Morgunblaðið - 19.05.1992, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 19.05.1992, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. MAÍ 1992 Tryggja þarf að LIN geti gegnt áfram mikilvægu hlutverki sínu Námsaðstoð frá LÍN og fjárveitingar 1988-91 Miðað við úthlutunarreglur 1990-91. Fast verðlag fjárlaga 1991. 4 500 Fjárveitingar til menntamála 1992 Samanburður nokkurra liða. 2.220 2.074 eftir Einar Hálfdánarson Lánasjóður íslenskra náms- manna gegnir því mikilvæga hlut- verki í framkvæmd almennrar menntastefnu að gefa íslenskum námsmönnum kost á framhalds- menntun án tillits til efnahags. Sjóðurinn veitir í þessu skyni hag- stæð lán eftir ákveðnum reglum, sem hafa verið og verða áfram vegna lágra vaxta styrkur úr ríkis- sjóði að stórum hluta. Lánasjóður- inn hefur á starfstíma sínum tví- mælalaust stuðlað að því að þjóðin hefur aflað sér fjölbreyttrar mennt- unar, sem er sambærileg við það sem best gerist meðal þjóða heims. Starfsemi hans er því ein af undir- stöðum hagsældar íslensku þjóðar- innar. Stjórnleysi hefur ríkt í fjármálum LIN undanfarin ár vinstri stjórnar. Fjárþörf sjóðsins hefur vaxið gífur- lega. Fyrrverandi menntamálaráð- herra, Svavar Gestsson ákvað að hækka lán umfram verðhækkanir og auka námsaðstoð á margvísleg- an máta. Sú ríkisstjórn, sem hann sat beitti sér fyrir lækkuðum fram- lögum ríkisins til sjóðsins. Þetta kemur glöggt fram á meðfylgjandi mynd (nr. 1). Til þess að mæta stór- aukinni fjárþörf voru slegin skamm- tímalán. Þessi skammtímalán eru nú orðin svo þung byrði á sjóðnum að afborganir og vextir af þeim ein saman stórauka fjárþörf sjóðsins árlega á næstu árum ef ekki verður að gert. Ljóst er að sjóðurinn hefði komist í þrot eftir fá ár með sama ráðslagi til óbætanlegs tjóns fyrir námsmenn en ekki síður fyrir þjóð- félagið í heild. Þó verður að árétta vegna síendurtekins misskilnings í umræðunni að vegna þess að gripið er nú í taumana verður staða sjóðs- ins sterk, ef gerðar verða ráðstafan- ir til þess að endurskipuleggja fjár- haghans með því að lengja þau lán sem tekin hafa verið. Menntamála- ráðherra og Alþingi hafa nú sýnt óvenjulega forsjálni. Brugðist er við vandanum en hann ekki látinn verða að fortíðai'vanda. Meginmarkmið stjórnvalda og núverandi stjórnar LIN Við þessar aðstæður eru megin- markmið stjórnvalda og núverandi stjórnar LÍN þríþætt: 1. að tryggja að LÍN geti haldið áfram að gegna mikilvægu hlut- verki sínu með því að efla fjár- hag sjóðsins og létta greiðslu- byrði hans, 2. að ná jafnvægi til frambúðar milli útgjalda og fjárveitingar Alþingis, 3. að koma í veg fyrir að nauðsyn- leg skerðing námsaðstoðar sam- kvæmt fjárlögum bitni á þeim sem stunda fullt nám og skila eðlilegum árangri. Ný lög treysta fjárhag sjóðsins Ný lög hafa verið samþykkt á Alþingi fyrir sjóðinn. Endurgreiðsl- ur lána frá mönnum eftir námslok verða tíðari, þótt tekið verði áfram tillit til tekna þeirra. Tryggt er að greiðslubyrði lánanna fari ekki fram úr 5-7% af tekjum lánþega, þegar þeir hefja greiðslu afborgana og vaxta af lánunum. Ríkisstjórnin hefur ennfremur samþykkt að vext- ir á lánum sjóðsins verði 1% fyrst um sinn. Þá er það mikilvægasta ótalið. Með lögunum er lagður grunnur að stóraukinni festu í starf- semi lánasjóðsins og bættri nýtingu fjármuna með ákvæði um að lán greiðist alltaf út eftir hvert misseri þegar námsárangur manna liggur fyrir. Úthlutunarreglur verður að bæta Ljóst er að þessi lagasetning er til þess fallin að treysta stöðu sjóðs- ins verulega í framtíðinni. Ný lög eru þó ekki nægjanleg til að koma á jafnvægi í fjárhag sjóðsins. Þar þarf einkum tvennt að koma til að auki: Breytingar á