Morgunblaðið - 19.05.1992, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 19.05.1992, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. MAI 1992 VINKLAR A TRE HVERGI LÆGRI VERÐ OG KAMBSAUMUR ÁVALLT FYRIRLIGGJANDI . . EINKAUMBOÐ Þ.ÞORGRÍMSSON & CO Ármúla 29 - Reykjavík - sími 38640 * Sé(fC Click SKRUFU- BITAHALDARI Bit Click er segulskrúfubita- haldari sem má setja á patrónu meö einu handtaki yfir borinn. Þægilegt og fljótlegt! Bit Click passar fyrir um 95% þeirra borvéla sem eru á markaðnum. Leitið upplýsinga! Þekking Reynsla Þjónusta FÁLKINN SUÐURLANDSBRAUT 8, SÍMI 814670 I MARGAR GERÐIR BÍLA VERÐ FRÁ KR. 1.366. Bílavörubú6in Skeifunni 2, Sími 81 29 44 Þorsteinn Gylfason: Hvað gerist næst? Á sumardaginn fyrsta birtust í Morgunblaðinu fjórar vísur undir fyrirsögninni „Það kom söngfugl að sunnan“. Þessum vísum hafði ég snarað úr þýzkri mállýzku sem ég vissi þá ekki full deili á. Þýzku vísurnar eru jafnan sungnar við lagið sem allir íslendingar hafa til þessa þekkt undir nafninu „Það er leikur að læra“. Ég snaraði þeim í þeirri trú að þær væru þjóð- vísur og lagið þjóðlag. Hinrik Guðmundsson verkfræð- ingur hefur verið svo vinsamlegur að fræða mig á því að hér sé á ferðinni einsöngslag úr ævintýra- söngleiknum Aline. Textann gerði Adolf Bauerle, kunnur leikhús- maður og rithöfundur í Austurríki og Sviss á fyrri hluta 19du aldar, og tónlistina Wenzel Múller sem þá var vinsælt tónskáld í Austur- ríki. Söngleikurinn var frumsýnd- ur í Vínarborg 1822. Mállýzkan á vísunum er Vínarmállýzka þeirrar tíðar eins og oft gerist í verkum Báuerles. Síðan hef ég komizt að raun um að sumar heimildir eigna vísurnar leikaranum og leikskáld- inu Karli von Hölty, og segja þær komnar úr leikriti hans Vínarbúi í Berlín sem frumsýnt var 1824. Hölty hefur ugglaust fengið þær að láni hjá þeim Báuerle og Múller. Nú skyldi enginn ætla að þess- ari sögu sé lokið. Föstudágskvöld- ið 8da maí fékk ég í hendur nýtt lag sem vinur minn Atli Heimir Sveinsson hafði gert við hinar ís- lenzku vísur mínar. Sunnudags- kvöldið 1 Oda maí barst önnur vin- arkveðja frá Skúla Halldórssyni, og var þar komið annað lag og gerólíkt við vísurnar. Ung stúlka spurði mig: „Heldurðu nokkuð, Þorsteinn minn, að pið séuð að missa stjórn á ykkur, strákarnir?“ Ég fullvissaði hana um að þetta væri hæfilegt framhald af skrifum Helga Hálfdanarsonar um brag og lög. Atli Heimir samdi lag sitt sem sumarkveðju til konu sinnar Ingi- bjargar Björnsdóttur. Þar með er rétt að ljóstra því upp að vísurnar eru tileinkaðar fornvini mínum Guðrúnu Helgadóttur. Því var það að Bergþór Pálsson frumflutti lag og ljóð á hátíð sem haldin var á Hótel Borg laugardagskvöldið 9da maí til að samfagna Guðrúnu vegna norrænna verðlauna sem hún hreppti fyrir nýjustu bók sína. Þann sama dag brást faðir Berg- þórs, Páll Bergþórsson, við skrif- um Helga Hálfdanarsonar með merkri grein í Morgunblaðinu um brag og lög í íslenzkum sálma- söng. Nú er Helgi náttúrlega bú- inn að svara Páli. Hvað gerist næst? Það kom söngfugl að surtnan Þorstcinn Gylfason þýddi. Allegretto IM Skúli