Morgunblaðið - 19.05.1992, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 19.05.1992, Blaðsíða 1
64 SIÐUR B 112. tbl. 80. árg. ÞRIÐJUDAGUR 19. MAÍ 1992 Prentsmiðja Morgunblaðsins Noregur: Aukin and- staða við aðild að EB Átökin í Bosníu flúin Mörg hundruð þúsund manns hafa yfirgefið Bosníu á síðustu dögum en alls er talið að 700 þúsund manns hafi misst heimili sín í átökum í landinu stríðs- hijáða. Til Króatíu hafa flúið rúmlega 350 þúsúnd manns. Skýrðu stjórnvöld þar í gær frá því að þau réðu ekki lengur við flóttamannastrauminn og báðu önnur ríki um aðstoð. A mynd- inni má sjá múslímska fjölskyldu sem tókst að flýja frá Bosníu yfir ána Drina til vesturhluta Serbíu. í gærkvöldi var tilkynnt að leiðtogar Serba, Króata og múslima hefðu fyrir milligöngu fulltrúa Sameinuðu þjóðanna gert samkomulag um þriggja vikna vopnahlé og hæfist brottflutning- ur sveita júgóslavneska sam- bandshersins frá Sarajevo og fleiri borgum Bosníu þegar í dag. Sjá „Flóttafólkið verður oft að hafast við . . .“ á bls. 26 Hermenn skjóta á sljórn- arandstæðinga í Bangkok Bangkok. Reuter. HERMENN gripu til þess úr- ræðis að skjóta af vélbyssum á tugþúsund sljórnarandstæð- inga í miðborg Bangkok, höfuðborg Tælands, í gær, og var vitað um að minnsta kosti sjö inenn sem biðu bana og mörg hundruð sem særðust. Talið er að tala látinna kunni að reynast hærri þar sem her- stjórnin hefur bannað sjúkra- húsum að birta tölur um mannfall eða fjölda særðra. Mótmæli gegn Suchinda Kraprayoon forsætisráðherra blossuðu upp að nýju á sunnu- dag og hafa andstæðingar hershöfðingjans, sem her- foringjastjórnin setti að völd- um, virt útgöngubann að vett- ugi. Mótmælin gegn Suchinda höfðu staðið nær óslitið frá því á sunnudagskvöld er um 200.000 stjórnarandstæðingar komu saman í miðborginni. Komið var kvöld í gær þegar hermenn hófu skothríð beint í hóp mótmæl- enda. Lögðu flestir á flótta en þúsundir óbreyttra borgara héldu þó kyrru fyrir á Rajad- amnoen-breiðgötunni og hróp- Reuter Komið með ungan mann á sjúkrahús eftir að hann hafði særst í skotárás hersins á stjórnarandstæðinga i Bangkok i gær. uðu slagorð gegn Suchinda, óeirðalögreglunni og hernum. Þegar síðast fréttist, en þá var áliðið nætur í Bangkok, reyndu leyniskyttur hersins að stökkva flótta í liðið sem eftir var í mið- borginni með því að skjóta á það ofan af húsþökum. Chamlong Srimuang, for- sprakka stjórnarandstæðinga og fyrrum borgarstjóra í Bangkok var handtekinn í gær. Suchinda sakaði hann í gær um undirróður gegn valdhöfunum og lýsti neyðarástandi yfír í Bangkok og nágrenni, bannaði fjöldafundi og greip til ritskoðunar fjölmiðla. Ósló. Frá Jan Gunnar Furuly, fréttaritara Morgunblaðsins. ANDSTAÐAN við aðild Noregs að Evrópubandalaginu hefur aukist samkvæmt skoðanakönn- un, sem birtist í dagblaðinu Aft- enposten í gær, og eru andstæð- ingarnir umtalsvert ' fleiri en þeir, sein hlynntir eru aðild. I könnuninni kemur fram, að 39% Norðmanna eru nú hlynnt EB-aðild, 40% fyrir mánuði, en andstæðing- arnir hafa aukið sinn hlut um sex prósentustig síðan í apríl og eru nú 47%. 