Morgunblaðið - 13.05.1992, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 13.05.1992, Qupperneq 4
4 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. MAÍ 1992 Mat Eimskips á varnarliðsflutningunum: Tilboð Samskipa lægra en tilboð Eimskips 1987 Höfum ekki áhuga á flutningnnum á sömu kjörum og 1987, segir forstjóri Eimskips TILBOÐ Samskipa í flutninga fyrir varnarliðið á Keflavíkurflug- elli er lægra en tilboð Eimskips í sömu flutninga var fyrir fjórum árum að mati forstjóra Eimskips. Hörður Sigurgestsson forstjóri Eimskips sagði við Morgunblaðið, að án þess að hafa séð einstaka þætti tilboðs Samskipa, þá sé það mat Eimskips að það tilboð sé lægra en tilboð Eimskips í fiutn- ingana 1987, reiknað í doilurum þegar tillit hefði verið tekið til verðbólgu. Hins vegar væri væri öll deila um það bitamunur en ekki fjár. „Við teljum okkur þekkja þessa flutninga, vitum hver kostn- aðurinn er og við buðum lágt í þetta 1987 og höfum ekki áhuga á að flytja þetta aftur á svipuðum kjörum,“ sagði Hörður. Ómar Hl. Jóhannsson fram- kvæmdastjóri Samskipa sagði í Morgunblaðinu í gær, að tilboð Samskipa nú hafi verið hærra en tilboð Eimskips 1987. Á þeim fjór- um árum sem síðan séu liðin hafi Eimskip hins vegar hækkað farm- gjöld sín fyrir þessa flutninga um 150-200%. Þegar Hörður var spurður um þetta sagði hann að fyrsta árið hefði verið siglt sam- kvæmt tilboðinu. Að því loknu hefði Military Sealift Command (sjóflutningadeild bandaríska hersins) samið við Eimskip um það sem hefðu að mati hersins verið hæfileg flutningsgjöld. Hörður sagði aðspurður að sú upphæð hefði verið talsvert hærri en upp- haflegt tilboð. „Enda töldum við hitt ekki vera spennandi verkefni, þótt við hefðum boðið þetta lágt á sínum tíma, þegar við sáum hvernigþetta kom út,“ sagði Hörð- ur Sigurgestsson. VEÐUR Morgunblaðið/Jón Svavarsson Slökkviliðsmenn hlúa að kettlingunum við Grettisgötu. Slökkviliðið bjargaði köttum úr reykjarkófí SLÖKKVILIÐIÐ var kvatt að Grettisgötu 78 um hádegisbil í gær en í íbúð þar hafði pottur gleymst á eldavél og rauk mikið úr. Reykkafarar voru sendir inn í íbúðina, sem reyndist mann- laus, en hins vegar fundu þeir þar læðu með sex nýgotna kettl- inga. Kettlingarnir og læðan voru í körfu sem slökkviliðsmenn báru út og hresstust kettirnir þá fljót- lega en farið var að draga af þeim inni í reyknum. Þegar búið var að slökkva undir eldavélinni og reyklosa íbúðina tóku nágrannar að sér að gæta kattanna uns eigandi þeirra kæmi heim. Álit Verðlagsstofnunar: Viðskiptahindranir 1 útfararþjónustu VEÐURHORFUR I DAG, 13. MAI YFIRLIT: Á Grænlandshafi er 1012 mb lægð sem þokast austur en austur við Noreg er 988 mb lægð á leíð austnorðaustur. Um 1400 km suðsuðvestur í hafi er vaxandi 944 mb lægð á hreyfingu austnorðaustur. SPÁ: Suðaustlæg átt, stinningskaldi og rigning suöaustanlands en gola og síðar kaldi í öðrum landshlutum. Norðvestanlands verður lengst af léttskýjað, Hiti 3 til 8 stig. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á FIMMTUDAG: Norðaustlag átt, rigning á aust- og suðaustur- landi, skúrir eða slydduél með norðurströndinni en léttskýjað suðvestan- lands. HORFUR Á FÖSTUDAG: Norð- og norðvestanátt, strekkingur austan til í fyrstu en annars hægari. Skúrir austanlands en léttskýjað á suð- og vesturlandi. Hiti 3 til 9 stíg báða dagana. Svarsími Veðurstofu íslands — Veðurfregnir: 990600. o Heiðskírt r r r r r r r r Rigning Léttskýjað Hálfskýjað Skýjað * r * * r r * r Slydda * * * * * * * * Snjókoma Alskýjað V V V Skúrir Slydduél Él Sunnan, 4 vindstig. Vindörin sýnirvindstefnu og fjaðrimar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. 