Morgunblaðið - 16.04.1992, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 16.04.1992, Blaðsíða 62
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. APRÍL 1992 ‘■r 1 m— T T T”“ n •' ■ TV"”1 “TTT f Ástkær sonur okkar, GEIR ÞÓR JÓHANNSSON, Stigahlíð 48, Reykjavík, er lést á gjörgæsludeild Borgarspítal- ans 13. apríl, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 22. apríl kl. 10.30. Erna Þorkelsdóttir, Jóhann Geirsson. t Eiginmaður minn og faðir okkar, GUÐMUNDUR STEINDÓRSSON vörubifreiðarstjóri, Langholtsvegi 95, andaðist í Landspítalanum þann 14. apríl. Jarðarförin fer fram frá Langholtskirkju miðvikudaginn 22. apríl kl. 15.00. Þuríður Hjálmtýsdóttir og börn. t Móðir mín, tengdamóðir, amma og systir, ÞÓRANNA SIGRÍÐUR SIGURÐARDÓTTIR LARSSON, (áður Jensen), Skjálg, Kolbeinsstaðarhreppi, Snæfellsnesi, lést í Kaupmannahöfn 28. mars '92. Stig Larsson, Nancy Larsson, Lena Vilhelmsdóttir, Gunnar Magnússon, Haraidur Sigurðsson. t Ástkær móðir mín, GUÐBJÖRG HALLDÓRA SVEINSDÓTTIR, frá Norðfirði, Fannborg 1, Kópavogi, lést í Borgarspítalanum 14. apríl. Minningarathöfn verður í Kópavogskirkju þriðjudaginn 21. apríl kl. 10.30. Ingunn Stefánsdóttir. Eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, GUNNLAUGUR ÞORBJARNARSON, Asparfelli 4, Reykjavík, lést 7. apríl í Landspítalanum. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Steinunn Hermannsdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. t Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, ÓLAFUR K. GUÐJÓNSSON frá Hnífsdal, Suðurgötu 109, Akranesi, lést í Sjúkrahúsi Akraness að kvöldi 13. apríl. Jarðsett verður frá Akraneskirkju miðvikudaginn 22. apríl kl. 14.00. Þeim sem vildu minnast hans er bent á Sjúkrahús Akraness eða Krabbameinsfélagið. Filíppía Jónsdóttir, Guðjón B. Ólafsson, Guðlaug B. Guðjónsdóttir, Ásgerður Ólafsdóttir, Sigurður Rúnar Jónsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Eiginmaður minn, faðir, tengafaðir, afi og langafi, ALFREÐ ÞÓRARINSSON, verður jarðsunginn frá Fossvogskapellu þriðjudaginn 21. apríl kl. 13.30. Kristín Jónsdóttir, Hjördís Alfreðsdóttir, Steini Þorsteinsson, Hjörtur Steinason, Lára Snorradóttir, Aðalheiður Steinadóttir, Sævar Haraldsson, Berglind Steinadóttir, Ingólfur Jónsson og barnabarnabörn. Kveðjuorð: Krisiján Jónsson yfirstýrimaður Fæddur 25. apríl 1929 Dáinn 8. apríl 1992 Er ég kom til Keflavíkurflugvall- ar frá útlöndum 10. þ.m. bárust mér þau sorglegu tíðindi að Kristján Jónsson yfirstýrimaður og fyrrver- andi formaður Sjómannafélags Hafnaríjarðar hafi fallið útbyrðis af skipi sínu rs. Bjarna Sæmunds- syni með þeim afleiðingum er leiddu til dauða hans. Kristján fæddist í Hafnarfirði 25. apríl 1929 elstur þriggja barna þeirra hjóna Jóns R. Jónssonar og Petrínu Hjörleifsdóttur. 6 ára gam- all missti Kristján föður sinn og hefur því snemma orðið að aðstoða móður sína við að sjá heimilinu far- borða. Aðeins 14 ára ganiall hóf Kristján sjómennskuferil sinn, sem hann stundaði allt til dauðadags eða hart nær 50 ár. A löngum sjómannsferli er það gjarnan svo að menn fá áhuga á félagsmálum stéttar sinnar og var Kristján þar ekki undantekning. Afskipti Kristjáns af málefnum sjó- manna hófust innan Sjómannafélgs Hafnarfjarðar upp úr árinu 1950 þegar hann var valinn til trúnaðar- starfa innan félagsins. Fljótlega komu í ljós mannkostir Kristjáns og þekking hans í félagslegum efn- um sem leiddu til þess að hann var kosinn formaður félagsins árið 1956—57 og aftur 1961 og frá 1964 alit til ársins 1973. Árið 1972 var Kristján kosinn varaformaður í stjórn Sjómannasambands íslands og gegndi hann því starfi til ársins 1976. Auk ofangreindra starfa var Kristján fulltrúi félagsins í Sjó- mannadagsráði Reykjavíkur og Hafnarijarðar. Þá eru ótalin öll þau störf er hann gegndi innan Alþýðu- sambands íslands. Nú þegar Kristján er horfinn yfir móðuna miklu minnumst við samstarfsmenn og félagar í Sjó- mannafélagi Hafnarfjarðar hans með virðingu og þakklæti fyrir störf hans í þágu íslenskrar sjómanna- stéttar, Minning; £2 Jón Brynjólfsson Fæddur 9. maí 1913 Dáinn 11. mars 1992 Föstudaginn 20. marz sl. var útför frænda míns, Jóns Brynjólfs- sonar, gerð frá Hveragerðiskirkju, en jarðsett var í Kotstrandarkirkju- garði. Vegna fjarveru minnar langar mig að minnast Jóns með nokkrum orðum. Jón var fæddur 9. mtaí 1913 í Vatnahjáleigu í Landeyjunn. Hann var næst yngstur tólf s.ystkina. Barna þeirra Margrétar