Morgunblaðið - 16.04.1992, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 16.04.1992, Blaðsíða 32
32 * MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. APRÍL 1992 A að hækka skatta eða lækka ríkisútgjöld til þess að eyða fj árlagahallanum? eftir Ólaf Björnsson Þetta efni hefir sennilega verið ofar á baugi en nokkuð annað í umræðum þeim, sem átt hafa sér stað hér á landi síðustu mánuði um efnahagsmál og aðra þætti stjórnmála. Hér verður þó ekki reynt að komast að neinni algildri niðurstöðu um hið rétta svar við þessari spurningu, en látið nægja að drepa á nokkur atriði, sem þetta mikilvæga mál snerta sem mér finnst ekki hafa fengið þá umfjöll- un í umræðunni, sem nauðsynleg er til þess að gefa almenningi raun- hæfa mynd af því vandamáli, sem hér er til umræðu. Er nauðsynlegt að eyða fjárlagahallanum? Það ætti að vera öllum ljóst, að ef útgjöld ríkisins fara fram úr te'kjum þess, verður sá halli ekki jafnaður nema annað hvort með því að auka tekjurnar, þ.e. með því að hækka skatta, eða með því að skera niður útgjöldin. Hvoru tveggja hefur í för með sér óþægindi fyrir stærri eða minni Hóp þjóðfélagsþegnanna og ætti það ekki að þurfa nánari skýringa við. En er nauðsynlegt að jafna hallann? Er ekki hægt að halda áfram að taka lán og fírra borgar- ana þannig þeim óþægindum, sem skattaálögur og niðurskurður opin- berra útgjalda valda? Vissulega er það jafnan svo, ef yfir skemmri tíma er litið, að lántökur valda minni röskum á högum almennings en skattaálögur eða niðurskurður. Hér fáum við skýringu á því, að fjárlagahalli vex að jafnaði þegar kosningar eru yfirvofandi að mestu óháð því, hverskonar ríkisstjórn er við völd. En halli á fjárlögum get- ur aldrei verið annað en bráða- birgðalausn. Hallann verður alltaf að íjármagna á einn eða annan hátt. Hér á landi eru það einkum tvær leiðir sem farnar hafa verið til þess að Ijármagna halla á íjár- lögum. I fyrsta lagi sú að taka erlend lán og í öðru lagi að láta ríkissjóð taka lán í Seðlabankan- um. Afleiðing fyrri leiðarinnar er sívaxandi skuldasöfnun erlendis en þeirra síðari stöðugt vaxandi verð- bólga. Hvoru tveggja brýtur í bága við markmið, sem ekki virðist ágreiningur um meðal íslenskra stjórnmálamanna að séu æskileg, nefnilega, annars vegar þarf að halda erlendri skuldasöfnun í skelj- um og hins vegar að forðast verð- bólgu. Það virðist því ekki vera um það neinn ágreiningur, að halla á fjárlögum verði að jafna ef litið er yfír eitthvað lengri tíma. Ágrein- ingur er hinsvegar um það hvora þeirra tveggja höfuðleiða sem til greina koma í þessu efni, skatta- leiðina eða niðurskurðarleiðina beri að leggja megináherslu á til þess að ná settu marki. Þeir sem fara vilja skattaleiðina benda einkum á tvennskonar skattstofna, sem nýta megi í þessu skyni. Annars vegar er rætt um svonefndan hátekjuskatt, hins veg- ar það sem á mjög óheppilegan og villandi hátt hefir verið nefndur skattur á fjármagnstekjur. Verður hvor þessara leiða um sig rædd nánar hér á eftir. Hátekjuskattur Þeir sem þessa leið vilja fara til þess að afla ríkissjóði tekna svo ekki þurfi að draga meira en góðu hófi gegnir úr umsvifum ríkisins, munu yfirleitt hugsa sér hinn svo- nefnda hátekjuskatt framkvæmd- an þannig, að bætt sé nýju skatt- þrepi við núverandi tekjuskatt- stiga, þannig að hinn svonefndi jaðarskattur, þ.e. sá skattur, sem greiddur er af þeim hluta tekn- anna, sem er umfram ákveðið mark, hækki meira eða minna umfram þau 40% sem er hámark jaðarskattsins samkvæmt núgild- andi skattalögum. Það má svo auðvitað um það deila, hvert hið nýja hámark tekjuskattsins skuli vera. Ef við í þessu efni berum okkur saman við nágrannalönd okkar, mun hámark jaðarskatts þar yfirleitt vera urri 50%, og hygg ég að þeir séu fáir, sem hugsa sér að lengra verði gengið. Eftir