Morgunblaðið - 13.05.1992, Page 25
24
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. MAÍ 1992
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. MAÍ 1992
25
iltagaiifytefrtfe
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Ritstjórnarfulltrúi
Árvakur h.f., Reykjavík
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guðmundsson,
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Björn Vignir Sigurpálsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal-
stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar-
gjald 1200 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 110 kr. eintakið.
Eftir hverju er
beðið?
Búrfiskurinn hefur verið mikið
í fréttum Morgunblaðsins að
undanfömu. Bæði í fréttum og
sérstökum greinum í sérblaði
Morgunblaðsins um sjávarátvegs-
mál, Úr verinu, hefur verið ítarlega
sagt frá þessum fiski, sem skilar
Nýsjálendingum 5 milljarða út-
flutningstekjum árlega. Búrfiskur-
inn er einhver dýrasti botnfiskur á
fiskmörkuðum heimsins og seljast
flökin í Bandaríkjunum á um og
yfir 600 krónur kílóið, sem er mun
hærra en fæst fyrir þorskinn. Til
þessa hefur búrinn verið talinn
staðbundinn í Eyjaálfu, en síðustu
misserin hafa íslenzk skip verið
að fá stór höl af þessum góðfiski
innan lögsögu okkar og okkur ber-
ast sögur af gífurlegum afla fran-
skra togara, bæði af búra og lang-
hala, í hafinu austur og suður af
landinu. Sala búrans héðan hefur
gengið afar vel, hvort sem um er
að ræða sölu á heilum ferskum
fiski til Frakklands eða ferskum
flökum til Bandaríkjanna. Reyndar
er þegar komin upp mikil sam-
keppni um búrann meðal fiskverk-
enda og seljenda sjávarafurða.
Því er svo háttað hér, að nánast
ekkert er vitað um þennan fisk,
sem á næstu árum gæti orðið mik-
ilvæg fisktegund. Vísindamenn
telja sig vita, að heimkynni hans
séu í hafinu suðvestur, suður og
suðaustur af landinu, en hans hef-
ur einnig orðið vart í Víkurál.
Hafrannsóknastofnun undirbýr nú
viðamikla rannsókn á djúpslóð og
undir hana fellur búrfiskurinn.
Talið er, að rannsóknin í heild
kosti um 30 milljónir, en þær eru
ekki til. „Þótt við reiknum ekki
með að framkvæma þessa rann-
sóknaráætlun í ár er hún á kostn-
aðaráætlun stofnunarinnar fyrir
næsta ár. Sem betur fer eru við-
horf til nýtingar á áður ónýttum
tegundum, eins og búrfíski, að
breytast og við teljum okkur vita
að hægt er að nýta ýmsar tegund-
ir sem lifa á djúpslóðinni," sagði
Jakob Magnússon, aðstoðarfor-
stjóri Hafrannsóknastofnunar, í
samtali við Morgunblaðið fyrir
skömmu. í sömu frétt sagði Krist-
ján Ragnarsson, framkvæmda-
stjóri LÍU, að Hafrannsóknastofn-
mn ætti að beita sér fyrir rannsókn-
‘ um á búrfiskinum, útbreiðslu hans,
'stofnstærð og mögulegri nýtingu.
„Það er mikilvægt að komast að
því hvort þarna er um stofn að
ræða sem veiðanlegur er í umtals-
verðum mæli. Ef svo reynist verður
iþað kærkomin búbót,“ sagði for-
maður LÍÚ. Þorsteinn Pálsson,
sjávarátvegsráðherra, sagði í sam-
tali við Morgunblaðið fyrir rúmri
viku, að rannsóknir af þessu tagi
væru mikilvægar. Aðspurður hvort
sjávarútvegsráðuneytið mundi
beita sér fyrir, að fjár yrði aflað
svo hægt yrði að framkvæma þessa
rannsókn fyrr, sagði ráðherrann
að ráðuneytið hefði ekki sérstaka
sjóði til að láta fé af hendi í þetta
verkefni. „Fé til þessa verkefnis
verður að koma af ráðstöfunarfé
Hafrannsóknastofnunar og þó ég
telji að þessi rannsókn sé eitt af
brýnustu málum stofnunarinnar er
það hún sjálf sem raðar verkefnum
sínum í forgangsröð,“ sagði Þor-
steinn Pálsson.