Gucimunds- dóttur og Brynjólfs Jónssonar. Yngst í þessum stóra systkinahópi er Guðrún móðir mín. Jón va.r lengst af sjómaður, glæsilegur á velli og söngmaður góður, og skemrntilegur í félagahópi. Hann var nálargt þrít- ugu, er ég man fyrst eftir honum, sem gesti á heimili foreldra minna norður á Siglufirði, á þeim gömlu og góðu síldarárum. Á stríðsárun- um svonefndu sigldi hann eins og kallað var, þá gerðist það stundum að hann kom færandi hendi með eitthvað fallegt frá útlöndum, til litlu frænku. Að lokinni sjórnennsk- unni gerðist Jón starfsniaður í fangageymslunni á Skólavörðustíg. Þar ávann hann sér enn virðingu fyrir prúða og ljúfa framkomu við þá sem einhverra hluta vegna höfðu farið „útaf sporinu“ í lífinu. Á þessum árum varð minni sam- gangur foreldra minna og Jóns, enda bjuggu þau enn norður í landi. Fyrir um 17 árum fluttust þau til Hveragerðis og nokkru síðar veikt- ist Jón og varð að hætta að vinna. Jón hafði aldrei orðið þeirrar gæfu aðnjótandi að eignast börn. Og nú er móðir mín sá hvernig komið var fyrir bróður sínum útvegaði hún honum bestu hjúkrun og umönnun sem völ var á, og jafnframt fluttist Jón til Hveragerðis. Þar komst hann á ný í kynni við fjölskyldulíf, því heimili foreldra minna, og systur minnar og mágs stóðu honum opin hvenær sem var. Og naut hann með þeim jóla og áramóta, og allra ann- arra fjölskyldufunda að ógleymdum fjölmörgum ökuferðum austur á æskustöðvarnar, og ferðir í byggð og um óbyggðir. I lok þessara fáu minningarorða vil. ég þakka foreldrum mínum, systur minni og mági fyrir alla þá aðhlynningu sem þau veittu Jóni, þegar mest á reyndi. Halla Haraldsdóttir. t Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengda- faðir og afi, GUNNAR BJÖRNSSON bifvélavirkjameistari, Funafold 1, sem lést 9. apríl sl., verður jarðsunginn frá Háteigskirkju þriðjudaginn 21. apríl kl. 13.30. Sigríður Ólafsdóttir, Birna Gunnarsdóttir, Sturla Karlsson, Erna Gunnarsdóttir, Gunnar Hámundarson, Þórunn Gunnarsdóttir, Guðmundur Guðjónsson, Ólafur Gunnarsson, Guðrún Jakobsdóttir og barnabörn. LEGSTEINAR MOSAIK H.F. Hamarshöf ða 4 — sími 681960 Aldraðri móður, systkinum og fjölskyldum þeirra sendum við sam- úðarkveðjur. F.h. Sjómannafélags Hafnarfjarðar, Óskar Vigfússon. Ég vil minnast góðs drengs, Kristjáns Jónssonar yfirstýrimanns og afleysingaskipstjóra á rann- sóknaskipinu Bjarna Sæmundssyni, sem lést við skyldustörf á sjó hinn 8. þ.m. Leiðir okkar Kristjáns lágu oft saman á vettvangi hafrannsókn- anna og var ætíð gott að ræða málin við Kristján sem var íhugull og grandvar sem ásamt léttu iund- arfari prýddu góðan sjómann. Ég minnist sérstaklega nokkurra af fyrstu leiðöngrum sem ég var á rannsóknarskipinu Árna Friðriks- syni en þá kom Kristján sem yfír- stýrimaður og kynntist ég þá hinum góðu hæfileikum Kristjáns við stjórn á skipi hvort sem var við fjöruborð við síldarrannsóknir eða á ólgum úthafsins. Minningin um hlýhug og trú- mennsku við starf og starfsfélaga kemur í hugann þegar ég skrifa þessar línur og veit ég að svo er um fleiri sem unnu með Kristjáni til sjós og lands. Ég ásamt áhöfninni á rannsókn- arskipinu Árna Friðrikssyni viljum senda móður hans og ættingjum innilegustu samúðarkveðjur. Ingi Lárusson. Dagsferðir FI UM BÆNADAGA og páska eru nokkrar áhugaverðar dagsferðir við allra hæfi á vegum Ferðafé- lagsins. Skírdag verður gengið á Vífilfell kl. 13 og á sama tíma verður skíða- gönguferð frá Þjónustumiðstöðinni í Bláfjöllum að Þríhnúkum. Föstu- daginn langa verður ökuferð um Þrengsli í Selvog kl. 13, en þar verður litast um og Standarkirkja skoðuð. Til baka verður ekið um Hveragerði og þar verður komið við í Eden og síðan um Hellisheiði til Reykjavíkur. Kl. 13 annan í páskum verður gönguferð um Keilisnes. Ekið að Flekkuvík og gengið þaðan með ströndinni að Kálfatjarnarhverfi. Frá Kálfatjörn liggur leiðin að Stað- arborg sem er gömul fjárborg á Strandarheiði 2-3 km frá Kálfa- tjörn. Annan í páskum verður einn- ig skíðagönguferð kl. 13 en þá verð- ur gengið á skíðum frá Vilborgar- keldu og haldið til vesturs, þægileg gönguleið á sléttlendi. (Fréttatilkynning) Birting afmælis- og minningargreina Morgunblaðið tekur afmæl- is- og minningargreiuar til birtingar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á rit- stjórn blaðsins á 2. hæð í Aðal- stræti 6, Reykjavík og á skrif- stofu blaðsins í Hafnarstræti 85, Akureyri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.