Morgunblaðið - 16.04.1992, Blaðsíða 61

Morgunblaðið - 16.04.1992, Blaðsíða 61
Seei JIH‘ÍA ,9Í HUOAQUTMMIJ QIQAJQMUOHOM MOIIGUNBLADIÐ FIMMTUDAGUR 16. APRÍL 1992 * Sigurður O. Haralds- son - Minning Fæddur 10. ágúst 1911 Dáinn 5. apríl 1992 Laugardaginn fyrir páska verður jarðsunginn frá Eyrarbakkakirkju Sigurður Ó. Haraldsson. Sigurður var fæddur í Reykjavík en ólst upp hjá foreldrum sínum í Vestmanna- eyjum til sjö ára aldurs. Foreldrar hans voru þau Kristín Ingvarsdóttir frá Kalmanstjörn i Höfnum og Haraldur Sigurðsson Ólafssonar frá Butru í Fljótshlíð en Guðbjörg Sig- urðardóttir móðir hans var frá Barkarstöðum í Fljótshlíð. Foreldr- ar Sigurðar slitu samvistir og fór hann þá í fóstur að Arngeirsstöðum í Fljótshlíð og var þar fram yfir fermingu. Fór hann þá til móður sinnar í Reykjavík. Systkini Sigurð- ar sammæðra voru: Kristín, Ingvar, Ragna, Kalman Steinberg, Hörður Trausti sem lést í æsku, Trausti og Fjóla. Systkini samfeðra voru: Unn- ur, Friðrik, Rúrik, Haraldur og Ása. Sigurður var ekki langskóla- genginn maður en þeim mun meira sjálfmenntaður og mjög víðlesinn. Eins og títt var um unga menn á þessum árum fór Sigurður á sjóinn, var hann bæði á síldarbátum og varðskipinu Ægi. En örlögin tóku í taumana og aðeins 18 ára gamall smitaðist hann af berklum. Dvaldi hann á Vífilsstöðum í 1-2 ár. Læknavísindin voru ekki komin eins langt á veg og nú og því dóu marg- ir sem fengu berkla. Ein lækninga- aðferðin var fólgin í því að viðkom- andi sjúklingur „var blásinn". Sú aðferð reyndist Sigurði vel og hon- um batnaði. Vann hann nú í nokkur ár í bókaverslun ísafoldar. Berkl- arnir tóku sig upp aftur nokkrum árum síðar og varð Sigurður þá að fara aftur á Vífilsstaði. Nú fólst lækningin í því að sjúklingurinn „var höggvinn“ eins og það hét. Var það gert á Kristneshæli árið 1947 og heppnaðist vel. Á Vífils- stöðum trúlofaðist Sigurður ungri stúlku, Valgerði Sigurðardóttur, en hún lést stuttu síðar úr berklum. Þegar hann hafði náð sér eftir veik- indin vann hann á gullsmíðaverk- stæðum og sem iðnverkamaður. Sigurður vann í mörg ár í Gluggum hf. og rak síðar Ljóra sf. ásamt félögum sínum, eða þar til sjónin fór að bila fyrir allmörgum árum. Samhliða því vann hann alla tíð við bókband og gull- og silfursmíðar heima. En bókband hafði hann lært á Vífilsstöðum. Sigurður var ein- staklega listfengur og handlaginn með afbrigðum og berá fagrir smíð- isgripir og fallega innbundnar bæk- ur honum fagurt vitni. Mér er minn- isstætt þegar merkir bókasafnarar voru að koma með stórar ferðatösk- ur fullar af bókum sem annaðhvort átti að binda inn eða gylla. Ég sá hann fyrst fyrir 37 árum einn sólfagran dag austur á Eyrar- bakka. Hann var að koma að sunn- an með áætlunarbílnum. Hann kom mér fyrir sjónir eins og kvikmynda- leikari þar sem hann gekk heim hlaðið að luisi ömmu minnar, há- vaxinn, glæsilegur með svart hár og yfirvaraskegg, klæddur frakka með -belti og hélt á skjalatösku í annarri