Morgunblaðið - 16.04.1992, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 16.04.1992, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. APRIL 1992 Afmæliskveðja: Dr. phil. Guðrún P. Helgadóttir fyrr- verandi skólasljóri Við íslendingar erum lánsöm þjóð. Styrkur okkar og veikleikar, örlögin öll, eru samofín í smæðinni, víðáttunni og djúpum dali, berangri og gjöfulum sjó, runnin erum við saman af einni rót en þó marg- þættri. Einstaklingurinn má sín meir en víða annars staðar, meira er á hvem og einn lagt og því færri sem víkja sér undan þeim mun betur hefur okkur farnast. Þetta er saga okkar hvort sem litið er til atvinnuvega og verslunar, sjálfstæðisbaráttu, menningar, félagsmála eða mennt- unar. Á páskadaginn næsta, 19. apríl, verður einn af merkisbemm samtíð- arinnar, dr. Guðrún P. Helgadóttir, sjötug. Frá henni liggja ótal þræðir út í þjóðlífíð allt, margir og ef til vill flestir í gegnum Kvennaskólann í Reykavík, en fjölmargir um kennslu annars staðar, félagsstörf og fræðiiðkanir. Traustust alls em þó bönd ættar og ijölskyldu. Frú Guðrún kom að Kvennaskól- anum í Reykjavík árið 1955 á efri ámm frk. Ragnheiðar Jónsdóttur, þáverandi skólastjóra, og tók við af henni árið 1959. Skólinn var þá í ákafiega föstum skorðum og starf- aði í óslitinni hefð mótaðri á löngum starfsferli fyrirrennaranna, frú Þóru Melsteð árin 1874-1906, Ingibjarg- ar H. Bjarnason frá 1906 til 1941, og frk. Rágnheiðar árin þar á eftir. Kjölfesta þessarar hefðar var miklar kröfur sem gerðar vom til nemenda, í náminu fyrst og fremst en einnig í allri framkomu og hegð- un utan skóla sem innan. Hefðin styrktist af því að jafnan var aðsókn að skólanum miklu meiri en unnt var að verða við og samkeppni um skólavist hörð. \ Frú Guðrún var enginn eftirbátur fyrirrennara sinna um kröfur og metnað en setti strax sitt persónu- lega mark á skólann, ekki síst með kennslu sinni sem raunar var víð- kunn áður en hún kom að kvenna- skólanum. Sagt var að myndugleiki hennar væri slíkur að hörðustu ókriyttastrákar í Gagnfræðaskóla Austurbæjar hefðu skolfíð á beinun- um hvort sem þeir sátu eða stóðu eins og hún vildi. Aðra valkosti voru þeir sagðir ekki hafa haft. Sjálfur fór ég ekki með öllu varhluta af skjálftanum fyrsta ár mitt í Mennta- skólanum í Reykjavík þar sem frú Guðrún kenndi þá jafnframt starfi sínu við kvennaskólann. Hitt var þó meira um vert að nærfærni hennar í meðferð móðurmálsins, næmleiki á blæbrigði tungunnar og bók- mennta og skipuleg framsetning, urðu öllum sem nutu dijúgt vega- nesti, hvar sem þeir nutu kennslu hennar. Sérstakt einkenni kennslu hennar var smekkvísin, hana vildi hún kenna og tókst það jafnan þrátt fyrir misjafnan þroska og næmi lærisveina og meyja. Kennsluskylda skólastjóra var mikil á þessum árum og engin að- stoð við skrifstofustörf hafði tíðkast í kvennaskólanum. Til viðbótar þessu fulla starfi beitti frú Guðrún LOÐAHREINSUN í REYKJAYÍK VORIÐ 1992 Umráðamenn lóða í Reykjavík eru hvattir til að flytja nú þegar af lóðum sínum allt er veldur óþrifnaði og óprýði. Til að auðvelda fólki að losna við rusl hafa verið settir gámar á eftirtalda staði: Ánanaust til móts við Mýrargötu. Sléttuveg í Fossvogi. Sævarhöfða til móts við Malbikunarstöð. Gylfaflöt austan Gufunesvegar. Jafnasel