Morgunblaðið - 16.04.1992, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 16.04.1992, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. APRÍL 1992 KYOTO OSAKA Hinn mikli Hideyoshi Toytomi (1536-1598), sem Iagði grunninn að Osaka og endurlífgaði hina fornu höfuðborg Kyoto. TOKYO Bragi Ásgeirsson eftirBraga Asgeirsson Stundum kemur ýmislegt óvænt uppá í lífi manns og ekki hafði ég t.d. hugleitt, að myndir mínar yrðu sýndar í Japan í náinni framtíð. Þetta hafði nokkurn aðdraganda, en þátttakan á þessari sérstöku listahátíð var ekki með öllu örugg fyrr en stuttu áður en haldið skyldi af stað. Ástæðan var sú, að kostnaðurinn mun hafa farið úr böndum, orðið mun meiri en þeir í Japan reiknuðu með, en með aðstoð menntamála- ráðuneytisins og Sjóvár/Almennra tókst að greiða úr hlutunum. Eink- um var það mikilsvert, að forseti íslands, frú Vigdís Finnbogadóttir, var hliðholl þessari framkvæmd og skrifaði mikilvæg bréf. Það hlaut að koma að því, að fatlaðir hygðu á listahátíð nákvæm- lega eins og íþróttahátíðir, og fram- kvæmdin í Osaka mun sú fyrsta í heiminum og verður svo undirstrik- uð með annarri hátíð í Tokyo í des- ember, sem líkast til verður mun betur skipulögð og viðameiri. Auðvitað eiga fatlaðir sínar stjörnur á menningarsviðinu og hafa alltaf átt, en kannski er erfíð- ara að setja hér mörkin en á íþrótta- sviðinu, því að ekki geta allir lista- menn talist hindraðir í list sinni, þó svo að þeir séu það á einhvern hátt í daglegu lífi. Fatlaður íþróttamaður getur t.d. seint búist við að verða jafnoki heil- brigðs íþróttamanns, en blindip- tónlistarmaður getur skarað framúr í röðum hinna sjáandi og sama er að segja um heymarlausan málara, sem getur við rétt skilyrði orðið jafnoki hinna bestu heyrandi. Myndlist byggist þó, eins og stund- um er réttilega bent á, einnig á hljóðum, og til eru þeir málarar, sem verða helst að hlusta á tónlist meðan þeir mála. Það er mjög eðli- legt þar sem litir byggjast fyrst og fremst á tíðnibylgjum og eru þar með í eðli sínu skyldir hljómfalland- anum og tónrænni hrynjandi. Ég var þannig ekki alveg viss, hvort ég væri rétti maðurinn á þessa listahátíð, því að ég tel mig ekki heymarlausan málara heldur ein- faldlega málara, en hins vegar tel ég það meira en sjálfsagt að lána myndir á slíka hátíð í ljósi þess, að ég hef verið án heymar í meira en hálfa öid og fel það hvorki né aug- lýsi. Það mundi líka verða mikill stuðningur að því, ef t.d. heims- kunnir hljómlistarmenn legðu hátíð- inni lið, svo sem Izthvak Perlman, sem lengi var bundinn við hjólastól og rétt getur gengið við hækjur, eða hinn blindi Ray Charles, svo einhveijir séu nefndir. Vakið þar með athygli á hátíðinni og verið með í því að eyða fordómum, sem nú sem fyrri daginn em erfíðasti þröskuldurinn í lífí hins fatlaða. Það gæti skapað skilyrði til að enn fleiri hindraðir yrðu jafnokar, og jafnvel afburðamenn í heimi hinna heil- brigðu. Ekki hirði ég um að nefna alla þá afburðamenn, sem hafa átt við einhveija fötlun að stríða, enda hef ég alls ekki lagt mig í líma við að hafa uppi á þeim, en ég vil nefna tvö fræg dæmi, sem er tónskáldið einnig hefur haft dijúg áhrif á vest- ræna myndlist. Ég verð annars að viðurkenna fáfræði mína á japanskri menningu, nema hvað ég er vel kunnur ýmsum þáttum myndlistar og listiðnaðar og veit, að þeir eiga framúrskar- andi húsameistara. Maður heldur kannski að maður viti svo mikið, en uppgötvar svo fljótlega að meintri þekkingu manns er mjög ábótavant. Og um almenna menningu þessa mikla eyjaríkis, sem telur nú 112 milljónir íbúa, var ég þannig ekki mjög fróður, þótt mér væri vel ljóst að hún væri margræð og merkileg. Maður fræðist líka trauðla um þessa hlið menningar þjóðarinnar nema við persónuleg kynni og til þess þarf maður rýmri tíma en rúma viku. Svo rótgróin sem menning Jap- ana er, tala ekki margir erlend tungumál og margur skilur jafn lít- ið í latnesku letri og við í kalligraf- íunni. Menn geta því fljótlega lent í erfíðleikum og er eins gott að hafa hér vaðið fyrir neðan sig. Þá er því viðbrugðið hve erfitt getur verið að rata og þá einkum í hinum miklu iðnaðar- og verzlun- arborgum