Morgunblaðið - 16.04.1992, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 16.04.1992, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. APRÍL 1992 Listahátíð í Reykjavík: Gösta Winbergh syngxir í Háskólabíói SÆNSKI tenórsöngvarinn Gösta Winbergh syngur með Sinfóníu- hljómsveit Islands á tónleikum í Háskólabíói á Listahátíð 30. maí Flugleiðir: Engir nýiiðar í flugvélum ENGIR nýliðar verða ráðnir í störf flugfreyja og flugþjóna um borð i flugvélum Flugleiða í sum- ar. Ráðnir hafa verið 90 starfs- menn, sem áður hafa unnið hjá fyrirtækinu, til að sinna afleysing- um. Erla Haraldsdóttir, skrifstofu- maður í starfsmannaþjónustu, sagði að fyrsta sumarafleysingafólkið hefði hafið störf, en margir byijuðu í maí og júní. Flestir hætta í lok ágúst eða september. 90% sumar- afleysingafólksins eru konur en 10% karlar. næstkomandi. Winbergh er einn þekktasti tenórsöngvari Svía og syngur reglulega í Metropolitan- óperunni í New York og Scala í Mílanó. Hljómsveitinni mun stjórna landi hans, Mats Liljefors, sem er einn af þekktustu hljóm- sveitarstjórum Svíþjóðar. Á efnisskrá tónleikanna eru m.a. óperuaríur eftir Mozart, Puccini, Rossini, Verdi og Wagner. Um Win- bergh segir m.a. í fréttatilkynningu frá Listahátíð í Reykjavík að hann hafi mest látið að sér kveða sem Mozarttenór. Hljómsveitarstjórinn sálugi, Herbert von Karajan, hafi snemma komið auga á hæfileika hans og undir hans stjórn söng Win- bergh hlutverk Don Öttavio í Don Giovanr.i eftir Mozart inn á hljóm- plötu hjá Deutsche Grammophon. Hann er talinn verðugur arftaki frægustu tenórsöngvara Svía, Jussi Björling og Nicolai Gedda. Liljefors hefur stjórnað öllum helstu sinfóníu- og óperuhljómsveit- um Svíþjóðar og komið fram sem gestastjórnandi víða í Evrópu. Morgunblaðið/Árni Sæberg Frá rabbfundi Olafs Ragnars Grímssonar um utanríkismál, sem fram fór á vegum Birtingar á Torfuloft- inu s.l. þriðjudagskvöld. Iskrar í teinum Evr- ópuhraðlestarinnar - segir Ólafur Ragnar Grímsson á fundi um utanríkismál Áslaug Jónsdóttir Margrét Jónsdóttir Styrkur Pamelu Sand- ers Brement og Islensk- ameríska félagsins HAYSTACK styrkirnir sem veittir eru af sjóði Pamelu Sanders Brement og Islensk-ameríska félaginu til sumarnámskeiða við Haystack listiðnaðarskólann í Maine í Bandaríkjunum hafa að þessu sinni fallið í skaut tveimur listakonum af landsbyggð- inni, Margréti Jónsdóttur leirlistamanni á Akureyri og Áslaugu Jónsdóttur bókahönnuði á Hofsósi, segir í frétt frá sjóðstjórn. Báðir styrkþegar eiga að baki gott og gifturíkt nám við lista- skóla í Danmörku. Margrét Jóns- dóttir hefur á undanförnum árum rekið vinnustofu og gallerí á Akureyri og tekið að sér ýmis hönnunarverkefni fyrir opinbera aðila m.a. fyrir DV. Áslaug Jóns- dóttir hefur samið og mynd- skreytt þijár barnabækur sem Mál og menning hefur gefið út. Þetta er í níunda sinn sem þessir styrkir eru veittir og hafa nú hátt í tuttugu íslenskir lista- menn og listhönnuðir orðið þeirra aðnjótandi. Val styrkþega er í höndum sérstakrar nefndar sem skipuð er af Íslensk-ameríska féiaginu við Listasafn íslánds, Bjarni Daníelsson skólastjóri, Myndlista- og handíðaskólans og Kolbrún Björgólfsdóttir leirlista- maður og fyrsti styrkþegi sjóðs- ins. Formaður Íslensk-Ameríska félagsins er Lára Margrét Ragn- arsdóttir alþingismaður. ÓLAFUR Ragnar Grímsson, alþingismaður, sagði