Morgunblaðið - 19.05.1992, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 19.05.1992, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. MAI 1992 19 Ævisaga Emanuels Swedenborg í myndskreyttri hátíðarútgáfu Síldin íslenski síldarstofninn er að áliti sjómanna sennilega orðinn stærri en hann hefur nokkru sinni áður verið og ber þeim saman um að óhemju magn af síld sé á ferðinni. Þessi fiskistofn hefur verið í miklu afhaldi hjá forstjóra Hafró. Þakkar hann sér að þessum stofni var ekki endanlega útrýmt. Hefur sjó- mönnum oft þótt að naumt væri skammtað til veiða af þessari síld. Margir þeirra viija ennfremur halda því fram að fiskistofnar dafni eða dragist saman að mestu eftir þeim aðstæðum sem móðir náttúra býr þeim á hveijum tíma, en ekki hvaða fræðingar eru uppi. Fiski- mennirnir vita líka að á vetrum leggst þessi síldarstofn í hrogn þorsks, ýsu og fleiri tegunda. Hver er svo búsældin að hinum geysi- stóra síldarstofni með tilliti til að hrygning annarra fiska heppnist? Sorgarsögu loðnuveiðanna er ekki hægt að rekja ógrátandi og því rétt að láta öðrum það eftir í beinni útsendingu. Jafnstöðuafli Þannig má halda áfram að telja á tímum hræðsluáróðurs, friðunar og tilraunastarfsemi við. lífríki hafsins og móður náttúru. Ekki er seinna vænna, en að í stað spádóma um hinar ýmsu stofnstærðir fiska, verði tekinn upp jafnstöðuafli, a.m.k. um nokkurra ára skeið, eða þar til Hafrómenn hætta að senda frá sér véfréttir og halda sig við staðreyndir eins og alvöru vísindamönnum sæmir. Miðað yrði við þann meðaltalsafla sem fékkst um tveggja áratuga bil, áður en Hafró hóf áróður sinn og ásókn eftir áhrifum á valda- menn þjóðarinnar. Meðaltalsþorskafii á íslandsmið- um var á þessu tímabili um 440 þúsund tonn. Til að sætta sem flest sjónarmið og hafa fiskfriðunar- sinna til friðs, væri ekki úr vegi að miða meðaltalsárskvóta þorsks við um eða rétt innan við 400 þús- und tonn. Ef við ekki þegar snúum af þeirri óheillabraut sem núverandi sjávarútvegsstefna hefur komið okkur á, þá verður leiðin tii baka í moldarkofana styttri en margan grunar. Höfundur er trillukarl og einn af stofnendum „Félags um breytta sjá varútvegsstefn u “. * eftir Svein Olafsson Fyrir aldarfjórðungi rakst ég á kver um fjölfræðajöfurinn óg spek- inginn Emanuel Swedenborg. Það hét „The living thought of Emanu- el Swedenborg". Hann var Svíi, sonur eins af biskupum Svíþjóðar, Jaspers Swedbergs. En sonurinn fór aðra leið en faðirinn — leið vísindanna. Emanuel Swedborg varð víðfrægur fyrir vísindalega snilli, uppfyndingar og afburða gáfur. En á bak við vísindaviðleitn- ina leyndist alltaf þörfin fyrir að leysa lífsgátuna. Hann varð í raun alfræðingur og leitin leiddi hann í gegnum líffræði, líkamsfræði, sál- arfræði og heimspeki inn á andleg svið. Hann reyndist ekki fjarlægur leið föður síns — var í rauninni lengstum að leita sálarinnar að leiðum vísindanna. Hann náði svo langt að aðdáun og undrun vakti. En leitin tók óvænta stefnu. — Hann varð fyrir andlegri reynslu sem breytti lífi hans. Hann hætti ritun vísindaverka, jafnvel þeirra