Allt eru þetta fögur orð, en hér
þarf meira til. íslenzkur sjávarút-
vegur berst í bökkum vegna offjár-
festingar í fiskiskipum og fisk-
vinnslu. Verkefni skortir bæði fyr-
ir skip og hús og atvinnuleysi er
meira en nokkru sinni í nærri þijá
áratugi. Er þá verjandi að veigra
sér við að eyða 30 milljónum króna,
sem er minna en 5% af ráðstöfun-
arfé Hafrannsóknastofnunar, til
rannsókna á fiskistofni, sem hugs-
anlega gæti skilað okkur veruleg-
um útflutningstekjum á ári hveiju?
Hafrannsóknastofnun er með í
undirbúningi áætlun fyrir næsta
ár, en hvað um þetta ár? Sjávarát-
vegsráðherra segir, að fé til rann-
sóknanna verði að koma af ráðstöf-
unarfé stofnunarinnar og hún raði
verkefnum sínum í forgangsröð.
Þetta er opinber stofnun, sem fær
ráðstöfunarfé sitt frá hinu opin-
bera, annaðhvort með sölu veiði-
heimilda Hagræðingarsjóðs eða
beint af fjárlögum. Þegar svo mikl-
ir hagsmunir eru í húfí verða
stjórnvöld að beita sér fyrir nauð-
synlegum aðgerðum þegar í stað.
Þá ber útgerðarmönnum skylda til
að reyna fyrir sér sjálfír. Fyrst
staðan er slík að skipin hafa ekki
næg verkefni, hlýtur það að vera
rökrétt að nýta þau til rannsókna
af þessu tagi, meðan þau hafa
ekki kvóta til að stunda veiðar.
Nær eina frumkvæðið, sem vart
hefur orðið í þessu máli, er hjá
útgerð tveggja togara í Vest-
mannaeyjum og Netagerðinni Ing-
ólfí á sama stað. Þar hafa menn
þann dug sem þarf til að bjarga
sér sjálfir. Á vegum Netagerðar-
innar er verið að gera út leiðangur
til Nýja Sjálands í því skyni að
kynna sér veiðar á þessum fiski.
„Nú þegar hafa 10 til 15 útgerðar-
menn sýnt áhuga á að fara í þessa
ferð,“ segir Birkir Agnarsson,
framkvæmdastjóri Netagerðarinn-
ar Ingólfs, í samtali við Verið á
miðvikudag. Hann segir að ferðin
kosti 250 til 300 þúsund krónur
fyrir manninn, en ekki þurfi að
selja mörg kör af búra til að borga
þann kostnað. í þessum orðum
Birkis liggur sannleikurinn eins
einfaldur og hann er í raun. Það
þarf að leggja í nokkurn kostnað
til að fá miklar tekjur og það er
óveijandi að gera það ekki nú þeg-
ar. Rannsóknaráætlunin liggur
nánast fyrir, fé ætti að gera það
líka og útgerðarmönnum er engin
vorkunn að leggja til skipin.
UMSATURSASTAND I HLIÐUNUM I TÆPA ÞRJA TIMA YEGNA BYSSUMANNS
Morgunblaðið/Júlíus
VAR ROLEGUR VIÐ HANDTOKUNA
Maðurinn virtist rólegur en óöruggur þegar hann kom sjálfviljugur og óvopnaður út á tröppur
hússins kl. 21.38. Hann hlýddi fyrirmælum víkingasveitarmanna í hvívetna, en þeir skipuðu
honum með háum hrópum að ganga rólegur með hendur á höfði niður tröppurnar og út á
götuna. Þar var hann látinn fara á hnén og síðan var honum skipað að leggjast á magann.
Þegar hann var lagstur var maðurinn umsvifalaust settur í járn, og veitti hann enga mót-
spyrnu. Víkingasveitarmennirnir beindu byssum sínum að manninum allan tímann. Þegar
maðurinn hafði verið handjárnaður kom lögreglubíll aðvífandi, sem staðsettur hafði verið í
Lönguhlíð. Var maðurinn færður inn í bílinn, og skömmu síðar var ekið með hann á brott.
