Morgunblaðið - 16.04.1992, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 16.04.1992, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. APRÍL 1992 33 í góðum endurminningum með því t.d. að leggja í heimsreisu. Það er því mjög óraunhæft að ræða skattlagningu á spárifé á þeim grundvelli að slíkt sé aðeins mál milli fjármálaráðherra og eigenda sparifjár en snerti enga aðra. Hér er sneitt hjá því að ræða þá mikil- vægu spurningu hvaða áhrif sé lík- legt að skattlagningin hafi á fram- boð lánsfjár og vexti. Enginn vafi er á því að áhrifin á framboðið verða neikvæð, þannig að tilhneig- ing verður til hækkunar vaxta. Hve mikil þessi áhrif verða getur enginn sagt um fyrirfram, en þetta verður m.a. háð því hversu mikil skattlagningin verður og hvernig hún verður framkvæmd. Kröfur, sem fram hafa veri bornar bæði af sumum stjórnmálasamtökum og launþegasamtökum um að skatt- leggja beri sparifé og jafnframt lækka vexti stangast því algjörlega á. Þann 5. febrúar sl. birtist í DV grein eftir Má Guðmundsson hag- fræðing undir fyrirsögninni „Skattlagning sparifjár". Þó að spmt af því, sem þar er haldið fram sé að vísu umdeilanlegt, svo sem á við um flest er um þetta mál hefir verið skrifað, þá ber grein Más af flestu, sem ég hefi um þetta mál heyrt og lesið að undan- förnu vegna málefnalegrar um- ijöllunar hans. Már hefir líka kynnt sér þetta mál vel, þar sem hann var formaður nefndar, sem fyrir um það bil 3 árum var skipuð af þáverandi íjármálaráðherra, Olafi Ragnari Grímssyni, til þess að gera tillögur um hugsanlega skattlagn- ingu spariijár. Eins og fyrirsögn greinar Más gefur til kynna kallar hann hlutina sínu rétta nafni, en notar ekki orð- ið fjármagnstekjur í annarri merk- ingu en þeirri, sem hagfræðingar almennt gera. Hann hefir jákvæða afstöðu til hugmyndarinnar um skattlagningu sparifjár sem lið í samræmingu skatta á eignartekj- ur, enda var það lagt til í áliti nefndar þeirrar, er hann veitti for- stöðu, þó með heiðarlegri viður- kenningu á því að sum atriði þyrftu nánari athugunar en þeirrar, sem nefndinni hafði unnist tími til að gera. Már gerir ekki tilraun til þess að fela þau vandamál, sem óhjákvæmilega hljóta að sigla í kjölfar skattlagningar spariíjár, heldur ræðir hann þau eins ýtar- lega og hægt er við að búast í stuttri blaðágrein. Þar verður eðli- lega efst á baugi áhrif skattlagn- ingarinnar á framboð sparifjár sem er undirstaða framboðsins af inn- lendu lánsfé. Már dregur enga fjöð- ur yfir það, að skattlagningin, ef hún nemur einhveiju, sem um munar, skapi tilhneigingu til vaxtahækkunar. Hvernig skatt- byrðin svo skiptist milli spariijár- eigenda og lántakenda verður auð- vitað óvissu háð. Spá sú, sem Már setur fram með tilhlýðilegum fyrir- vara, þess efnis að byrðin skiptist til helminga er sennilega engin fjarstæða. Honum er fyllilega ljóst, að það eru viðbrögð sparifjáreig- enda við skattlagningunni sem máli skipta og hefir áhyggjur af því, að þessi viðbrögð geti orðið harðari en skynsamlegt geti talist, þar eð flutningur eigna frá því að eiga sparifé yfir í eitthvað annað geti orðið kostnaðarsamari en það að sætta sig við skattinn. Þessar áhyggjur munu engán veginn ástæðulausar, því að um mjög breyttan hugsunarhátt hjá spari- fjáreigendum virðist vera að ræða frá því sem var fyrir 20-30 árum. Þá virtust sparifjáreigendur sætta sig möglunarlaust við hvað sem frá stjómvöldum kom. en þegar vinstri stjórnin, sem mynduð var haustið 1988 hófst handa um undirbúning að skattlagningu sparifjár, var haldinn fundur í einu stærsta sam- komuhúsi borgarinnar á vegum nýstofnaðra