Morgunblaðið - 13.05.1992, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 13.05.1992, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. MAÍ 1992 45 VELVAKANDI HANDBOLTI Hildegard Valdason: ÉG vil þakka liðum FH og Sel- - foss fyrir frábæran leik og óska FH til hamingju. En mér fannst sorglegt að sjá hvemig svitinn lak af keppendunum þegar leið á leikinn - þessi íþróttahöll er ekki nógu há undir loft fyrir svona leik og loftkæling virtist ekki vera í gangi. Þá ætti að banna áhorfendum að hoppa á pallinum eins og þeir gerðu. Þetta er stórhættulegt eins og hefur sýnt sig erlendis. DÝR UMSLÖG Kristín Ástþórsdóttir: Hvað kostar stykki af þessum litprentuðu umslögum sem send eru út frá Rafmagnsveitunum? Er ekki mögulegt að lækka kostnað þarna? Upprisa Jesú Krists Frá sr. Jan Habets: í Postulasögunni lesum við að Pétur sagði í prédikun sinni fyrir gyðinga í Jersúsalem: „Guð feðra vorra hef- ur uppvakið Jesú frá dauðum.“ Við spyrjum: Er upprisa Jesú frá dauð- um í raun og vera söguleg? Var hún ekki aðeins óskadraumur eða skynvilla postulanna? Fyrst og fremst segir Biblían okkur að líkami Jesú var ekki lengur í gröfinni, gröfin var tóm. María Magdalena fann gröfina opna og líkaminn var horfinn. Postularnir Pétur og Jó- hannes finna aðeins líkblæjurnar og sveitadúkinn. En höfum við ekki önnur rök til að sanna að gröf Jesú var tóm? Jú. Gyðingar heiðruðu grafir spámanna. Kristnir menn breyttu eftir þesari venju gyðing- anna og heiðraðu líka grafir með beinum píslarvottanna. En slíka lotningu þekkjum við ekki um gröf Jesú, því að gröf Hans var opin og án beina. En höfðu postulamir kannski stolið líkama Hans? Biblían sjálf andmælir því með vitnun varð- manna, sem áttu að gæta grafar- innar til þriðja dags því að Jesús hafði sagt að hann mundi rísa upp. Og postulamir höfðu þennan dag innilokað sig af ótta við gyðinga. Hvernig hefðu þeir þá þorað að opna gröfina, sem Pílatus hafði lát- ið innsigla með aðstoð varðmann- anna? Önnur sterk rök um upprisu er að aiit fólkið í Jerúsalem trúði, líka upprisu Jesú og ekki aðeins lærisveinar Hans. Höfðu Jerúsal- emsbúarnir, fylgst með því sem bar við um Jesú, krossfestingu og dauða Hans? Já. Fólkið hafði jafnvel sjálft ákveðið dauða Jesú. Og þegar Jesús birtist lærisveinum, sem fóru til Emmaúsar og spurði: „Hvað er það sem þér ræðið svo mjög um,“ þá svaraði einn þeirra, Kleófas: „Þú ert víst sá eini aðkomumaður í Jerú- salem, sem veist ekki, hvað þar hefur gjörst þessa dagana“. Það er þá ljóst að fólkið var forvitið um hann. Jesús hafði verið gáta fyrir fólkið, jafnvel fyrir prestana. Spá- dómur hans um upprisu sína á þriðja degi gat þá verið prófsteinn vitnisburðar Hans, að Hann væri „eitt með föður sínum og sonur Guðs“. Vissulega hefði það verið mikilvægt fyrir æðstu prestana að sanna lygi um upprisu. En enginn gat það. Og Pétur sagði við mann- fjöldann: „Með öruggri vissu viti þá öll ísraelsætt, að þennan Jesú, sem þér krossfestuð, reisti Guð upp og erum við allir vottar þess. Ekki varð líkami Hans rotnun að bráð.“ Andmæla Gyðingar? Nei, þvert á móti, þeir segja: „Hvað eigum vér að gjöra, bræður?" Pétur endurtek- ur staðfestingu um upprisu Jesú líka fyrir ráð æðstu prestanna, höfðingjanna, öldunganna og fræði- manna í Jerúsalem. Andmæla þeir? Nei, þeir vita að postularnir segja satt. Önnur rök um upprisu Jesú eru margar birtingar hans: Konum, postulunum og öðrum lærisveinum og seinna Páli postula, sem skrifar þegar árið 55 um birtingu fyrir meira en fimm hundruð bræðrum í einu. Getum við sagt eitthvað á móti? Birtingar era alls ekki sam- hljóða í öllu. Er upprisa Jesú þess vegna ekki trúanleg? Þvert á móti. Kannski finnst okkur það skrítið. Þá er nóg að vitna til prófessors Erich Stier. Hann segir: „Sem pró- fessor í sagnfræði fornalda verð ég að staðfesta: Einmitt vegna sinnar hlutfallslega stóra mótsagnar sýna heimildarritin um upprisu Jesú merki frábærs trúanleika. Væri til- kynning um upprisu Jesú smíð eins safnaðar þá hefði sagan verið sam- hljóða. Sérhver sagnfræðingur er með réttu vantrúaður og efunar- gjarn