hendinni. Hann var að heimsækja föðursystur mína, Sig- ríði Guðjónsdóttur kennara frá Litlu-Háeyri. Þau gengu í hjóna- band 4. febrúar 1956 og hófu bú- skap sinn á Bárugötu 20 en fluttu fljótlega í Bogahlíð 17. þau eignuð- ust eina dóttur, Valgerði Kristínu, sem er kennari. Frá þessum sólfagra degi hafa vegir okkar legið meira og minna um sama hlaðið. Ég vil því nú að leiðarlokum þakka Sigurði fyrir samfylgdina, hjálpsemina og allar skemmtilegu ferðirnar sem ég fór með þeim. Hér fer hann úr „Lífs- vagninum". Við hin stöndum eftir hnípin og lítum yfir farinn veg og höldum áfram samkvæmt áætlun hans, en tökum mið af vörðunum sem hann varðaði. Ég var 12 ára þegar ég fór í vist til þeirra hjóna. Ég var fjögur sumur hjá þeim að passa Völu dóttur þeirra. Sirrí var þá að kenna sund í Laugunúm. Oftast þurfti ég að elda mat í há- deginu. Ég var nú ekki sérlega flink en notaði stundum þá kunnáttu sem ég hafði lært í matreiðslu í skólan- um. Sigurður tók nýjum uppskrift- um með stakri þolinmæði og leið- beindi mér oft á tíðum enda var hann alla tíð liðtækur við heimilis- störfin. Mér þótti líka stórmerkilegt að púðar og veggteppi sem hann hafði saumað prýddu heimili þeirra. Á þessum tíma átti ég mitt annað heimili hjá þeim. Ég gisti oft og fékk að fara með þeim í margar skemmtilegar ferðir. Ógleymanleg- ar eru tjaldferðirnar í Þjórsárdalinn og vikuferð austur á Kirkjubæjar- klaustur. Oft var farið um Fljóts- hlíðina hans á leiðinni heim. Það voru riijuð upp atvik úr æsku og vinir sem enn bjuggu í Hlíðinni heimsóttir. Fáa þekki ég sem voru eins vel að sér um íslenska náttúru, jarðfræði og sögu landsins og þau Sirrí og Sigurður. Það var heldur ekki alltaf farinn aðalþjóðvegurinn. Oft var viðkvæðið „væri nú ekki gaman að vita hvert þessí vegur liggur ...“ eða „hvað skyldi vera á bak vð þessa hæð ...“ Kom þá stundum eitthvað skemmtilegt og forvitnilegt í ljós. Sigurður eign- aðist snemma kvikmyndatökuvél. Var því skemmtilegt á síðkvöldum að sjá myndir sem teknar höfðu verið á ferðalögum, eða vetrar- myndir þar sem ættingjar voru að renna sér í „lest“ á sleðum upp í Hamrahlíð eða að renna sér á skaut- 'um á Hópinu í Bakkanum nú eða að dansa „pílaranda" upp í sumar- bústað. I haust væru liðin 30 ár frá því að foreldrar mínir og Sirrí og Sigurður fluttu í Hvassaleitið. Það var óskaplega gott að vara í nábýli 'við þau. Þau voru líka alltaf svo skemmtileg og traust. Það var gott að vera hjá þeim unglingur, eiga athvarf hjá þeim hvenær sem var og leita hjálpar hjá þeim. Þau höfðu alltaf tíma o'g alltaf ráð. Pabbi var vanur að segja um eitthvað sem enginn gat hjálpað honum með: „Hann Sigurður getur örugglega gert þetta fyrir mig.