að á næstu vikum og mánuðum yrði að meta hvort samningurinn um Evrópskt efnahags- svæði yki líkurnar á því að Island gengi í EB á næstunni eða ekki, á rabbfundi Birtingarmanna um utanrikismál síðastliðið þriðjudagskvöld. Ólafur fór víða í erindi sínu og ræddi meðal annars um nýtt hlutverk Sameinuðu þjóðanna í öryggismálum, umhverfismál og harða hægri- hyggju. Ólafur vék í upphafi að vaxandi hlutverki Sameinuð þjóðanna í ör- yggismálum og minnti á að þar á bæ væri verið að ræða ýmsar breyt- ingar á hlutverki stofnunarinnar. Ein þeirra væri að sú að breyta valdsviði framkvæmdastjórans á þann veg að hann gæti að éigin frumkvæði sent öryggissveitir til lands áður en átök eða styrjaldir biytust út. „Um er að ræða fyrirbyggjandi friðargæslu sem felur í sér að flest ríki jarðarinnar gætu í raun og veru, ef kerfið yrði traust, nánast dregið svo úr sínum hernaðarútgjöldum að þau færu nið- ur í svotii ekki neitt,“ sagði Ólafur. Ennfremur benti hann á að þátttaka í þessu öryggiskerfi væri mörgum löndum hagstæð og nefndi hann þar sérstaklega Þýskaland, Japan, þriðju heims ríki og Bandaríkin. Benti Ólaf- ur á að með þessari þróun yrði hem- aðarlegur tilgangur herstöðvarinnar í Keflavík úr sögunni. Umhverfismál Ólafur hafði eftir Morris Strong, sem undirbúið hefur umhverfisráð- stefnuna í Río, að þar væri sennilega síðasta tækifærið til að koma á nýj- um siðferðisgrundvelli fyrir efnahag- skerfi veraldarinnar. Hann talaði líka um ósoneyðandi efni og benti í því sambandi á að 76% þessara efna kæmu frá OECD-ríkjunum (36% Bandaríkjunum, 25% Vestur-Evrópu, 15% Japan, Ástralíu og Nýja-Sjá- landi). Þannig stæði krafan um að varðveita lífríki jarðarinnar upp á þessi ríki. „Við stöndum frammi fyr- ir þeirri þversögn að ef 80% jarð- arbúa eiga að fá að búa við sams konar efnahag, daglegt líf og fram- leiðsferli og við, þá eyðileggjum við lífríki jarðarinnar," sagði ðlafur. Ólafur sagði að kosningar í fjórum Sýnir vatns- litamyndir í Hveragerði HANS Christiansen myndlistar- maður opnar sýningu á vatns- Iitamyndum í Safnaðarheimili Hveragerðiskirkju að kvöldi skírdags, 16. apríl, kl. 20.00. Sýndar verða 40 myndir, gerðar á þessu og síðastliðnu ári, og verð- ur sýning opin daglega kl. 14-22 og lýkur að kvöldi annars páska- dags 20. apríl. Hans Christiansen með eitt verka sinna. stærstu EB löndunum að undanförnu hefðu allar með einum eða öðrum hætti verið áfali fyrir þróun í átt á stjórnarfarlegri einingu í Evrópu. Úrslitin hefðu orðið honum tilefni tii að rifja upp samtal við sendiherra íslendinga í París síðastliðið sumar. Þar hefði sendiherrann spáð því að EB myndi liðast sundur eftir 10-15 árum. Rök hans hefðu verið sú að hinn almenni borgari velti fyrir sér öðru þ.e. atvinnuleysi og samkeppni við innflutt vinnuafl. „Þessi mikla draumsýn á í erfiðleikum," sagði Ólafur, „og af hveiju ? Kannski er einfaldasta skýringin sú að hún kann engar lausnir á þeim vandamálum sem brenna á fólkinu í návígi,“ bætti hann við. Skipbrot harðrar hægrihyggju Næst talaði Ólafur um það sem hann kallaði skipbrot hinnar hörðu hægrihyggju. Hún hefði falið í sér að láta markaðinn sjá um vandamál- in, einkavæða og draga ríkið sem mest út. í dag sæju menn að slíkt gengi ekki upp. „Vegna þess að fólk vill hafa gott samgöngukerfi, mjög gótt heilbrigðis og menntakerfi. Og reynsian hefur einfaidlega