Morgunblaðið - 19.05.1992, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 19.05.1992, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. MAI 1992 Skálholtssýning ________Myndlist Bragi Ásgeirsson í Bogasal Þjóðminjasafnsins hefur síðustu vikur staðið yfir merkileg sýning í tilefni útkomu bókarinnar „Skálholt skrúði og áhöld", sem er afrakstur rann- sókna þeirra Kristjáns Eldjárns og Harðar Ágústssonar. Ég hef gert innlit á sýninguna tvisvar og tel að hér sé um við- burð að ræða, sem verðskuldar almenna athygli og dijúga aðsókn. Hér er nefnilega á ferð enn ein af hinum ágætu framkvæmdum í þessum sal á undanförnum árum, sem menn hafa getað sótt ómæld- an fróðleik og ánægju til. Þegar svipaðar sýningar eru settar upp erlendis, er viðbúið að þær veki mikla athygli og um- ræðu, en ég hef hvorugt orðið var við hér, utan eitt ágætt viðtal hér í blaðinu við Hörð Ágústsson í til- efni útkomu bókarinnar. Sam- kvæmt öllum sólarmerkjum virðist ákaflega fáir rata á sýninguna og er þetta tómlæti í senn háskalegt og vítavert, og ekki er mér kunn- ugt um að sjónvörpin hafi ræklað hér skyldu sína frekar en fyrri daginn, en slíkur viðburður verð- skuldar einmitt nokkra úttekt á skjánum, því að hann kemur allri þjóðinni við. Enginn er ég löggiltur fornleifa- fræðingur, en hins vegar eru þau ófá fornminjar og þjóðháttasöfnin, sem ég hef heimsótt um dagana og sótt til þeirra mikinn fróðleik um liðna tíð auk nautnarinnar af að virða fyrir mér handverk fortíð- arinnár, og kynnast siðum og at- ferli ólfkra þjóðarbrota. Þetta tel ég einmitt mikilvægan hlekk í menntun myndlistarmanna, sem vilja sjá hlutina í sögulegu sam- hengi augliti til augiitis, en síður láta falierast í dægurheimspeki bendiprika, og. á slíkum stöðum finnur maður murl frekar tii ná- iægðar þess neista,- sem er kveikja lifandi listsköpunar en t.d. í fagurl- istaskóium eða á þurrpumpulegum söfnum,_núli&ta. Enginn er svikirtn, sem reikar um sali hinna ' rniklu þjóðminja, mannfrséði- og þjóðháttasafna úti í hinum stóra heimi ,og aðsóknin á þau er yfirleitt mjög mikil og á stundum gífurleg t.d. um helgar, eða er verið er að sýna sérstaklega einhverja helga dóma og fjársjóði. En líka minnist ég þess ljóslega, er þau voru næstum tóm fyrir nokkrum áratugum. Gagngerð breyting hefur orðið á mörgum safnanna í og með vegna þess, að hin mikla aðsókn og tekjurnar af henni gerir söfn- unum kleift að ráðast í dýrar fram- kvæmdir. Við skulum einmitt minnast þess hér, að hinum vegleg- ustu söfnum mestu menningar- þjóða heims kemur ekki til iiugar að hleypa fólki inn fyrir dyr sínar án aðgangseyris, og þau hafa að auki umtajsverðar tekjur af sölu korta, eftirprentana og afsteypa. Rekstur slíkra safna og sérstök varðveisla helgra dóma og fornra fjársjóða kostar vitaskuld mikinn pening. Áður voru söfnin mest sótt af skólabörnum, sérvitringum og fræðimönnu og algengt var, að menn kæmu þangað einungis einu sinni á lífsleiðinni og þótti það jafn- vel nokkur þolraun. En nú eru nýir tímar og breytt viðhorf, þann- ig að almenningi þykir það mikíl- Form og Við listrýnar blaðsins höfum fyrir sumt vanrækt Gerðuberg, menningarmiðstöð þeirra í út- borginni með vaxtarverkina. Það á sér vissar orsakir, sem eru t.d. að samgöngur þangað eru ekki sérlega „rakieiðar", ef svo má að orði komast, og þeir sem ferðast með almenningsvögnum