“ Hann Sigurð- ur var líka alltaf tilbúinn að dytta að og lagfæra það sem þurfti í sam- bandi við sameign hússins hvort heldur utan húss eða innan þó svo að yngri menn og frískari væru til staðar. Þau hjón Sigríður og Sigurður voru mjög samhent og bæði ein- staklega listfeng. Sigríður var kennari að mennt, lærð í íþróttum, hannyrðum og teiknun. Þau voru miklir höfðingjar. Gjafir þeirra voru gjarnan eitthvað sem þau höfðu búið til. Sirrí teiknaði kannski mynstur að nælu eða hálsmeni sem hann smíðaði síðan. Sá klassi og stíll var yfir smíðisgripunum að þeir eru í sínu gildi í dag þótt þeir hafi verið gerðir fyrir 20-30 árum. Sigríður frænka mín lést 1. októ- ber 1982 langt um aldur fram, að- eins 61 árs. Var þá Sigurður svo lánsamur að Valgerður Kristín dótt- ir hans og fjölskylda hennar festu kaup á íbúð í sama húsi og hann í Hvassaleitinu. Hennar maður er Pálmar Sigurgeirsson verslunar- maður og eiga þau þijú börn: Sig- urð, f. 1981, Sigríði, f. 1983, og Ingvar, f. 1991. Síðustu ár voru Sigurði erfið. Sjónin versnaði mjög og hann varð mjög mæðinn svo að liann þurfti að fá súrefni því að lungun gátu ekki lengur unnið það úr andrúmsloftinu. Þrátt fyrir þetta var hann alltaf hress og gat gert að gamni sínu og fór allra sinna ferða. Hjá honum áttu afabörnin öruggt og gott athvarf. Þau voru sannkallaðir sólargeislar og líf- sneistar. Alltaf voru þau líka vel- komin með vinina. Sigurður var mikill vinur minn. Eftir að ég flutti aftur í sama hús og hann fyrir þremur árum og hann svona mikið heima töluðum við meira saman. Hann sagði mér gjarnan hvaða bækur hann væi'i að „lesa“ eða hvernig dagurinn hefði liðið hjá sér. Hann var mjög skemmtilegur og sagði vel frá. Hann var eins og ferskur andblær. Nú bankar hann ekki lengur hjá mér til að spjalla, og segir ekki: „Ættum við kannski að fá okkur dúó-kaffi.“ Það er stundum gott að vita ekki alltaf hvað er bak við næstu hæð. Hann kom ekki heim aftur úr síðustu ferð sinni með „Vagninum“ á Landspítaianum. Hann er kominn inn á það leiða- kerfi sem gengnir vinir og ástvinir ferðast með, þar sem engar þján- ingat' eru né þungt er um andar- drátt. Við stöndum eftir á hlaðinu og biðjum góðan Guð að vísa honum veginn og styrkja fjölskyldu hans í hennar miklu sorg. Bára Brynjólfsdóttir. Lungann úr marzmánuði dvaldist ég í Istambul í Tyrklandi ásamt fjöl- skyldu minni. Mannmergðin var gífurleg, mengun, umferðarhávaði, köll og hróp á framandi tungu. Við fundum fyrir eigin smæð í mann- hafinu og íslenskur veruleiki varð Ijarlægur undir austrænum himni og hálfmána. í byijun apríl var haldið heim á leið. Istambulborg var kvödd að morgni og um miðnætur- skeið stóðum við aftur á íslenskri grund. Á tímum nútímaferðalaga hverfa fjarlægðir í vélargný flug- véla og skyndilega virtist töfra- heimur og fólksfjöldi þúsund og einnar nætur óralangt í ijarska. Við hlökkuðum til að hitta ættingja og vini og samlagast á nýjan leik raunheimi venjulegs lífs. Þá bárust okkui' þær fregnir að móðurbróðir minn og vinur, Sigurður Haralds- son, væri látinn. Skyndilega hafði tilveran breytt aftur um svip og veruleiki án Sigurðar frænda var eins framandi og háreistar hallir tyrkneskra soldána. í hugarheimi hverrar manneskju lifa þeir ein- staklingar