samtaka sparifjáreig- enda þar sem fullt var út úr dyrum og ófriðlega látið. Á síðustu vikum hafa líka að undanförnu birtst smágreinar í blöðum frá einstakl- ingum þar sem fólk er hvatt til þess að forða sparifé sínu frá skattlagningu með því að taka það út. Ég vil síður en svo hvetja til þess, að slíku kalli verði hlýtt, en það væri óskynsamlegt við meðferð þessa viðkvæma máls að loka aug- unum fyrir þessari hættu, sem valdið gæti miklum vandræðum á lánamarkaðnum. Tek ég hér undir lokaorð greinar Más þar sem hann hvetur til hlutlægra umræðna um þetta mál og kynningar á því. Þetta tekur þó alltaf sinn tíma og vara ber við öllum illa undirbúnum skyndiákvörðunum. Eins og ég þegar hefi sagt, þá er það ekki tilgangur þessarar greinar að boða neina ákveðna stefnu eða afstöðu til þessa. máls. í því efni verður að láta nægja að skynsamleg afstaða hlýtur fyrst og fremst að byggjast á þeim for- sendum, sem á er byggt varðandi þróun íslenskra efnahagsmála. Verður ísland aðili að stórum markaði með fijálsum viðskiptum með Ijármagn, vöru og þjónustu, eða verður hlutskipti okkar ein- angrun og sjálfsþurftarbúskapur? í fyrra tilvikinu verðum við að laga verðlag, vexti og skatta að því sem er á hinum stóra sameiginlega markaði. Á slíkum markaði ætti að verða um slíkt jafnvægi að ræða að engin ástæða væri til mismununar í skattlagningu hvort sem um beina eða óbeina skattlagningu væri að ræða. í slíku efnahagskerfi má færa rök fyrir því, eins og Már gerir í grein sinni, að öll skattfríðindi, hvort sem um er að ræða launa- eða eignatekjur, leiði til óhagkvæmrar ráðstöfunar eigna og vinnuafls. í jafnvægi ætti að vera tryggt, að öllum fram- leiðsluþáttum væri ráðstafað þann- ig að skattfríðindi sem upp kynnu að vera tekin í þessu kerfi, virkuðu sem annarlegt afl er leiddi til lak- ari nýtingar framleiðsluþáttanna. En ástæðan til þess að skattfríð- indum hefir veriið beitt hér á landi bæði hvað snertir eignatekjur og launatekjur er sú, að talið hefir verið að þetta jafnvægi væri ekki fyrir hendi og ekki heldur stjórn- málaleg skilyrði fyrir því að koma því á með almennum aðgerðum í efnahagsmálum. Ónógur sparnað- ut' vegna verðbólgu og stefnunnar í vaxta- og lánamálum var svo ástæðan til þess að til skattfríðind- anna var gripið. Sem dæmi um launatekjur, sem skattfríðinda hafa notið má nefna sjómannaaf- sláttinn sem til umræðu hefur veri að undanförnu. Á sama hátt og tilgangur skattfríðinda spariijár- eigenda var ekki sá að hygla þeim sem slíkum, heldur sá að efla þjóð- hagslega nauðsynlegan sparnað, var tilgangur skattfríðinda sjó- manna út af fyrir sig ekki sá að hygla þeim, heldur sá; að tryggja nægilegt framboð vinnuafls, til þess að ekki yrði samdráttur í hin- um þjóðhagslega nauðsynlegu störfum, sem sjómenn vinna. Segja má að vísu að hér hafi verið um óyndisúrræði að ræða, þar sem hin eðilega leið hefði verið sú, að gera útgerðina í stakk búna til þess að bjóða sjómönnum þau kjör sem nauðsynleg voru til þess að nógu margir fengjust í þessi erfiðu og óþægilegu störf. En fyrir því voru ekki talin stjórnmálaleg skilyrði á þeim tíma. Við skulum vona, að með tengsl- um við stærri niark’að verði hægt að koma á slíku jafnvægi í íslensk- um efnahagsmálum að markaðs- öflin geti leyst þau vandamál, sem hér hafa verið rædd, þannig að ekki þurfi að grípa til aðgerða eins og skattfríðinda í því skyni. Út- gerðin verði þess þannig umkomin að bjóða sjómönnum kjör, sem tryggi að nægilega margir fáist til þess að vinna hin nauðsynlegu störf þeirra. Á lánamarkaðnum komist á jafnvægi milli framboðs og eftirspurnar, þótt vera