Morgunblaðið - 16.04.1992, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 16.04.1992, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. APRÍL 1992 staðanna! BÓKIN SKALHOLT, skrúði og áhöld, sem Hið íslenska bókinenntafélag var að senda frá sér, er sú þriðja í bókaflokknum um Skálholt, veglegt rit og fallega myndskreytt eftir þá Kristján Eldjárn og Hörð Ágústsson. Hörð- ur útskýrði í viðtali við Morgunblaðið að verk þessi væru upphaf að rit- röð undir heitinu Staðir og kirkjur, sem um síðir ætti að spanna alla kirlqu- staði landsins. Þegar hef- ur hann lagt drög að efni í sögu Hólastaðar, Þing- eyrarklausturs, Munka- þverárklausturs, Reyni VIÐTAL VIÐ HÖRÐ ÁGÚSTSSON arstaðar og Odda. Og þegar blaðamaður hefur orð á að hann hljóti þá að verða 200 ára, svarar Hörður snöggur upp á lagið: Þetta er stefnuskrá! . En Skálholt kemur fyrst. Skálholt er staður stað- anna! Fyrsta bindið hafði undirtitilinn Fornleifa- rannsóknir 1954-58. Næsta Kirkjur og kom út 1990. Þriðja nefnist Skrúði og áhöld og er komin út nú, tveimur árum síðar. Miðað við þá ótrúlegu elju, vandvirkni og útsjónarsemi verður stefnuskráin engin fjar- stæða. Er þá aðeins eftir staðarklausturs, Kirkjubæjarklausturs, í Skálholtsflokknum bók um staðinn og Grenjaðarstaðar, Mosfells í Grímsnesi, allt það sem staðnum tilheyrði. Saurbæjar í Eyjafirði, Stað- Af hveiju heitir þetta mikla verk Staðir og kirkjur, ekki einfaldlega kirkju- staðir? „Til þess að leggja áherslu á að ekki einungis kirkjur staðanna verða rannsakaðar heldur staðurinn sjálfur." „Frændur okkar á Norðurlöndum hafa um áraraðir gefið út ritraðir um kirkjur sínar. Mér þótti leitt að íslendingar ættu engin slík verk. Ég vildi ekki fara í sama farveg vegna þess að hér er svo lítið af fomum kirkjum en mikið af heimildum. Elstu máldagar eru frá seinni hluta 12. aldar,“ upplýsir Hörður.„Til er Auð- unnarmáldagi frá 1318, þar sem getið er allra kirkja á Norðurlandi. Svo og Vilkinsmáldagi frá 1396, sem er máladagasafn yfir allt Skálholts- biskupsdæmi. Yngstu máldagar eru frá 1570. Síðan taka við svokallaðar úttekta- og afhendingaskrár". Hörð- ur lýsir því hvernig allt var tekið út og skráð í hvert sinn er staðarhald- ari tók við stað, hvort heldur það var biskup, ábóti eða prestur. Lýst var kirkjum, íbúðarhúsum, innanbúnaði hverskonar, jörðum, tekjum og gjöld- um o.s.frv. „Ég kalla þessar um- fangsmikiu heimildir stundum í glensi Námur Salomons konungs, sem lítið hafa verið notaðar enn sem komið er.“ Námur Salomons konungs „Já, þetta hefur verið mikil vinna“, viðurkennir Hörður. Og það merki- lega er að hann hefur lengst af ver- ið að þessu í bland við önnur störf. Við spyijum hvemig hann hafi leiðst út í þetta. Hann kveður frækornið hafa í raun verið tímaritið Birtingur, sem hann stóð að með fleiri lista- mönnum á 6. áratugnum. Þeir höfðu ákveðið að sinna öllum hliðum menn- ingar. En hver átti að skrifa um byggingarlist? Það kom í hlut Harð- ar, sem byijaði á gömlum og nýjum straumum í byggingarlist og tók síð- an til við byggingarlist á íslandi. Fyrir tiiviljun sá hann augiýsingu frá nýstofnuðum Vísindasjóði um að hægt væri að Sækja þar um styrk. Honum flaug í hug að fengi hann stuðning gæti hann farið út á land til að athuga gamlar byggingar, sendi inn umsókn og hugsaði svo ekki meira um það. En hann fékk styrkinn. Þá vaknaði spurningin: Hvað er til í landinu? Og hann hélt af stað til að mæla, skoða og ljós- mynda. Þegar hann svo fór að át- huga hvar hann gæti grafið upp heimildir, uppgötvaði hann þetta mikla heimildasafn. Og sat yfir því í nokkur ár. Þá fór hann að sjá hvern- ig hægt yrði að vinna að sögu stað- anna og kirkna þeirra. Er skemmt frá að segja að 1982 lauk Hörður við fyrsta verkið, sem er um Laufás við Eyjafjörð, tveggja binda verk sem bíður útgáfu. „Þá var Kristján Eldjárn að hætta starfi sem forseti íslands. Við höfð- um taiað um að fara í þetta Skál- holtsverkefni saman. En Kristján féll frá. Ég lét því Laufás bíða, en taldi skyidu mína að ljúka verkinu, sem tekið hefur tíu ár og er ekki að fullu !okið.