Morgunblaðið - 16.04.1992, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 16.04.1992, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. APRIL 1992 Um þjóðernisstefnu, þjóðrembu og þjóðrækni Fullveldi íslands er hagnýt stjórnskipan óskyld rómantík eftir Ingvar Gíslason Inngangur Grein sú sem hér fer á eftir er hugleiðing sem greinarhöfundur (I.G.) setti fram í bréfi til Arvo Alas sendiherra Eistlands á íslandi (með aðsetri í Kaupmannahöfn) vegna greinar hans „Uppvakningur þjóðernisstefnu“ í Morgunblaðinu 2. febrúar sl. í upphafí nefndrar greinar sinnar víkur sendiherrann að því að „komandi nýskipan heims- mála“ sé „ógnað“ af „þjóðernis- stefnu“. Framar öðru varð þessi skoðun sendiherrans tilefni þeirra athugasemda sem á eftir fara. Bréf- ið til sendiherrans er skrifað 9. febr- úar sl., viku síðar en grein hans birtist í Morgunblaðinu. Að sleppt- um almennum ávarps- og lokaorð- um hljóðar bréfið þannig: „NationaIismus“ Ég leyfi mér í mikilli vinsemd að rita yður,. herra ambassador, eftirfarandi bréf í tilefni greinar yðar í Morgunblaðinu 2. þ.m. (Upp- vakningur þjóðernisstefnu). Ég hef einu sinni komið til lands yðar, Eistlands, í júní 1969. Þá bauð Æðsta ráð Sovétríkjanna sendinefnd íslenskra alþingismanna (úr öllum flokkum) að heimsækja Sovétríkin. Sendinefndin fór til Moskvu, Bakú, Kiev, Jalta, Tallinn og Leningrad. Síðan hef ég haft sérstakan áhuga á Eistlandi. I Tall- inn fann ég annað andrúmsloft en í Moskvu, Leningrad og Kiev. Eist- ar eiga enga samleið með Rússum 1.FL0KKUR 2. FL0KKUR 29, maí - 4, júni 4. júní -11. júni 6 dagar 7 dagar 9-10 ára 9-10 ára Kr. 11.300,- Kr. 13.200,- 7. FL0KKUR 8. FL0KKUR 16. júlí -24. júli 24. júlí - 31. júli 8 dagar 7 dagar 11-13 ára 1,1-13 ára Kr. 15.100,- Kr. 13.200,- Skráning helst 21. aprfl kl. 8:00 á aðalskrllstofu KFUM «10 Hollaveg. Rulufargjald bætlst vlð verðlfl. I hvem llokk komast mest 90 strákar. V____________________________________________ og Moskvuvaldi. Eistar eru í raun eðlislíkir norrænum þjóðum og gætu þess vegna verið í Norður- landaráði. Það hefði ég helst kosið. En nú sný ég mér að grein yðar og bið yður að misvirða ekki það sem ég er að reyna að túlka. Þetta bréf mitt er í eðli sínu hugleiðing um alþjóðaorðið „nationalismus" og hvernig það verður þýtt á íslensku. Hvað er „nasjónalismi"? Hver er „draugur nasjónalismans"? En fyrst og fremst er grein yðar upplýsandi um aðstöðumun, mun á aðstæðum þjóða og þegna eftir löndum, heimshlutum og menning- arsvæðum. Grein yðar upplýsir m.a. hversu gerólíkar eru tilvistarlegar aðstæður Eista og íslendinga, tveggja gamalla og gróinna menn- ingarþjóða, þjóða sem þó eru eðlis- líkar um margt. Lega lands og næsta nágrenni ræður tilveru og örlögum þjóða. Það er annað að vera eyþjóð í úthafi með þúsundmílnasjó umhverfis sig en meginlandsþjóð í sjálfu „þjóða- hafinu“. En úr því að það eru landfræði- legar aðstæður sem skapa þjóð til- veru og örlög, er þá ekki Ijóst að tilvera meginlandsþjóðar sé al- mennt flóknari en eyþjóðar? Verða örlög þjóðar sem býr í iðu þjóðæ- hafsins ekki önnur en þeirrar sem býr ein á úthafsey? Verður orðið „þjóðernisstefna" skilið sama skiln- ingi hér og þar? Er ekki eðlilegt að meginlandsþjóð, sem býr við margslungnar fjölþjóðaaðstæður í landi sínu, útfæri „þjóðernisstefnu" (sit venia verbo) með öðrum hætti 3. FLOKKUR 4. FL0KKUR 11. júní -18 júní 18. júní - 25. júní 7 dagar 7 dagar 10-12 ára 10 -12 ára Kr. 13.200.