sem mótað hafa lífshlaup hennar á ýmsa vegu. Það var mín gæfa að Sigurður Haraldsson var alla tíð óaðskiljanlegur hluti minnar tilveru. Hann var heimagangur á heimili foreldra minna enda var ákaflega kært með honum og þeim. Sigurður var mikill mannkostamað- ur, skemmtilegur og greindur og ákaflega ljúfur í allri umgengni. Hann tók ástfóstri við mig ungan og með okkur þróaðist bæði rnikil og gróin vinátta sem ég ávallt mat ákaflega mikils. Sigurður var fæddur í Reykjavík 10. ágúst 1911. Foreldrar hans voru þau Kristín Ingvarsdóttir og Haraldur Sigurðsson. Ungur fékk hann berklaveikina og var hogginn eins og þá tíðkaðist að gera. Á berklahælinu varð hann og fyrir djúpri persónulegri reynslu. Sigurð- ur gekk aldrei heill til skógar eftir það en þessi lífsreynsla gaf honum mikinn andlegan styrk. Þeir sem lengi lifa í nábýli við dauðann kunna öðrum fremur að meta gjafir lífsins og njóta þeirra. í öllu lífi Sigurðai' kom þetta skýrt fram. Hann var ákaflega hagur á silfur og gull, smíðaði skartgripi, batt bækur og lagði gjörva hönd á ótal margt. Smíðisgripirnir voru frumlegir og listilegir og ólguðu af þeirri ást til lífsins sem Sigurður hafði til að bera. Síðustu árin sem Sigurður lifði fór heilsan að bila á nýjan leik. Sjónin versnaði, öndunin varð æ erfiðari og fleiri sjúkdómar knúðu dyra. En Sigurður hafði áður barist við daui''. n og haft betur og nú hófst löng glíma sem barst inn á margar sjúkrastofur. Sigurður gafst aldrei upp heldur varðist fim- lega og virtist tvíeflast við hveija raun. Hann hélt í vonina enda átti hann þá lífsþrá og þann lífsvilja sem skipti sköpum. I þessari baráttu komu mannskostir hans vel í ljós, æðruleysið og kjarkurinn sem aldr- ei brást þrátt fyrir endurtekin áföll og brotsjó. En skyndilega var glím- unni lokið og Sigurður Haraldsson allur. Eiginkona Sigurðar, Sigríður Guðjónsdóttir, andaðist fyrir nokkr- um árum en síðustu árin naut hann ástríkrar umhyggju dóttur sinnar, tengdasonar og barnabarna. Með þeim þróaðist ákaflega innilegt samband sem var þeim öllum til blessunar. Missir þeirra Valgerðar, Pálmars, Sigurðar, Sigríðar og Ing- vars litla er mikill og vil ég votta þeim alla samúð mína. Síðasta kvöldið okkar í Istambul horfðum við á sólina setjast. Borgin virtist teygja sig til himins í kvöld- rökkrinu en skyndilega ríkti myrkr- ið eitt. Turnarnir og hvolfþökin voru horfirt inní mistur og myrkur komandi nætur. En áhrif borgarinn- ar voru svo sterk að hún var áfram í hugum okkar þó hún væri ekki lengur sjáanleg. Ævisól Sigurðar Haraldssonar er nú hnigin til viðar en hann lifir áfram í minningu okk- ar allra sem þekktum hann, sterk- ur, æðrulaus og fallegur maður. Óttar Guðmundsson. ICEMl RAFSUÐUVÉLAR MIGSUÐUVÉLAR TIGSUÐUVÉLAR PLASMASKURÐARVÉLAR HLEÐSLUTÆKI STARTTÆKI ur~ GOH VERÐ SÉRVERSLUN MEÐ SLÍPIVÖRUK 0GL0FTVERKFÆR1 %R0T Kaplahrauni 5,220 Hafnarfjöröur simi 653090 - fax 650120
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.