Morgunblaðið - 16.04.1992, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 16.04.1992, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. APRÍL 1992 SKÍÐASVÆÐI FLEST skíðasvæði landsins verða opin yfir páskana. Gott skíða- færi er sunnan-, austan- og vestanlands en snjólítið á Norðurlandi og sum skíðasvæði lokuð af þeim sökum. Suðurland: Skíðalöndin í Blá- fjöllum, Skálafelli, Hamragili og Sleggjubeinsskarði verða opin frá skírdegi til annars í páskum og verður skíðakennsla í boði og troðnar göngubrautir opnar á öll- um þessum stöðum. Gott færi og nægur snjór er í skíðalöndunum. I Hamragili (sími 98-34699) verða tvær lyftur knúnar (opið frá 10-22 alla dagana), í Bláfjöllum (sími 801111) verða tíu lyftur (opið frá 10-18 alla dagana), í Skála- felli (sími 666099) þijár (opið frá 10-18 alla dagana) og í Sleggju- beinsskarði (sími 98-34666) verða þijár lyftur (opið frá 10-21). Vesturland: Skíðasvæðin í Kerlingarskarði og á Fróðárheiði verða opin en lokað verður við Grundarfjörð. Á skírdag verður Hraðmót HSH haldið á Fróðár- heiði. Vestfirðir: Skíðasvæðið á Selja- landsdal við ísafjörð (sími 94-3793) verður opið alla páska- helgina frá kl. 10-17. Á svæðinu er ágætt færi. Þar verða fjórar lyftur í gangi um helgina. í dag lýkur þar alþjóðlegu skíðamóti sem hófst í gær. Norðurland: Skíðasvæði Ak- ureyringa í Hlíðarfjalli (sími 96-22930) verður opið frá kl. 10-19 um helgina. Tvær lyftur á skíðasvæði Sigl- firðinga í Skarðsdal verða knúnar frá kl. 10-16 í dag og á morgun ef veður leyfir. Lítið er urp snjó en sæmilegt færi er eigi að síður í efri hluta fjallsins (sími 96-71806). Stefnt er að því að knýja eina lyftu á nýju skíðasvæði Húsvíkinga í Gyðuhnjúk á sunnudag. Þar er nægur snjór og gott færi. Skíðasvæðin við Dalvík og Ól- afsfjörð verða lokuð um helgina vegna snjóleysis. Austurland: Ein lyfta verður knúin frá kl. 13-17 í dag á skíða- svæði Seyðfirðinga í Stafdal (sími 97-21160) en frá 10-17 um helg- ina. Nægur snjór er í fjallinu og færi gott. Þrjár lyftur verða knúnar í Oddsskarði (sími 97-71474) frá kl. 10-18 í dag og á morgun. I skarð- inu er nægur snjór og gott færi. Skíðafólki er bent á að hringja í skíðasvæðin áður en lagt er af stað til að kanna veð- ur og færð. Þá fást upplýsingar um veður í símsvara Veðurstof- unnar, 990600. VEÐUR IDAGkl. 12.00 / Heimild: Veðurstofa íslands (Byggt á veöurspá kl. 16.15 í gær) VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12.00 í gær að í$l. tím hítl veður Akureyri 1 skýjað Reykjavík 6 skýjað Bergen 6 léttskýjað Helsinki 2 slydduél Kaupmannahöfn 6 rigning Narssarssuaq +0 skýjeö Nuuk 6 skýjað Óstó 3 snjóél Stokkhólmur 3 skýjað Þórshöfn S skýjað Algarve 22 heiðskírt Amsterdam 6 rigning Barcelona vantar Berlfn 13 skúr Chicago 7 alskýjað Feneyjar 14 skúr Frankfurt 10 skúr Glasgow 7 skýjað Hamborg 10 skýjað London 6 rigning Los Angeles 16 skýjað Lúxemborg 5 skúr Madrid 16 hátfskýjað Malaga 26 léttskýjað Mallorca 20 þokumóða Montreal +1 heiðskírt NewYork 6 léttskýjað Orlando 17 þoka Parfs 11 skýjað Madeira 18 hálfskýjað Róm 16 þokaigrennd Vin 16 aiskýjað Washington 8 alskýjað Winnipeg 4 þokumóða Veitingamenn senda borgarráði bréf: Mótmæla veitingarekstri á veg’uin borgarinnar SAMBAND veitinga- og gistihúsa hefur mótmælt við borgarráð fyrir- huguðum veitingarekstri i Ráðhúsi Reykjavíkur og hugsanlegum veitingarekstri við fjölskyldugarðinn í Laugardal. í bréfi sambandsins til borgar- ráðs segir, að Reykjavíkurborg sé trúlega umsvifamesti