borgar- innar Finnst vissulega nóg um krókaleiðirnar innan gömlu borg- armarkanna. Þá er sýningarhús- næðið alveg á mörkunum, því arkitektihn virðist ekki hafa gert ráð fyrir myndum á veggjunum hvorki varðandi rými né lýsingu. Á þennan hátt þurfum við því miður næstum að hefja hvern ein- asta pistil um listsýningar innan veggja félagsheimila hér á landi. A Gerðubergi virðast menn hafa vilja til að skipuleggja hlut- ina fram í tímann og hefur verið gefinn út lítill en nytsamur bækl- ingur, sem segir frá starfsem- Kaleikur og patína smíðaður í Frakklandi og gefinn Skálholts- kirkju 1309. fengleg og upplífgandi athöfn að skoða söfn fortíðar, og enn einu sinni sé ég tilefni til að varpa fram þeirri spurningu, sem mér hefur þótt svo áleitin hin síðari ár: „Hví hefur sú þróun ekki náð hingað til íslands?“ Svari þeir sem svara vilja, en sjálur álít ég að við höfum brugð- ist, ekki verið með á nótunum, nema hvað það snertir að eltast við hvers konar lágkúru og gljá- menningu, en þar sföndum við mjög framarlega í heiminum. Skyldi ekki einn þáttur þessara stefnubreytinga vera hin trúarlega samkennd og leitin að haldfestu í lífinu og varanlegum verðmætum, auk löngunarinnar til að horfast í augu við fortíðina í stað þess að klæða hana í gljápappír og láta gerviiðnaðinn mata sig? Maður sér fólk ljóma af gleði á söfnum yfir uppgötvunum sínum og rýna langtímum saman á ein- staka hluti, ræða um þá djúga stund sín á miili, og þetta fólk er ekki sá tildurlýður,. sem kemur af skyldurækni og til að sýna sig og sjá aðra, — heldur. er þetta fólk inni, sem er auðvitað til fyrir- myndar og ber að þakka. Sennilega er erfitt að fá spenn- andi sýningar í húsið, eða eitt- hvað sem laðar að, og má það vera fyrir fyrrnefnda annmarka, en einstakar mikilvægar kynning- arsýningar ætti að vera kleift að hafa, sem vel er staðið að, og rrtega gjarnan standa yfir í nokk- uð langan tíma. Það var öðru fremur fyrir for- vitni, sem ég lagði leið mína á sýningu Árna Sigurðssonar á dögunum, en hann er sonur pabba síns eins og sagt er, en sem í þessu sérstaka tilfelli er Sigurður Guðmundsson myndlistarmaður í Amsterdam. Komst ég loks á leið- arenda eftir nokkrar hrakningar, þvi ég tók rangan strætisvagn í fyrsta skipti og í næsta skipti var lokað á sunnudegi, en það hafðist í þriðju tilraun eins og svo margt fleira. Árni Sigurðssoii Unga listspíran Arni Sigurðs- son, er eftir öltum sólarmerkjum að dæma að feta sín fyrstu spor á listbrautinni. Myndverk hans eru byggð upp á einföldum grunnformum og minna fyrir sumt á föður hans qg sitthvað í komið til að skoða, sjá og upplifa. Ég vil láta starfandi þjóðhátta- og/eða fornleifafræðinga um að , skrifa um þessa merku sýningu, því ég hef takmarkaðan metnað að taka að mér hlutverk þeirra, en taldi þessar hugleiðingar eiga fullt erindi til iesenda blaðsins. Nokkuð skyggir það á sýning- una, að maður hefur ekkert í hönd- unum við skoðun hennar og það er í senn tímafrekt og þreytandi að rýna í texta við hlið hluta eða mynda, en það má kannski afsaka það að þessu sinni að þar sem þetta er öðrum þræði kynning á áðurnefndri bók. Að síðustu langar mig til að setja hér fram skilgreiningu á helgum dómum í gagnorðum bún-. ingi okkar ágæta fyrrum forseta Kristjáns Eldjárns, sem ég rakst á um leið og ég opnaði bókina. „Tilbeiðsla helgra doma var einn veigamesti þátturinn í trúarlífi tniðalda hér á landi eins og annars staðar í kaþólskum löndum. Helgir dómar voru ýmis bein eða beinflísar eða einhver vottur af öðrum líkamshlutum helgra manna, eða því er talið var, ellegar ögn af einhverjum hlut, sem kenndur var við dýrling eða talinn hafa á einhvern hátt komist í snert- ingu við hann ...