úthlutunarregl- um, sem draga úr heiidarfjárþörf- inni og endurfjármögnun sjóðsins með lengingu lána, sem tekin hafa verið síðustu ár. Skerðing lána enn um 17-18%? Til þess að ná markmiðum í sam- ræmi við stefnumótun Alþingis og stjórnvalda í ijárlögum yfirstand- andi árs hefur stjórn LÍN : meginat- riðum tvo kosti. Þessir kostir eru: 1. Almenn skerðing námslána, þ. á m. almennra framfærslu- lána. Láta mun nærri að skerða þyrfti öll námslán um 17-20% ef þessi leið væri farin til þess að ná íjárþörf sjóðsins niður í 3.400 milljónir króna vegna námslána, en það er sú fjárhæð sem til þess er ætluð í fjárlögum. 2. Hinn kosturinn er sá að grípa til betri nýtingar fjármagns fyrst og fremst með sanngjörnum kröfum um eðlilega námsfram- vindu og aukinni festu í fram- kvæmd lánveitinga, draga úr aukalánum o.s.frv. Leiðarljósið hlýtur að vera að gera sarin- gjarnar kröfur f.h. fólksins í landinu sem greiðir í sjóðinn og koma á réttlæti mílli lánþega innbyrðis í úthlutun lána. Koma þarf í veg fyrir almenna skerðingu framfærslulána Meirihluti stjórnar sjóðsins vill velja siðari kostinn. Markmiðið er að koma í veg fyrir almenna skerð- ingu framfærslulána, en ná samt niður heildarfjárþörf til sjóðsins þannig að áðurnefnd upphæð nægi til árlegra útgjalda. Það er há fjár- hæð, 3.400 millj. króna, sem verja á til námslána á yfirstandandi ári og þar af veitir ríkissjóður 2.220 milljónum. Hversu mikið fjármagn er hér um að tefla sést best ef haft er í huga að heildarfjárveitingar til Háskóla íslands eru um 1.540 millj- ónir króna, Kennaraháskóla íslands 253 millj. og Háskólans á Akureyri 132 millj. Til allra háskóla í landinu er varið lægri Ijárhæð en til LÍN eða um 2.075 millj. króna. (Sjá súlurit). Þessi háa fjárhæð nægir þó eng- an veginn til þess að veita mönnum lán eftir óbreyttum úthlutunarregl- um. Til þess þarf að nást heildar- lækkun með breyttum reglum sem nemur 400-500 milljónum króna. 15 Einar Hálfdánarson Fjárþörfin minnkuð á tveimur árum um 1.200 milljónir! Menn geta gert sér í hugariund í hvílíkar ógöngur útlán LIN voru komin, þegar við blasir að með þeim aðgerðum sem núverandi stjórn sjóðsins er nú að framkvæma, hefur verið dregið úr fjárþörf sjóðsins sem nemur a.m.k. 1.200 milljónum króna. Samt er áætlað að veija 3.400 milljónum til þess að veita námsmönnum hagstæð lán vegna náms á yfirstandandi ári. Þessi upphæð hefði verið 4.600 milljónir með sömu reglum og Svavar Gests- son beitti sér fyrir að setja en hann gafst upp.á að veita fjármagni til með þeim afleiðingum, eins og áður segir að LÍN hefði innan fárra ára komist í þrot, ef ekkert hefði verið að gert. Höfundur er einn af stjórnarmönnum LÍN. Plannja þakstál með stíl Einnig bárujárn, litað og ólitað og SÍBA þakrennur. Dalvegi 20, sími 641255. MRenault Clio er betri en japanskir bílar" ...segir bílablaðið Bíllinn Fallegur og rúmgóður fjölskyldubíll á fínu verði Bílablaðið Bíllinn er með Renault Clio í 100.000 km langtímaprófun. Blaðið birtir niðurstöðu eftir 13 mánaða 30000 km prófun í maí tölublaði 1992. Þar er meðal annars að finna eftirfarandi umsagnir um Renault Clio: "Renault Clio er, að okkar dómi, fyrsti evrópski smábíllinn sem er betri en japanskir bílar á svipuðu verði", "Hann er efnismeiri og sterkbyggðari, skemmtilegri í akstri, hefur mun betri aksturseiginleika, er hljóðlátari en japanskir og evrópskir bílar í sama verðflokki og rúmbetri en þeir flestir". Bílaumboöiö hf. Krókhálsi 1 - Sími 686633 Renault Fer á kostum Verð frá kr. 767.600,- ' Verð með ryövörn og skráningu samkvæmt verðlista í maí 1992 (8 ára ryðvarnarábyrgð og 3 ára verksmiöjuábyrgð)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.