sem áður væri um verulega hækkun jaðarskatts að ræða frá því sem nú er. í nágrannalöndum hefir á síð- ustu árum orðið veruleg stefnu- breyting í þá átt að lækka jaðar- skattinn af hærri tekjum. í Svíþjóð voru jaðarskattar t.d. fyrir fáum árum síðan allt að 80-90%. Mun þetta ásamt fleiru hafa átt sinn þátt í því að auðvelt hefir verið fyrir íslenska lækna að fá að stunda framhaldsnám í Svíþjóð, þar sem sænskir læknir munu hafa verið ófúsir til þess að vinna yfir- vinnu, þar sem þeir héldu aðeins eftir 10-20% yfirvinnukaupsins er skattur hafði verið staðgreiddur. Ástæðurnar til þessarar stefnu- breytingar, sem ekki síst hefur átt sér stað hjá flokkum jafnaðar- manna í þessum löndum, sem áður lögðu jafnan sérstaka áherslu á háa jaðarskatta munu margvísleg- ar, en eina þeirra tel ég sérstaka ástæðu til að minnast á, af því að hún er mikilvæg alls staðar þar sem þessi mál eru til umræðu, ekki síður hér á landi en annars staðar. Það hefir verið borið fram sem ein mikilvægasta röksendin fyrir því, að skattar séu stighækkandi, að með því sé stigið spor í átt til tekjujöfnunar í þjóðfélaginu. Þetta væri óumdeilanlega rétt, ef gera má ráð fyrir, að allar tekjur þjóðfé- lagsþegnanna teldust fram til skatts. En er það nú svo? Að vísu má gera ráð fyrir því, að tekjur launþega teljist- að jafnaði fram, þar sem skattayfirvöld fá upplýs- ingar um þær frá þeim atvinnurek- anda, sem greiðir þeim laun. En þar gegnir öðru máli um þá, sem stunda sjálfstæðan atvinnurekstur, einkum ef þeir selja vöru sína eða þjónustu beint tii neytenda. Þar fá skattayfirvöld yfírleitt ekki upplýs- ingar um tekjur skattgreiðendans frá öðrum en honum sjálfum og hafa mjög takmarkaða aðstöðu til eftirlits með framtölum slíkra að- ila. Vandinn sem hér er við að etja er þannig í raun tæknilegs eðlis, þannig að sama vandamál er fyrir höndum í öllum þeim löndum, sem búa við svipaða þjóðfélagshætti og við. Á Norðurlöndum er samkvæmt þeim upplýsingum, sem mér eru kunnar talið að um 10% skatt- skyldra tekna séu ekki taldar fram, en að því ég best veit er þetta hlut- fall síst hærra hér á landi sam- kvæmt áætlunum, sem mér er kunnugt um að gerðar hafi verið og jafnvel lægri, sem bendir til þess að skattaeftirlit sé hér tiltölu- lega virkt, þar sem talið er að á Norðurlöndum sé þetta eftirlit ein- mitt strangt, auk þess sem at- vinnurekstur í smáum stíl, þar sem líklegt má telja að framtölum sé einkum áfátt, er mun almennari hér á landi en annars staðar á Norðurlöndum. Skýringin á því að skattsvik séu minni hér á landi en í grannlöndunum gæti þó sumpart verið sú að því er tekjuskattinn varðar, að skattstigar eru yfirleitt nokkru lægri hér, því að ekki er vafi á því, að hvötin til þess að koma tekjum undan skatti fer vax- andi með hærri skattstigum. Hér skal því engan veginn haldið fram, að þeir, sem þannig hafa aðstöðu til þess að koma tekjum sínum undan skatti séu óheiðarlegri skattborgarar en aðrir. Ég er hræddur um að framtölum laun- þega yrði meira áfátt en nú er raunin, ef skattayfii-völd gætu eng- ar upplýsingar fengið um tekjur þeirra frá öðrum en þeim sjálfum. Því skal ekki haldið fram, að ekk- ert sé í þessu efni hægt að gera til úrbóta. En hér er í rauninni um tæknilegt fremur en fræðilegt vándamál að ræða, þannig að þekkingar á því, hvað hér væri hægt að gera, er fremur að leita hjá þeim, sem að þessum málum starfa en hinum, sem skoða málin fyrst og fremst frá fræðilegu sjón- armiði. Þá þekkingu eru þeir, sem hlut eiga að máli af skiijanlegum ástæðum ófúsir til að bera út um borg og bý. Launþegasamtök hafa um langt skeið gert samþykktir í þá veru að skora á stjórnvöld að bæta úr misræminu milli skatts á launa- tekjur og aðrar tekjur og er sú afstaða eðlileg. Sjálfur hef ég oftar en einu sinni rétt upp hendina til samþykktar