Morgunblaðið - 16.04.1992, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 16.04.1992, Blaðsíða 60
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. APRIL 1992 60 v t Selfoss: SG-einingahús hf. og GAB hf. sameinast Stefnt að opnun einnar stærstu bygg ingavöruverslunar landsins Selfossi. FYRIRTÆKIN SG-einingahús hf. og GÁ Böðvarsson hf. voru sam- einuð 13. apríl og munu starfa undir nafni SG-einingahúsa. Markmiðið með sameiningunni er að bjóða meiri og betri þjónustu á einum stað en áður hefur verið og ná fram hagræðingu í rekstri. Fyrirtækið GÁB hf. hefur starfað á Selfossi í 28 ár, var stofnað 2. maí 1964. Það hefur rekið verslun með byggingavörur og fleira á Austurvegi 13, Selfossi. SG-einingahús hf. hefur starfað á Selfossi frá 1965 að byggingastarf- semi, einkum byggingu einingahúsa. Undanfarin ár hefur verslun með byggingavörur verið vaxandi þáttur Aðalíimdur Stvrktar- félags Staðarfells: í starfseminni og hefur fyrirtækið starfrækt byggingavöruverslunina SG:búðina. Á næstu vikum verða gerðar veru- legar endurbætur á SG-búðinni. Hún verður stækkuð um 400 fermetra þannig að allar þær vörur sem fyrir- tækin seldu komast þar fyrir. Stefnt er að því að auka vöruúrvalið en við sameininguna verður SG-búðin ein stærsta byggingavöruverslun lands- ins og mun þjóna öllu Suðurlandi. Stefnt er að því að stækkun SG-búð- arinnar verði lokið 1. júní. Verslunarhús GÁB hf. við Aust- urveg verður selt þar sem öll starf- semi sem þar fór fram flyst í SG-búð- ina að Eyravegi 37. Sigurður Þór Sigurðsson verður áfram fram- kvæmdastjóri SG-einingahúsa og Bárður Guðmundsson, framkvæmd- astjóri GÁB hf., mun starfa við SG-búðina. Sig. Jóns. ■' ' ! íviorgunDiaoio/ðigurour jonsson Sigurður þór Sigurðsson og Bárður Guðmundsson framan við SG-búð- ina við Eyraveg á Selfossi. [ lyS| mm ; : 1#" ''M Ferðakaup- stefna Vestur- Norðurlanda undirbúin UNDIRBÚNINGUR er nú hafinn að ferðakaupstefnu Vestur-Norð- urianda sem haldin verður á Ak- ureyri í haust frá 23.-26. septem- ber. íslendingar, Færeyingar og Grænlendingar kynna þar ferða- þjónustu í löndunum þremur. Gert er ráð fyrir að yfir 150 ferða- heildsalar hvaðanæva úr heiminum komi á kaupstefnuna og að_ u.þ.b. 110 ferðaþjónustuaðilar frá ísiandi, Færeyjum og Grænlandi verði með sýningarbása og kynni það sem í boði er í ferðamálum í hveiju landi fyrir sig. Lögð verður áhersla á að kynna nýjungar og ferðir utan há- annatímans. Erlendum ferðaheild- sölum verður einnig boðið að taka þátt í mismunandi ferðum á undan og eftir kaupstefnunni sem ferða- málafulltrúar víða um land hafa skipulagt í samvinnu við heimamenn á viðkomandi svæðum. Þegar er farið að skrá þátttöku á ferðakaupstefnu. (Fréttatilkynning) Eitt atriði úr myndinni Læknirinn. Saga-Bíó sýnir mynd- ina „Læknirinn“ Ferming í Siglu- fjarðarkirkju í dag Kristinn T. Haralds- son kjörinn formaður KRISTINN T. Haraldsson