í Breiðholti. Sérstakir hreinsunardagar verða laugardaginn 9. og 16. maí og verða ruslapokar afhentir í hverfabækistöðvum gatnamálastjóra. Eftir hreinsunardagana munu starfsmenn Reykjavíkurborgar fara um hverfi borgarinnar og hirða upp fyllta poka. Rusl sem flutt er til eyðingar skal vera í umbúðum eða bundið og hafa skal ábreiður yfir flutninga- kössum. Umráðamenn óskráðra og umhirðulausra bílgarma, sem eru til óþrifnaðar á götum, bíla- stæðum, lóðum og opnum svæðum í borginni eru minntir á að fjarlægja þá hið fyrsta annars má búast við, að þeir verði teknir til geymslu um tak- markaðan tíma en síðan fluttir til eyðingar. Gatnamálastjórinn í Reykjavík, Hreinsunardeild. sér fljótlega fyrir vikulegum gesta- komum, skálda og uppeldisfræðinga m.a. til 4. bekkjar og sat þtjár full- ar helgar á vetri hvetjum sérstak- lega með umsjónarkennurum og ræddi hagi skjólstæðinganna í tengslum við færslu einkunnabóka hvers og eins. Þá birtist okkur kenn- urum að samúð og mildi stóðu og standa henni miklu nær en sú ímynd sem hún beitti sjálfa sig hörðu til að sýna á ytra borði þegar halda þurfti nemendum að verki. Frú Guðrún reyndist kennurum sínum ekki síðri skólastjóri en nem- endum sínum kennari. Hún lét sér mjög annt um nýliða, studdi þá og hvatti, áhugasöm um allt það er til framfara horfði í kennsluefni og kennsluháttum. Hún lét sér að sama skapi hægt um breytingar á ýmsu ytra formi og hvarf ekki frá gömlum gildum fyrr en í fulla hnefana ef því var að skipta. Henni var það sérstaklega lagið að láta á sér finna þegar henni þótti vel unnið hvor heldur var um nemendur eða kenn- ara að ræða en hitt fór heldur ekki fram hjá neinum ef henni mislíkaði. Frú Guðrún lagði hart að sér við störf sín. Um leið og hún bætti við ýmsum vinnufrekum nýmælum átti hún fyrst skólastjóra kvennaskólans fyrir þremur ungum sonum að sjá, lengi vel sem ekkja. Löngu síðar þegar við unnum saman að útgáfu afmælisrits skólans á aldarafmæli hans varð mér einnig Ijóst hvetja alúð Guðrún hlýtur að hafa lagt við undirbúning kennslu sinnar. Ekkert var þá svo smátt sett á blað eða sagt að ekki væru af hennar hálfu þaulkannaðar heimildir, og mar- gleitað staðfestingar á öllu sem til álitamála gat talist. Tryggilega var síðan' gengið frá að ekkert í orð- alagi eða framsetningu gæti valdið misskilningi. Þannig mun það alltaf hafa verið einnig um kennslu henn- ar. Þegar þess er enn fremur gætt að á fyrstu skólastjóraárum sínum gaf frú Guðrún einnig út tvær bóka sinna um skáldkonur fyrri alda þá verður starf hennar á þessum árum einskis til jafnað annars en þrekvirk- is. _ Árið 1964 kom í Ijós að frú Guð- nín hafði þessi ár ekki gengið heil til skógar heldur reyndist hún vera með alvarlegan hjartagalla sem hún fékk þó blessunarlega bót á í tví- sýnni skurðaðgerð. Nú hefði mátt ætla að eftir þetta drægi frú Guðrún eitthvað saman seglin en það var öðru nær. Vart hafði hún náð heilsu á ný fyrr en gámalt áhugamál hennar, Hrafns saga Sveinbjarnasonar, greip hug hennar og eftir eitt orlofsár og ann- að í launalausu leyfi hafði hún lokið doktorsprófi frá Somervilleháskó- lanum f Oxford. Afmæli: Um þetta leyti eða upp úr 1966 komust byggingamál skólans mjög á dagskrá en hús skólans frá 1909 var þá farið að há starfsemi hans