Morgunblaðið - 16.04.1992, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 16.04.1992, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. APRIL 1992 Eitt af séreinkennum Tónmenntaskólans í gegnum tíðina hefur verið hópkennsla yngri barnanna. MorgunblaoiiVÁrni Sæberg Tónmenntaskóli Reykjavíkur 40 ára Einkakennsla og hóptímar Náminu við skólann er þannig hagað að nemendur njóta bæði einkakennslu og hóptíma. Þessi kennsluaðferð hefur verið viðhöfð allt frá stofnun skólans og er í samræmi við hugmyndir braut- ryðjandans Heinz Edelsteins utn tónlistarkennslu barna og ungl- inga. „Tónlistarkennsla hér á landi allt fram undir 1960 var að miklu leyti í stíl hins borgaralega tónlist- arkonservatoríums. Stóra spreng- ingin í þróun tónlistarkennslu varð hér á landi á sjöunda áratugnum þegar löggjafinn ákvað að styrkja starfsemi tónlistarskólanna og þau lög hafa verið í þróun og tek- ið breytingum til batnaðar síðan. Vegna nýrra laga um verkaskipt- ingu ríkis og sveitarfélaga eru tónlistarskólarnir nú alfarið á könnu sveitarfélaganna og hefur það gengið vonum framar til þessa," segir Stefán. „Akur sá sem sáð var í með nýjum lögum um tónlistarskóla á sjöunda áratugnum hefur löngu blómstrað og þess sér best merki í því að alls staðar er verið að spila tónlist, tríó, kvartettar og hljómsveitir af ýmsum stærðum eru í gangi. En allt þetta væri Afmælisárs verður minnst með viðhöfn segir Stefán Edelstein skólastjóri Tónmenntaskóli Reykjavíkur fagnar 40 ára starfsafmæli sínu á þessu ári. Vafalaust eru þeir margir sem þekkja skólann undir sínu fyrra nafni, Barnamúsíkskólinn, en nafnbreytingin átti sér stað fyrir einum 15 árum. Saga skólans er samofin sögu tónlistar- kennslu íslenskra barna þessa síðustu fjóra áratugi og á slíkum tímamótum er við hæfi að líta yfir farinn veg og minnast þeirra er á undan hafa gengið. Þó er ekki síður ástæða til að horfa framávið og fagna merkum áfanga í sögu skólans - halda uppá afmælið. 5 Stefán Edelstein hefur verið skólastjóri lengst af eða allt frá haustinu 1962. Faðir hans, dr. Heinz Edelstein, stofnaði skólann og tók hann til starfa haustið 1952 og voru kennarar við skól- ann aðeins tveir; þeir dr. Heinz Edelstein og dr. Róbert A. Ottós- son. Sinntu þeir allri kennslu við skólann fram til árs 195.5 er Ingi- björg Blöndal var ráðin að skólan- um. Smám saman bættust við fleiri kennarar eftir því sem skól- inn dafnaði og nemendum fjölgaði.. Á flóttá frá Pýskalandi Heinz Edelstein kom til íslands árið 1937 og réðst tilstarfa sem sellókennari við Tónlistarskólann í Reykjavík. Heins Edelstein var þýskur gyðingur og nasisminn var þá alls ráðandi í Þýskalandi og ofsóknir gegn gyðingum þegar hafnar, m.a. með því að útiloka þá frá störfum. Hvað síðar fylgdi í kjölfarið í Þýskalandi nasismans er ástæðulaust að rekja hér. En Heinz Edelstein var hámenntaður, atvinnulaus tónlistarmaður, selló- leikari og tilviljun ein réði því að leið hans íá hingað til lands en ekki eitthvað annað. Aðalhvatamaður þess að Heinz Edelstein kom hingað og settist að til frambúðar með fjölskyldu sína hér á íslandi árið eftir, var Ragnar Jónsson í Smára. „Pabbi var hérna einn þennan vetur 1937-38 og leist hræðilega illa á þetta allt," segir Stefán Edelstein þegar við erum sestir inn á skrif- stofu hans í húsnæði Tónmennta- skólans við Lindargötu (Gamli Lindargötuskólinn). „Við bræð- urnir vorum hjá mömmmu út í Freiburg og um sumarið kom / pabbi til baka og reyndi allt hvað hann gat til að fá vinnu annars staðar en á Islandi. Það gekk ekki og um haustið fór hann aftur til íslands