Morgunblaðið - 13.05.1992, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. MAÍ 1992
21
Umboðsmaður Alþingis um innheimtu Húsnæðisstofminar:
Oheimilt að styðjast við
gjaldskrá Lögmannafélags
í ÁLITI sem Gaukur Jörundsson umboðsmaður Alþingis hefur sent
frá sér kemst hann að þeirri niðurstöðu að Húsnæðisstofnun rikisins
hafi ekki heimild í lögum til að leggja gjaldskrá Lögmannafélags
Islands til grundvallar ákvörðun um innheimtukostnað vegna van-
skila lántakenda hjá stofnuninni. Hins vegar geti Húsnæðissstofnun
krafið skuldara um greiðslu kostnaðar við innheimtu lána sem eru
í vanskilum við þá sjóði sem undir stofnunina falla þannig að stofnun-
in verði skaðlaus af.
Umboðsmanni Alþingis bárust
kvartanir frá tveimur aðilum vegna
álagningar innheimtukostnaðar á
afborganir húsnæðislána sem ekki
hafði verið staðið í skilum með. í
áliti hans kemur fram að það sé
almenn regla að kröfuhafi geti kraf-
ið skuldara um þann kostnað sem
stafi af réttmætum ráðstöfunum til
innheimtu kröfu vegna vanskila
skuldara, þannig að kröfuhafi verði
skaðlaus, og á grundvelli þessarar
almennu réttarreglu geti Húsnæðis-
stofnun ríkisins krafíð skuldara um
greiðslu kostnaðar vegna innheimtu
lána í vanskilum. Stofnunin geti
Ferðamálanefnd Reykjavíkurborgar;
Oánægja að nefndin
skuli vera sniðgengin
Nefndarmenn fá 16.600 krónur á tímann
í STJÓRN Ferðamálanefndar Reykjavíkur hefur komið fram bókun,
þar sem segir að nefndin hafi enn á ný verið sniðgengin i kynningar-
málum, nú síðast við opnun Ráðhússins. Hlutaðeigandi virðast ekki
viti að í samþykkt fyrir nefndinni eru henni falin kynnigarmál, segir
í bókuninni.
Hallgrímur S. Sveinsson lagið
bókunina fram á fundi nefndarinnar
og segir þar, að í 1. grein samþykkt-
arinnar komi fram að Ferðamál-
nefnd starfí í umboði borgarstjórnar
að eflingu ferðaþjónustu í Reykja-
vík og kynningu á borginni og
stofnunum hennar jafnt innanlands
sem erlendis. Hlutverk hennar sé
meðal annars að sjá um Reykjavík-
urviku og framkvæmd hennar, ann-
ast útgáfu á kynningar- og upplýs-
ingabæklingum fyrir borgarbúa og
ferðamenn.
Þá segir, „Eflaust hefði verið
hægt að koma í veg fyrir óánægju
borgarbúa vegna þess hvernig stað-
ið var að opnunarhátíð Ráðhússins.
Óánægjan hefur verið svo almenn
að ritstjórar Morgunblaðsins þann
12.4. og DV þann 13.4. sáu ástæðu
til þess að leggja heila leiðara und-
ir málið og hefði það einhvern tíma
þótt saga til næsta bæjar.
Á meðan er ferðamálanefnd hálf
verkefnalaus, en á tímabilinu apríl
1991 til mars 1992 voru haldnir 7
fundir í nefndinni, sem stóðu í alls
550 mínútur og bókuð seta nefndar-
manna 2280 mínútur, eða 38
klukkustundir samtals. Fyrir þessa
fundarsetu hefur borgarsjóður
greitt a.m.k. 630.000 krónur í
nefndarlaun, eða um 16.600 krónur
fyrir hvern nefndarmann á tímann
og sérþóknun fyrir formennsku í
nefndinni að auki. Væri það vel
athugandi að skera nefndarlaunin,
ef frekari verkefni rekur ekki á fjör-
ur nefndarinnar."
NOTAÐU
PENINGANA ÞÍNA
f EITTHVAÐ ÁNÆGJULEGRA EN
DRATTARVEXTI
Við minnum á gjalddaga
húsnæðislána sem var
1. MAI
16. MAI
leggjast dráttarvextir á
lán með lánskjaravísitölu.
UÚNÍ___________________
leggjast dráttarvextir á
lán með byggingavísitölu.
HÚSNÆDISSTOFNUN RÍKISINS
Li SUÐURLANDSBRAUT 24 108 REYKJAVÍK SÍMI696900
sett reglur um heimtu hóflegs end-
urgjalds á þessum kostnaði innan
þeirra marka sem lagareglur setja,
en hins vegar verði ekki séð að
nein lagaheimild sé til að jafna á
skuldara sérstökum kostnaði sem
rakinn verði til vanskila í einstökum
tilvikum.