ef mikilvægt atvik er tilkynnt án minnstu mótsagnar. Mismunur í tilkynningum eykur tölu vottanna. Að lokum: Jesús bauð postulun- um að þreifa á líkama sínum, t.d. Tómasi, sem vildi ekki trúa, „nema ég geti sett fingur minn í naglaför- in og lagt hönd mína í síðu Hans“. (Jh 20,21). Megum við ekki álykta að Guð hafi viljað gera upprisu Jesú, frelsara okkar, trúanlega? Og trúðu postularnir sjálfir? Píslardauði er svarið þeirra. SR. JAN HABETS, St. Fransiskusspítala, Austurgötu 7, Stykkishólmi. --------♦ ♦ ♦ LEIÐRÉTTINGAR Bit, en ekki glefs HUNDURINN glefsaði ekki, eins og segir í Velvakanda 12. mai, hann beit son minn til blóðs. Ég þurfti að fara með hann á slysavarðstof- una, þar sem sárið var hreinsað og hann fékk lyf. Einnig má taka það fram að hundurinn kom aftan að syni mínum og beit hann í bakið. Þóra Sveinbjörnsdóttir Rangur afmælis- dagur í KVEÐJUORÐUM um Guðbjart H. Ólafsson í blaðinu á sunnudag, eftir Guðrúnu og Helgu Bjarnadæt- ur stendur að sonur hans og Maríu Guðvarðsdóttur, Sigmundur sé fæddur 31. júlí 1964, á að vera 29. desember 1969. Þá hefur fallið nið- ur nafn á syni Guðbjarts, Ólafs Benedikts. Hann fæddist 31. júlí 1964. Beðist er afsökunar á mistök- unum Boeing, ekki Fokker í FRÁSÖGN í blaðinu í gær af komu siðustu Fokkervélar Flugleiða til landsins, að hann hafi verið ell- efta nýja flugvél Flugleiða, en fyrsta Fokker 50 vélin hafi komið til landsins 6. maí 1989. Þar átti að sjálfsögðu að standa „fyrsta nýja Boeing-þotan“. • • Orlög Mývatns Frá Jóni Jónssyni: ÞANN 24. mars sl. var í sjónvarpi rabb-þáttur um Mývatn og hið um- deilda kísilgúmám þar. Þar ræddust við nokkrir menn með mismunandi viðhorf og þekkingarsvið. Áberandi lítið var fjallað um þann þátt, sem þó í raun allt snýst um, en það er vöxt- ur og viðgangur kísilgúrlagsins á botni Mývatns. Vaxtarskilyrði kísil- þörunganna eru þama með eindæm- um góð: Ung hraun á botni og um- hverfis, vatn grunnt og tært. Jarðyl- ur nokkur á köflum kemur og til. Samkvæmt nýrri, fróðlegri bók, Náttúra Mývatns (Hið ísl.nátt- úrufr.fél. 1991 bls. 143) er meðal- dýpi vatnsins 2,05 m. Samkvæmt korti á bls. 142 í sömu bók er meðal- dýpi meginhluta Ytriflóa aðeins um 1 m. Jafnframt er frá því greint að mælingar bendi til að á sl. 500 árum hafi setmyndun í Syðriflóa að jafnaði verið 2,2 mm á ári. Enginn efí er á að kísilgúrinn á drýgstan þátt í því. Vart er ástæða til að ætla að veru- legra breytinga á þvi sé að vænta. Jafnvel þótt setmyndun yrði fram- vegis eitthvað minni er fullkomlega ljóst hvert stefnir, en það er einfald- lega að Mývatn allt, og Ytriflói fyrst, verður mýri. Þetta er sú þróun, sem ekki verður haggað, en nokkuð má seinka henni með einmitt því, sem nú er gert, að taka kísilgúrinn af botni vatnsins. Það er því tómt mál að tala um að varðveita Mývatn um „alla framtíð“ eins og sést hefur í skrifum um þetta mál. Örlög þess eru ráðin. Sannanir fyrir því eru skýru letri skráðar á og við strendur þess. Þeim, sem notað hafa stóryrði í þessu samhengi, mætti benda á hina alkunnu vísu þjóðskáldsins: Margur rakki að mána gó mest þegar skein í heiði, en ég sá hann aldrei þó aftra sínu skeiði. JÓN JÓNSSON, jarðfræðingur, Smáraflöt 42, Gárðabæ. Bújörð óskast Óska eftir að kaupa bújörð með framleiðslukvóta. Tilboð sendist á auglýsingadeild Mbl., merkt: „Jörð - 3468“. Vfsindastyrkii Attantshalsbandalagsins Atlantshafsbandalagið leggur árlega fé af mörkum til að styrkja unga vísinda- menn til rannsókna eða námsdvalar við erlendar vísindastofnanir í aðildarríkjum Atlantshafsbandalagsins á einhverju eftir- talinna sviða: Náttúruvísindum, líf- og læknisfræði, hug- og félagsvísindum og verkfræði. Umsóknum um styrki þessa - „Nato Sci- ence Fellowships" - skal komið til Vís- ind aráðs, Bárugötu 3, 101 Reykjavík, í síðasta lagi 12. júní 1992. Þeim skulu fylgja staðfest afrit prófskírteina og með- mæla, svo og upplýsingar um starfsferil og ritverkaskrá. Umsóknareyðublöð fást hjá Vísindaráði, Bárugötu 3. Afgreiðslutími þar er kl. 10-12 og kl. 14-16 daglega.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.