og við urðum eftir í Þýska- landi. Stuttu seinna um haustið fengum við skeyti frá pabba sem sagði: Pakkið saman og komið. Við vorum fljót að bregða við, tókum með nokkrar ferðatöskur til fslands og settumst hér að. Ég held að enginn hafi séð eftir því. Búslóðin kom svo á undraverðan hátt.til íslands tæpu ári síðar." Heinz Edelstein var auk þess fastráðinn sellóleikari við Hljóm- sveit Reykjavíkur sem síðar varð Sinfóníuhljómsveit íslands. Hann náði fullkomnu valdi á íslensku ' og varð mikill aðdáandi íslenskrar náttúru og einn fárra manna á þessum árum sem ferðaðist fót- gangandi um allt hálendi fandsins sumar eftir sumar. Barnamúsíkskólinn stófnaður „Þótt faðir minn væri fyrst og fremst ráðinn sem sellókennari Tónlistarskólann í Reykjavík fékk hann fljótlega leyfi skólastjórnar trl að stofna undirbúningsdeild fyrir börn innan starfsramma skólans. Þessar deildir úxu og döfnuðu og brátt sá hann ástæðu til að leita að nýjum sjálfstæðum skipulagsramma fyrirþessa starf- semi. Það var þá sem borgaryfir- völd studdu hann til að stofna Barnamúsíkskólann en reyndar kom Ragnar í Smára einnig við sögu þar," segir Stefán um til- drögin að stofnun Barnamúsík- skólans. Heinz Edelstein lét af stórfum sem skólastjóri vorið 1956 sökum heilsubrests og veturinn eftir Gamli Lindargötuskólinn hefur fengið nýtt hlutverk og byggingin öll verið endurnýjuð á fallegan hátt. stýrði Ingólfur Guðbrandsson skólanum en þá tók dr. Róbert 'A. Ottósson yið og stjórnaði skól- anum til vors 1961 og veturinn þar á eftir veitti Jón G. Þórarins- son skólanum forstöðu. Frá hausti 1962 hefur Stefán Edelstein verið skólastjóri.. Þess má geta að þar sem hér er farið hratt yfir sögu að skólinn hefur gefið út veglegan afmælisbækling þar sem saga skólans er rakin ítarlega í máli og myndum. Lindargötuskólinn með nýtt hlutverk Barnamúsíkskólinn fluttist ,í núverandi húsnæði sitt við Lind- argötuna árið 1977 og um ieið var nafni skólans breytt, og heitir síð- an Tónmenntaskóli Reykjavíkur. „Það voru lengi vel uppi hugmynd- ir um að byggja hús undir starf- semi skólans en þær hugmyndir hafa nú verið lagðar á hilluna þar sem þetta húsnæði þjónar okkur vel og við erum hæstánægð í þessu fallega, sögufræga húsi," segir Ste'fán. Reykjavíkurborg hefur enda staðið sig vel í því að gera húsið upp og nú er sannkölluð prýði að því í Skuggahverfinu, því falleg gömul hús er flestum húsum hlýlegri og skemmtilegri. Nemendafjöldi hefur undanfar- in ár verið rétt um 500 talsins en Stefán segir að aðsókn að skólan- Stefán Edelstein skólastjóri Tón- menntaskóla Reykjavíkur. um sé reyndar meiri og vísa verði nokkrum fjölda umsókna frá á hverju hausti. „Hreyfingin á nem- endum milli ára er um 20%, það eru alltaf einhverjir sem hætta þegar þeir finna að námið hér er ekki bara leikur. Það er algengast eftir fyrsta' árið í einkatímum á hljóðfæri. Þá verða líka alltaf einhver af- föll í aldurshópnum 12-14 ára þegar krakkarnir komast á ungl- ingsaldurinn. Og svo útskrifast alltaf nokkur fjöldi nemenda á hverju vori." nánast óhugsandi án starfs frum- kvöðlanna fyrr á öldinni sem stóðu fyrir stofnun Tónlistarskóla Reykjavíkur, Sinfóníuhljómsveit- inni og Barnamúsíkskólanum," segir Stefán. Tónmenntaskólinn hefur tekið mið af þessari þróun og nemendur fá góða þjálfun i hljómsveitarspili, þar er starfrækt kammersveit, jassveit og lúðra- sveit svo eitthvað sé nefnt. Er tónlistarnám forréttindi? Það er eðlilegt að spurt sé hvort nauðsynlegt sé að mennta börn og unglinga í tónlist, er þetta -I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.