tillögum í þessa átt á þeim nær 30 árum sem ég sat þing BSRB frá því á seinni heimsstyij- aldarárunum og fram undir 1970. Á þeirri hálfu öld sem liðin er frá því á stríðsárunum hafa allir íjórir stóru stjórnmálaflokkarnir átt fjár- málaráðherra um lengri eða skemmri tíma og er ég sannfærður um það, að allir þeir, sem því embætti hafa gegnt hafa haft hinn besta vilja til þess að bæta skatta- lög og skattheimtu, enda verið skipaðar ótal nefndir til þess að gera tillögur til umbóta í þessum efnum og hefi ég sjálfur átt sæti í a.m.k. tveimur slíkum nefndum. Ekki vil ég nú segja, að enginn árangur hafi af þessum störfum orðið, en það leiðir af eðli málsins að hann er takmarkaður og skyndi- árangurs er ekki að vænta í því efni, að jafna aðstöðu þeirra, sem taka laun hjá öðrum, sem gefa þau upp til skattayfirvalda og þeirra sem stunda sjálfstæðan atvinnu- rekstur með því að selja almenn- ingi vöru eða þjónustu. Það er e.t.v. of djúpt tekið í árinni, að segja að tekjuskatturinn verði í framkvæmd sérskattur á launþega, en sann- leikskjarna tel ég þó í því sjónar- miði og ekki auðhlaupið að því að breyta því. Fyrir nokkrum árum birtist í blaði grein eftir frú Jóhönnu Sigurðardóttur, núverandi félags- málaráðherra, þar sem birt var skýrsla um skattgreiðslur 20 sjálf- stæðra atvinnurekenda^ og jafn- margra verkakvenna á ísafirði og í nágrenni. Voru athafnamennirnir aðeins liðlega hálfdrættingar á við verkakonurnar hvað álagða skatta snerti. Ekki veit ég til þess að niðurstöður þessar hafi verið ve- fengdar og tilviljun mun hafa ráð- ið því að byggt var á vestfirskum skýrslum, þar sem engin ástæða er til þess að ætla að skattaeftirlit sé slælegra þar en annars staðar Ólafur Björnsson á landinu. Bendir þetta óneitanlega til takmarkaðs árangurs af öllum þeim ályktunum sem gerðar höfðu verið á fjölda þingum þá um ára- tuga skeið og öllum nefndar- skipununum á vegum stjórnvalda er áttu að benda hér á leiðir til úrbóta. Einnig verður að draga í efa, að hinn svonefndi hátekjuskattur leiði til tekjujöfnunar ef litið er á þjóðfélagið í heild þótt hann kunni að jafna tekjurnar meðaljaunþega innbyrðis. Skattur á fjármagnstekjur Önnur helsta leiðin sem bent hefir verið á af þeim telja að fjár- lagahallanum beri að eyða með álagningu nýrra skatta er það sem nefnt hefir skattlagning fjár- magnstekna. Eins og minnst var á í upphafi þessarar greinar er það í raun mjög óheppilegt og villandi að nota orðið íjármagnstekjur um þann skattstofn sem hér er um að ræða. Merking orðsins fjármagn verður þá miklu þrengri og raunar allt önnur en sú, sem hagfræðing- ar hafa lengst af í þetta orð lagt. En sú merking, sem lögð hefur verið í orðið, þegar rætt hefur um það að undanförnu hér á landi hvort skattleggja beri Ijármagn eða ijármagnstekjur er sú, að þar sé um að ræða peningakröfur, sem borgararnir eigi hver á annan og þær tekjur, sem slíkar kröfur gefa af sér en þar er fyrst og fremst um sparifé í ýmsum myndum að ræða. Fjármagn ætti þá ekki að vera til í þjóðhagslegri merkingu, því að öllum kröfum af þessu tagi samsvarar jafnhá skuld, þannig að þegar gert er upp fyrir heildina verður útkoman núll. Þá er ólíkt skilvirkara að halda sér að skiln- ingi Karls gamla Marx á merkingu þessa orðs, en sem kunnugt er bar aðalrit hans titilinn Das Kapital eða Fjármagnið. Hann skilgreindi fjármagn sem framleiðslutæki, sem nýtt væru í hagnaðarskyni. Þetta er sú skilgreining sem al- mennt er notuð af hagfræðingum og þó að því beri að fagna, að flest- ir verkalýðsleiðtogar, sem áður trúðu á úreltar kenningar Marx og ollu verkalýðshreyfingunni með því ómældu tjóni, hafa nú horfið frá þeim, þá má ekki um leið varpa fyrir borð þeim skoðunum og skil- greiningum Marx, sem ekki voru annað en heilbrigð skynsemi. Vel má vera að þessi nýja