10° Hitastig V Súld = Þoka ^ FÆRÐA VEGUM: oai7.3oíflær) Góð færð er á vegum í nágrenni Reykjavíkur. Vegir á Suðurlandi eru greiðfærir og einnig með Suðurströndinni austur á Austfirði. Á Vestur- landi er yfirleitt góð færð, og fært um Dali í Gufudalssveit og þaðan um Klettháls en aðeins er leyfður fjögurra tonna heildarþungi þar. A Vestfjörðum er fært um Kleifaheiði og Hálfdán einnig um Breiðdalsheiði og Botnsheiði en Steingrímsfjarðarheiði er aðeins fær jeppum og síórum bilum. Aðrir vegir á Vestfjörðum eru yfirleítt færir, nema Hraínseyrar- heiði er jeppafær, en ófært um Dynjandisheiði, og Þorskfjarðarheiði. Færð er yfirleitt góð á Noröurlandi, Norðausturlandi og Austurlandi. Vegna aurbleytu er sums staðar sérstakar öxulþungatakmarkanir é veg- um og eru þær tilgreindar með merkjum við viðkomandi vegi. Vegagerðin. VEÐUR VIÐA kl. 12.00 í gær hiti UMHEIM að í$I. tíma veður Akureyri Reykjavík 1 6 alskýjað léttskýjað Bergen 9 skýjað Helsinki 10 skýjað Kaupmannahöfn 11 þokumöða Narssarssuaq +1 léttskýjaö Nuuk +4 skýjað Óslö 7 rigning Stokkhólmur 15 léttskýjað Algarve 26 þokumóða Amsterdam 12 alskýjað Barcelona 20 heiðsktrt Berlín 16 skýjað Chicago vantar Feneyjar 23 heiðskírt Frankfurt 16 skýjað Giasgow 12 skýjað Hamborg 10 rigning London 15 alskýjað Los Angeles 16 hálfskýjað Lúxemborg 15 skýjað Madríd 26 heiðskírt Malaga 22 mistur Mallorca 24 léttskýjað Montreal 16 léttskýjað New York 12 léttskýjað Orlando vantar París 16 skýjað Madeira 19 skýjað Róm 22 heiðskírt Vln 15 skýjað Washlngton 13 heiðskírt Winnipeg 7 alskýjað VERÐLAGSSTOFNUN hefur komist að þeirri niðurstöðu að um óeðlHegar viðskiptahindranir sé að ræða í útfararþjónustu Kirkju- garða Reykjavíkur þar sem hún sé niðurgreidd með kirkjugarðs- gjöldum. Á fundi verðlagsráðs í gær var ákveðið að fela stofnun- inni að leita eftir því við forsvarsmenn Kirkjugarðanna að gerðar verði breytingar á þessu fyrirkomulagi. Að söp Guðmundar Sigurðs- sonar, yfii-viðskiptafræðings Verð- lagsstofnunar, barst stofnuninni kæra frá aðila í útfararþjónustu sem hélt því fram að Kirkjugarðar Reykjavíkur niðurgreiddu bæði útfararþjónustu og verð á líkkist- um með kirkjugarðsgjöldum. Guð- mundur sagði að niðurstaða Verð- lagsstofnunar hefði orðið sú að um óeðlilegar viðskiptahindranir væri að ræða hvað varðar útfarar- þjónustuna en það ætti ekki við um líkkistuverðið. „Verðlagsráð var á þeirri skoð- un að um samkeppnishindranir væri að ræða og vill ná sáttum við kirkjugarðana um breytingar á þessu, og sömuleiðis vekja at- hygli stjórnvalda á ákveðinni mis- munun frá lagalegu sjónarmiði. Það er enginn ágreiningur um þetta við forsvarsmenn Kirkju- garðanna. Þetta hefur verið gert áratugum saman en í ljósi breyttra aðstæðna þá er það mat sam- keppnisyfirvalda að þetta sé óeðli- legt og því vilja þau ná sátt og samkomulagi við Kirkjugarðanna um það hvernig standa eigi að þessu máli,“ sagði Guðmundur. Yaxtanefnd fundar með Landsbankanum VAXTANEFND aðila vinnu markaðarins fundaði með full trúum Landsbanka Islands í gær Var rætt um vaxtamál og þá yfir lýsingu sem bankinn gaf í tengsl um við það er ríkissáttasemjari lagði fram miðlunartillögu. Brynjólfur Helgason, aðstoðar- bankastjóri Landsbankans, sagði að á fundinum hefði verið farið yfi málið og staðan rædd. Annað vær ekki um málið að segja en fundu hefði verið boðaður í bankaráð Landsbankans á fimmtudag og þa væru vaxtamál á dagskrá. Aðspurð ur hvort á fundinum hefðu komii fram deildar meiningar um merk ingu yfirjýsingar Landsbankan; sagðist hann ekki líta svo á.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.