Morgunblaðið - 16.04.1992, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 16.04.1992, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. APRÍL 1992 n En ég mun ekki síður halda áfram að vara mína eigin þjóð, íslendinga, við að afhenda „The European Community" fullveldi sitt og sjálf- stæði eða skerða fullveldi sitt og sjálfstæði með aðild að EES. Tími lýðræðislegrar sjálfstæðis- og þjóð- ræknisstefnu er ekki liðinn, það er misskiiningur. Hann er ekki liðinn þeim þjóðum sem vilja halda þá stefnu í heiðri. Hins vegar kann hann að vera liðinn fyrir þjóðir sem heldur kjósa sér takmarkaða heima- sjjórn innan sambandsríkis Banda- ríkja Evrópu en vera fullvalda þjóð. Við því er ekkert að gera. Ofsagt er að gefa í skyn að öll hin smæstu þjóðbrot í heimi séu með kröfur um að stofna eigin full- valda ríki! Yfirleitt ganga kröfurnar ekki út á annað en að auka sjálf- stjórn í eigin málum þar sem skil- yrði eru til slíks og tryggja að fólk geti rækt menningu sína áreitnis- laust af miðstjórnar- eða alríkis- valdi. Fráleitt er að svo hófsamar kröfur í þjóðræknismálum ógni „komandi nýskipan heimsmála". Ef svo væri hlýtur þessi nýskipan að vera dæmalaust hrófatiidur. En ég spyr enn á ný: Hver er þessi „nýskipan heimsmála"? Marg- ir halda því fram að „nýskipan heimsmála“ sé einungis marklítill frasi á vörum Bush Bandríkjafor- seta og nokkurra annarra stjórn- málamanna. Þótt ekki sé sann- gjarnt að bera Búsh og jábræður hans saman við ofríkismenn og lýðskrumara fyrr á öldinni, má minnast þess að hástemmdir orða- leppar um nýtt heimsskipulag eru engin nýbóla. Við sem höfum hlust- að á heimsfréttir linnulaust frá því fyrir stríð höfum ekki haft undan. að heyra útblásinn boðskap alls konar falsspámanna um „nýskipan heimsmála", sem mannkyninu var ætlað að meðtaka. Og enn er ekk- ert lát á hugmyndum um patent- lausnir á sjálfu heimsskipulaginu, þótt mælskumennirnir, sem bera þær fram, séu naumast færir um að hafa skikk á sínum eigin lands- málum. Fijálsar og fullvalda smá- þjóðir, a.m.k. íslendingar; þurfa að vara sig á oflofi um nýja Evrópurík- ið. Þar er verið að búa til nýtt mið- ríki, sem gengur formlega þvert gegn íslensku stjórnskipulagi og yrði í andstöðu við þann pólitíska vilja til sjálfstæðis og fullveldis sem var grundvöllur að stofnun lýðveld- isins 1944. Ég bendi á að lýðveldistími á íslandi (frá 1944) er gullöld þjóðar- innar, pólitískt, efnahagslega og menningarlega. Islendingar stofn- uðu ekki fullvalda lýðveldi af róm- antískum ástæðum, lieldur prak- tískum. Þegar ég og mínir samheij- ar viljum ekki að ísland tengist Evrópu pólitískum böndum, þá er það ekki af því að við séum róman- tískir, óraunsæir og þröngsýnir þjóðernissinnar, heldur ráða hag- nýtar ástæður andstöðu okkar. Við teljum að íslenska þjóðin hagnist á því að standa utan við forsjá mið- ríkjanna, en tapi (efnahagslega, pólitískt og menningarlega), ef hún breytir lýðveldi sínu í eitt af ósjálf- stæðum ríkum Bandaríkja Evrópu. Höfundur er fyrrverandi olþingismaður og ráðherra. 108 Reykjavík. Sími 31099 Opið ðii kvöid 1il ki. 22,- einnig um helgar. Skreytingar við öil filefni. Gjafavörur. Stjjórnarfnndur NVSY; Starfshópur um varðveislu þjóðleiða Á STJÓRNARFUNDI NVSV 11. apríl sl. var ákveðið að stuðla að því að í hverju sveitarfélagi á Suðvesturlandi verði stofnað- ur starfshópur innan félagsins um öflun allra tiltækra upplýs- inga um gamlar þjóðleiðir og aðrar alfaraleiðir í viðkomandi sveitarfélögum og koma þeim á framfæri á aðgengilegan hátt. Einnig að gera tillögur um varð- veislu og nýtingu í samvinnu við þjóðminjavörð. Til að kynna þetta verða farnar nokkrar vettvangs- ferðir eftir páska. Það verður nán- ar tilkynnt síðar. íslensk gæðahúsgögn með 5 ára ábyrgð. Skrifborðsstólar í miklu úrvali. Verð frá kr. 7.125,-stgr. Margargerðiraf tölvuborðum. Verðfrá kr. 12.500,- BIRO SKRIFBORÐSSTÓLL VERÐKR.12.350,- STGR. MEÐÖRMUMKR. 16.500,- TB-10TÖLVUBORÐ VERÐ KR. 11.875,- STGR. a r MEÐ HLIÐARPLÖTU 200 KÓPAVOGI - SÍMI46600 KR. 14.700,- Sýndii hug þinn mei sheyti Að fá heillaóskaskeyti er alltaf jafn ánægjulegt og sýnir hlýjan hug sendandans. Nú eru komin ný heillaóskaskeyti frá Pósti og síma með fallegum og lifandi myndum sem gleðja augað. Láttu okkur v koma heillaóskaskeyti til vina þinna og ættingja. Afgreiðsla á öllum Póst- og símstöðvum og í síma 06. PÓSTUR OG SÍMI Viö spörum þér sporiti eonFÓLKISlA 5500-226
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.