Morgunblaðið - 16.04.1992, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 16.04.1992, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. APRÍL 1992 23 ekki lúxus sem fáum útvöldum stendur aðeins til boða og þurfum við að þjálfa stóran hóp atvinnu- manna í tónlist? „Mannskepnunni er í blóð borið að fá útrás í einhvers konar tján- ingu. Og það er ekki síður mikil- I vægt að mennta neytendur en flytjendur. Markmið Tónmennta- skólans er ekki að þjálfa atvinnu- I menn heldur að veita börnum og unglingum undirstöðuþekkingu í tónlist og hljóðfæraleik. Margir ( foreldrar líta á þetta sem sjálf- sagðan þátt menntun barna sinna. En auðvitað er tónlistarnám for- réttindi á íslandi meðan það er kennt að mestu leyti í sérskólum sem krefja nemendur um skóla- gjöld. Það eru ekki allir sem hafa ráð á því að senda börnin sín í tónlistarskóla. Það er staðreynd. Það fylgir svo í kjölfarið að því fleiri sem njóta slíkrar undirstöðu- kennslu, þess meiri líkur er á að fram komi væntanlegir atvinnu- menn í tónlist. í Tónmenntaskó- lanum er hægt að stunda 10 ára samfellt tónlistarnám og það er i ekki óalgengt að nemendur fari I héðan inn á tónlistarbraut í Menntaskólanum við Hamrahlíð og taki sjöunda stig t.d. við Tón- ! listarskólann í Reykjavík samhliða stúdentsprófi. Þá er hægt að halda j áfram og Ijúka einleikara- eða ! kennaraprófi og fara síðan erlend- is í framhaldsnám eins og mjög margir gera núorðið. Að því loknu hefur tónlistarmaðurinn um eða yfir 20 ára samfellt tónlistarnám að baki og er enn innan við þrít- ugt. Þannig fáum við hámenntaða og vel þjálfaða tónlistarmenn til : starfa á íslandi nema þeir kjósi | að starfa á erlendum vettvangi sem gerst hefur í auknum mæli undanfarin ár,“ segir Stefán. Afmælishljómsveit og söngleikur Tónmenntaskólinn hyggst halda upp á afmælisárið með veg- ; legum hætti og má þar fyrst nefna að stofnuð hefur verið Afmælis- hljómsveit skólans, skipuð núver- andi og fyrrverandi kennurum og nemendum. Stefán segir að undir- tektir við þátttöku í Afmælis- hljómsveitinni og tónleikum henn- ar 25. apríl næstkomandi hafi far- ið fram úr björtustu vonum. í hópi hljóðfæraleikara hljómsveit- arinnar verði allmargir þekktir atvinnutónlistarmenn og sést best á því hverju hlutverki Tónmennta- skólinn (Barnamúsíkskólinn) hef- ur gegnt í tónlistaruppeldi þjóðar- innar undanfarna áratugi. Efnisskrá tónleikanna er fjöl- breytt, stór strengjasveit leikur Adagio fyrir strengi eftir Barber og Holberg-svítu eftir Grieg. Síð- ! an verður leikinn píanókonsert nr. i 1 eftir Chopin með Þorsteini Gauta Sigurðssyni sem einleikara en hann var nemandi í Tónmennta- skólanum. Eftir hlé mun stór blás- arasveit leika. Stjórnendur verða í Guðmundur Óli Gunnarsson og Sæbjörn Jónsson. Aðgangur er ókeypis og að sögn Stefáns öllum heimill meðan húsrúm leyfir í Háskólabíói. Þá verður einnig að geta þess að skólinn hefur pantað söngleik sem nú fer senn að verða tilbúinn. Efnið er úr sögu eftir Roald Dahl sem heitir Kalli og sælgætisgerð- in. Textann hefur Böðvar Guðmundsson samið en tónlistin er eftir Hjálmar H. Ragnarsson. Þetta verður skemmtileg ópera fyrir alla fjölskylduna að sögn Stefáns. Söngvarar og hljóðfæra- leikarar verða bæði börn og full- orðnir. Ætlunin er að kynna þetta verk í konsertformi í Borgarleik- húsinu næsta haust á sérstakri afmælissýningu. Síðan er áformað að færa söngleikinn upp sem al- vöru sviðsuppfærslu haustið 1993 að sögn Stefáns Edelstein skóla- stjóra Tónmenntaskóla Reykjavík- ur. Texti: Hávar Sigurjónsson Til sölu lúxusíbúð - Pósthússtræti 13 4. hæð (efsta). Glæsilegar innréttingar, tvö svefn- herbergi, stórar stofur. Svalir í suð-austur. Gesta- asnyrting. Sér þvottaaðstaða. Sér bílastæði í bílgeymslu. Laus strax. Skipti möguleg. Til sýnis og sölu í dag, skírdag, frá kl. 16.00-18.00. BRÆOURNIR ©JORMSSONHF BOSCH VERKSTÆÐI Lágmúla 9 sími 3 88 20 • Vélastillingar • Smurþjónusta • Raíviðgerðir • Ljósastillingar • Díselverkstæði B I L L A R S I N S í EVRÓPU 1992 NYR O G GJÖRBREYTTUR VOLKSWAGEN-40 ÁR Á ÍSLANDI NY YFIRBYGGING Avalar útlínur - Lægri vindstuðull Fullkomin ryðvörn RUMBETRI Meira höfuðrými - Meira axlarými meira fótarými - Betri sæti AUKIN AKSTURSHÆFNI Meiri sporvídd aftan og framan - Meira hjólahaf - Meira fjöðrunarsvið - Betri hemlun OFLUGRI HREYFLAR Bensínhreyflar með eldsneytisinnsprautun 4ra strokka 1,4 lítra, 1,8 Íítra, 2,0 lítra og Vó 2,8 lítra Verð frá kr. 1.051.200 ÞRIGGJA ARA ABYRGÐ AUKIÐ ORYGGI MEIRI UMHVERFISVERND Sérstyrkt yfirbygging - Aflögunarbitar fremst Þrívirkur hvarfakútur með súrefnisskynjara á burðarvirki Endurvinnanleg plastefni samkvæmt staðal- merkingu m HEKLA gæðastimpill LAUGAVEG1174 GEGNUM ÁRIN SIMI695500 Bíll ársins í Evrópu 1992 i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.