og óheppi- lega merking orðsins fjármagns- tekjur, eigi fremur rót sína að rekja til þess að um áróður er að ræða en að skýringin sé vanþekking. Skattur á fjármagnstekjur lætur óefað betur í eyrum flestra heldur en skattur á sparifé, þar sem flest fullorðið fólk á eitthvert sparifé, þó að auðvitað eigi ekki allir jafn mikið af því. Þessar hugleiðingar um merk- ingu orða skera þó auðvitað ekki úr um það, hvort réttmætt sé að skattleggja sparifé. Lög voru um það sett árið 1953 að sparifé, þ.e. innstæður í bönkum og sparisjóð- um, skyldi undanþegið sköttum nema í sérstökum tilvikum. Til- gangur laganna var sá, að hvetja til sparnaðar í þeirri mynd, því að sparnaður getur átt sér stað í fleiri myndum og draga með því úr verð- bólgu, og auka framboð af lánsfé. Ekki tel ég vafa á því, að þessi ráðstöfun hafi verið skynsamleg miðað við aðstæður á þeim tíma, enda mun ekki hafa um hana veru- legur ágreiningur. Síðan þessi skattfríðindi spariíjáreigendum til handa voru lögfest eru nú liðin nær 40 ár og vissulega er eðlilegt að það sé til umræðu í dag, hvort þær aðstæður sem á þeim tíma rétt- lættu þessa ráðstöfun séu enn fyr- ir hendi. Vissulega hefir margt breyst 1 íslenskum efnahagsmálum á þessum tíma og eðlilegt að sumt af því, svo sem hin víðtæka verð- trygging fjárskuldbindinga, sem smám saman hefir rutt sér til rúms, hafi áhrif á afstöðu til þess máls, sem hér er til umijöllunar. Það er þó ekki tilgangur þessar- ar greinar að gera tillögur um það hvernig þessum málum skuli skipa. Skynsamlegar tillögur í því efni yrðu að byggjast á spá um fram- vindu helstu þátta efnahagsmála hér á landi þar sem m.a. myndi miklu máli skipta hver verða tengsl íslands við evrópska efnahagssam- vinnu og verða vonandi ekki tekn- ar endanlegar ákvarðanir í þessu efni fyrr en ljóst verður í hvaða mynd þessi tengsl verða. En mér finnst að umræður þær, sem fram hafa farið um þetta, hafi í mjög ríkum mæli snúist um allt ennað en það sem ætti að vera kjarni málsins. Hefir þetta orðið til þess að villa almenningi mjög sýn í þessu efni og torvelda þannig að skynsamlog afstaða sé tekin til málsins. Það er talað um „ijár- magnseigendur“, þ.e. spariijáreig- endur - en auðvitað er þetta tvennt engan veginn það sama - sem ein- hvern afmarkaðan hagsmunahóp hliðstæðan starfsstéttum eins og t.d. bændum eða sjómönnum. Mér finnst bankarnir, bæði Seðlabank- inn og viðskiptabankarnir, vera ámælisverðir fyrir það að hafa ekki gert meira en raun er á til þess að upplýsa almenning um það hveijir eiga spariféð. Auðvitað yrði þar um. heildarskýrslur að ræða en ekki upplýsingar um innstæður einstaklinga, félaga eða stofnana. En engir aðilar eiga meira undir því að ekki verði truflun á eðli- legri spariijármyndun en við- skiptabankarnir og aðrar innláns- stofnanir. Tilgangurinn með því á sínum tíma að undanþiggja sparifé skatt- skyldu hefir auðvitað ekki verið sá, að hygla einhveijum tilteknum hagsmunahópi, heldur sá að vera hvati til þess að menn ráðstöfuðu fé sínu fremur á þann hátt að leggja það inn í banka eða spari- sjóð en að eyða því eða ijárfesta í raunverðmætum. Myndi slíkt draga úr verðbólgu og auka fram- boð af lánsfé. Hér er staða sparifjáreigandans allt önnur en þess, sem tilheyrir ákveðinni starfsstétt, þannig að t.d. bóndinn, sjómaðurinn eða járn- smiðurinn verður jafnan að halda áfram í sínu starfi þó að hann sé óánægður með ráðstafanir stjórn- valda í skattamálum eða öðru, sem snerta kann sérhagsmuni þessara aðila. Spariijáreigendandinn þarf hins vegar ekki freinur en honum sýnist sjálfum áð gegna því hlut- verki áfram ef hann telur að hagsmunir sínir séu óhæfilega skertir með opinberum aðgerðum. Hann getur þá flutt eignir sínar yfir í eitthvað annað eða ijárfest
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.