Morgunblaðið - 16.04.1992, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 16.04.1992, Blaðsíða 57
 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. APRIL 1992 57 Vestlenskir hestadagar í Reiðhöllini: Góð fyrirheit fyrir fj órðungsmótið _________Hestar____________ Valdimar Kristinsson Um helgina var röðin koinin að vestlendingum að sýna gæð- inga sína í Reiðhöllinni á eftir norðlendingum. Mættu þeir með um hundrað hross og voru þetta að stærstum hluta kyn- bótahross. Ekki voru allir jafn vissir um ágæti sýningarinnar fyrirfram og lieyrðust raddir um að hestakosturinn yrði í lakari kantinum. Þá töldu margir að það sein þarna bæri fyrir augu manna væri fors- mekkurinn að því sem koma skyldi á fjórðungsmótinu á Kaldármelum í sumar. Hestakostur sýningarinnar var alveg prýðilegut' og-síður en svo lákari en sá sem sást hjá norðlend- ingum fyrr í vetur. Mörg góð topp- hross sáust þarna og skal þar fyrstan nefna stóðhestinn Seim frá Sveinatungu undan Hervari 963 og Madonnu frá Sveinatungu sem telja verður líklegan til stórra afreka í sumar, ef allt gengur að óskum. Þá var Orion frá Litla- Bergi býsna sprækur. Af hryssun- um mætti nefna Gleði frá Hvítár- bakka undan Ögra frá Skarði og Svipu frá Indriðastöðum. Nokkrir ræktunarhópar voru sýndir og eins afkvæmi nokkurra stóðhesta. Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson Afkvæmi Borgfjörðs 909 frá Hvanneyri komu fram á sýningunni en eigandi hans, Reynir Aðalsteinsson lengst til hægri, situr Skúm frá Geirshlíð. Haukur frá Hrafnagili, eins og draumagæðingurinn í ævintýrunum, knapi Gísli Höskuldsson. Ekki voru afkvæmi Ófeigs sýnd eins og til stóð og má teljast merkilegt að ekki hafi tekist að öngla saman vel sýningarhæfum hrossum undan þeim ágæta hesti sem getið hefur af sér margan afrekshestinn. Einnig voru tvö atriði svona af léttara tagi. Gunnar Örn dýra- læknir á Hvanneyri og Snorri bóndi á Mið-Fossum fóru á kost- um að mati margra ásamt Ár- manni frá Kjalvararstöðum. Bjarni í Skáneý og Jón frá Hofi mættu með þá Hermes frá Skjól- brekku, sem er stór og grófur töltari, og Tuma Þumal, sem tal- inn er vera minnsti fullvaxni liest- ur landsins, í ágætu atriði. Ingi- mar á Hvanneyri sýndi efnilegan hest, Pílatus frá Eyjólfsstöðum, sem hann gekk í móður stað fyrir um sex árum, þegar móðirin féll frá degi eftir köstun og virðist sú umönnun hafa verið fyrirhafnai'- innar virði. Síðast en ekki sístan skal nefna stólpagæðinginn Hauk frá Hrafnagili, sem Gísli á Hofs- stöðum sat af mikilli prýði eins og honum einum er lagið. Virðist Haukur gefa frænda sínum Hrímni frá Hrafnagili lítið eftir að fegurð og ganghæfni en þessir tveir höfðingjar eru sannkallaðir Þeir Gunnar Örn dýralæknir og Snorri bóndi á Mið-Fossum kynntu þarna nýjar og þægilegar aðferðir við kynbótadóma með aðstoð Ármann frá Kjalvararstöðum, allir í dulargervum að sjálfsögðu. ævintýrahestar. Sýning vestlendinga gekk prýðilega fyrir sig þótt dálítið væri hún einhæf eins og gjarnan vill verða þegar lítill tími er til undirbúnings. Vel var mætt á sýningarnar þijár en húsfyllir var á laugardagskvöldið. Segja má að hrossin gefi góð fyrirheit um það sem kemur fram á fjórðungs- mótinu í sumar og geta menn farið að láta sig hlakka til. Næsta sýning í Reiðhöllinni verður fyrstu helgina í maí en Reiðskólinn h/f stendur fyrir þeirri sýningu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.