Morgunblaðið - 19.05.1992, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 19.05.1992, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATVINNULÍF ÞRIÐJUDAGUR 19. MAÍ 1992 35 j S 1 I I I I I 3 I I V i Atvinna Kynningarherferð fyrir íslenskum iðnaði íslenskur iðnaður stendur á tímamótum, segir fram- kvæmdastjóri Landssambands iðnaðarmanna LANDSSAMBAND iðnaðar- manna hefur hafið kynningar- herferð fyriiv íslenskuni iðnaði þar sem vakin er athygli á undir- stöðuþýðingu hans fyrir íslenskt þjóðfélag. Minnt er á að í iðnaði sé að finna fjölbreytta möguleika á aukinni verðmætasköpun og bættum lífskjörum þjóðarinnar Trésmiðja Fjalar hf. skiptir um eigendur Húsavík. EIGENDASKIPTI urðu ný- lega á trésmiðjunni Fjalari hf. á Húsavík þegar aðaleig- endur Trésmiðjunnar Borg- ar hf. og fleiri keyptu fyrir- tækið. Þetta eru tvær elstu trésmiðjurnar á Húsavík, þær eru áratuga gamlar og hafa reist margar af stærstu byggingum bæjarins. Aformað er að reka fyrirtæk- in sem sjálfstæða aðila að minnsta kosti fyrst í stað þó að eðlilega verði þar samstarf á milli og hefur nýr forstjóri, Sævar Salomonsson, tekið við rekstri Fjalars. Samdráttur hefur hér orðið í byggingariðnaðinum þó að útlit sé um töluverðar fram- kvæmdir á komandi sumri. - Fréttaritari ásamt mikilli þekkingu og at- orku til að takast á við ný verk- efni. Til að ná árangri sé mikil- vægt að íslendingar geri það sem öðrum iðnaðarþjóðum þyki flest- um sjálfsagt, þ.e. að sýna þann metnað að velja vandaða inn- lenda framleiðslu. Ráðamenn þurfi einnig að sýna viljann í verki með því að skapa iðnaðin- um eðlilegt starfsskilyrði. Að sögn Þórleifs Jónssonar, framkvæmdastjóra Landssam- bands iðnaðarmanna, stendur ís- lenskur iðnaður nú á tímamótum. I ljósi takmarkana sem fiskveið- iauðlindir eru háðar hafi iðnaður og ýmis þjónusta að gegna vax- andi hlutverki í verðmætasköpun og hagvexti á komandi árum. Jafn- framt verði gerðar auknar kröfur til iðnaðarins vegna róttækra breytinga í viðskiptamálum og harðnandi erlendrar samkeppni. I ljósi þessa hafi þótt eðlilegt að Landssamband iðnaðarmanna minntist 60 ára afmælis sín með því að vekja bæði almenning og ráðamenn til umhugsunar um framtíð íslensks iðnaðar. Þórleifur sagði einnig að vax- andi atvinnuleysi, óvissa og allt að því ráðleysi í atvinnumálum sýndi síðan enn frekar fram á nauðsyn þess að vekja metnað og vilja hjá þjóðinni til að treysta og byggja upp íslenska framleiðslu og leggja þannig grunn að aukinni atvinnu og bættum lífskjörum í framtíð- inni. íslenskur iðnaður sé vett- vangur fyrir hæfileikafólk á mörg- um sviðum, bæði við almenn iðnað- arstörf og við hönnun, tæknistörf, stjórnun o.fl. Bakkavör og Miðlun með bestu markaðs- áætlanirnar Fulltrúar 8 fyrirtækja tóku þátt í þróunarverk- efninu Útflutningsaukning og hagvöxtur VERKEFNINU „Útflutningsaukning og hagvöxtur" lauk fimmtu- daginn 77. maí, en það var Útflutningsráð sem stóð að því ásamt Iðnlánasjóð og Markaðsskóla Islands. Þá styrkti íslandsbanki einn- ig verkefni. Olafur G. Einarsson, menntamálaráðlierra, aflienti fulltrúum þeirra átta fyrirtækja sem þátt tóku í verkefninu viður- kenningarskjal en fulltrúi Bankkavarar hf., Agúst Guðmundsson, og fulltrúi Miðlunar, Árni Zophaníasson, fengu sérstaka viður- kenningu fyrir best unnu markaðsáætlunina. Þróunarverkefnið „Utflutningur og hagvöxtur“ er írskt að uppruna og ætlað litlum og meðalstórum fyrirtækjum sem áhuga hafa á því að hefja útflutning eða festa í sessi útflutning sem þegar er hafinn. Unnið er í áföngum að gerð mark- aðsáætlunar og m.a. farið yfir markaðshlutun, markaðsval, vöru- kynningar, söluáætlanir, dreifi- leiðir, val umboðsmanna, verð- lagningu, gengismál og greiðslu- aðferðir. Byggt er á námskeiðum eða vinnufundum og hvert fyrir- tæki hefur aðgang að sérlegum ráðgafa og aðstoðarmanni auk sérsniðinna fyrirlestra