“ hollenzkri myndlist, sem telst eðlilegt. Flest eru verkin hugleiðingar um efni, byggingu og rými og hafa svip af lágmyndum. Sum þeirra eru samsettar einingar ásamt því að upphleypt form og hrynjandi kemur fram í þeim. Auðséð er að hér er um að ræða <úngan myndlistarmann á þroskabraut, sem er að þreifa fyrir sér og enn hefur ekki mark- að sér ákveðna stefnu þó hið byggingarfræðilega (konstrúkt- íva) innan myndlistarinnar virðist helst heilla hann. Árni hefur sérstaka tilfinningu fyrir fegurð jafnvægis og kyrrðar á myndfleti, sem kemur vel fram í myndinni „Horizontal: Mo- desty“, sem ég staldraði helst við. Myndirnar fara allvel á veggj- um kjallarans, en það var helst til lýta að þær eru dálítið undnar og kann það að stafa af hnjaski í flutningum, en fyrir vikið missa þær hnitmiðaða skírskotun. Sýningunni lýkur þriðjudaginn 19. maí. Ríki spámannsins Bækur Pétur Pétursson Jón Ormur Halldórsson: ISL- AM; Saga pólitískra trúar- bragða. Bókaútgafa Menning- arsjóðs 1991. 184 bls. Alþjóðastjórnmál seinustu ára- tuga hafa sýnt það og sannað að það er úrelt kenning að afhelgun (sekúlarisering) eigi sér naúðsyn- lega stað samfara efnahagslegum framförum og tæknivæðingu. Í upphafi aldarinnar sáu mennta- menn það fyrir sér að fjölmiðlun og aukin vísindaleg þekking myndu afhjúpa trúarbrögðin sem ófullkomna hugmyndafræði og jafnvel sem tálsýn og fölsun á veruleikanum. Þessar kenningar, sem eiga rætur sínar að rekja til upplýsingarinnar, mótuðu félags- vísindin á fyrsta skeiði þeirra sem akademískra fræða, skjóta enn upp kollinum þegar gengið er út frá því að framfarir (hagvöxtur) og veraldleg skynsemishyggja haldist ávallt í hendur. Það hefur hins vegar komið í Ijós að veruleikaskynjun okkar er að miklu leyti háð hefðum og gild- um, sem eiga sér trúrænar for- sendur. Stjórnmálahreyfingar sem mikið ber á í nútímanum sækja einmitt kraft sinn til trúarbragð- anna þegar þær bregðast við ákveðnum aðstæðum og safna liði til að beijast fyrir betra lífi, bætt- um kjörum og réttlátari skipan samfélagsins. Biblíulegir bókstafs- trúarmenn eru sterkt afl í banda- rískum stjórnmálum. Frelsunar- guðfræðin í Suður-Ameríku er afl sem ekki verður gengið fram hjá. Sama er að segja um trúarleiðtoga meðal blökkumanna í Suður-Afr- íku (Boesak er baptistaprestur, Mandela meþódistapredikari og Desmund Tutu er anglikanskur biskup). Strangtrúaðir gyðingar eru að leiða Ísraelsríki út í ógöng- ur. „ Heittrúarhreyfingar múslima eru daglega í fréttum vegna stjómmálaátaka Norður-Afríku og Austurlöndum nær og fjær. Þessi stjórnmálasamtök verða ekki skil- in og skilgreind án þess að tekið sé tillit til trúarlegs bakgrunns og árþúsunda þróunar trúarbragð- anna. Jón Ormur Halldórsson lektor í stjórnmálafræði við Félagsvísinda- deild HÍ hefur sent frá sér bókina: Islam; Saga pólitískra trúar- bragða. Islam ber nafn, pólitísk trúarbrögð, með rentu. Samfélag trúaðra múslima er ekki ríki réttl- átra á himni heldur skipan samfé- lags trúaðra hér á jörðu, (umma) sem Múhammeð spámaður lagði