Halldórsson C!r 1 r r r Þaö kom söng - fugl aö sunn - an. Hannvar send - ur af Því þú hím - ir einn heim - a svo ég hef ekk - i 'ntfsemi > re i j i Cjj- J í i m Hann bar gull - blaö í Hvork-i Kát - ur né W gogg - i, sem var Kis - a vilj - a 2F gjöf hand - a kann - ast viö mér. mig. Já þú Góö-i baöst mig aö söng - fugl minn Það kom söngfugl að sunnan Þorsteinn Gylfason Atli Heimir Sveinsson*) § % i Allegrctto Það kom söng - fugl að sunn - an. Hann var send - ur af Því þú hím - ir enn heim - a svo ég hef ekk - i W- m W- þér. Hann bar gull - blað í gogg - i sem var gjöf hand - a mér. Já þú þig. Hvork-i Kát - ur nc Kis - a vilj - a kann - ast við mig. Góð-i L JOSM ALBIKIÐ eftir Halldór Jónsson Á dögunum var viðtal í útvarpinu við gatnamálastjórann í Reykjavík. Ég heyrði það að vísu ekki sjálfur, en mér var sagt að hann hefði sagt, að malbik úr ljósu innfluttu grjóti væri um 15% dýrara en venjulegt íslenzkt malbik. Væri það meira en 15% endingarbetri myndi verða áframhald á innflutningi ljósa gijótsins. Það væri kostur að hafa götur í Ijósum lit vegna minnkandi slysahættu. Ég vona að þetta sé ekki mjög vitlaust eftir haft og bið veivirðing- ar ef svo er. En frásögnin’ af þessu leiddi mig til þess að hugsa til baka. Keflavík- urvegurinn var steyptur upp úr 1960. yesturlandsvegurinn upp úr 1970. f báðum tilvikum voru iagðir malbikskaflar í veginn og átti að „Ég spyr mig og aðra, þegar mest gengur á í vormalbikuninni: Hvers vegna kemur ekki til greina að steypa um- ferðargötur?“ vera hægt að bera saman endingu þessara slitlaga. Fyrir þá sem ekki liafa tekið eftir því þá er steypa yfirleitt ljós á litinn, en maibik yfir- leitt svart. Ég tel þessar frarnkvæmdir hafa sýnt svo ekki verður um villst, að þessar vegasamsteypur, 22 cm þykkar, entusl báðat' meira en 5 sinnum, 500% meira en samanburð- armalbikin. í dag^gætum við búið til mun betri steypur en þessar. En þær hafa staðið sig mjög, þó Rauða- melsefnið í Keflavíkurveginum hafi haft of lítið slitþol. Halldór Jónsson Menn skoði steypuna í Vestur- landsveginum, sérstaklega norðan Þingvallavegar. Menn skoði ak- brautirnar á Reykjavíkurflugvelli. Hvar er sambæriiegt 20 ára eða 50 ára gamalt malbik? Samt er allt- af talað um að samanburðarrann- sóknir vanti, hér sé ekki til norskt slitmælingartæki o.s.frv. Niðut’- staðan er alltaf sú að það er malbik- að. 22 cm þykk veghella úr steypu kostar kannski 60-80% meira en 10 cm malbik. Reykjavíkurborg og Vegagerð ríkisins áttu steypuútlag- ingarvélar, sem voru í fínu lagi þegar þeim var lagt 1973. Síðan hefur ekki til þeirra spurst og eng- inn vill vita hvað af þeim varð né hver ákvað að setja þær í'brotajárn. Nú er ekki hægt að bjóða steypu á móti malbiki af því að engar vél- ar eru til í landinu til að leggja steypu. Enginn kaypir vélar án þess að hafa verkefni. Enginn getur fengið verkefni án þess að hafa vélar. „Catch 22.“ Ég spyr mig og aðra, þegar mest gengur á í vormalbikuninni: Hvers vegna kemur ekki til greina að steypa umferðargötur? Höfundur er verkfræðingur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.