eins og t.d. Osaka, þar sem byggingamar eru eintóna og svipaðar í útliti og iítið um sérstök kennileiti. Þetta er áfall fyrir suma, ssem þora varla út fyrir dyr hótela sinna nema í fylgd kunnugra. En maður er þó furðufljótur að átta sig, þegar maður er einn og verður að treysta á sjálfan sig, en óhjákvæmilega lendir maður í ein- hveijum ógöngum fyrst í stað, en af þeim lærir maður mest. Érfitt getur verið að átta sig á húsnúmerakerfínu, þar sem eldri byggingar virðast halda sínu núm- eri, þannig getur hús verið númer 286, en næsta hús nr. 12! En það eiga ísland og Japan sameiginlegt að vera lönd and- stæðnanna. Osaka Iðnaðar- og verslunarborgin Os- aka, er næststærsta borg Japans og hefur nær þijár milljónir íbúa. Hún er jafnframt miðstöð iðnaðar- svæðisins Keihansin, en innan marka þess eru einnig borgirnar Kyoto og Kobe. Fimmtu, sjöttu og áttundu öld var borgin undir nafn- inu Naniwa aðsetur keisarans, en fékk þó fyrst verulega þýðingu árið 1586, er þjóðsagnapersónan Hide- yoshi Toyotomi (1536-1598), byggði þar hið mikla kastalavirki sitt, sem var hið stærsta í Japan, og lét kaupmenn úr nágranna- byggðunum setjast þar að. Hér blómstraði brúðuleikhúsmenning Beethoven, sem samdi níundu sin- fóníuna alveg heyrnarlaus og mál- arinn Goya, sem var heyrnarlaus hálfa ævina. Þátttakendur í þessari hátíð af hálfu íslands voru fímm ungmenni úr táknmálskómum, sem stóðu sig með miklum sóma, svo og greinar- höfundur, er sýndi 10 málverk, þar af 7 af stærri gerðinni. Kom táknmálskórinn fram í ís- lenskum þjóðbúningum sem þjóð- dansafélagið hafði lánað og tók unga fólkið sig frábærlega vel út í þeim. Meinbugurinn á hátíðinni var sá, að hún stóð alltof stutt yfir, svo að lítil tök voru á því að vekja at- hygli á henni né að kynnast öðrum þátttakendum, sem hlýtur þó að vera mikilvægt. Þá bar hún þess fullmikil merki, að hér væri við reynsluleysi að stríða og var t.d. ofhlaðið á sýninguna, þótt verk mín fengju flest góða meðferð, og svo skorti sýningarskrá og heimildir um þátttakendur ásamt greinargerð um stefnumörk hátíðarinnar. Það var helst, að tónlistarfólkið vekti at- hygli, og sá ég ekki betur en sumt af því léki fyrir fólk á palli á milli hæða í veitingasal nokkrum og var þar þröngt á þingi. Hvað táknmáls- kórinn snertir þá byggist túlkun hans fyrst og fremst á táknum og hrynjanda þeirra, og hefur hér „Þátttakendur í þessari hátíð af hálfu íslands voru fimm ungmenni úr táknmálskórnum, sem stóðu sig með mikl- um sóma, svo og grein- arhöfundur, er sýndi 10 málverk, þar af 7 af stærri gerðinni.“ Brúða frá Kyoto. Táknmálskórinn á sviði í Osaka. prestur heyrnariausra, séra Miyako Þórðarson, sem var fararstjóri, unn- ið gott verk. Áður en ég hef hina eiginlegu ferðasögu, langar mig til að koma með örlítið innskot um Japan og borgirnar, sem ég heimsótti. — Það er undarleg tilfínning að vera skyndilega lagður af stað til hins fjarlæga lands Japans, og ætl- unin var að skoða sig eins vel um og mögulegt væri og átta sig á hlutunum í því skyni að geta notið hugsanlegrar næstu dvalar þar bet- ur. Og vissulega er það ærið verk- efni að ætla sér að átta sig á hlutun- um á 10 dögum, því að flest er gjörólíkt því, sem maður hefur séð og upplifað annars staðar í heimin- um. Sagt er að hversu mikið sem maður hafí lesið um Japan, þá reki vestrænir menn sig á vegg, er þang- að kemur, því að allt menningar- samfélagið sé svo frábrugðið öllu því, sem þeir eigi að venjast. Það var líka ekki fyrr en í lok 18. ald- ar, sem austrið opnaði vestrinu dyr sínar á hálfa gátt eða svo, en fram að því hafði Japan verið harðlokað menningarsvæði. En það var þó fyrst á síðustu öld að samskiptin við vestrið urðu einhver að ráði, og eins og margur veit höfðu japansk- ar tréristur ómæld áhrif á vestræna myndlistarmenn á seinni helmingi aldarinnar. Það var af ásettu ráði sem Japan- ir einangruðu sig, enda voru þeir sjálfum sér nógir og menning þeirra hafði blómstrað um árþúsundir. Einkum var handverkið þróað og vefnaður þeirra einstakur, að maður tali ekki um hina fornu og listrænu skrift þeirra, kalligrafíuna, sem
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.