ráð,- herrabílstjóri var kjörinn formað- ur Styrktarfélags Staðarfells á aðalfundi félagsins nýlega. Guðmundur Björnsson fráfarandi formaður gaf ekki kost á sér til endurlyörs. Á fundinum urðu miklar umræður um breytingar á lögum félagsins í framhaldi af tillögu um breytingar frá Kristni. Niðurstaða málsins var sú að skipuð var þriggja manna nefnd til að fara í saumanna á lögum félagsins og á nefndin að skila áliti sínu fímmtán dögum fyrir næsta aðalfund. Höfuðmarkmið Styrktarfélagsins er að renna stoðum_ undir rekstur meðferðarheimiljs SÁÁ að Staðar- felli í Dölum. Á síðasta ári runnu tæplega 200.000 krónur frá félaginu .til Staðarfells í formi gjafa. Eignir félagsins nema nú ríflega hálfri milljón króna. SAGA-BÍÓ hefur hafið sýningar á myndinni „Læknirinn". Með aðalhlutverk fara William Hurt og Christine Lahti. Leikstjóri er Randa Haines. Læknirinn fjaliar um skurðlækni sem leikinn er af William Hurt. Hann rekur ásamt félögum sínum spítala og gengur það mjög vel. Dag einn verður hann var við særindi í hálsi og í ljós kemur að hann er með æxli við raddböndin. Þárf hann nú að leggjast sjálfur inn á sjúkra- húsið og opnast þá augu hans fyrir ýmsum þáttum í rekstrinum sem viðvíkur sjúklingum. I mörgum til- vikum vantar mjög upp á hinn mann- lega þátt. Verður þetta til að breyta hugsunum hans og gerir hann að betri manni í baráttu hans við sjúk- dóm sinn. Ferming í Siglufjarðarkirkju skírdag, 16. apríl kl. 10.30. Prest- ur sr. Bragi J. Ingibergsson. Fermd verða: Birgir Stefánsson, Aðalgötu 3. Björn Þór Gestsson, Norðurgötu 12A. Börkur Þórðarson, Suðurgötu 77. Dagný Finnsdóttir, Norðurtúni 7. Daníel Pétur Daníelsson, Norðurtúni 1. Guðlaug Dröfn Þórhallsdóttir, Lauga_rvegi_ 16. Guðleif Ósk Árnadóttir, Túngötu 10A. Hafliði Hörður Hafliðason, Lækjargötu 6. Hafliði Jón Sigurðsson, Fossvegi 29. Helgi Svavar Helgason, Hafnartúni 20. Hilmar Erlingsson, Suðurgötu 75. Hjalti Valþórsson, Ártúni 5. Hugborg Inga Harðardóttir, Hverfisgöfti 5. Ingvar Erlingsson, Suðurgötu 75. Jóhann Freyr Vilhjálmsson, Hvanneyrarbraut 13. Margrét Björgvinsdóttir, Þormóðsgötu 23. Matthías Ágúst Ólafsson, Hafnargötu 28. Ómar Óskarsson, Hávegi 26. Rakel Runólfsdóttir, Lindargötu 14. Rakel Sveinsdóttir, Hlíðarvegi 46. Sigurbjörn Óskar Guðmundsson, Hafnargötu 8. Sigurlaug Ragna Guðnadóttir, Laugarvegi 8. Sigþór Ægir Frímannsson, Fossvegi 26. Stefán Aðalsteinsson, Lækjargötu 4C. Stefán Heiðar Brynjólfsson, Túngötu. Telma Björk Birkisdóttir, Fossvegi 15. Þóra Huld Magnúsdóttir, Hvanneyrarbraut 59. Morgunblaðið/Jon Gunnlaugsson Steinunn Guðmundsdóttir við eitt verka sinna. Sérstæð myndverka- sýning á Akranesi STEINUNN Guðmundsdóttir vmyndlistarkona er með sýningu á myndverkum sínum í upplýs- ingarmiðstöð ferðamanna á Akra- torgi á Akranesi. Myndverk Steinunnar eru afar sérstæð því auk þess að nota pappír með vatnslitum og akryl notast hún við fataefni og fískroð. Steinunn