Morgunblaðið - 16.04.1992, Blaðsíða 65

Morgunblaðið - 16.04.1992, Blaðsíða 65
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. APRÍL 1992 65 Morgunblaðið/Róbert Schmidt Bíldudalsmeistararnir Bílda Arnfjörð og Rúnni rokk léku listir sínar við mikinn fögnuð gesta. Jón Kr. Ólafsson stórsöngvari söng nokkur vel valin lög. ÁRSHÁTÍÐ Björgunarsveitarmenn skemmta sér Arshátíð björgunarsveitarinnar dansleik í félagsheimilinu um dag- Kóps var haldin laugardag- inn. Þar komu fram íslandsmeist- inn 28. mars. Byijað var á barna- arar í rokkdansi ’90-’91 og döns- COSPER Hvað getur dunið yfir mann á einum degi, nú er farið að rigna! uðu fyrir börnin. Hljómsveitin Gleðigjafar ásamt Ellý Vilhjálms lék fyrir dansi. Um kvöldið hófst aðalskemmtunin, með söng, glensi og gríni. Skemmtunin hófst með ávarpi formanns Kóps. Síðan komu rokk- dansararnir á gólfið og sýndu list- ir sýnar. Þar á eftir komu fram Bíldudalsmeistarar í rokkdansi, þau Bílda Arnfjörð og Rúnni rokk. Þar næst fluttu meðlimir Kóps skemmtiatriði m.a. fegurðarsýn- ingu, fréttalestur, kórsöng og fleira. Dregið var í happdrætti síðar um kvöldið og var vinningurinn ferð fyrir tvo með íslandsflugi til og frá Reykjavík og gisting á Holiday Inn í tvær nætur. Stór- söngvari Bíldælinga, Jón Kr. Ól- afsson söng nokkur vel valin lög, en þess má geta að Jón syngur í kvikmyndinni Börnum Náttúrunn- ar eftir Friðrik Þór Friðriksson sem var tilnefnd til Óskarsverð- launa sem besta erlenda kvik- myndin. í lokin var haldinn dans- leikur fram til kl. 03. Það voru Gleðigjafar sem léku fyrir dansi ásamt Ellý Vilhjálms og Andra Backman. R- Schmidt. Kvikmyndagerd Kvikmyndafyrrtækið F.I.L.M. auglýsir eftir leikurum og starfs- fólki í kvikmyndina „Hin helgu vé“ eftir Hrafn Gunnlaugsson, sem gerð verður í næsta nágrenni Reykjavíkur á tímabilinu maí - ágúst nk. Leitað er eftir fólki, sem hér segir. Kornungir kvikmynúaleikarar Piltur á aldrinum 7 - 8 ára og stúlka á aldrinum 8 - 10 ára til að leika tvö af aðalhlutverkum myndarinnar. Það er kostur ef pilturinn kann að leika á hljóðfæri eða hefur fengist við listnám, sem krefst aga og einbeitingar. Hlutverkið kallar á úthald og vilja- styrk. Það er kostur ef stúlkan er rauðhærð og freknótt og mik- ill kvenskörungur, sem lætur sér ekki allt fyrir brjósti brenna. Hún þarf að vera lífsglöð og kraftmikil og geta leikið alvana sveita- stúlku. í handriti er henni lýst sem „lítilli valkyrju". Jafnframt er leitað að fleiri kvikmyndaleikurum á fyrrgreindum aldri til að fara með nokkur minni hlutverk. Kvikmyndin er fjölskyldumynd, sem gerist í nútímanum og segir frá lífsreynslu ungs drengs, sem alist hefur upp í hinu tækni- vædda borgarsamfélagi og er sendur til dvalar á íslenskum sveitabæ þar sem fyrri tíma lifnaðarhættir og verkmenning eru enn við lýði. Allir áhugasamir fullhugar á fyrrigreindum aldri koma til greina þótt nefnd atriði séu ekki fyrir hendi, en æskilegt er að umsækj- endur