mjög tilfitinanlega. Á næstu árum vann frú Guðrún þrotlaust starf við að þoka því máli áleiðis ásamt for- manni skólanefndar, fyrst frú Sig- ríði Briem Thorsteinsson og síðar frú Halldóru Einarsdóttur. Um skeið tengdist byggingarmálið hugmynd- um um að opna nýja námsleið við skólann allt að stúdentsprófi og varð um skeið af því hörð rimma, „kvennaskólamálið", eins og það var stundum kallað. Frumvarp um það efni var fellt á Alþingi 1970 og er óhætt að segja að þau úrslit urðu frú Guðrúnu mik- il vonbrigði enda hafði hún lagt í málefnið mikinn tíma og erfiði. Því nefni ég þetta að málið allt er gott dæmi um það að hún gafst aldrei upp þegar hagsmunir skólans voru annars vegar. Smátt og smátt var hindrunum rutt úr vegi fyrir því að viðbótarbygging gæti risið á lóð skólans. Frú Guðrún gekkst með skólanefndinni fyrir glæsilegri 100 ára afmælishátíð árið 1974 með útgáfu bókar um sögu skólans, viða- mikilli sögusýningu og hátíðardag- skrá í Dómkirkjunni. Árið 1974 markaði einnig að öðru leyti þáttaskil í sögu skólans því þá voru sett lög um grunnskóla og felldar niður forsendur 4. bekkjar sem verið hafði stolt skólans með vönduðu og eftirsóttu prófi sínu. Þrátt fyrir ýmsa óvissu um framtíð- ina fékk frú Guðrún því áorkað að þá var, árið 1977, sett á stofn tveggja ára uppeldisbraut. Með hægðinni sveigði hún einnig af þeirri braut að taka eingöngu stúlkur í skólann. Jafnt og þétt vann hún að Guðný Guðlaugsdóttir frá Tryggvaskála ítrekað hafa íslensk eldfjöll vald- ið titringi í veröldinni. Kvenfólkið okkar hefur einnig vakið titring, bókmenntimar barmafullar af þess- um elskum, heimsfegurðardrottn- ingar hvar sem þær láta sjá sig og svo hafa þær náttúrulega algerlega stungið okkur körlunum í vasann hér uppá Fróni. Forseti landsins er kona sem og forseti þingsins og forseti Hæstaréttar. Segja má að ást eldfjallanna á veröldinni sé svo mikil, að þau smám saman séu að færa landið um allan heiminn til austurs og vesturs. Þetta er einmitt í stíl við kvenfólkið, sem fyrir löngu er búið að heilla alla veröldina upp- úr skónum og ekki við öðru að búast en að eldfjöllin taki þær sér til fyrirmyndar. Yndislegt er að standa í skjóli þessara elskna, það hafa allir reynt, því öll erum við fædd af konum. Ástúðin, umhyggjan og glaðyærðin geislar af þeim í stíl við fegurðina, sem eins og ég sagði áðan er löngu búin að leggja veröldina og landið að fótum sér. Ein þessara kvenna er áttræð í dag, móðir skólabróður míns og félaga og sýslungi föður míns. Fædd og uppalin þar sem Heklu ber hæst við himin og göfug eins og kvenhetja stigin beint úr Njálu. Minningamar koma uppi hug- ann. Heill bekkur þyrpist útí skóla- portið í Barnaskóla Austurbæjar og allt svæðið logar í stórfiskaleik. Allt í einu er hrópað: „Ég er hætt- ur.“ Barnaskarinn dettur í dúna- logn. Aðalstórfískurinn hættur, hvað er nú að? „Ef Sigurgeir er ekki með, þá er ég hættur." Allir líta til mín og ég helli mér í leik- inn. „Blessaður segðu henni mömmu að þú hafír verið með, þá fæ ég að fara á skíði um helgina," hvíslar másandi stórfiskurinn að mér, þegar leiknum er lokið. Önnur minning. Dyrabjallan hringir og allur krakkaskarinn er rokinn útí bakarí. Sá fyrsti fær stærsta snúðinn og ég haltra á eft- ir. „Hvað, fékkst þú engan snúð?