess að þessi hökull var lánaður á heimssýninguna í París árið 1900. Vísar Hörður í athuganir Elsu E. Guðjónsson, sem leiðir að því líkur að saumurinn sé frá 1360-90 og Hörður álítur að hökullinn sé gefinn dómkirkjunni í Skálholti af Vilkin biskupi Hinrikssyni sem sat á Skál- holtsstóli 1394-1405. Hann er keypt- ur frá einu frægasta textílverkstæði Evrópu á sínum tíma. Dapurlegt er að lesa um Ögmund- . arbríkina, sem leifar eru af í Þjóð- minjasafni, enda valdið mörgum hneykslan, eins og segir í Skálholts- bókinni þar sem er nákvæm lýsing á henni og rakin saga hennar. „Því að víst er að þótt leifarnar séu nú bæði fáar og stórspilltar, að bríkin sjálf var með öllu óskemmd þegar hún var flutt burt úr Skálholti og mætti enn vera ein hin dýrasta ger- semi í íslenskri kirkju ef vel hefði verið á haldið." Þessi merkilega stóra altarisbrík hafði þá bjargast úr brun- anum 1527 og varðveist fram til 1795 þegar vérið var að ljúka við Dómkirkjuna í Reykjavík. Þá er hún send áleiðis til Reykjavíkur og lendir á Eyrarbakka. Enda svo þung að hún var flutt þangað á járnslegnum sleða sem fjónim hestum þurfti að beita fyrir. Átti að senda bríkina áfram með skipi. En hún komst ekki lengra, varð innlyksa í pakkhúsi sem entist henni til eyðileggingar á skömmum tíma. Var m.a. notuð til að höggva á kjöt. Það er ekki fyrr en Fornleifa- nefndin er skipuð í Kaupmannahöfn að leifarnar af bríkinni eru sendar með skipi til Hafnar árið 1819. Svo illa farnar að ekkert er eftir af þess- ari stóru brík annað en þær 6 eikar- myndir sem nú eru í Þjóðminjasafni. Ekki eru allar frásagnirnar svona dapurlegar. Brosleg er sagan af alt- arisklæðinu sem er og til sýnis í Þjóð- minjasafni. Er stytt frásögn a'f því í ramma hér á síðunni. Ekki er hér rúm til að fara nánar út í efni bókar- innar um skrúða og áhöld Skálholts, enda er bókin 370 síður, full af fróð- leik og nákvæmum frásögnum. Að lokum inntum við Hörð eftit' framhaldinu. Hann kvaðst vera kom- inn með um helminginn af efni síð- ustu Skálholtsbókarinnar, sem vænt- anlega gæti þá komið út eftir 2-3 ár. Texti: Elín Pálmadóttir kirkju, hvar upp á betalað er af dómkirkjunnar inventario“ (1764:133). Hér fer ekkert á milli mála. Einhvern tíma á árabilinu 1754 til 1764 hefur altarisklæði verið keypt frá Reykjadalskirkju til _ Skálholts sem fær háa einkunn hjá úttektarmönnum. Forkostulegt er það kallað.“ í frásögninni í Skálholtsbókinni er svo með tilvitnun í ýmis gögn sýnt fram á sannleiksgildi þess að Skálholtskirkja fékk klæðið dýra og rekistefnu sem af því verður af því að biskup hefur lofað meiru upp í greiðslu á klæðinu en efnt er. Kemur meira að segja fram í bréfi frá biskupi að altarisklæðið er gefið af „því háloflega konungl. húsi“. Svo segir m.a.: Hver skyldi hann vera þess( háæruverðugi gjaf- ari? í bréfi til Ólafs stiftamtmanns Stefánssonar dagsettu 11. nóvem- ber 1791 er Hannes Finnsson að hugleiða hvað af skrúða og hvað af áhöldum Skálholts skuli senda suðurtil dómkirkjunnar í Reykjavík þegar hún verði fullgerð. Eitt af því sem hann nefnir er meðal ann- ars „Það Sölv mohrs altarisklæði, sem sal. prinsessa Charlotta Amal- ia skenkti." Charlotta Amalia var dóttir Friðriks IV. Danakonungs, fædd 1706 og dáin 1782. í danskri bók segir að hún hafi verið „hojt elsket for sin godgörenhed". Það er semsagt prinsessa en ekki drottning sem séra Þórður hefur hitt. Ætli heimili hennar hafi ekki verið opið fyrir þá sem lítils máttu sín? Hinn sérvitri íslenski klerkur hefur sjálfsagt spurt það uppi og gengið á lagið, nýtt sér hjarta- gæsku konungsdótturinnar." Ekki er hér rúm til að fylgja þessu gullsaumaða fagra altaris- klæði lengra, en ætlun Hannesar biskups gekk eftir og það var sent 1796 tii dómkirkjunnar í Reykjavík og þaðan gefið Þjóðminjasafni sem fyrr segir 1908. „Þar með lauk krókóttri ferð þess frá Kaupmanna- höfn í uppsveitir Ámessýslu og suður til Reykjavíkur." Og nú er þetta klæði til sýnis í Bogasal Þjóð- minjasafnsins ásamt öðrum þeim gripum Skálholtskirkju sem enn eru til og sagt er frá í Skálholtsbók- inni nýju. DAG ERU ÞAÐ Sœvar Karl Olason Bankastræti og Kringlunni: 13470 og 689988
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.