veitingahúsa- eigandi í landinu. Perlan taki 250 manns í sæti auk þess sem stór veitingasala sé á 4. hæð, Viðeyjar- stofa taki 200 manns í sæti, Hótel Borg taki 290 manns í sæti og loks taki kaffístofan á Kjarvalsstöðum um 80 manns í sæti. Þá segir í bréfinu: „Það verður að teljast und- arlegt að þetta nýjasta veitingahús borgarinnar skuli taka til starfa á meðan umræða um einkavæðingu fyrirtækja stendur sem hæst í þjóð- félaginu, en borgarstjóri og nokkrir borgarfulltrúar hafa í fjölmiðlum boðað áform um nokkra einkavæð- ingu borgarfyrirtækja." Enn fremur: „í miðborg Reykja- víkur er mikill fjöldi veitingahúsa og eiga mörg þeirra í rekstrarerfið- leikum vegna offramboðs sem Reykjavíkurborg hefur sannarlega stuðlað að. Nú þegar kaffihúsin í miðbænum fá þessa óvæntu sam- keppni hefur heyrst að til standi að reisa stórt veitingahús í Laug- ardal í tengslum við fjölskyldu- garð." Farið er fram á að borgarfulltrú- ar endurskoði veitingarekstur borg- arinnar og þess vænst að borgar- yfirvöld muni í framtíðinni styðja við atvinnurekstur í borginni í stað þess að keppa við hann. Það væri ójafn leikur. Erindinu var vísað til umsagnar umhverfismálaráðs hvað varðar veitingarekstur í Laugardal. Morgunblaðið/Sverrir Drottningar á tízkusýningu Stúlkurnar 18, sem þátt taka í Fegurðarsamkeppni íslands á Hótel íslandi, nk. miðvikudag, komu fram á tízkusýningu í Borgar- kringlunni í gær. Fjöldi manns fylgdist með sýningunni. Sýningar sem þessar eru liður í því að kenna stúlkunum framkomu. Sjá kynningu á stúlkunum 18 á bls. 50-51. Byggingavísitala mæl- ir 3,1% verðbólgu HAGSTOFAN hefur reiknað launavisistölu fyrir aprilmánuð 1992 miðað við meðallaun í mars síðastliðnumm. Vísitalan er 128,1 stig eða 0,2% hærri en í fyrra mánuði. Samsvarandi launavísitala, sem gildir við útreikning greiðslumarks fasteignaveðlána, tekur sömu hækkun og er því 2.801 stig í maí 1992. Þá hefur Hagstofan einnig reikn- að út vísitölu byggingakostnaðar eftir verðlagi um miðjan apríl 1992. Hún reyndist vera 187,3 stig og Slysagildra við Tjarnarbakka LÖGREGLAN í Reylqavík stóð vakt við norðurenda Tjarnarinn- ar á þriðjudag, þegar mannfjöldi kom til vígslu Ráðhúss Reykja- víkur, þar sem í Ijós kom að tröppur við Tjarnarbakkann geta valdið óhöppum. Við norðurenda Tjamarinnar liggur göngustígur niðri við vatns- borðið. Stígurinn er aflíðandi upp að ráðhússlóðinni, en efst eru þrjár tröppur. Svo virðist, sem margir hafi ekki áttað sig á að tröppumar tækju við af fláanum. Ein kona datt og margir hrösuðu. Samkvæmt upplýsingum lögreglu er þama um slysagildru að ræða, sem hægt væri að fjarlægja með því að hafa áframhaldandi fláa. Lögreglan hef- ur því sent embætti gatnamála- stjóri ábendingu um þetta. hækkar um 0,1% frá mars 1992. Þessi vísitala gildir fyrir maímánuð, en samsvarandi vísitala miðuð við eldri grunn (desember 1982=100) er 599 stig. Síðastliðna 12 mánuði hefur byggingavísitalan hækkað um 3,1%. Vísitala byggingakostnaðar í maí 1992 er eins og í febrúar 1992. -----»♦ 4------ Lánskjara- vísitaía hækk ar um 0,09% SEÐLABANKINN hefur reiknað út lánskjaravísitölu fyrir maí- mánuð með tilvisan til 39. grein- ar laga nr. 13 frá 1979 og reynd- ist vísitalan vera 3203 stig. Hækkun vísitölunnar frá mánuð- inum á undan varð 0,09%. Umreiknuð til árshækkunar hef- ur breytingin verið síðasta mánuð 1,1%; síðustu 3 mánuði 0,6%; síð- ustu 6 mánuði neikvæð um 0,1% og síðustu 12 mánuði 4,3%.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.