Byssumaðurimi gafst upp eftir
þriggja tíma umsátur lögr*eglu
EFTIR tæplega þriggja klukkustunda umsátur vopnaðra lög-
reglumanna gafst 21 árs gamall byssmaður upp og var hand-
tekinn utan við heimili sitt í Mávahlíð 24 um klukkan 21.40
í gærkvöldi. Umsátrið hófst eftir að maðurinn hafði skotið
25 ára gamlan mann í andlitið með kindabyssu og síðan
brotið rúðu á heimili sínu og skotið út um hana meðan sjúkra-
lið og læknir voru utan við húsið að hlúa að hinum slasaða
og flytja hann á sjúkrahús. Sá lá á sjúkrahúsi í nótt, fyrst
og fremst til eftirlits að sögn lækna á slysadeild og var ekki
talinn í lífshættu.
Ósætti við drykkju
Lögregla var kvödd á staðinn
klukkan 19. Samkvæmt upplýsing-
um Morgunblaðsins var upphaf
málsins það að fjórir eða fímm
menn sátu að drykkju á heimili
byssumannsins þegar kom til deilna
milli húsráðandans og eins gest-
anna. Gestinum mun hafa verið vís-
að út en er hann sneri aftur og vildi
komast inn greip húsráðandinn til
kindabyssu og skaut hinn í andlitið.
Skotið kom í kinn mannsins sem
hljóp alblóðugur út á götu. Vegfar-
endur komu hinum særða til aðstoð-
ar og talaði hann ýmist við þá á
ensku eða á íslensku. Skömmu síðar
kom sjúkrabíll að en þegar Birgitta
Birgisdóttir læknir og Jóhann Pétur
Jónsson og Árni Stefánsson sjúkra-
flutningsmenn bjuggu sig undir að
hlúa að hinum særða framan við
húsið var brotin rúða í íbúð byssu-
mannsins á 2. hæð þannig að gler-
brotum rigndi yfir gangstéttina og
síðan var tveimur skotum hleypt af
út um gluggann.
Víkingasveitin kölluð út
Eftir þetta var víkingasveit lög-
reglunnar kölluð út og einnig var
stefnt að staðnum fjölmennu lög-
regluliði sem lokaði nærliggjandi
götum og stöðvaði umferð um
Lönguhlíð og hliðargötur hennar
sunnan Miklubrautar. Fólk í nálæg-
um húsum við Mávahlðið var beöið
að bæra ekki á sér meðan á umsátr-
inu stæði. Flestir þeir íbúar nálægra
húsa sem Morgunblaðið ræddi við
að loknu umsátrinu kváðust ekki
hafa vitað af ástandinu fyrr en lög-
regla tilkynnti þeim um það og íbúi
í sama húsi kvaðst hafa í fyrstu
talið að byssuskotin væru hurða-
skellir. Annar íbúi hafði orðið var
við það þegar sjúkraliðið kom á
staðinn að eitthvað væri á seiði.
Ummerki um eiturlyf
og áfengi
Lögreglan komst í símasamband
við byssumanninn en í fyrstu lék
vafi á hvort hann væri orðinn einn
eftir í íbúðinni, eins og síðar kom
á daginn, eða hvort einhveijir gesta
hans væru þar enn. Þá var heldur
ekki vitað hvernig byssu hann væri
vopnaður. Talið er að maðurinn
hafi hleypt af 1-2 skotum inni í
húsinu meðan á umsátrinu stóð.
Eftir alllangt þóf og rofin símtöl lét
maðurinn undan fortölum lögregl-
unnar og kom út úr húsinu óvopnað-
Mikill mannfjöldi fylgdist með aðgerðum lögreglunnar.
ur og með hendur á lofti. Eftir að
hann hafði verið handtekinn og
færður í lögreglubíl, fóru víkinga-
sveitarmenn og síðan rannsóknar-
lögreglumenn inn í húsið. Þar og í
garði hússins fannst meðal annars
hasspípa og ummerki um eiturlyf
og áfengi.
