Morgunblaðið - 16.04.1992, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 16.04.1992, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. APRIL 1992 25 500.000 krónur í Þyrlukaupasj óð endur að halda áfram? Einni réttlætisspurningu skýtur alltaf upp kollinum þegar rætt er um „aðgerðir“, sem ætlað er að hjálpa illa stöddum fyrirtækjum. Hvað um stöðu og skuldir þeirra fyrirtækja er ganga vel eða mið- lungsvel, en gætu vel hugsað sér að skulda minna. Forráðamenn þeirra spytja sig. Á nú einn ganginn enn að hjálpa skussunum, gefa þeim peninga og hysja upp um þá sem ekki kunna að reka fyrirtæki. Við fáum aldrei neitt en erum þó í samkeppni við þessi endurreistu fyrirtæki. Mér vefst tunga um tönn þegar ég hitti þessa menn og hef lítið af svörum. Nauðasamningur reynslusaga Fyrirtækið hf. sem er eitt stærsta fyrirtæki á íslandi í sinni grein, átti á sl. ári í miklum erfið- leikum, eins og reyndar öll greinin. Fyrirtækið skuldaði í árslok 1991 um 900 m. kr., þ.a. um 270 m. kr. vegna afurðalána. Miðað við áætl- aðan rekstur 1992 var ljóst að ætti fyrirtækið að eiga sér lífdaga auðið yrði að lækka skuldir um a.m.k. 300 m. kr. Þetta þýddi að bjóða þyrfti almennum lánardrottn- um (með ótryggðar kröfur) greiðslu á 30% krafna sinna, um 70% yrði að afskrifa. Stjóm Fyrirtækis hf. ákvað að reyna frjálsa samninga við lánar- drottna, þ.e. án aðstoðar skiptarétt- arins, eða það sem hér verður kall- að skuldaskilasamningar. Var Lög- fræðistofu Tryggva Agnarssonar falið að sjá um hina praktísku fram- kvæmd. Hún fól í sér eftirfarandi skref: Mat á möguleikum fyrirtækisins Rekstrarmenntaður maður fór í gegnum reksturinn og eftir skoðun komst hann að eftirfarandi niður- stöðu: — Rekstraráætlun fyrir 1992 benti til þess að fyrirtækið gæti skilað þokkalegri framlegð til fjár- magns og afskrifta. — Lífsnauðsynlegt væri að halda núverandi sölusamningum á helstu framleiðsluvörum en tilvist fyrirtækisins byggist. mjög á þess- ari vinnslu. — Hagræðingarmöguleikar væru fyrir hendi með samruna við önnur fyrirtæki á svæðinu. — Mögulegt væri á að fá nýtt hlutafé frá hagsmunatengdum aðil- um. Hin praktíska framkvæmd Eftir skoðunina var gripið til neðangreindra aðgerða. 1. Beðið var um greiðslustöðvun hjá Bæjarfógeta á staðnum og var hún fyrst veitt í 2 mánuði og síðan framlengd tvisvar. 2. Haft var samband við alla kröfuhafa í framhaldi af greiðslustöðvuninni og þeim til- kynnt um hana og óskað eftir upplýsingum um stöðu á við- skiptareikningum. Kröfuhafar voru um 200 talsins svo þetta var mikil vinna. Skuldir voru greindar og þær flokkaðar í tryggðar- og almennar skuldir. 3. Greiðslustöðvunartíminn var notaður til að vinna upp ítarleg gögn um eignir og rekstur fyrir- tækisins. Allar eignir voru metnar m.t.t. áætlaðs markaðs- verðs þeirra. Vandamál við framkvæmdina Það er reynsla okkar af þessari vinnu að hún er flókin og tafsöm. Kemur þar margt til: — Tryggja þarf rekstur á greiðslu- stöðvunartíma bæði varðandi fram- kvæmdastjórn og eftirlit. — Málefni dótturfélaga blandast oft inn í framkvæmdina svo og ábyrgðir af ýmsu tagi. — Mat eigna og tækja er vanda- samt vegna sérhæfni og staðsetn- ingar. — Staðreyna þarf bókhaldsupplýs- ingar, en ekki er óalgengt að mis- brestur sé á þessu í illa stöddum fyrirtækjum. — Lánardrottnar voru um 200 talsins með ýmiskonar kröfur, veð- skuldir ábyrgðir, kaupleigusamn- inga og almennar viðskiptakröfur. Ljóst var að staða sumra þessara aðila var veik og umtalsvert tap gat riðið þeim að fullu. Persónuleg og tilfinningaleg atriði spiluðu inn í umfjöllun um þessar skuldir. Reynsla okkar af nauðasamningum Sú reynsla er við höfum aílað okkur af framkvæmd nauðasamn- inga