hafi einhverja reynslu af framkomu eða listnámi, svo sem hljóðfæraleik, söng, dansi, leiklist o.s.frv. Þeir foreldrar sem eiga upprennandi leikara á umræddum aldri og eru samþykkir því að leyfa þeim að spreyta sig, eru vinsamleg- ast beðnir um að senda inn umsókn með nýlegri Ijósmynd af viðkomandi þar sem gerð er grein fyrir aldri, reynslu o.s.frv. Aðstoðarleikstióri Tvö af aðalhlutverkum myndarinnar eru leikin af pilti á aldrinum 7 - 8 ára og stúlku á aldrinum 8-10 ára og mun starf aðstoðar- leikstjórans einkum felast í umsjón og þjálfun þeirra. Nauðsyn- legt er að viðkomandi hafi reynslu af leiklistarstarfi með börnum og brennandi áhuga. Reynsla af kvikmyndagerð er ekki nauðsyn- leg. Stúlka 17 - 23 ára Ein aðalpersóna myndarinnar er stúlka um tvítugt, úr sveit og samkvæmt handriti lífsglöð og gædd miklum persónutöfrum og viðmótshlýju. Leikarinn þarf að hafa andlit, sem er eftirtektarvert án andlitsfarða. Hún þarf að vera sterkur „karakter” sem er reiðu- búinn að takast á við erfitt og krefjandi hlutverk. Allar stúlkur á fyrrgreindum aldri koma til greina, en æskilegt er að umsækjendur hafi reynslu af leiklist, framkomu eða einhvers konar öguðu listnámi. Reynsla af mannlífi í sveit eða í sjávar- þorpi telst einnig kostur því umrædd persóna er sýnd við ýmis almenn sveitastörf. Bílaíliróttir - sviðsetning bílslyss Aðili, sem hefur mikla reynslu af bílum og bílaíþróttum og gæti veitt aðstoð við sviðsetningu bílslyss í kvikmynd þar sem bíll á að velta. Umsóknir merktar fyrirsögnunum hér að ofan, þar sem gerð er grein fyrir aldri, reynsiu o.s.frv. skulu sendar i pósthólf 7103, 127 Reykjavík fyrir 24. apríl nk. Öllum umsóknum um ieik og aðstoðarleikstjórn skulu fylgja nýlegar Ijósmyndir af viðkomandi. Félag innan leikinna mynda. Laxness-veisla 23. - 26. apríl M / I \ I ( jyTqóðfeikhúsinu Fim. 23. apríll STRÁUMROF, sviðsettur leiklestur - Leikhúskjallarinn kl. 16.30 |Bein útsending á Rás 1 - Leikstjóri: Þórhallur Sigurðsson. HÁTÍÐARDAGSKRÁ - Stóra sviðið kl. 20.00 Leikatriði, ljóð úr Kvæðakverinu, upplestur og söngun Flytjendur: Leikarar Þjóðleikhússins. Tónlistarstjórn: Jóhann G. Jóhannsson I 'CSlÓJa7L/r> £dÍSo/1> 3aj4>\>^ I í\ 1 IMPLEIKUR, sviðsettur leiklestur itjóri: Guðjón P. Pedersen. : ■ PRJÖNASTOFAN SÓLIN, sviðsettur leiklestur - Stóra sviðið kl. 20.00 Leikstjóri: Þórhildur Þorleifsdóttir. _____ VEIÐITÚR í ÓBYGGÐUM, leiklestur - Leikhúskjallarinn kl. 15.30 Leikstjóri: Guðjón_P. Pedersen. " STROMPLEIKUR, sviðsettur leiklestur - Smíðaverkstæðið kl. 20.30 PRJÓNASTOFAN SÓLIN, sviðsettur leiklestur - Stóra sviðið kl. 20.00 HHH ■ flT ■■ ms HÁTÍÐARDAGSKRÁ - Stóra sviðið kl. 20.00_ f STRAUMROF, sviðsettur leiklestur - Leikhúskjallarinn kl. 16.30 Umsjón: Þórahallur Sjgnfðssor. « ífj»„***/. ijT~ Smíðaverkstæðið kl. 20.30®-<i, /Jð,iLrsJíúI A SK0MUfiíAND^wv V 19.30 2 f Heimildarsýning á Leikhúsloftinm^
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.