Morgunblaðið - 16.04.1992, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 16.04.1992, Blaðsíða 24
24 MOKGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. APRÍL 1992 Leiðir út úr vanda sj ávarútvegsins Síðari grein eftir Jón Atla Kristjáinsson Inngangur í fyrri grein minni gerði ég nokkra grein fyrir skoðun minni á stöðu og um umhverfi sjávarút- vegsins m.t.t. þeirrar umræðu er nú fer fram. Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráðherra hefur á Al- þingi lýst stöðu sjávarútvegsins og dregur þar upp heldur dapurlega mynd. Fyrirtæki sem eiga 60% heildar- eigna í sjávarútvegi eiga nú í slík- um erfiðleikum að lenging lánstíma nægir ekki til að bjarga þeim. Tap á botnfiskveiðum og vinnslu er nú um 4% tekna en í september var um 1% hagnaður af rekstrinum og árið 1990 var 2,5% hagnaður. Ég leyfi mér því að draga upp eftirfar- andi mynd. Séu skuldir sjávarútvegsins 100 milljarðar og fyrirtækin í greininni 260 talsins, má ætla að um helm- ingur þeirra sé í meiri eða minni greiðsluerfiðleikum, eða um 130. Séu skuldir þeirra t.d. 50 milljarðar má af stöðu þeirra ráða að þau geti aðeins greitt til baka helming þessara skulda eða um 25 millj- arða. 25 milljarðar eru þá tapaðir og greiðast ekki? Þorsteinn hefur talið það skyldu sína að draga fyrrgreindar stað- reyndir fram í dagsljósið, en hvað segja þessar tölur okkur í reynd? — Sé það ætlan stjórnvalda að fyrirtækin eigi sjálf að leysa þann vanda sem á er bent, þjóna þessar tölur ekki öðrum tilgangi en þeim að segja forráðamönnum illa staddra fyrirtækja að þeir séu ekki einir um vandann, því þeir vita að sjálfsögðu betur en ráðherrann um sína eigin stöðu. — Sé það ætlan stjórnvalda að gera eitthvað bólar ennþá lítið á þeim aðgerðum enda er málið flók- ið. Forsætisráðherra Davíð Oddsson hefur hinsvegar dregið nokkuð í land varðandi þá mynd er Þorsteinn dregur upp og varar við því að meðaltalstölur leyni hinni raun- verulegu stöðu. Taka ber undir þetta með Davíð, að ítarlegri upp- lýsinga er þörf sem t.d. greini: — Raunverulega afkomu sem flestra fyrirtækja og flokkun þeirra í greinar og landshluta. — Greina þarf á milli afkomu veiða og vinnslu eftir svæðum. Hvers vegna gengur sumum vei en öðrum ekki? Til hvaða aðgerða á að grípa? Rökræður um almennar-sértæk- ar aðgerðir eðá engar aðgerðir stjórnvalda eru í sjálfu sér heldur marklausar þar sem enginn flýr raunveruleikann þegar staðið er frammi fyrir honum eða væru sér- tækar aðgerðir útilokaðar við yfir- vofandi þjóðargjaldþrot. Menn skiptast í tvo flokka varðandi að- gerðir: 1. Þá sem vilja að verst stödu fyrir- tækin fari á hausinn, verði gerð gjaldþrota. Rætt er um tvær leiðir þ.e. að markaðslögmálin vinni verkið eða að stjórnvöld stýri þessu að hluta. 2. Þá sem vilja samræmdar að- gerðir, þar sem hugmyndin er kerfisbundin lækkun skulda með samningum. Frumkvæðið komi frá sjálfum fyrirtækjunum en byggt verði á samræmdum aðgerðum allra hagsmunaaðila. Ég er eindreginn stuðningsmað- ur þessarar aðferðar. Hvers vegna ekki gjaldþrot? — Þegar orsakir gjaldþrota eru skoðaðar er sjaldnast um eina orsök ð ræða, margt leggst þar á eitt. Þegar sjávarútvegurinn er annars- vegar getur ríkið ekki setið að- gerðalaust. Um er að ræða undir- stöðuatvinnuveg og fyrri afskipti stjórnvalda af greininni leggja þeim ríka ábyrgð á herðar. — Gjaldþrot fyrirtækja eða ein- staklinga hefur undantekningalítið