“ segir stórfískurinn, sem ryður sér braut gegnum krakkaskarann með besta snúðinn, enda fljótastur að hlaupa. „Heyrðu, taktu bara minn, en elskan mín segðu henni mömmu frá því, hún er nefnilega alltaf að tala um þig, þá fæ ég að fara fyrr i sveitina í vor í sauðburðinn." Þetta vakandi auga, sem ég naut svo ríkulegá, dvelur nú á Sólvangi því að skólinn eignaðist ýmis lista- verk og nýbyggingin tók að rísa á baklóð skólans. Hvert spor á þessum tíma mátti heita spurning um líf eða dauða fyrir skólann því að nógir úrtölumenn voru þeirrar skoðunar á þessum árum að hann hefði gegnt hlutverki sínu og ætti að leggja hann niður við hentugt tækifæri. Árið 1979 má segja að ögur- stundin rynni upp þegar hætt var að taka við nemendum úr 6. bekk grunnskólans en stofnsettar brautir á framhaldsskólastigi, tvær tveggja ára brautir og með harðfylgi frú Guðrúnar ein braut til stúdents- prófs, menntabraut, sem hún vildi svo kalla en allar voru brautirnar á uppeldissviði. Veturinn 1980-81 var nýbygg- ingin tekin í notkun og vorið eftir, 1982, útskrifaði frú Guðrún fyrstu stúdentana um leið og hún kvaddi skólann, albúinn átaka við nýja tíma. Ég fullyrði a leitun mun nokkurr- ar annarrar manneskju sem stýrt hefði jafnfarsællega til hafnar og frú Guðrún gerði skóla sínum. Þar fór saman lipurð og festa, metnaður og ósérhlífni sem skólinn með nem- endum sínum og kennurum stendur í ævarandi þakkarskuld við. Frú Guðrún hefur nú um tíu ára skeið getað helgað sig hugðarefnum sínum og ijölskyldu sem sannarlega var stundum smátt skammtaður tími hennar af skólans hálfu. Nú gafst henni loks tími til að ganga frá útgáfu sinni á Hrafns sögu Sveinbjarnarsonar með þeim athug- unum sem doktorsritgerð hennar byggðist á. Hún hefur ritað ævisögu föður síns, Helga Ingvarssonar læknis, af þeirri ræktarsemi sem einkennir öll hennar samskipti við fólk langt út fyrir raðir ljölskyldunn- ar. Ljóð setur hún saman sér tii gamans og félagsmálum sinnir hún, þótt eitthvað sé það ef til vill minna nú en áður, enda mun það seint spyijast til frú Guðrúnar að hún skorist undan að ljá því lið eftir mætti sínum sem til reisnar og menningarauka horfir. Þessi fáu orð um' merka starf- sævi eru afmæliskveðja undirritaðs og skólans sem við gættum saman um skeið. Heillaóskir flytjum við þér, frú Guðrún, og eiginmanni þín- um, Jóhanni Gunnari Stefánssyni, og vonum að þið megið lengi enn njóta samvistanna hvort við annað og við njóta áfram vináttu ykkar af friðarstóli. Aðalsteinn Eiríksson. Þau hjónin Guðrún Pálína Helga- dóttir og Jóhann Gunnar Stefáns- som munu taka á móti gestum í Átthagasal Hótels Sögu á páskadag 19. apríl milli kl. 17. og 19. í Hafnarfirði, og ég sendi þessar línur frá Landspítalanum. Svona eru örlögin, það stendur enginn lengur en hann er studdur. Allt mitt líf hef ég helgað þjóðlegum fræðum og þó einkum ættfræði. Ég vona að enginn lái mér það, að ég sérstaklega hef lagt mig eftir ættum þessa velgjörðarfólks míns, enda upprunnið af svipuðum slóðum og foreldrar minir. Á þessum merkisdegi í lífi henn- ar Guðnýjar minnar sendi ég þær heitustu heillakveðjur sem mér er unnt og vona að hún eigi eftir að taka mörg dansspor eins og frægt var í Tryggvaskála. Sigurgeir Þorgrímsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.