um allt sem viðkemur markaðssetningu er- lendis. Auk Bakkavarar og Miðl- unar tóku þátt í verkefninu nú fulltrúar fyrirtækjanna Borgar- plasts, Loðskinns, Max, NÖa-Sír- íus, Tölvumiðlun og Þörungaverk- smiðjunni. Þess má geta að fyrir- tækið Össur sem híaut. útflutn- ingsverðlaun forseta Islands nú nýverið, var í hópi þeirra fyrir- tækja sem þátt tóku í fyrsta nám- skeiðinu af þessu tagi og hlaut þá m.a. sérstök verðlaun fyrir bestu markaðsáætlunina. Wterkurog kJ hagkvæmur auglýsingamiöill! Flug Bandaríkjamenn vilja breiðþotur Bandarísk flugfélög hafa að undanförnu verið að fjölga venjulegum þotum með einum gangi í innanlandsfluginu og hefur það vakið mikla óánægju meðal farþega á lengri flugleiðunum. Þeir vilja breiðþoturn- ar, þar sem hægt er að komast óhindrað um flugvélina, til dæmis á salernið, en eins og allir vita komast menn hvorki aftur á bak né áfram þegar flugfreyja eða -þjónn er með veitingavagninn í ganginum á „mjóhundinum". Forsvarsmenn bandarískra ferða- tímarita segja, að mikið sé um kvart- anir frá viðskiptavinum flugfélag- anna, einkum þeim, sem oft eru á ferðinni innanlands, en bandarísku flugfélögin hafa verið að flytja breið- þotumar úr innanlandsfluginu og yfir á alþjóðlegu flugleiðirnar. I stað- inn koma venjulegu þoturnar, yfir- leitt Boeing 757, en þær geta notað styttri flugbrautir en breiðþoturnar og hafa mikla flugdrægni. Ekki þarf að tíunda ókosti „mjó- hundanna" á löngum flugleiðum inn- annlands í Bandaríkjunum, til dæmis stranda í millum, en bandarískir ferð- alangar eiga þess þó enn kost að velja á milli breiðþotunnar og hinnar venjulegu. Er sú fyrrnefnda aðallega Boeing 767 en einnig Lockheed L 1011, McDonnell Douglas DC 10 og ýmsar gerðir af Airbus. Rússland Sabre-bók- unarkerfi til Aeroflot IBM, stærsta tölvufyrirtæki í Bandaríkjunum, og American Airlines, stærsta flugfélagið þar í landi, hafa tekið að sér að sér að setja upp tölvuvætt bókunar- kerfi fyrir rússneska flugfélagið Aeroflot en það er aftur stærsta flugfélag í heimi. Verður samn- ingurinn vafalaust til að styrkja mjög stöðu Sabre-bókunarkerfis- ins gagnvart öðrum kerfum. IBM og American Airlines hafa góða reynslu af samstarfi sín í milli en nú eru liðin 25 ár síðan þau settu upp Sabre-bókunarkerfið, sem notað er hjá 40% bandarískra ferðaskrif- stofa. Verði því einnig komið upp hjá Aeroflot verður það mikið áfall fyrir mörg evrópsku flugfélaganna, sem hafa fjárfest mikið í uppsetningu annarra kerfa. Kerfið tekur annars til farmiðapöntunar, útgáfu farmiða og brottfararspjalda og gætir þess einnig, að sama sætið sé ekki selt oftar en einu sinni. Þetta síðastnefnda er einmitt stóra vandamálið í Sovétríkjunum fyn-ver- andi þar sem tölvuvæðing er nánast engin og farmiðar yfirleitt seldir á skrifstofum í borgunum en ekki í flughöfninni. Virðist enginn vita hvaða sæti hafa verið seld og það kemur ekki ljós fyrr en á flugvellin- um. Á árinu 1990 urðu 30% farþega með Aeroflot að bíða eftir næstu vél eða þarnæstu vegna þess, að sætin höfðu jafnvel verið margseld. Arsávö'xtun umfrain vmöhólgu s.I. 6 mán. SJÓÐSBRÉF7 Eignir sjóðsins eru ávaxtaðar í þýskum hlutabréfum. Góð áhættudreifmg íyrir þá sem eiga nokkurt sparifé. VlB VERÐBRÉFAMARKAÐUR ÍSLANDSBANKA HF. Ármúla 13a, 155 Reykjavík. Sími 68 15 30. Tilkynning um útgáfu markaðsverðbréfa Húsbréf 2. flokkur 1992 Kr. 4.000.000.000,- Krónur fjórir milljaröar 00/100. Útgefandi: Útgáfudagur: Vextir: Lokagjalddagi: Einingar bréfa: Byggingarsjóöur ríkisins, húsbréfadeild. 15. apríl 1992. 6%. 15. apríl 2017. 10.000, 100.000, 1.000.000, 5.000.000. Umsjón meö útgáfu: Landsbréf hf. * LANDSBRÉF H.F. Landsbankinn stendurmeð okkur Sudurlandsbraut 24, 108 Reykjavík, sími 91-679200, fax 91-678598. Löggilt verdbréfafyrirtæki. Aðili að Verdbrófaþingi íslands.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.