Byssumaðurinn var handtekinn
og færður í fangageymslur lögregl-
unnar. „Hann var undir áhrifum,"
eins og lögreglan tók til orða.
Mikill fjöldi fylgdist með
Meðan á umsátrinu stóð fylgdist
fjöldi fólks með aðgerðum lögregl-
unnar utan við girðingar sem komið
var upp. Jónas J. Hallsson aðstoðar
yfirlögregluþjónn sagði að lögreglan
vildi koma á framfæri þakklæti til
fólks í hverfinu, einkum til íbúa
nærliggjandi húsa, fyrir þá stillingu
sem það sýndi.
Morgunblaðið/Jón Svavarsson
Heyrði tvo skothvelli en
sá ekki hvar skotin lentu
- segir Jóhann Pétur Jónsson sjúkraflutningamaður sem var
í skotfæri byssumannsins þegar hann skaut út um gluggann
Sjúkraflutningsmennirnir sem voru við Mávahlíð 24 þegar
skotið var út um glugga skammt frá þeim segjast ekki gera
sér grein fyrir því hvort skotið hafi verið að þeim. Jóhann
Pétur Jónsson ökumaður neyðarbílsins segist hafa heyrt greini-
lega að skotið var tvisvar, en gerir sér ekki grein fyrir því
hvert var miðað eða hvar skotin lentu.
Jóhann Pétur lýsir atburðinum
þannig: „Við vorum staddir uppi á
slökkvistöð, tveir sjúkraflutninga-
menn ásamt lækni þegar við vorum
beðnjr um að fara að þessu húsi í
Mávahlíðinni, því þar væri alblóðug-
ur maður. Við renndum á staðinn.
Þá sat náunginn úti í tröppunum
og maður að stumra yfir honum.
Við lögðum bílnum fyrir framan
húsið og skoðum manninn lítillega,
sáum að það blæddi mikið úr and-
liti hans. En hann var vel með með-
vitund svo við studdum hann út í
sjúkrabílinn.
Félagi minn og læknirinn fóru
með honum inn í bílinn. Þegar ég
ætlaði að loka afturhurðinni bað
hann um að vinur sinn kæmi með.
Ég sagði að það væri sjálfsagt,
hélt að það væri sá sem hafði verið
að stumra yfir honum. Ég lokaði
öðrum vængnum á afturhurðinni en
við það trylltist hann, öskraði að
ég væri að svíkja sig og æddi yfir
mig og út á gangstétt. Hann virtist
ætla að hjóla í mig og barst þetta
meðfram þeirri hlið bílsins sem sneri
að húsinu. Ég reyndi að tala um
fyrir honum en var þó viðbúinn að
taka á móti. Hinn sjúkraflutnings-
maðurinn var kominn fyrir aftan
hann tilbúinn að vefja hendur hans
ef á þyrfi að halda. Læknirinn var
með höfuðið út um hliðargluggann.
Þá heyrði ég hljóð eins og bankað
væri kröftuglega í glugga. Ég veitti
því ekki frekar athygli fyrr en ég
heyrði glerbrotshljóð. Þá leit ég
aðeins í kringum mig, en átti erfítt
með að líta mikið af manninum, og
kallaði eftir lögregluhjálp í gegnum
talstöð. Síðan heyrði ég tvo skot-
hvelli. Þá leit ég upp og sá byssu-
hlaup út um brotna rúðu á annarri
hæð hússins. Þá greip ég náungann
og dró hann fram fyrir bílinn og í
skjól. Þar er hliðarhurð og fengum
við hann til að koma þar inn í bílinn.
Beint undir glugganum
Við vorum á gangstéttinni beint
undir glugganum þegar skotið var.
Líklega eru 8 til 12 metrar upp í
gluggann. Ég sá að þetta var frek-
ar mjótt hlaup, hljóðið var ekki
mjög hátt en ég heyrði greinilega
tvisvar sinnum skotið. Hvert var
miðað og hvert var skotið vissi ég
ekki. Sem betur fer virðist það ekki
hafa hæft. Árna Stefánssyni, sem
var með mér á bílnum, sýndist hann
nota fótboltapumpu til að bijóta
rúðuna.