er •fædd og uppalinn á Akureyri. Hún lauk námi við Kennaraháskóia ís- lands 1979 og hefur sótt mörg myndlistarnámskeið. Þetta er önnur einkasýning Steinunnar en auk þess hefur hún tekið þátt í tveim samsýn- ingum í tengslum við M-hátíð á Vesturlandi. Þessi myndlistarsýning.er liður í viðleitni upplýsingaskrifstofu ferða- mála á Akranesi og hefur fallið í góðan jarðveg. - J.G. DAGBOK FRÉTTIR SLYSAVARNAFÉL. kvenna í Rvík heldur afmælis- fund félagsins fimmtudaginn 30. apríl nk. á Hótel íslandi og hefst hann með borðhaldi. Skemmtidagskrá. Fundurinn er opinn öllum konum og gefa nánari uppl. þær Dóra s. 813610 og Eygló s. 31241, UNGT fólk með hlutverk efn- ir til samkomu í Breiðholts- kirkju páskadagskvöld kl. 20.30. Þar verður flutt préd- ikun, Ken McGreavy frá Bret- landi prédikar, tónlist, lof- gjörð og fyrirbænir. Samkom- an er öllum opin. KÓPAVOGUR. Vikuleg laugardagsganga Hana nú verður farin kl. laugardag frá Fannborg. Molakaffí. HÚNVETNINGAFÉL. Fé- lagsvist verður spiluð á laug- ardaginn kemur 18., þ.m. í Húnabúð kl. 14. Sumarfagn- að ætlar félagið að halda þar 22. þ.m. KVENFÉL. Freyja, Kópa- vogi. Félagsvist verður spiluð í dag, skírdag, kl. 15 á Digra- nesvegi 12. Spilaverðlaun og kaffiveitingar. BRJÓSTAGJÖF. Ráðgjöf fyrir mæður með börn á bijósti. Hjálparmæður: Ses- selja, s. 610458; Margrét, s. 18797; Guðrún, s. 641415, Hulda, s. 45740; Guðlaug, s. 43939; Fanney, s. 43188; Dagný, s. 680718 og Arn- heiður, s. 43442. FURUGERÐI 1, félagsstarf aldraðra. Næstkomandi þriðjudag, 21. apríl, verður spiluð félagsvist kl. 14 og húsið opnað kl. 13. Spilaverð- laun og kaffi. FÉL. eldri borgara. Opið hús í Risinu kl. 13-17: skírdag, annan í páskum og nk. þriðju- dag og þá verður lögfræðing- ur félagsins til viðtals. KIRKJUSTARF AÐVENTKIRKJAN, Rvík: Föstudagurinn langi: Helgi- stund kl. 20.00. Ræðumaður Davíð West. Laugardag 18. apríl: Aðventkirkjan: Bibl- íurannsókn kl. 9.45 og út- varpsguðsþjónusta kl. 11.00 (útvarpað 2. páskadag). Ræðumaður Davíð West. Að- ventusöfnuðurinn, Hafnar- firði: Samkoma íd. 11.00. Ræðumaður Steinþór Þórðar- son. Safnaðarheimilið, Keflavík: Biblíurannsókn kl. 10.00 og guðsþjónusta kl. 11.15. Ræðumaður Þröstur B. Steinþórsson. Hlíðardals- skóli: Biblíurannsókn kl. 10.00 og guðsþjónusta kl. 11.15. Ræðumaður Ester Ólafsdóttir. Safnaðarheimil- ið, Vestmannaeyjum: Biblíu- rannsókn kl. 10.00. SKIPIN_____________ REYKJAVÍKURHÖFN: Dísarfell lagði af stað til út- landa í gærkvöldi. Rannsókn- arskipið Bjarni Sæmunds- son kom inn í gær. Þá var Arnarfell væntanlegt og Goðinn kom inn. HAFNARFJARÐARHÖFN: Hofsjökull var væntanlegur að utan seint í gærkvöldi. Annan páskadag er Haukur væntanlegur að utan og Lag- arfoss. ísnes er væntanlegt þriðjudag. Grænlandsfarið Nivi Ittuk kemur við nk. Iaugardag og í gær kom timb- urskip á vegum Eimskip, Mingo.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.