Morgunblaðið

Dagfesting
  • fyrri mánaðurinmai 1992næsti mánaðurin
    mifrlesu
    27282930123
    45678910
    11121314151617
    18192021222324
    25262728293031
    1234567

Morgunblaðið - 13.05.1992, Síða 33

Morgunblaðið - 13.05.1992, Síða 33
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. MAÍ 1992 33 Lúxustollar á leigubifreiðar eftir Sigfús Bjarnason Þegar ríkisstjórnin stendur frammi fyrir miklum efnahagsvanda eins og nú, þarf oft að gripa til óvin- sælla aðgerða, ýmist til að afla meiri tekna eða spara í rekstri og fram- kvæmdum. En oft skila þessar að- gerðir ekki tilætluðum árangri eða koma annars staðar niður á ríkinu. Því verður að gera sér grein fyrir öllum afleiðingum ráðstafana sem gerðar eru. Hluti af Bandorminum svokallaða var að hækka aðfiutningsgjöld af stærri einkabifreiðum. Þessi aðgerð átti að skila 100.000 krónum í ríkis- sjóð og gefið var í skyn að þessi hækkun næði aðallega til jeppabif- reiða hinna ríku, sem hefðu vel efni á að greiða hærri tolla. Einnig var því haldið fram að þetta lenti nær eingöngu á amerískum bifreiðum. Það er rétt að jeppamir og stærri amerískar fólksbifreiðar hækka í verði við þessar breytingar. En það er einnig ljóst að með þessum aðgerð- um er verið að fæla fólk frá því að festa kaup á þessum bifreiðum. Nú er til dæmis orðið mun hagstæðara að festa kaup á 11 manna torfærubif- reið frá Ameríku en þessum venju- legu jeppum. Ástæðan fyrir þessu er að 11 manna bifreiðar bera 30% aðflutningsgjöld en stærri jeppar allt að 87%, en voru allt að 76% fyrir þessa hækkun. En þetta eru ekki einu afleiðing- amar. Með þessari hækkun er enn verið að hækka tolla á díselbifreiðum umfram bensínbifreiðar, þar sem dis- elbifreiðar þurfa meira sprengirými en bensínbifreiðar á hvetja orkuein- ingu. Umhverfisráðherra ríkisstjóm- arinnar ekur um á díseljeppa til að sýna gott fordæmi, því díselbifreiðar eru umhverfisvænni en bensínbif- reiðar. Á sama tíma gerir ríkisstjóm- in það næstum ókleift, bæði fyrir einkaaðila og atvinnubifreiðastjóra, að kaupa díselbifreiðar, með því að leggja á þær lúxustolla. Þeir sem fara verst út úr þessari stefnu stjórnvalda í tollamálum emm við leigubifreiðastjórar. Það væri mjög hagstætt fyrir okkur að nota díselbifreiðar, bæm þær ekki þessa lúxustolla. Einnig er gerð til okkar sú krafa að vera með stærri bifreiðar en algengustu einkabifreiðar. Þess vegna bera bifreiðar sem við höfum gjaman notað í leiguaksturinn hlut- fallslega mun hærri aðflutningsgjöld en einkabifreiðar. Og enn er verið „Lægri aðflutnings- gjöld af bifreiðum sem nota á í atvinnuskyni, tryggja meiri atvinnu, efla ferðaþjónustuna, jafna vöruverð innan- lands, eru gjaldeyris- sparandi o g minnka mengun.“ að hækka aðflutningsgjöld af leigu- bifreiðum. Með þessari lúxustolla- stefnu er verið að gera leigubifreiða- stjómm ókleift að festa kaup á sóma- samlegum bifreiðum við endumýjun. Þessi hækkun á aðflutningsgjöld- um beinir mönnum á aðrar brautir í bifreiðainnkaupum, en eykur ekki tekjur ríkissjóðs og mér kæmi ekki á óvart áð tekjumar lækkuðu við þessa aðgerð. Áfleiðingamar verða þær að sportmennimir kaupa frekar 11 manna bifreiðar en minni jeppa, menn kaupa frekar bensínbifreiðar en díselbifreiðar og leigubifreiða- stjórar kaupa minni eða eldri bifreið- ar en áður. Annars staðar á Norðurlöndum er gerður greinarmunur á einkabifreið- um og bifreiðum sem nota á í atvinn- uskyni, þegar aðflutningsgjöld em ákveðin. Hér er hins vegar flokkað eftir gerð bifreiðar og hvemig hún er útbúin. Það þarf stefnubreytingu í þessum efnum og þarf að gera skýran greinarmun á aðflutnings- gjöldum einkabifreiða og þeirra sem nota á í atvinnuskyni. Besta lausnin væri sú að aðflutn- ingsgjöld á atvinnubifreiðar væm afnumin í áföngum. Ef slík bifreið er seld til einkaaðila fer hún aftur í gegnum tollmeðferð eins og um not- aða innflutta bifreið væri að ræða. Slík aðgerð mundi efla samkeppni íslenskra