í för með sér meiri sóun verðmæta en ef samningar væru mögulegir. Samningaleiðin er líka eina sann- gjarna leiðin. — Gjaldþrot leysir í sjálfu sér engan vanda. Vandinn breytir bara um form. Hann verður annarra vandi og getur valdið ófyrirsjánleg- um keðjuverkunum. Taka má dæmi um lítið byggðarlag þar se_m stóra fyrirtækið fer á hausinn. í fallinu getur jafnvel bakarinn verið í hættu. Gjaldþrota frystihús hverfur ekki, það heldur áfram að vera til og skapar kostnað, sem einhver verður að borga. — Það er einnig skylda ábyrgra manna að forða tjóni. Ábyrgir ráðamenn þjóðar og fyr- irtækja geta því ekki talað gáleysis- lega um leiðir, eins og fyrirtækin eigi þá bara að fara á hausinn. Einhver kann að segja að þetta sé nú lífsins gangur. Svarið við því er að fyrirtækin eru mannanna verk og geta því eins lifað mann fram af manni, verið ódauðleg. Slík fyrirtæki eru til, en eigendur þeirra Jón Atli Kristjánsson „Eitt verða allir að vera sammála um, þær að- gerðir er gera þarf, þurfa að duga, ná alla leið, þ.e. stuðla að tilvist fjárhagslega sjálf- stæðra opinna fyrir- tækja með arðgefandi alhliða rekstur, er aflað geti nauðsynlegs áhættufjármagns.“ hafa þá borið gæfu til að vera stöð- ugt að aðlaga sig umhverfi sínu. Leiðir í stöðunni Ég held að það dyljist engum er þekkir til stöðu sjávarútvegs- fyrirtækjanna að staða margra þeirra er mjög slæm. Vandi þeirra er hinsvegar misjafn og engar al- gildar formúlur eða töfralausnir eru til á málum þeirra. Eigi að leysa vandann þurfa hinsvegar margir aðilar að vinna saman og leggja til hliðar sérhagsmuni sína og ítrustu kröfur. Það er skoðun mín að frumkvæði að aðgerðum eigi að koma frá stjórnendum fyrirtækj- anna en ekki að „ofan“, þ.e. frá stjórnvöldum. Stjórnvöldum er hinsvegar ætlað að styðja aðgerð- irnar með ýmsum hætti. Nauðsynlegu ferli má lýsa þann- ig: 1. Forráðamenn þessara fyrir- tækja verða að axla sína ábyrgð og leggja teprulaust spilin á borðið fyrir stjórnir sínar og eigendur. Mikilvægt er að þessir aðilar skynji stöðu sína. Boðskapur þeirra til lánardrottna sinna er, við erum greiðsluþrota og ef við náum ekki samningum við ykkur blasir gjald- þrot við. 2. Utanaðkomandi aðila þarf til að annast endurreisnarstarfið, þ.e. — með eldri hluthöfum/stjórnend- um og þem er þeir fá til liðs við sig — nýjum eigendum/hagsmuna- aðilum, t.d. lánardrottnum. 3. Búa þarf til verkfæri er not- hæf eru til viðgerðar á fjárhags- stöðu fyrirtækjanna, hér þurfa margir að hjálpast að: — Ný lög um nauðasamninga taka gildi nú um mitt ár 1992. Engin reynsla er að sjálfsögðu komin á framkvæmd þessara laga, en stjórnvöld eiga að fylgjast náið með og gera strax breytingar ef með þarf. Mikilvægast er að fram- kvæmd nauðasamninga taki sem stystan tfma. — Þeirri hugmynd er hér varpað fram að setja eigi sérstök lög um þær aðgerðir er við stöndum frammi fyrir, sem þá yrðu nýjar útgáfur af nauðasamningalögun- um. Sem dæmi má nefna: 1. Aðilar kæmu sér saman um sér- stök ákvæði varðandi mat eigna t.d. skipa, þar sem notað væri hugtakið rekstrai"virði í stað markaðsverðs. Ástæða þess að lánardrottnar væru tilbúnir að sætta sig við slíka málsmeðferð væri aðrir og meiri hagsmunir þeirra. 