sem þegar voru undirbúin, og sneri sér alfarið að ritun heimspekilegra og guðfræðilegra verka. Afköstin urðu eitt stórundur; hann ritaði um 10 milljón orð, eða sem sam- svarar 150-160 venjulegum bók- um. Hann sagði í lok langrar ævi (var uppi 1688 til 1772), að Drott- inn sjálfur hefði vitrast sér og kallað sig til heilags hlutverks: að færa heiminum nýja þekkingu á leyndum merkingum að baki bók- stafsmerkingar Biblíunnar, sem fæli í sér uppfyllingu spádómanna um endurnýjun allra hluta í trúnni — hinni kristnu kirkju og mátt kenninganna. Slíkt ætti að orka til heilla fyrir mannkynið, til auk- ins þroska og bætts samlífs í heim- inum. Síðan ég las kverið hefi ég keppst við að kanna þessi sannindi og heillast því meir sem ég les meira. — Ég hefi einnig komist að raun um að ég er ekki einn um þetta. Fjöldi andlegra stórmenna og menningarfrömuða um heiminn hafa fundið hið sama. Swedenborg hefir haft víðtæk áhrif í ótrúleg- ustu áttir og á ótrúlegustu stöðum og í ótrúlegustu efnum. Þó hefir þetta ekki farið hátt — ekki verið blásið upp eins og algengt er með hluti sem heyra efnum heimsins til. Þannig eru e.t.v.færri sem þekkja þennan göfuga meistara æðri hugsunar, en efni standa til, þótt þeir séu samt fjölmargir sem hafa kynnst honum. Og margir áhrifamenn andans þakka honum nýja lífssýn: Sumir segja hann hafa bjargað sér and- lega. — Má þar m.a. nefna Helen Keller. Einnig eigum vér íslending- ar einn afburðamann sem sagði það sama — hinn stórbrotna lista- mann Einar Jónsson myndhöggv- ara sem játar þetta með sérstæðu móti í ævisögu sinni. Enn má nefna sem aðdáendur hans Abraham Lincoln, forseta Bandaríkjanna, og Björn Jónsson, ráðherra og rit- stjóra. Orsakir þessara skrifa nú eru samt nokkuð aðrar en að gera þá persónulegu játningu sem þetta felur í sér. — Nýlega barst mér af hendingu bók í hendur um Emanuel Swedenborg — mikil og glæsileg hátíðarútgáfa, afar vönd- uð að frágangi, útgefin í New York af Swedenborg Foundation Inc. En þessi stofnun hefir starfað þar á aðra öld af miklum myndar- skap að kynningu og útgáfu og er rekin af aðdáendum Emanuels Swedenboerg í Bandaríkjunum og víðar í heiminum. í raun er bókin tímamótverk. Hún er ævisaga Swedenborgs í myndum með lýsingum íjölda vís- inda-, lista- og fræðifólks á áhrif- um hugmynda Swedenborgs á síð- ustu öldum. Hún er skreytt um 4Ö0 sögulegum og fögrum litprent- uðum myndum og er rituð af um Ijörtíu höfundum. Á ensku heitir bókin: EMANU- EL SWEDENBORG - A CONTI- NUING VISION - A Pictorial Biography & Anthology of Essasys & Poetry — Utgáfustjórn hafa annast hjónin: Robin Larsen, Ph.D., Stephen Larsen, Ph.D., — Inngangsorð ritar George F. Dole Sveinn Ólafsson Ph.D. — og eru þar tildrögin rakin að undirbúningi að þessu veiga- mikla verki, og þeir aðrir nefndir sem hugmyndir og hlut hafa átt að tilurð þess.. Of langt yrði að gefa lýsingu á þessu viðamikla rit- verki, sem eins og áður segir er tímamótaverk m.a. vegna 300. af- mælisárs Emanuels Swedenborgs, sem var 1988, en afmælisins var þá veglega minnst í ýmsum löndum og menntasetrum víða um