Morgunblaðið - 19.05.1992, Síða 36
36
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. MAÍ 1992
ATVINNU/A UGL YSINGA R
Auglýsingateiknari
með 7 ára reynslu óskar eftir góðu starfi nú
þegar.
Vinsamlegast hafið samband í síma 612242.
Píanókennarar
Tónlistarskóli Borgarfjarðar óskar að ráða
píanókennara fyrir næsta skólaár.
Upplýsingar veittar í símum 93-71156 og
93-71068 (Theodóra).
Skólastjóri.
Bakari
óskast til starfa sem fyrst.
í boði er eingöngu dagvinnutími frá kl. 8.00-
16.00. Leitað er eftir reglusömum og góðum
fagmanni, sem getur unnið sjálfstætt.
Áhugasamir leggi inn upplýsingar á auglýs-
ingadeildar Mbl., merktar: „H - 92“.
Hjúkrunarfræðingar
athugið!
Heilsugæslustöðin á Þórshöfn óskar að ráða
hjúkrunarfræðing með Ijósmæðramenntun
(Ijósmæðramenntun ekki skilyrði) til afleys-
inga í eitt ár frá og með 15. ágúst 1992.
Um er að ræða fjölbreytt og líflegt starf.
Á Þórshöfn og í sveitunum í kring eru um
570 íbúar, veðursæld mikil og er staðurinn
paradís fyrir börn. Húsnæði í boði, svæða-
samningur væntanlegur.
Umsóknarfrestur er til 1. juní.
Upplýsingar veitir Katrín Ósk Þorgeirsdóttir,
hjúkrunarforstjóri, í símum 96-81215 og
96-81216.
Birgðaskráning
matvöru
Óskum eftir að ráða ákveðinn og sjálfstæðan
einstakling til tölvuskráningar á matvöru hjá
stóru þjónustufyrirtæki.
Um er að ræða vaktavinnu.
Umsóknir sem tilgreini áldur og fyrri störf
sendist til auglýsingadeild Mbl. fyrir 22. maí
merktar: „B - 11267“.
M atvælaf ræði ng u r
Þekkt fyrirtæki í framleiðslu óskar eftir mat-
vælafræðingi eða manni með hliðstæða
menntun á reyklausan vinnustað. Starfssvið
er m.a. framleiðslustjórnun (verkstjórn) og
gæðaeftirlit. Erlendur fagmaður verður við-
komandi til aðstoðar í byrjun.
Umsóknir, sem farið verður með sem trúnað-
armál, ásamt kauphugmynd, sendist auglýs-
ingadeild Mbl. fyrir 22. maí nk. merktar:
„Stjórnun - 370“.
ESKlFjöfttXJR
Kennarar
Tvær kennarastöður eru lausar við Eskifjarð-
arskóla næsta skólaár.
★ Staða íþróttakennara.
★ Almenn kennarastaða, meðal kennslu-
greina líffræði.
Leigufrítt íbúðarhúsnæði og flutningsstyrkur
greiddur, góð kennsluaðstaða.
Nánari upplýsingar hjá skólastjóra í vinnu-
síma 97-61472 og heimasíma 97-61182.
Skólastjóri.
Sálfræðingar
- athugið!
Vestmannaeyjabær og Fræðsluskrifstofa
Suðurlands leita eftir sálfræðingi til starfa
með aðsetur í Eyjum. Um er að ræða 100%
stöðugildi, annars vegar sem starfsmaður
félagsmálaráðs Vestmannaeyja og hins veg-
ar sem starfsmaðurfræðsluskrifstofu Suður-
lands. v
Umsóknir skulu sendar: Fræðslustjóra Suð-
urlands, Austurvegi 2, 800 Selfossi.
í umsókninni þarf m.a. að koma fram aldur,
menntun og fyrri störf.
Allar nánari upplýsingar veita Ari Berg-
steinsson, sálfræðingur, í síma 98-21905 og
Hera Einarsdóttir, félagsmálastjóri, í síma
98-12816.
Frá Kvennaskólanum
í Reykjavík
Vegna stækkunar skólans haustið 1992 vant-
ar kennara í heilar stöður í íslensku og stærð-
fræði. Þá vantar einnig stundakennara í
dönsku, eðlisfræði eða efnafræði, ensku,
frönsku, íslensku, sögu, tölvufræði (vegna
orlofs) og vélritun. í sumum þessara greina
verður væntanlega um fasta stöðu að ræða
frá og með skólaárinu 1993-94.