sýnt að ef farin er braut einkavæðingarinnar skiptir hún þjóðinni upp í þá sem njóta þessa og geta borgað og hina sem ekkert fá,“ sagði Ólafur. Ólafur sagði að miklir óvissutímar væru framundan. Ekki væri hægt að bóka ákveðna þróun í Evrópu og farið væri að ískra teinum Evrópu- hraðlestarinnar. Hann minntist einn- ig á að komið hefði í ljós að samruna- þróun Evrópu stangaðist í sumum tilfellum á við stjómarskrár og lýð- ræðishugmyndir ríkjanna. Evrópskt efnahagssvæði Um samninginn jim Evrópskt efnahagssvæði sagði Ólafur að hann hefði breyst afar mikið frá upphaf- legri hugmynd sem hefði falist í svo- kölluðu tveggja stoða kerfi. Þannig hefði verið gert ráð fyrir ytri hring EITA ríkja sem ættu fyrst og fremst í viðskiptatengsium við innri markað EB. Síðan hefði ýmislegt breyst og samningamenn EB hefðu togað í að gera lagalegan og stofnanalegan þátt samningsins viðameiri. „Eitt af því sem við þurfum þess vegna að meta á næstu vikum og mánuðum, a.m.k. við sem erum á móti aðild íslands að EB, er hvort að sá samn- ingur sem liggur fyrir núna auki lík- urnar á því að ísland gangi inn í Evrópubandalagið á næstu árum eða ekki. Eg verð að segja, þó ég taki skýrt fram að ekki er um endanlega niðurstöðu að ræða, að mér finnst marg fleira mæla með því í dag að slíkur samningur sé einfaldléga undanfari að EB aðild fremur en endastöð. Samingurinn felur í sér svo stóra þætti af hugsanlegri aðild að það yrði auðveit að setja fram þá röksemdarfærslu að fara frekar alla leið,“ sagði Ólafur. „Síðan er það spurningin," sagði Ólafur,,, hvort við náum hugsanlega betri samningi við EB með því að fara og segja núna, nú er því þannig farið kæru vinir að félagar okkar í EFTA eru eiginlega allir búnir að lýsa frati á þetta Evrópska efnahags- svæði og við getum ekki borið þetta uppi einir með Lichtenstein. Við vilj- um þess vegna núna fara strax í það að semja við ykkur um það hvernig viðskiptaþáttur samningsins um Evr- ópskt efnahagssvæði getur orðið meginuppistaðan. í samningi milli ís- lands og EB.“ -----♦ ♦ ♦----- Utanríkisráðuneytið: Líbýskum flugrélum óheimilt að fijúga um Island UTANRÍKISRÁÐUNEYTIÐ hef- ur ákveðið að banna alla umferð líbýskra flugvéla um ísland. Er þetta gert í samræmi við refsiað- gerðir gegn Líbýu sem gildi tóku um allan heim í gærdag. Refsiað- gerðirnar eru í framhaldi af því að líbýsk stjórnvöld hafa ekki fall- ist á að virða ályktun öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna nr. 731 frá 21. janúar sl. sem kveður á um framsal mannanna tveggja sem grunaðir eru að hafa staðið á bak- við Lockerbie-slysið 1988. Af þessu tilefni vill ríkisstjórnin ítreka skilyrðislausa fordæmingu á hvers konar hryðjuverkum og lýsir yfir vonbrigðum yfir því að líbýsk stjórnvöld hafa ekki orðið við fyrir- mælum og áskorunum SÞ um að láta af stuðningi við hryðjuverka- starfsemi. Bann ráðuneytisins felst í að flug- vélum á leið til eða frá Lýbíu er óheimilt að fljúga um íslenska loft- helgi eða hefja sig til flugs eða lenda á íslenskum flugvöllum nema sérstök nefnd öryggisráðsins hafi veitt til þess undanþágu af mannúðarástæð- um. Jafnframt er íslenskum rík- isborgurum bannað að koma nálægt flugrekstri Líbýumanna hvort sem um er að ræða sölu eða flutning flug- véla eða flugvélahluta, viðhald eða tryggingar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.