heim. Kaflarnir eru 41 og hver öðrum merkilegri. Aftan við hvern kafla — eða ritgerð — eru vandaðir list- ar yfir heimildir höfunda, sem mik- ill fengur er að. Þá eru síðast í bókinni stuttir upplýsinga- og skýringakaflar, m.a. um höfuðatr- iði í málfari Swedenborgs og orð- notkun í guðfræðilegum efnum. Þá greinargerð um hvar fræðirit og bókmenntir um og eftir Swed- enborg er að finna. Þar næst listi yfir vísindaverk Swedenborgs í ártalaröð frá 1709 til 1745. Þá sérkafli til skýringar á hugtökum (Glossary og Terms) sem Sweden- borg almennt notar í ritum sínum. Og þá og yfirlit yfir nöfn og skammstafanir á verkum Sweden- borgs. Því næst listi yfir verk hans, og stutt lýsing á efni hvers. — og enn er listi yfir heimildarverk um Swedenborg — svo og útgefnar ævisögur hans, og höfunda getið. Loks er ýtarleg atriðaskrá yfir allt verkið, sem auðveldar notkun þess sem handbóka. í formálsorðum kemur fram, að þessi hátíðarútgáfa eigi aðdrag- anda allt frá um 1960. Aðalhvata- maðut' verksins mun hafa verið fyrrverandi framkvæmdastjóri Swedenborg Foundation í New York, frú Virginia Branston, og er verkið tileinkað henni. Þau sem rituðu verkið og önnuðust hönnún og skipulag, frú Robin Larsen, og maður hennar Stephan Larsen, eru sálfræðingar, og hafa bæði dokt- orsgt'áðu í heimspeki, svo sem áður er getið. Eiga þau mikla þökk skilið fyrir þetta afrek. Þau eru þekkt í Banda- ríkjunum fyrir rnerk ritstörf. Kom m.a. út frá þeirra hendi nú um síðustu jól annað stórverk um þekktan, merkan kyndilbera menn- ingar samtímans, Joseph Campell, sem mun hafa verið viðurkenndur einn fremsti fræðimaður síðari tíma í heimspeki og samanburðar- trúarbrögðum í Bandaríkjunum. Þau hjón munu koma til íslands hinn 10.—12. júní nk. til fárra daga dvalar og ætla þá að kynna verk sín í Menningarstofnun Bandaríkjanna með fyrirlestrum um þessi efni, dagan 11. og 12. júní. Verður slíkt að teljast allmik- ill menningarviðburður og er varla að efa að margir sem þekkja til Emanuels Swedenborg, og/eða Joseph Campbells og verka þeirra, muni fagna þessu einstaka tæki- færi á nefndum tíma, til að heyra þessa tvo afburða fræðimenn fjalla nánar í fyrirlestrum um þessa merku menningarfrömuði. Teljum við íslendingar okkur sérstakan heiður gerðan með slíkri menning- arheimsókn. Höfundur er fyrrverandi deildarstjóri bjá Eimskip. 400 línan fró Volvo er hönnuð fyrir nútímafjölskyldur. Fólk sem vill traustan og rúmgóðan fjölskyldubíl sem um leió hefur alla kosti sportbíls. Kraftur, sportlegt útlit og öll hugsanleg þægindi prýða 400 linuna frá Volvo. Sem dæmi um staðalbúnað má nefna: 106 hestafla vél, álfelgur, vökvastýri, plusssæti, samlæsingu, rafdrifnar rúður og spegla, upphituð framsæti, hljómflutningstæki og margt fleira. Ef þú ert i vafa um hvort þú átt að fá þér sportbíl eða fjölskyldubíl, fáðu þér þá hvort tveggja, fáðu þér Volvo 440 eóa 460! Verðid er frábært, eða frá 1.368.000 kr. staðgreitt, kominn á götuna! FAXAFENl S • SÍMI 91 - 68 58 70 FJOLSKYLDUBILL VOLVO - Bifreið sem þú getur treyst!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.