Morgunblaðið - 16.04.1992, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 16.04.1992, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. APRÍL 1992 37 Reuter Cyrus Vance og eiginkona hans Grace við komuna til Belgrad í gær. Með þeim eru Sathis Nambiar hershöfðingi (2. f. v.) í friðar- gæslusveitum SÞ og Herbert Okun yfirmaður friðargæslusveitanna. Sameinuðu þjóðirnar: Hundrað eftirlits- menn til Bosníu Belgrad. Reuter. Samningurinn um EES undirritaður í Portúgal 2. maí: > ___________________ Viðræður Islands og EB um sjáv- arútvegsmál hefjast eftir páska Brussel. Frá Kristófer M. Kristinssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. FYRSTI samningafundur íslendinga með embættismönnum fram- kvæmdastjórnar Evrópubandalagsins (EB) uin samskipti á sviði sjáv- arútvegs verður í Brussel 27. þessa mánaðar. Þá hefur og verið ákveðið að samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið (EES) verði undirritaður í Portúgal 2. maí. CYRUS Vance, sérlegur sátta- semjari Sameinuðu þjóðanna (SÞ) í Júgóslavíu, skoraði í gær á stríðandi fylkingar í Bosníu- Herzegóvínu að leggja niður vopn. Vance heldur til Bosníu í dag og í gær hitti hann herforingja Júgó- slavíuhers í Belgrad. Sagði hann að ekki stæði til að SÞ sendi friðar- gæslusvejtir til landsins. Hins vegar verði sendir hundrað eftirlitsmenn SÞ til Bosníu. Segist hann hafa trú á þeirri hugmynd Evrópubanda- lagsins að skipta Bosníu-Herzegóv- ínu í þijú svæði þar sem byggju Króatar, SerBar og múslímar. Efa- semdir eru uppi um að vopnahléð sem nú er í gildi í Bosníu haldist. Yfirmaður Júgóslavíuhers í Bosníu segir að blóðug styijöld geisi víða í landinu. Neitaði hann ásökunum Króata og múslíma um að herinn hefði hjálpað Serbum að sölsa und- ir sig land. Að sögn útvarpsins í Króatíu féllu þrír menn í átökum í gær nærri Bosanski Brod við króat- ísku landamærin. Hclsinki. Reuter. VLADÍMÍR Zhírínovskíj, for- maður Fijálslynda demókrata- flokksins í Rússlandi, segir í samtali við finnskt dagblað að nái hann kjöri til embættis for- seta Rússlands þá muni hann innlima Finnland. Zhírínovskíj bauð sig fram í síð- ustu forsetakosningum í Rússlandi og fékk þá rúmlega sex milljónir atkvæða og varð í þriðja sæti. „Það verður engu blóði úthellt þegar við tökum Finnland,“ sagði Af hálfu íslendinga hefur verið lögð áhersla á að hefja viðræður um samskipti á sviði sjávarútvegs sem fyrst og gert er ráð fyrir öðr- um samningafundi. á íslandi snemma í maí. Af hálfu EB eru það fyrst'og fremst embættismenn úr þeirri stjórnardeild fram- kvæmdastjórnarinnar sem fer með fiskveiðistefnu bandalagsins sem þátt taka í samningaviðræðunum. Fulltrúar íslendinga verða hins vegar úr sendiráði Islands í Bruss- el og sjávarútvegsráðuneytinu. Þegar hafa íslendingar skipst á bréfum við EB um þann þátt við- ræðnanna sem fjallar um skipti á veiðiheimildum, önnur samskipti á sviði sjávarútvegs koma til með að byggjast á drögum að samkom- ulagi frá árinu 1981, sem hefur verið endurskoðað með tilliti til breyttrar stöðu Grænlendinga gagnvart EB. Stefnt er að því að tvíhliða samningur íslands og EB um þetta efni liggi fyrir áður en Zhírínovskíj í viðtali við dagblaðið Iltalehti. „Finnarnir verða lamaðir af ótta þegar við endurreisum landamæri Rússlands." Þess má geta að Finnland var hluti af rússneska keisaradæminu fram til 1917. Zhírínovskíj sagði ennfremur að ekki væri ráðlegt fyrir Rússa að skila Japönum Kúríl-eyjum því þá myndu Finnar þegar krefjast þess að fá Kiijálahérað aftur. Sovét- menn hertóku héraðið í seinni