Morgunblaðið - 16.04.1992, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 16.04.1992, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. APRIL 1992 35 Skíðaði nið- ur Erninn Isafirði. Jón Nordquist skíðaði af brúnum fjallsins Ernis úr 720 metra hæð niður á Isafjarðar- flugvöll á þriðjudag. Eins og sagt var frá í blaðinu í gær guggnuðu tveir Bandaríkja- menn, sem fóru með honum fljúgandi upp á fjallið, á því að skíða niður á þessum stað, en komust þó klakklaust niður annars staðar, áður en hjálpar- flokkur, sem sendur var þeim til bjargar, náði upp til þeirra. í baksýn myndarinnar má sjá þverhnípt klettabeltin þar sem Jón hóf ferðina, en hann fór niður þröngt en snarbratt gil, milli 50 og 100 metra, áður en hlíðin sjálf opnaðist. Jón sagði að líklega hefði hann verið betur búinn í ferðina en hinir, því að efst við hæstu lyftuna á Seljalandsdal er gil, sem hann er vanur að skíða líkt og aðrir ísfirðingar, en þar er hægt að fara smá brekku sem er um 90 gráður. Að sögn Jóns eru Bandaríkjamennirnir óhressir með að hafa ekki lagt í brekkuna og vilja gjarnan gera aðra tilraun þótt seinna verði. Úlfar. Ars fangelsi fyrir misneyt- ingu og svik 26 ARA maður hefur verið dæmd- ur í sakadómi Reykjavíkur til 12 mánaða fangelsis fyrir misneyt- ingu, fjárdrátt, tékkabrot, þjófnað og skjalafals. Mál gegn manninum var höfðað vorið 1989, en var ekki tekið fyrir fyrr en nú, þar sem maðurinn hvarf úr landi. Hann fór til Bandaríkjanna, en var vísað þaðan í lok mars. Þar hafði hann verið í haldi lögreglu í íjóra mánuði vegna gruns um aðild að líkamsárásum, þjófnuðum og inn- .brotum í Virginíufylki. Maðurinn var sakfelldur fyrir að hafa notfært sér vanheilsu, greind- arskort og dómgreindarleysi mið- aldra konu. Ilann fékk hana til að undirrita um 20' víxla, skuidabréf og tékka og hagnýtti sér andvirði þeirra, um 2,5 milljónir króna. Skuldbind- ingar konunnar vegna þessa leiddu til þess að hún var gerð gjaldþrota og missti eignir sínar. Maðurinn var einnig sakfelldur fyrir fjárdrátt, tékkabrot, þjófnað og skjalafals. Refsing hans var ákveðin 12 mánaða fangelsi, óskilorðsbundið. Þá var lagt farbann á manninn, þar til afplánun hans hefst, en hann unir dómi sakadóms. Pétur Guðgeirsson, sakadómari, kvað upp dóminn. -------------- Langbylgju- útsendingar hafnaráný Langbylgjuútsendingar Ríkis- útvarpsins eru nú hafnar að nýju á 207 kílóriða tíðni. Jafnframt því hætta tímabundnar útsendingar allan sólarhringinn á stuttbylgju, 3242 kílóriðum, segir í frétt frá tæknideild RÚV. Bruninn í loftnetshúsinu, sem stöðvaði útsendingarnar er talinn stafa af því að einangrari í loftnets- húsinu hafi gefið sig og brotnað, með þeim afleiðingum að háspennu- leiðsla hafi snert húsið og kveikt í því. Útlit var fyrir að langbylgjusend- ingar gætu iegið niðri lengi-i tíma sökum þess að alla varahluti vantaði en starfsmenn Radíódreifistöðva- deildar Pósts og síma sýndu mikla útsjónarsemi og smíðuðu þann búnað er á vantaði. Það er ástæðan fyrir því að sendingar eru nú hafnar, fyrr en vonir stóðu til. Afengissala minnkar mn 11,6% janúar-mars HEILDARSALA áfengis minnk- aði um 11,6% fyrstu þrjá mánuði ársins miðað við sama tímabil í fyrra mælt í lítrum. Ef mælt er í alkóhóllítrum varð samdrátt- urinn 10%. Sala vindlinga stóð í stað fyrstu þijá mánuðina í ár miðað við samatímabil í fyrra en sala á vindlum minnkaði um 4,6%. Samkvæmt upplýsingum frá ÁTVR nam heildarsala áfengis, að bjór meðtöldum, 1.586.964 lítr- um fyrstu þrjá mánuði ársins á móti 1.795.332 lítrum í fyrra. Hér skal tekið fram að dymbilvikan var í mars_ 1991 en er í apríl í ár og segir ÁTVR að salan í tengslum við páskafrí sé jafnan umtalsverð. Heildarsala nef-og munntóbaks nam 3390 kg. og er það 10,8% aukning frá sama tíma í fyrra. Sala á vindlingum stóð í stað en heildarsala vindla nam 2.864.315 stykkjum á móti 3.003.190 stykkj- um í fyrra. í fyrrgreindum magntölum er ekki tekið tillit til áfengis og/eða tóbaks sem áhafnir skipa og flug- véla flytja inn í landið né þess magns sem ferðamenn koma með. Þorlákshöfn: Jóhann tefl- ir fjöltefli Þorlákshöfn. HALDIÐ verður kjördæma- mót í skák í grunnskólanum í Þorlákshöfn. Rétt til þátt- töku á mótinu hafa þeir nem- endur sem urðu í 1. og 2. sæti á sýsiumótum kjördæm- isins. Skákmótið er tveggja daga mót, hefst kl. 13 síðasta vetrar- dag, 22. apríl, og lýkur um kl. 12 sumardaginn fyrsta, 23. apríl. Að kvöldi keppnisdags mun síðan Jóhann Hjartarson stór- meistari tefla fjöltefli við þátt- takendur á kjördæmamótinu og aðra skákmenn á Suðuriandi. - J.H.S. OPIÐ UM PÁSKANA SEM HÉR SEGIR: Skírdagur, kl. 9 - 22 Föstudagurinn langi, LOKAÐ Laugardagur, kl. 9- 2 2 Páskadagur, LOKAÐ Annar páskadagur, kl. 9-22 PÁSKALILJUR »■ AWSKQMMMkm 06 1 POffOM NÚ ER PÁSKALEGT í BLÓMAVALI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.