Það blæddi mikið úr manninum.
Ég ætlaði að loka hliðardyrunum
afturí og skríða síðan inn í bílinn
og forða mér frá. Þá tryllist hann
aftur og rauk út úr bílnum og inn
á milli húsa í átt að Drápuhlíð. Ég
hljóp aftur með bílnum og gat að-
varað lögregluna sem þá var að
koma að, þannig að þeir færu ekki
í skotlínu. Eins reyndum við að
kalla í fólk og aftra því að það
kæmi þarna að. í þessu kom einn
dælubíll slökkviliðsins að og hann
lokaði fyrir okkur Lönguhlíðinni í
báðar áttir. Við fórum síðan á
sjúkrabílnum yfir í Drápuhiíðina,
náðum í sjúklinginn og sáum að það
var sár við eyra og mikið blóð um
hann allan, og fluttum á slysadeild.
Við fórum síðan aftur á varðstöðu
þarna ef eitthvað kæmi uppá aft-
ur,“ sagði Jóhann Pétur.
í miðjum skotbardaga á
götu í New York
Jóhann sagði að ýmislegt hefði
gerst á 21 árs ferli hans sem sjúkra-
flutningsmanns. Hann hefði komið
í heimahús þar sem miðað var á
hann byssu en aldrei skotið. Þá lenti
hann nýlega inni í miðjum skotbar-
daga á götu í New York á ferð
hans til Bandaríkjanna í nóvember.
Þetta var þegar rabbíni var skotinni
inni á Marriot-hótelinu. Hann sagð-
ist hafa verið að ganga fram hjá
hóteldyrunum þegar tilræðismaður-
inn kom út. Hann hefði miðað á
leigubílstjóra og síðan komið til
skotbardaga á milli hans og öryggi-
svarða sem endaði með því að morð-
inginn var skotinn í götuna skammt
frá Jóhanni.
Maðurinn braut rúðu á íbúðinni og skaut úr byssu sinni.
Morgunblaðið/Júlíus
Víkingasveit lögreglunnar mætir á staðinn með alvæpni.
Sáum hlaupið birtast
o g hlupum þá í burtu
- segir Páll Ólafsson sem fyrstur kom á vettvang ásamt syni sínum
PÁLL Ólafsson kennari og sonur hans á sautjánda ári komu
fyrstir að manninum sem fékk í sig skot í Mávahlíð 24 í gær-
kvöldi. Hann hringdi á sjúkrabíl og hlúði að manninum þar til
sjúkrabíllinn kom.
Páll lýsir atburðunum þannig:
„Við vorum á leiðinni heim þegar
við gengum fram á mann sem sat
þarna alblóðugur. Við gengum
að honum til að athuga hvað um
væri að vera. Blóðið bunaði úr
honum og kjálkinn margfaldur.
Ég sá strax að það þurfti að kalla
á sjúkabíl enda bað hann mig um
það, talaði þá reyndar ensku. Ég
fór inn í íbúð á fyrstu hæð húss-
ins og hringdi á sjúkrabíl. Það
blæddi mikið úr höfði mannsins
og ég hélt að hann hefði dottið á
ofninn í forstofunni því þar var
stór blóðpollur á gólfinu. Þegar
ég var búinn að hringja á sjúkabíl-
inn fórum við að tala við mann-
inn. Hann sagði að það hefði ver-
ið ráðist á sig. Hann gerði okkur
feðgana strax að vinum sínum
og vildi fá okkur með í sjúkrabíl-
inn. Hann rauk út úr sjúkrabíln-
um af því ég fór ekki með honum,
skilst mér. Ég gerði mér ekki
grein fyrir því.“
Páll sagðist ekki hafa gert sér
grein fyrir því hvernig rúðan í
glugga á annarri hæð hússins
hafi verið brotin. Sagði að á
myndum liti það út sem maðurinn
hafí fyrst skotið gat og síðan
stækkað það með byssuskeftinu.
Hann sagðist ekki hafa heyrt
skothvelli. „Við sáum bara hlaup-
ið birtast út um gluggann og vor-
um fljótir að átta okkur og hlup-
um í burtu,“ sagði Páll.