2. Sérréttindi veðhafa væru af- numin og allir lánardrottnar skyldaðir til að hlíta ákvæðum nauðasamnings. Einnig væri slakað á kröfum um samþykki fyrir nauðasamningi. — Úreldingarsjóð fyrir fasteign- ir og vélar vantar til að flýta fyrir hagræðingu í fiskvinnslu. Fjár- mögnun þessa sjóðs þarf að vera. — Ríkið greiði sinn hluta í þessu dæmi. Ástæðan er þessi. Ríkið hef- ur gefið út ýmiskonar leyfi t.d. til rækjuvinnslu o.fl. og þannig stuðl- að að offjárfestingu. Það á nú að innleysa þessi leyfi til að flýta þann- ig fyrir hagræðingu. — Lánastofnanir afskrifi aug- ljóslega töpuð lán. — Heimila á útgreiðslu allrar inneignar fyrirtækja í Verðjöfnun- arsjóði er ganga í gegnum fyrr- greinda uppstokkun. Væntanlega þarf að breyta lögum sjóðsins til að gera þetta mögulegt. — Ríkissjóður útvegi og ábyrg- ist lán til SH og (SIF) er notað verði til að innleysa hluti þeirra fyrirtækja er þurfa að selja eða minnka hlut sinn í þessum fyrir- tækjum. Skilyrði þessarar lánveit- ingar eru að þessi samtök verði innan eins árs gerð að opnum al- menningshlutafélögum. — Lánalengingar, sérstök vaxtakjör. Ríkissjóður getur t.d., sem eigandi Fiskveiðasjóðs, ákveð- ið að verja 2 milljörðum af eigin fé sjóðsins til aimennra aðgerða, sem gætu falist í tímabundinni niðurgreiðslu vaxta. Veigamikill þáttur í þeirri aðferðafræði er hér er rætt um er mat á greiðslugetu hlutaðeigandi fyrirtækis. Hvað skuldir ber það, hvaða fjárfestingar þarf að gera og hvaða arð getur það greitt? Lánalengingar geta ver- ið kostur í stöðunni, en varað er við því að vandanum sé slegið á frest með óeðlilegri lengingu lána. Rökin eru þessi: — Sjávarútvegurinn verður að geta fjárfest með eðlilegum hætti fyrir framtíð en dragnist ekki með uppsafnaðan fortíðarvanda. — Ónýt lán verður að hreinsa af greininni, í bönkum og sjóðum. Hvernig á t.d. að vera hægt að einkavæða ríkisbankana fyrr en þetta hefur verið gert? — Samræmt átak þarf til að auka eigið fé fyrirtækjanna: — Lánastofnanir er ekki vilja afskrifa skuldir breyti þeim í hluta- fé. — Leyfð verði fjárfesting er- lendra aðila í ísl. sjávarútvegi með ákveðnum skilyrðum. — Skýr ákvæði verði sett í lög Byggðastofnunar um heimiid henn- ar til að breyta lánurti, t.d. Atvinnu- tryggingasjóðs, í hlutafé. Éitt verða allir að vera sammála um, þær aðgerðir er gera þarf, þurfa að duga, ná alla leið, þ.e. stuðla að tilvist fjárhagslega sjálf- stæðra, opinna fyrirtækja með arð- gefandi alhliða rekstur er aflað geti nauðsynlegs áhættufjármagns. Fjárhagsleg endurskipulagning Hver er það sem á að sjá um framkvæmd endurskipulagningar- innar? Í.því sambandi er mikilvægt að hafa í huga: 1. Það sé aðili sem forráðamenn fyrirtækisins þekkja og treysta. Þessi aðili þarf að njóta trausts sem flestra lánardrottna og hagsmuna- aðila. Vegna beinna hagsmuna sinna getur, t.d. ekki viðskipta- bankinn tekið þetta hlutverk að sér. Af lánastofnunum væri það helst Byggðastofnun. Ymsar lög- fræðistofur gætu tekið að sér svona verkefni. Það er ástæða til að velta því fyrir sér fyrir hvern þessi aðili vinnur. — Hver er það sem á greiðsluþrota fyrirtæki þar sem allt hlutafé er tapað. Svarið er lánardrottnarnir. — Hvaða hlutverk hafa stjórnend- ur og gömlu eigendurnir í slíku fyrirtæki. Þeir geta rekið fyrirtæki áfram meðan „eigendurnir", lánar- drottnararnir ákveða hvað á að gera við það. Á þessu stigi þarf hvor aðilinn á hinum að halda. Þetta er óhamingjusamt, en nauð- synlegt, hjónaband — Hver á fyrirtækið að samning- um loknum og eiga hinir fyrri eig-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.