í áliti umboðsmanns Alþingis
kemur fram að Húsnæðisstofnun
hafí lýst því yfir í bréfi til hans að
umrædd gjaldtaka vegna vanskila-
kostnaðar fari fram í nafni lög-
manna Húsnæðisstofnunar ríkisins
og sé byggð á gjaldskrá Lögmanna-
félags íslands. Hann bendir á að
sú gjaldskrá hljóti að taka mið af
þjónustu lögmannsstofa sem reknar
eru á eigin ábyrgð og áhættu sjálf-
stæðra lögmanna. Á vegum Hús-
næðisstofnunar starfi ekki sjálf-
stæð lögfræðingadeild heldur inn-
láns- og innheimtudeild sem jafn-
framt sjái um lögfræðileg málefni.
Þeir lögfræðingar sem í deild þess-
ari starfi hafi verið ráðnir með laun-
um samkvæmt kjarasamningum og
ekki verði séð að lögum samkvæmt
verði að gera kröfu um að þeir
hafí lögmannsréttindi eða til þess
sé nauðsyn af öðrum ástæðum. Með
hliðsjón af þessu sé það niðurstaða
umboðsmanns Alþingis að Hús-
næðisstofnun ríkisins hafi ekki
heimild í lögum til að leggja gjald-
skrá Lögmannafélags Islands til
grundvallar ákvörðun þess inn-
heimtukostnaðar sem um sé rætt.
Eru það tilmæli hans að framvegis
hagi stofnunin innheimtu vanskila-
skulda í samræmi við þau sjónar-
mið hans sem grein er gerð fyrir í
álitinu.
Morgunblaöið/Hallgrímur Magnússon
Sr. Sigurður Kr. Sigurðsson og Friðrik Vignir Stefánsson á tón-
leikunum í Grundarfjarðarkirkju.
Grundarfj ör ður:
Sóknarpresturinn held-
ur einsöngstónleika
Grundarfirði.
FYRIR skömmu hélt sóknarpresturinn í Setbergsprestakalli, sr.
Sigurður Kristinn Sigurðsson, cinsongstónleika í Grundarfjarð-
arkirkju. Efnisskráin var afar skemmtileg og hefur nú klerkur
sýnt og sannað sóknarbörnuin sínum hver afbragðs tenórsöngv-
ari hann er og mun engan undra héðan af hve tónið hjá honum
hljómar vel við messugjörð í kirkjunni á sunnudögum.
Friðrik Vignir Stefánsson tón-
listarkennari og organisti staðar-
ins lék undir á píanó, en fyrsta
verkið á efnisskránni var ljóða-
flokkurinn Dichterliebe op. 78
eftir Róbert Schumann. Eftir hlé
söng sr. Sigurður 14 íslensk ein-
söngslög sem öll eiga það sam-
merkt að hafa um áratuga skeið
verið ofarlega á blaði sem síðasta
lagið fyrir fréttir í ríkisútvarpinu.
Meðal þessara laga voru Lindin
eftir Eyþór Stefánsson og Huldu,
í dag skein sól eftir Pál Isólfsson
og Davíð Stefánsson og Ég lít í
anda liðna tíð eftir Sigvalda
Kaldalóns og Höllu Eyjólfsdóttir.
Var sérstök unun að því að hlýða
á öll þessi 14 lög svona vel sung-
in. Leitaði hugurinn 35 ár aftur
í tímann þegar útvarpið hljómaði
allan daginn inni í stofu og síð-
asta lagið fyrir fréttir gaf fyrir-
heit um heitan hádegisverð, soð-
inn þorsk, kartöflur og mörflot.
Nú eru flestir íslendingar hætt-
ir að borða heitan mat í hádeginu
en þessi lög eru enn í fullu gildi
og ylja miðaldra íslendingum enn
um hjartarætur og vekja upp
ljúfsárar minningar.
- Hallgrímur.
HÁREYÐING
Engin óæskileg hór.
Þú velur sjólf þægilegustu aðferð-
ina við að fjarlægja óæskileg hór
af leggjum og andliti.
1) Kalt V3X fyrir leggi og
andlit sem er tilbúið til
notkunar strax.
2) Háreyðandi gele.
3) Heitt vax, fyrir leggi og andlit.
A nokkrum mínútum ón erfiðleika,
næst fullkominn órangur með
MaryDavins hóreyðingunni.
'sértræðiggyr
Útsölustaðir: Stella, Bankastræti; Topptískan, Laugavegi; Ingólfsapótek, Kringlunni; Hagkaup Krín
unni og Skeifunni; Breiðholtsapótek, Mjódd; Húsavikurapótek.
A