Einnig er auglýst eftir ritara í hálft starf (síð-
degis). Einhver bókhalds- og ritvinnslu-
reynsla er æskileg.
Staða aðstoðarskólameistara er ennfremur
laus til umsóknar frá 1 ágúst 1992.
Umsóknarfrestur um þessi störf er til og
með 8. júní 1992.
Frekari upplýsingar eru veittar í síma 13819
eða í skólanum sjálfum, Fríkirkjuvegi 9,
Reykjavík.
Skólameistari.
WlÆkWÞAUGL YSINGAR
ATVINNUHÚSNÆÐI
Skrifstofuhúsnæði
80 fm skrifstofuhúsnæði til leigu í næsta
nágrenni við Hlemm.
Upplýsingar í síma 621177 frá kl. 9.00-17.00
daglega.
100-150 fm húsnæði
óskast til leigu fyrir kvenfataverslun
í miðborg Reykjavíkur
fyrir 1. júlí nk. í eitt ár til að byrja með.
Tilboð óskast send á auglýsingadeild Mbl.
merkt: „M— 11268“ fyrir 25. maí.
FUNDIR - MANNFA GNAÐUR
Aðalfundur
Félagasamtakanna Verndar verður haldinn
miðvikudaginn 27. maí í Ingólfsstræti 5,
6. hæð, kl. 18.00.
Venjuleg aðalfundarstörf.
Stjórnin.
S.Í.B.S. - aðalfundur
Reykjavíkurdeild S.Í.B.S. heldur aðalfund í
dag, þriðjudaginn 19. maf, kl. 20.30 í
Múlabæ, Ármúla 32.
Fundarefni:
1. Venjuleg aðalfundarstörf.
2. Kosning fulltrúa á 28. þing S.Í.B.S.
Haukur Þórðarson, yfirlæknir, forseti S.Í.B.S.,
kemur á fundinn.
Stjórnin.
Aðalfundur
íþróttafélagsins Fylkis
verður haldinn þriðjudaginn 26. maí kl. 20.30
í félagsheimilinu við Fylkisveg.
Dagskrá:
1. Venjuleg aðalfundarstörf.
2. Önnur mál.
Stjórnin.
Aðalfundur
Aðalfundur Búseta hsf., Reykjavík, verður
haldinn á Hótel Borg í „Gyllta salnum",
þriðjudaginn 19. maí og hefst kl. 20.30.
Venjuleg aðalfundarstörf.
Dagskrá samkvæmt samþykktum félagsins.
Stjórn Búseta hsf.
Áskirkja
Aðalsafnaðarfundur Ásprestakalls verður
haldinn þriðjudaginn 26. maí nk. í safnaðar-
heimili Askirkju og hefst kl. 20.30.
Dagskrá:
1. Venjuleg aðalfundarstörf.
2. Önnur mál.
Sóknarnefndin.
Aðalfundur
Aðalfundur Líknarfélagsins Konunnar verður
haldinn í Norræna húsinu laugardaginn
23. maí kl. 14.00.
Dagskrá:
1. Venjuleg aðalfundarstörf.
2. Önnur mál.
Stjórnin.
íbúð í París
Til leigu þjört, rúmgóð 2ja herb. íbúð með
húsbúnaði tímabilið 15. júní til 30. ágúst.
Upplýsingar í símum 653895 eða 650895
eftir kl. 16.00, Anna, í París sími 1 -47906227.
Spánn - megrunarklúbbur
18. júní í þrjár vikur. Grennandi fæða, þjálfun
á hverjum degi (tennis, sund og leikfimi).
Kvöldvökur. Aðeins tólf í hóp (auk barna).
Lokaður klúbbur.
Upplýsingar í síma 675040.
Hólaskóli
Hólum íHjaltadal
Á Hólum getur þú stundað lifandi starfs-
nám á fögrum og friðsælum stað!
Almenn búfjárrækt - sauðfjárrækt.
Með tilkomu nýrra kennslufjárhúsa hefur
skapast fullkomin aðstaða til verklegrar
kennslu í sauðfjárrækt.
Umsóknarfrestur er til 10. júní.
Takmarkaður nemendafjöldi.
Fyrra nám getur nýst til stúdentsprófs við
skólann!
Bændaskólinn Hólum í Hjaltadal,
551 Sauðárkrókur,
sími: 95-35962, símbréf: 95-36672.