grundvöll að þegar hann braut upp Jón Ormur Halldórsson ættarsamfélagið og kom nýrri skipan á í Medina á Arabíuskagan- um á sjöttu öld að okkar tímatali. Við stofnun umma miðast tímatal múslima. Það er þetta skipulag, eitt ríki araba, trúaðra múslima, sem er hreyfiaflið í stjórnmálum þar sem islam kemur við sögu. Framvarðarsveitir ríkis spámanns- ins hér á jörð leggja hatur á Bandaríkin fyrst og fremst, en þau leystu nýlenduveldi Breta af hólmi sem útvörður vestrænna hagsm- una á þessum svæðum. Vestræn áhrif eru talin helsta hindrunin í vegi fyrir sameiningu múslima og gildistöku Sharia, laga múslima, sem byggja á opinberun á vilja guðs eins og hann birtist Múham- með. ' Jóni Ormi tékst éinstaklega vel í þessari bók að gefa yfirlit yfir sögu islams sém pólitískra trúar- bragða og sýna fram á forsendur ástandsins eins og það er í stjórn- málum nútímansv Þáð ér'méð ólík- indum hvað honum tekst vel að draga upp skýra mynd af flóknu sögulegu og félagsiegu ferli á landsvæði sem nær allt frá Norð- ur-Afríku til Suðaústur-Asíu. Breiddin í þessari umfjöllun er ekki á kostnað dýptarinnar. Jón Ormur er vel heima í trúarbrögð- um múslima, enda er ekki hægt að skilja samfélag þeirra án þess að taka mið af þeim og tekst höf- undi vel að sýna fram á þessi tengsl. Hann fjallar um rætur islams, um spámanninn, Kóraninn, trúar- ritið sem um leið er grundvallar- lögbók múslima. Þá greinir hann í stuttu máli frá aðal stefnum inn- an islams og ólík áhrif þeirra á þróun stjórnmála í hinum ýmsu ríkjum. Jón gjörþekkir greinilega áhrif nýlenduveldanna og íhlutun vestrænna ríkja í stjórnmál þess- ara landa, en hún tengist einkum olíuauðlindunum. Hér er einnig að finna rótina að klofningi ríkis spá- mannsins í u.þ.b. 30 ríki og við- brögð heittrúarhreyfinga nútím- ans við þessari staðreynd. Jón fjallar um menningu, hags- muni og trúarbrögð múslima af samúð. Þetta kemur einkum fram þegar um er að ræða ráðsmennsku vestrænna ríkja um innri mál þess- ara samfélaga, þar sem fyrst og fremst var gengið út frá hagsmun- um þeirra fyrrnefndu. Samúð get- ur verið góð aðferð til að skilja og skilgreina menningu og samfé- lag sem er byggt á öðrum forsend- um en þeim sem maður sjálfur lif- ir og hrærist í og er reyndar í vissu mæli nauðsynleg til þess að geta lýst, vegið og metið félagsleg stjórnmál á hlutlægum grundvelli. Ef eitthvað vantar í þessa um- fjöllun Jóns er það helst mat á heittrúarhreyfingum tnúslima í nútímanum og afstöðu þeirra til vestrænna áhrifa, ekki aðeins efnahagslegra og hernaðarlegra heldur einnig varðandi menningu og hugmyndir. Af hveiju beittu þeir sér t.d. ekki af eins miklu afli gegn Sovétríkjunum sem voru þó gífurlegt herveldi og nær ríkj- um spámannsins — og náðu enda yfir samfélög múslima — af eins inikilli hörku og gegn Bandaríkj- unum? Gæti það verið vegna þess að heildarhyggja marxismans sé skyldari Sharia en einstaklings- hyggja og lýðræðishefð vestrænna ríkja? Viðhorf heittrúarmúslima til refsinga er umhugsunarvert í þessu samhengi. En um þetta efni mætti skrifa aðra bók og ég treysti Jóni reynd- ar vel til að skrifa hana. Hér er á ferðinni einstaklega gott yfirlitsrit sem bætir úr miklum skorti á fræðilegri umfjöllun á íslensku um önnur trúarbrögð en kristni og þátt þeirra í mótun þess heims sem við búum við.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.