- Kr. 13.200,- 9. FL0KKUR 10. FL0KKUR UNGLINGAFLOKKUR 14. ágúst - 24. ágúst FYRIR PILTA 10 dagar OG STÚLKUR 10-13 ára 7. ágúst -14. ágúst Kr. 18.800,- 7 dagar 14-17 ára Kr. 13.200,- en einangruð eyþjóð úti í Atlants- hafi? Af grein yðar má ráða, að þótt Eistlendingar hafi öðlast sjálfstæði að nýju, sé það ekki fyrirboði þess að vísa skuli fólki af öðru þjóðerni úr landi, hreinsa Eistland af útlend- ingum, eða banna mál þeirra, menn- ingu og siðvenjur. Ríkisstjórn Eist- lands ætlar að viðurkenna að eist- neskt þjóðfélag sé fjöljtjóðasamfé- lag, sem landfræðilegar aðstæður og mannkynssagan sjálf hafa skap- að og ekki verði breytt. Þetta er sannarlega góðs viti. Það er gleðilegt að Eistar ætla ekki að taka upp þá ofríkis- og hefndar- stefnu sem komið hefur óorði á eðlislæga þjóðarvitund og þjóðlega pólitík í jákvæðum anda. Lýðræðis- sinnað fólk fagnar því að stjórnvöld Eistlands ætla að leysa minnihluta- vandamálin lýðræðislega. Ríkis- stjórn Eistlands hafnar sem betur fer öllum „súpernasjónalisma" af ætt þýska nasismans. Eistneska þjóðin ætlar að forðast útlendinga- og nágrannahatur. Hún gerir sér sjálf ljóst að tii þess að byggja uþp lýðræði og mannréttindi í fjölþjóða- samfélagi er það eitt af grundvallar- atriðunum að mannréttindi minni hluta séu tryggð að lögum og virt í raun. Eistar afneita öfgum þjóð- emisstefnunnar. Þjóðrækni En nú vill ég leyfa mér að staldra ögn við í hugleiðingum um orðið „þjóðernisstefna" sem alþjóðaorðið nationalismus er oft þýtt með á ís- lensku. Af því sést að íslendingar 5. FL0KKUR 6. FL0KKUR 29. júní - 7. júlí 7. júlí -16. júlí 8 dagar 9 dagar 11-12 ára 10-13 ára Kr. 15.100.- Kr. 16.900,- 11.FL0KKUR 12. FL0KKUR ÍÞRÓTTAFLOKKUR KARLAFLOKKUR 24. ágúst-31, ágúst 3. sept. - 6. sept. 7 dagar 3 dagar 10-13 ára 17-99 ára Kr 13200,- hafa ekki.aðlagað alþjóðaorðið ís- lensku máli, heldur búið til nýyrði af íslenskri rót. En spurningin er samt: „Hvað er nasjónalismi“? Er til einhver algild skilgreining á þessu alþjóðaorði úr miðaldalatínu? Er þetta skýrgreint fræðiorð, lög- fræðilegt hugtak eða bara einn af þessum pólitísku frösum sem þýða eitt í dag og annað á morgun? Samkvæmt ansk-íslenskri orða- bók getur „nationalism" þýtt m.a.: Þjóðernisstefna, þjóðræknisstefna og þjóðremba. Þetta sýnir að al- þjóðaorðið „nationalismus" (í ís- lenskri afbökun: nasjónalismi) hef- ur ekki fasta merkingu heldur ýms- ar merkingar, stundum er merking- in jákvæð, stundum neikvæð. „Nasjónalismi" er notað um and- stæður, ef það er rétt að það geti þýtt í senn það sem á íslensku kall- ast „þjóðrækni" og „þjóðremba". Samkvæmt minni máltilfinningu og pólitískum viðhorfum mínum er þjóðremba afar neikvætt hugtak. Það lýsir þjóðarhroka, nánast átrúnaði á yfirburði síns eigin þjóð- ernis. En „þjóðrækni" er jákvætt orð, táknar einfaldlega „umhyggju" fyrir þjóðlegri menningu, tilfinn- ingu fyrir uppruna sínum og menn- ingarerfðum, landi sínu og þjóð. Orðhlutinn -rækni (í þjóðrækni) er af sömu rót og sagnorðið „að rækta“ (to cultivate). Ég held að upphafleg merking orðsins „nation- alismus" sé einmitt „ræktun þjóð- legra verðmæta", en hvorki nærsýn þjóðernisleg sjálfselska (G.B. Shaw notaði orðið „self-love“ um þjóðern- ishyggju Sinn Fein hins írska) né þröngsýn andstaða gegn alþjóða- hyggju og ótti við nálægð útlend- inga eða útlend áhrif. Ég spyr: Er alþjóðaorðið „nasjónalismi" ekki útjaskað og merkingarlaust glam- uryrði eða kannski frekar brenglað að merkingu fyrir áhrif þýska nasis- mans og annarra öfgakenninga ald- arinnar? Það er aðeins úr gröfum öfgakenninga sem hægt er að vekja upp drauga „þjóðernisstefnunnar", enda hljómar sjálft íslenska orðið þjóðernisstefna (nú orðið) eins og Nazism á ensku! A 19. öld var þjóðleg vakning á íslandi sem víðar um lönd. Þjóð- ræknisstefna varð pólitískt afl um og eftir 1830. Henni óx fylgi eftir því sem leið á öldina. Hún var orð- in mikilsráðandi afl um aldamótin. íslensk stjórnmál 20. aldar hafa mótast af anda sjálfstæðishugsjón- ar