14% eru óákveðin, 19% fyrir mánuði, og því augljóst, að óákveðna fylgið leitar meira til þeirra, sem beijast gegn aðildinni. Norskar konur óttast EB meira en karlarnir því 51% þeirra er á móti en aðeins 32% með. Anne Enger Lahnstein, leiðtogi Miðflokksina, sem er andvígur EB- aðild, fagnar niðurstöðunni og bendir á vaxandi efasemdir um EB í Svíþjóð og Danmörku og fræði- menn ýmsir segja, að hún endur- spegli óvissuna um hvað EB-aðild hafi í för með sér. „Andstöðuna má vafalaust oft skýra sem ósk um að halda í það, sem við höfum, fremur en að taka upp eittlivað, sem við þekkjum ekki og vitum ekki hvaða afleiðingar hefur,“ segir Martin Sæter við norsku utanríkismálastofnunina. Ríkisstjórn Sviss ákveður að sækja um aðild að EB Ztírich. Frá Önnu Bjarnadóttur, fréttaritara RÍKISSTJÓRN Sviss samþykkti í gær að sækja strax um aðild landsins að Evrópubandalaginu (EB). Ráðherra sem hlynntur er aðild en greiddi atkvæði gegn umsókninni sagðist óttast að ákvörðunin yrði til þess að stefna atkvæðagreiðslu um samninginn 202 ára lög taka gildi Washington. Reuter. 202 ARA gömul sljórnarskrár- breyting bandaríska þingsins um takmarkanir við kauphækkunum þingmanna öðlaðist loks laga- gildi í gær. Þingið samþykkti tillöguna árið 1789 en samkvæmt stjórnarskránni verður henni ekki breytt nema með stuðningi tveggja þriðju hluta þing- manna í báðum deildum og síðan þurfa löggjafarsamkundur 38 ríkja af 50 ríkjum Bandaríkjanna að staðfesta breytinguna. Stjórnarskrárbreytingin naut ekki forgangs á ríkisþingunum og höfðu einungis örfá þeirra sam- þykkt frumvarpið fyrir nokkrum árum. Miklar umræður um kaup og kjör þingmanna urðu hins vegar til þess að koma skrið á málin og 38. ríkið staðfesti breytinguna 7. maí sl. Samkvæmt henni getur kauphækkun sem þingmenn ákveða sér sjálfir ekki tekið gildi fyrr en að afloknum næstu þingkosningum, en þær fara fram annað hvert ár. Árslaun bandarískra þingmanna eru um 7,7 milljónir ÍSK. Síðast hækkuðu þingmenn öldungadeild- arinnar kaup sjtt á næturfundi og var tillagan tekin fyrirvaralítið á dagskrá. Ráðstöfunin mæltist illa fyrir hjá kjósendum. Morgunblaðsins. Reuter. um Evrópska efnhagssvæðið (EES) í tvísýnu. Ákvað ríkis- stjórnin að fara fram á það við EB að viðræður um aðild verði hafnar sem fyrst og er talið að umsóknin verði tekin fyrir sam- timis umsóknum Austurrikis- manna, Svía og Finna. Svissneska útvarpið sagði í gær að úrslit þjóðaratkvæðagreiðslunn- ar um helgina þar sem samþykkt var að Svisslendingar gerðust aðilar að Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og Alþjóðabankanum hefðu orðið til þess að meirihluti ríkisstjórnarinnai' ákvað að ekki væri lengur ástæða til að bíða með umsókn um aðild að EB. Síðar birti stjórnin yfirlýs- ingu um ákvörðun sína en ekki hafði staðið til að opinbera hana fyrr en á morgun, miðvikudag, er birt verður skýrsla um kosti og galla_ aðildar að Evrópubandalag- inu. í yfirlýsingunni sagði að eftir ítarlega athugun á öllum þáttum málsins hefði ríkisstjórnin sann- færst um að verulegur ávinningur væri af aðild að EB. Þrír ráðherrar af sjö greiddu þó atkvæði gegn ákvörðuninni. Einn þeirra, Arnold Koller dómsmálaráð- herra, sem er annars hlynntur að- ild, sagðist óttast að ákvörðunin yrði til þess að skemma fyrir at- kvæðagreiðslunni um EES-sam- komulagið sem ráðgerð er 6. desem- ber nk. Almenningur kynni að blanda málunum tveimur saman og andstaða við EB-aðild gæti því brot- ist út í þjóðaratkvæðagreiðslu um EES með þeim afleiðingum að sam- komulagið félli. I stað þess að ijúfa einangrun landsins yrði það til þess að útiloka Svisslendinga frá 380 milljóna manna markaði. I þjóðaratkvæðagreiðslunni um helgina studdu 56,8% kjósenda að- ild að Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og Alþjóðabankanum, en 44,2% voru á móti. Kjörsókn var 38,5%. Stjórnar- I kjósendum höfnuðu aðild að Sam- flokkarnir fögnuðu niðurstöðu einuðu þjóðunum. kosninganna sem eru á aðra lund Sjá „Staðfestir þá stefnu sem en 1986 er þrír af hverjum fjórum I áður var boðuð“ á bls. 25.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.