heimsstyijöldinni. umræður um samninginn um Evr- ópska efnahagssvæðið (EES) hefj- ast á Alþingi íslendinga. Evrópubandalagið og Fríversl- unarbandalag Evrópu (EFTA) náðu í gær samkomulagi um að EES-samningurinn yrði undirrit- aður í Óportó í Portúgal 2. maí. Ljóst þykir að leggja verði nótt við dag fram að þeim tíma til að samningurinn verði tilbúinn á móðurmáli aðildarríkja beggja bandalaganna. Einhvetjum tækni- legum útfærslum er ólokið en talið er ólíklegt að þær verði til nokk- urra vandræða. Sömuleiðis þarf að leggja síðustu hönd á samninga EB við Austurríki vegna umferðar flutningabíla frá aðildarríkjum bandalagsins um austurrísku Alp- ana. Samkvæmt heimildum í Brussel lögðu Portúgalir mikla áherslu á að undirritunin færi fram í Portú- gal en þá er viðbúið að samingur- inn verði kenndur við landið. Jón Baldvin Hannibalsson utan- ríkisráðherra undirritar samning- inn fyrir íslands hönd. Á Hótel Holti verður veitingasalurinn opinn um páskana sem hér segir: Skírdagur .............Qpið til kl. 23.30. Föstudagurinn langi ..........LOKAÐ Laugardagurinn 18. apríl .opið til kl. 23.30. Páskadagur ...................LOKAÐ Annar í páskum ........opið frá kl. 18.00. Hótel Holt óskar viðskiptavinum og landsmönnum öllum gleðilegrar páskahátíðar. » CHATEAUX. Bergstaðastræti 37, simi 91-25700 Rússland: Vill innlima Finnland ERLENT Bandaríkjunum hefur aukist mikið síðustu 10-15 ár. . Sá vandi hefur einkum lagst þungt á stórborgirnar, þar sem fjöldi heimilislausra og betlara hef- ur margfaldast. En um leið og vand- amál og fjárþörf borganna aukast, hafa skatttekjur minnkað, þar sem hinir efnameiri hafa flúið í úthverf- in. Við þetta bætist að alríkisstjórn- in hefur dregið verulega úr fjár- framlögum til einstakra ríkja og borga. Hagfræðingurinn Robert Reich við Harvard-háskóla er einn helsti spámaður þeirra sem vara við vax- andi bili á milli ríkra og fátækra. Hann segir að hátekjufólk í úthverf- unum, sem hann kallar „farseðla fimmtunginn“, sé óafvitandi orðið eins konar ríki í ríkinu, þar sem það fjármagni eigin skóla og sjúkra- hús, jafnvel einkalögreglu, á meðan almenna skóla- og heilsugæslukerf- ið drabbist niður. Hann nefnir sem dæmi að ríkasta skólaumdæmið í Texas eyðir tífalt meira á grunn- skólanamenda en hið fátækasta Bush-stjórnin er auðvitað ekki sammála því að vandamálið sé ójöfn tekjuskipting. Dan Quayle, varafor- seti, sagði nýlega að vandamál New York-borgar, sem hafa verið mjög í sviðsljósinu, væru afleiðing af „misheppnaðri velferðarstefnu" demókrata, sem fara með stjórn borgarinnar og New York-ríkis. FALLEGUR FJÖLSKYLDUBÍLL Fimmta kynslóðin af Civic hefur litið dagsins ljós. Við fyrstu kynni vekja glæsi- legar línurnar athygli, nánari kynni upplýsa um tæknilega kosti og yfirburðahönnun. Hönnuðir Civic hafa haft það í huga að s bílum er fyrst og fremst ætlað að þjóna 1 fólki. Fallegt útlit, góðar innréttingar, | þægileg sæti, stórt farangursrými, gott rými '■f fyrir börnin, kraftmikil og sparneytin vél eru nokkrir af kostum Civic. Innréttingar Civic eru mun betri en gengur og gerist í bílum í þessum stærðarflokki. Áhersla hefur verið lögð á þægileg sæti og gott skipulag á mælum og stýrisbúnaði. Nútíma þægindi, afl- og veltistýri, rafdrifnar rúður og speglar eru staðalbúnaður í Civic. Til sýnis núna að Vatnagörðum 24, mánudaga til föstudaga kl. 9:00 - 18:00 og laugardaga kl. 11:00 - 15:00. Nánari upplýsingar í síma 68 99 00 Verð frá: 1.184.000,- stgr. Greiðslukjör við allra hæfi. (H)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.