þjóðræknisstefnunnar, þar til á allra síðustu árum (síðustu 4-5 árum) að áhrifamikil þjóðfélágsöfl eru byrjuð að boða afslátt af þess- ari hugsjón, sem til þessa hefur verið sameinandi stefna í íslenskum stjórnmálum, enda löngum þjóðar- eining um hana. I þessu fráhvarfi er að finna áhrif frá hinni mjög umræddu sameiningarpólitík meg- inlandsþjóða Evrópu, Evrópubanda- lag og Evrópskt efnahagssvæði. Boðberar Evrópustefnu líðandi stundar segja gömlu sjálfstæðis- stefnuna einhæfa og úrelta, kalla hana einangrunarstefnu, sem ekki sé í takt við nútímann. Einangrun eða opnun? Hugleið- um þessi orð. Enn fylgja margir hugsandi og ráðandi menn á íslandi gömlu þjóð- ræknisstefnunni, sem felur m.a.. í sér að ekki skuli opna landið hömlu- laust fyrir útlendu vinnuafli, at- vinnurekendum og kapítali. Hvers vegna viðhafa menn slíka íhalds- semi gagnvart markaðs-boðskap nútímans? Að nokkru leyti ræður þarna sú varúð að stofna ekki til minnihlutavandamála í örsmáu þjóðfélagi á fjarlægri eyju í miðju Atlantshafi. Hér ræður hvorki útúr- boruleg einangrunarhyggja né upp- vakinn draugur þjóðernisstefnu. Éf saga ísle’nska lýðveldisins er könnuð Ingvar Gíslason „Eistland er fjölþjóða- land (land margra þjóð- erna), Island er einnar- þjóðarland. Eistar eru meginlandsþjóð sem á volduga nágranna, Is- lendingar eyþjóð í Atl- antshafi. I þessu felst tilvistarlegur og póli- tískur munur.“ mun koma í ljós að íslendingar hafa verið virkir í alþjóðasamstarfi á vegum Sameinuðu þjóðanna, inn- an NATO, í Norðurlandaráði, Evr- ópuráði o.s.frv. ísland er menning- arlega opið land, íslendingar ferð- ast mikið og eru sem einstaklingar alþjóðlega sinnaðir, en vilja halda fast í fullveldi sitt. Þannig er hin íslenska „þjóðræknisstefna." Þýskt — franskt miðríki En nú sný ég mér aftur að upp- hafi þessa bréfs. í fyrri hluta þess sagði ég að grein yðar, „Uppvakn- ingur þjóðernisstefnunnar" sannaði fyrir mér að landfræðilegar ástæður hefðu búið Eistum og Islendingum mismunandi örlög og ólíka samfé- lagsgerð. Eistland er fjölþjóðaland (land margra þjóðerna), lsland er einnarþjóðarland. Eistar eru megin- landsþjóð sem á volduga nágranna, íslendingar eyþjóð í Atlantshafi. í þessu felst tilvistarlegur og pólitísk- ut' munur. í því sambandi spyr ég sjálfan mig svolítið absúrd spurninga: „Er eftirsóknarvert að jafna þennan mun og þá á hvorn veginn? Eiga Eistar að breyta fjölþjóðasamfélagi sínu í einnarþjóðarsamfélag a la ísland? Eða eiga íslendingar að breyta sínu einnarþjóðarsamfélagi í fjölþjóðasamfélag a la Eistland? Þessum absúrdspurningum læt ég að vísu ósvarað, en hugleiði, hvort það teljist vera „að vekja upp drauga þjóðernisstefnunnar" að ráða íslendingum frá því að gang- ast undir bandríkjahugmyndir Evr- ópubandalagsins (European Comm- unity) eða meira og minna yfirþjóð- legt skipulag Evrópsks efnahags- svæðis (European Economic Area), sem raunar er fordyri að sjálfur Evrópubandalaginu? Eða er öll þjóðleg sjálfstæðis- stefna skaðlegur uppvakinn draug- ur úr fortíðinni nema sú ein sem leitt hefur til þess að ýmsar þjóðir hafa losnað undan miðríkisoki Moskóvíta? Er væntanlegt miðríki hins þýsk- franska Brusselvalds, sem sumir kalla Bandaríki Evrópu, sjálft Þús- undaríkið, meginstólpinn í „kom- andi nýskipan heimsmála“ sem þér nefnið í upphafi greinar yðar og segið að sé „ógnað“ af þjóðernis- stefnu? Hver er þessi „nýskipan heimsmála"? Hefur hún verið kort- lögð? Af einlægni óska ég Eistum til hamingju með að hafa brotist út úr miðríki Moskóvíta. Ég á mér þá heitu von að Eistum haldist vel og lengi á nýfengnu sjálfstæði sínu. SKOGARMENN KFUM J SKRANING I VATNASKOG HEFST 21. APRÍL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.