hefur styrkt okkur í þeirri trú að þessi leið sé farsæiust fyrir fjöl- mörg fyrirtæki. Við teljum hinsvegar að einfalda þurfi alla framkvæmd nauðasamn- inga og sníða af ýmsa galla. í þessu sambandi höfum við bent á nýjar leiðir. Okkur er það vel ljóst að framkvæmdin veltur mikið á fó- getaembættum landsins, kunnáttu þeirra og vilja til að leysa úr málum. Lokaorð í tveimur greinum hef ég fjallað um vanda sjávarútvegsins og bent á leiðir til úrbóta. Tilgangurinn með þessum skrifum hefur verið að reyna að færa umræðuna nær raunveruleikanum og að hún snúist um úrræði er koma sjávarútvegs- fyrirtækjunum að gagni í núver- andi vanda þeirra. Megininntak skoðana minna er að sjávarútvegurinn sé ekki þurfa- lingur heldur atvinnugrein, sem þjökuð hefur verið af ofstjórn og óendanlegum kröfum íslensks þjóð- félags. Sjávarútvegsfyrirtækin þurfa að bijótast úr þessari úlfa- kreppu og standa vörð um sjálf- stæði sitt. í þessu sambandi trúi ég ekki á aðgerðir „að ofan“ heldur á aðgerðir fyrirtækjanna sjálfra þar sem allir hagsmunaaðilar, stjórn- völd, lánastofnanir o.fl. leggja sitt af mörkum til að leysa vandann. Höfundur er rekstrarhagfræðingur og rekur eigið ráðgjafarfyrirtæki. Lionessuklúbbur Njarðvíkur hefur gefið 500.000 kr. í Þyrlu- kaupasjóð til minningar um Brynjólf Lárusson, Bolungarvík, sem fórst 1. október 1991. Árið 1989 gaf Brynjólfur heitinn út hljómplötuna Blöndu ásamt Jón- mundi Kjartanssyni. Þar er að finna frumsamið efni, mest allt eftir þá félaga. Hljómplatan var hljóðrituð í upptökuveri Hrólfs Vagnssonar í Þýskalandi. Þegar Brynjólfur fórst ákváðu ekkja hans, Hulda M. Þorkelsdóttir, Jónmundur og Hrólfur að gefa Lionessuklúbbi Njarðvíkur 500 ein- tök af hljómplötunni og skyldi and- virði hennar renna óskert til Þyrlu- kaupasjóðs til minningar um Brynj- ólf heitinn. Dagana 28. og 29. febrúar sl. gengu Lionessur í hús á Suðurnesj- urn og buðu Blöndu til sölu. Suður- nesjamenn tóku vel á móti félags- konum og seldust allar hljómplötun- ar. Lionessuklúbbur Njarðvíkur þakkar Suðurnesjamönnum frá- bærar undirtektir og vonar að ís- lendingar eignist sem fyrst stóra og öfluga björgunarþyrlu. (Fréttatilkynning) SAS Lukkupotturinn er fullur af ævintýrum! SAS býður upp á ótrúlega lág far- gjöld til borga um alla Evrópu á verði sem er um 40% lægra en á venjulegum fargjöldum. Börn og unglingar frá 2ja til 18 ára aldurs fá þar að auki 50% afslátt. Til að spila í SAS Lukku- pottinum þarf að kaupa farmiðann 7-14 dögum fyrir brottför og dvelja a.m.k. aðfararnótt sunnudags í því landi sem ferðast er til. Hámarksdvöl ferðarinnar er einn mán- uður. Lukkufargjöldin eru miðuð við að ferðast sé með SAS frá íslandi til Kaupmannahafnar og þaðan áfram til ákvörðunarstaðarins. Verö miöaö viö einstakling: 29.000 38.400 SAS LUKKUFARGJOLD 43.100 47.800 52.500 57.200 Kaupmannah. Berlín Amsterdam Aberdeen Barcelona Alicante Stokkhólmur Hamborg Dusseldorf Brussel Genf Aþena Osló Hannover Frankfurt Budapest Mílanó Istanbul Bergen Stavanger Kristiansand Váxjö Vásterás Gautaborg Malmö Kalmar Jönköping Norrköping London Manchester Stuttgart Dublin Glasgow Helsinki Munchen París Ríga Tallinn Vín Vilnius Zúrich Nice Lissabon Madrid Malaga Róm 1250 kr. flugvallarskattur er ekki innifalinn í uppgefnu veröi. SAS flýgur frá íslandi til Kaupmannahafnar mánudaga, miövikudaga og laugardaga. Flug til íslands er á sunnudags-, þriðjudags- og föstudagskvöldum. Kynntu þér SAS Lukkupottinn á söluskrifstofu SAS eða á ferðaskrifstofunni þinni og fljúgðu á vit ævintýranna í Evrópu! Æ/SfS SAS á íslandi - valfrelsi í flugi! Laugavegi 172 Sími 62 22 11 YDDA F42.32/ SÍA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.