“ Það fer ekki á milli mála að bók- in, sem nú kemur út, er gífurlega mikið verk. Hún skiptist í þijá aðal- kafla. „Af því að ég er gamall kenn- ari fannst mér ég þurfa að skýra fyrir fólki hvaða gripir þetta eru í kirkjunum sem hér er íjallað um. Ég skrifa því um gripi þá sem notað- ir voru í kirkjum, og læt fylgja. Þetta er ekki aðeins gert fyrir þessa bók, heidur allar sem á eftir koma. Það er fræðsluþátturinn, sem þá verður hægt að vísa til,“ útskýrir Hörður. Síðan koma kaflanir um skrúða og áhöld. Bæði það sem er horfið og það sem enn er til. Tíndar eru tii allar ritaðar heimildir. Þær elstu eru frá 1082-1118. Kristján Eldjárn skrifar um varðveitta hlutann. „Kristján var búinn að skrifa um marga kirkjugripina í Stakir steinar. Það kemur að sjálfsögðu allt þarna inn. Svo var hann byijaður á því sem við vorum búnir að tala um. Sumt var til í drögum og ég hefi svo farið í það sem hann hafði ekki tíma til að ljúka og bætt við,“ segir Hörður. Nýjustu bækur til í Skálholti Hörður skrifar líka kafla um svo- nefnd minningarmörk og um bækur. En bækur voru taidar til muna á kirkjustöðunum. „Það kom mér mest á óvart hve mikið var til af þeim, sumar sem aldrei hefur verið sagt frá fyrr. En þær eru ailar skrifaðar upp í úttektum. Ég reyni að skrifa hvers konar bækur þetta voru og leita höfunda." Mestur hluti þeirra er horfinn. Til eru þó nokkrir snepl- Hörður ræðir um þessar merkilegu bækur, sem til hafa verið í Skálholti og sýna hve vel þar hefur verið fylgst með á heimsvísu. Þar voru til prent- aðar bækur allt aftur til 1470. Þarna Morgunblaðið/Sverrir Þessi hökull úr rósóttu silkiflaueli rauðu, sem enn er til og til sýnis á sýningu í Bogasalnum vegna útkomu Skálhoitsbókarinnar, er líklega frá 1309. Smeltur kross Ljósm. Leifur Þorsteinsson Kaleikurinn góði og patínan, smíðaður í Frakklandi og gefinn Skál- holtskirkju 1309. lá t.d. Bibiía frá 1478, prentuð í Núrnberg rétt eftir að prentiistin var fundin upp. Þessar bækur fórust svo meira og minna í brunanum mikla í Kaupmannahöfn. „íslendingar eru Kjólefni prinsessunnar í BÓKINNI Skálholt, skrúði og áhöld, er skemmtileg frásögn af altarisklæði úr Skálholtskirkju, sem komið er í Þjóðminjasafn úr Dómkirkjunni í Reykjavík 1908. Það er úr fínasta silkivefnaði, sem Elsa E. Guðjónsson telur vera franskan, e.t.v. frá Lyon. í kaflanum um klæðið segir m.a.: Altarisklæði þetta á sér ævintýralega sögu sem gæti heitið „Kjólefni prinsessunnar". Hún hefst á sögunum um séra Þórð Jónsson í Reykjadal, sem Brynjóifur Jónsson frá Minnan- úpi skráði á sínum tíma. Þar segir m.a.: „Einu sinni fór síra Þórður utan og var í Kaupmannahöfn um vet- ur. Þá gekk hann einn dag til hall- arinnar og fór inn í saumasal drottningar. Hún var að sníða sér kjól úr dýrindisvefnaði. Þá sagði sfra Þórður: „Ósköp er til þess að vita, að láta þetta utan á syndugan kropp, en fátæk Reykjadalskirkja á hvorki hökul né altarisklæði." Þetta sagði hann á máli sem drottn- ingin skildi, því hann var vei að sér í tungumálum. Hún lét þá búa til altarisklæði úr sama dúknum og gaf Reykjadalskirkju. Á meðan síra Þórður var þar inni snýtti hann sér á gólfið. Hún spurði hann þá, hvort hann ætti engan vasaklút. Hann sagðist ekki geta keypt sér vasa- klút fyrir fátækt. Gaf hún honum þá 24 vasaklúta úr silki. Eptir þetta fór síra Þórður að venja komur sín- ar til hallarinnar. En íslendingum, sem voru í Kaupmannahöfn, þótti skömm að því og öptruðu honum. Hann lét ekki að orðum þeirra. Fóru þeir þá eitt sinn að honum og þrifu til hans, er hann ætlaði upp hallartröppurnar, og drógu hann þaðan. Einn tók jafnvel í hár hans. Þá æpti hann: „Par... par... par... don monsjör!" Þá slepptu þeir honum og hætti hann, að minnsta kosti í það sinn, við hallar- ferðina. — Skrúðinn, sem drottn- ingin gaf Reykjadalskirkju, var svo góður, að Finni biskupi þótti hann betur hæfa dómkirkjunni; og tók hann því handa Skálholtskirkju, en gaf Reykjadalskirkju aptur tvenn- an skrúða viðhafnarlítinn. Eptir það kallaði síra Þórður Finn biskup ævinlega „þjófinn í Skáliiolti", þeg- ar hann talaði um hann.“ Nú myndi einhver segja að var- lega bæri að treysta arfsögn af þessu tagi sem gengið hefur í munni mann fram af manni. Látum okkur þó sjá. I afhendingu dóm- kirkjunnar í Skálholti 1764, þegar Sigurður landþingsskrifari Sig- urðsson skilaði af sér ráðsmennsku staðarins stendur skrifað: „Við bætist eitt forkostulegt altarisklæði af rauðu silkitoy með gullstykkis- rósum samt egta silfur galuner og frunsum tilkeypt af Reykjadals- Skálholt - Staður
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.