nregi að það yrði við hærri vaxtafót en margir teldu æskilegan. Þá væri eðlilegt að fylgt yrði hinni svoköli- uðu hiutlausu skattastefnu sem Már minnist á í grein sinni, en samkvæmt mínum skilningi er hún í því fólgin að allar tekjur og eign- ir séu skattlagðar eftir sömu regl- um. Má segja, að í þessu sé hin sanna fijálshyggjá fólgin, hvað skattamálin snertir. En meðan óvissa ríkir um það hvort og þá hvenær slíku jafnvægi verði komið á, tel ég ekki tíma- bært að afnema þær ráðstafanir ríkisvaldsins hvort sem er í skatta- málum eða á öðrum sviðum, sem gerðar hafi verið til þess að sníða af verstu annmarka þess jafnvæg- isleysis sem ríkjandi hefir verið í efnahagslífi okkar. Svo að vikið sé aftur að þeim tveim þáttum skattamálanna, sem hér hafa verið ræddir, er öllum vafalaust ljóst, hvað afslátt sjó- manna snertir, þá myndi afnám hans án þess að að þeir fengju nokkuð annað í staðinn leiða til átaka við stéttarsamtök sjómanna, sem valdið gætu þjóðarbúinu miklu tjóni. Lánamarkaðurinn er hins vegar flóknara fyrirbrigði sem á sinn þátt í því, að alltof auðvelt er að afla óraunhæfum skoðunum á þeim málum fylgis. Það ætti þó að gefa augaleið, að skattlagning sparifjár ásamt þeim þrýstingi sem er fyrir hendi á þá aðila sem pen- ingamálum stjórna, að þeir beiti sér fyrir lækkun vaxta, hlýtur að hafa neikvæð áhrif á sparnað í þeirri mynd að fé sé lagt inn hjá lánastofnunum, en slíkt er auðvitað undirstaða þeirra lána, sem al- menningur á aðgang að. Eitthvað nýtt þarf því að koma til, ef forða á tilfinnaniegum lánsíjárskorti. Kröfur á hendur ríkisvaldinu um að það beiti sér fyrir því að þær lánastofnanir, sem eru í eigu þess lækki útlánsvexti með „handafli" eins og það hefir verið orðað, leysa ekki vandann þótt fram næðu að ganga. Pólitískir gæðingar og fyrirtæki, sem eru í náðinni hjá stjórnmálamönnum, sem hafa að- stöðu til þess að beita áhrifum sín- um við stjórnendur opinberra stofnana, sem ákvarðanir taka um lánveitingar á vegum þessara stofnana geta auðvitað notið góðs af slíku. En hinn óbreytti borgari, sem ekki hefir nein „sambönd" verður í enn ríkara mæli en áður að leita á hinn svonefnda fijálsa lánamarkað og sæta þeim kjörum, sem þar bjóðast eða sætta sig við það að fá engin lán. Höfunclur er fyrrverandi prófessor við Viðskiptafræðideild Háskóla íslands. Hafrannsóknar- stofnun: Togararallið einn þáttur af þremur í gagnasöfnun TOGARARALLIÐ svokallaða hjá Hafrannsóknarstofnun er einn þáttur af þreniur í um- fangsmikilli gagnasöfnun sem nú stendur yfir. Úrvinnslu á þessum gögnum á að vera lokið um miðjan júní n.k. og þá verða væntanlega teknar ákvarðanir um það hvort aflakvóta ársins verður breytt eða ekki. Gunnar Stefánssön tölfræðing- ur hjá Hafrannsóknarstofnun seg- ir að hér sé um hefðbundan vinnu stofnunarinnar að ræða á þessum árstíma. Hinir tvær þættirnir í gagnasöfnuninni eru veiðiskýrslur togaranna og aflatölur auk sýna- töku úr aflanum til að ákvarða aldursdreifingu fisksins. Gunnar segir að þegar niðurstöður liggi fyrir um miðjan júní muni stofnun- in leggja fram sitt álit um stöðu mála og hvort ástæða sé til að breyta kvótum. Verðum með Armaflex Á góðu verði pípueinangrun ihólkum, plötum og límrúllum frá Ármúla 29 - Múlatorgi - Simi 38640 Einstaklega vandaö og rúmgott farþegarými. ISUZU pallbílarnir eru án efa þeir skemmtilegustu í sínum flokki á markaönum. Komdu og kynntu þér kosti ISUZU. Verð frá kr. 1.484.000 stgr. sportscab. Verö frá kr. 1.530.000 stgr. crew cab. HÖFÐABAKKA 9 1U tiðr útðfý 112 REYKJAVÍK SÍMI 91 -074300
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.