aðila sem gera út bifreiðar í atvinnuskyni, þegar tekið er tillit til þeirrar auknu samkeppni sem mun fylgja þátttöku í Evrópsku efnahags- svæði og vera þjóðhagslega hag- kvæm þegar á allt er litið. Lítum á nokkra þætti: 1. Ferðaþjónusta á íslandi er vax- andi atvinnugrein og sú grein sem hefur mesta vaxtarmöguleika. Ferðaþjónustan er hins vegar mjög viðkvæm fyrir háu verðlagi. Lág aðflutningsgjöld af fólks- flutningabifreiðum stuðla að lágu Sigfús Bjarnason verði á ferðalögum innanlands, á það sérstaklega við um erlenda ferðamenn. Auk þess bætir það samkeppnisaðstöðu innlendra að- ila sem standa að ferðum innan- lands, en það hefur færst mjög í aukana að erlendar rútur komi hingað með hópa. 2. Með samningum um Evrópskt efnahagssvæði er ljóst að sam- keppni við erlenda verktaka mun aukast. Til þess að bæta sam- keppnisaðstöðu íslenskra verk- taka er nauðsynlegt að lækka aðflutningsgjöld af bifreiðum. 3. Lægri aðflutningsgjöld af vöru- flutningabifreiðum munu leiða til jafnara vöruverðs innanlands og stuðla almennt að lægra vöru- verði. 4. Lægri aðflutningsgjöld af fólks- flutningabifreiðum bæta sam- keppni þeirra við einkabílinn og leiða af sér minni mengun og eru gjaldeyrissparandi. Lægri aðflutningsgjöld af bifreið- um sem nota á í atvinnuskyni, tryggja meiri atvinnu, efla ferðaþjón- ustuna, jafna vöruverð innanlands, eru gjaldeyrissparandi og minnka mengun. Nú þegar við íslendingar stöndum frammi fyrir samningum um Evr- ópskt efnahagssvæði, verðum við að mynda okkur stefnu í samgöngumál- um, við verðum að ákveða að hve miklu leyti við ætlum að taka þátt í uppbyggjngu samgöngukerfisins og ferðaþjónustu. Árangursríkasta og ódýrasta aðgerðin sem hægt er að grípa til í þessum efnum er að af- nema aðflutningsgjöld af atvinnubif- reiðum. Höfundur er fonnaður Bandalags íslenskra leigubifreiðastjóra og Samtaka landflutningamanna, sem eru heildarsamtök þeirra sem reka bifreiðar og vinnuvélar í atvinnuskyni. 'Wkrdl ffyrir Wiiiows 2.0 15 klukkustunda námskeið fyrir þá sem gera kröfur um góða ritvinnslu. Höfum kennt á Word frá árinu 1987. Tölvu- og verkfræöiþjónustan Verkfræðistofa Halldórs Kristjánssonar Grensásvegi 16 • stofnuö 1. mars 1986 (J) kfnversk leikfimi Ný 3ja vikna morgun- og kvöldnámskeið hefjast í dag, miðvikudaginn 13. maí, í Hreyfilistahúsinu, Vesturgötu 5. Skráning og upplýsingar f Hreyfilistahúsinu, sími 629470. HREYFILISTAHUSIÐ Vesturgötu 5, sími 62 94 70 € L Verslunin Kadír býður upp ó fjölbreytt úrval af handunnum tyrkneskum teppum. AS baki teppunum býr heillandi heimur, hver þróður og liver hnútur hefur ókveðinn tilgang og lýsir ókveðinni menningu og sögu. Við vorum oð taka upp nýja sendingu of hondunnu tyrknesku teppunum og bjóðum þessi einstæðu listaverk nú ó sérstöku sumartilboðsverði. Mikið úrval - míkil gæði - gott verð! 20% staðgreiðsluafslátlur af öllum hnýttum teppum. Sértilboð ó Kilim-teppum (flatofin teppi). Tyrknesku teppin eru eftirsóknarverð eign öllum þeim sem kunna að njótasannrar listar. ^ h i f / SKIPHOLTI 50c 105 REYKJAVlK SÍ'MI 62 67 1 0 Allir þekkja Polyfilla! Innandyra Vinsæla fylliefnið sem rýrnar ekki. Til notkunar innandyra. Utandyra Nýtt og enn betra fylliefni sem rýrnar ekki. Til notkunar utandyra. Tilbúið í túpum Handhægt tilbúið fylliefni í túpum til smærri viðgerða. MultifyU Tilbúið alhliða fylliefni til notkunar á stein og tré, innandyra sem utan. Hraðsement Hraðþornandi vatnsþolið viðgerðarefni sem þornar einnig á kafi í vatni. Husrep Alhliða fylliefni í duftformi, hentugt í stærri göt utandyra oginnan. Polyfilla viðgerðarefnin fást í flestum byggingavöru- og málningarbúðum um land allt. Einkaumboð á íslandi. Heildsala — smásala. Grandagarði 2 ■ Rvk. • Simi 28855

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar: 107. tölublað (13.05.1992)
https://timarit.is/issue/124747

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.

107. tölublað (13.05.1992)

Gongd: