Morgunblaðið - 19.05.1992, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 19.05.1992, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. MAÍ 1992 Bræðraminning: Ulfljótur G. Jónsson Hreiðar S. Jónsson Úlfljótur Fæddur 1. júlí 1930. Dáinn 11. maí 1992 Hreiðar Fæddur 8. júní 1929 Dáinn 2. mars 1991 í dag, þriðjudaginn 19. maí, er til moldar borinn móðurbróðir okk- ar, Úlfjótur Guðbjartur Jónsson, eða Úlli, eins og hann var kallaður innan fjölskyldunnar, aðeins rúmu ári á eftir bróður sínum, Hreiðari Svan. Þeir fæddust með árs milli- bili fyrir rúmum sextíu árum. Það er stórt skarð höggvið í systkinahópinn frá Þingeyri við Dýrafjörð. Þeir voru synir Jóns Erlendssonar frá Ketilseyri í Dýra- fírði og Lilju Björnsdóttur frá Bæj- arnesi á Barðaströnd. Þau bjuggu fyrst á Bakka, síðan á Holti í Dýrafirði og þar fæddust börnin. Þau fluttust til Reykjavíkur árið 1944 og bjuggu með hópinn sinn að Litlalandi við Sundlaugar- veg. Þeim hjónum varð níu bama auðið, tvö elstu dóu komung. Nú era aðeins tvö á lífi. Þau era Ingi- björg Indiana, móðir okkar, f. 22. apríl 1919, hún er elst af þeim sjö sem komust til fullorðinsára, og Bjami Vilmundur, f. 8. des. 1932, hann var yngstur af bræðranum. Hin systkinin dóu öll langt um ald- ur fram, ýmist vegna ólæknandi sjúkdóma eða af slysförum. Þau vora: Pétur Bjöm, f. 26. júní 1927, d. 6. mars 1969. Gíslína Svandís Erla, f. 2. október 1937, d. 30. maí 1981, og Jóhannes, f. 16. apríl 1925, d. 2. nóvember 1989. Þetta var vandað fólk í hvívetna, harðduglegt og vel gefíð. Okkur sem eftir lifum þykir brottför þeirra allra ótímabær og sár. Það er þung raun að horfa á eftir þessum stóra Opið alla daga frá kl. 9-22. " ';’7m------------ ----------------- --------------------—-------------- og glæsilega systkinahópi frá mök- um, stórum barnahópi, barnabörn- um, systkinum og vinum. En vegir Guðs era órannsakan- legir og stundum óskiljanlegir. Skarð ér fyrir skildi, en eitt sinn skal hver deyja. Söknuðurinn er mikill en við geymum ljúfar minn- ingar um elskuleg frændsystkini okkar um ókomin ár. Þeir Úlli og Hreiðar voru um margt líkir, en einnig ólíkir. Þeir voru mannkostamenn, drengir góðir og sérstök snyrtimenni. Það sem sammerkt var með þeim var hve barngóðir þeir vora og áttu auðvelt með að nálgast börn hvor á sinn hátt. Um það getum við borið af eigin reynslu. Úlli frændi var einstakt prúð- menni, hógvær og lítillátur. Hann var frændrækinn og lagði sig fram um að halda tengslum við sem flesta í fjölskyldunni. Hann var fámáll um sína hagi og ekkert var honum fjær skapi en að íþyngja öðram með þjáningum sínum eða áhyggjum. Hann hafði ekki gengið heíll til skógar um nokkurra ára skeið. En sjúkdóm sinn bar hann af slíku æðruleysi og karlmennsku að engan grunaði hversu alvarlegur hann var. Skyndilegt fráfall hans vegna hjartasjúkdóms hinn 11. maí sl. kom því öllum á óvart. Honum hafði liðið svo vel undanfarið að því er virtist, það var óvenju stutt í brosið og kímniglampann í augunum. Hann beið eftir hjartaþræðingu á Landspítalanum sem hann batt miklar vonir við. Úlli kvæntist ungur Brynhildi Jónsdóttur frá Akureyri og eignuð- ust þau tvö börn, Jón Svavar, prent- smið, f. 9. ágúst 1954 og Sigfríði Fanney, viðskiptafræðing, f. 5. september 1955. Úlli og Brynhildur skildu. Hann lauk farmannaprófí frá Stýrimann- askólanum í Reykjavík árið 1954 og var um tíma stýrimaður á skip- um innanlands, þ. á m. Selfossi. Hann hélt síðan til Svíþjóðar og var stýrimaður á fragtskipum í milli- landasiglingum um nokkurra ára skeið. Okkur systranum og móður okk- ar sendi hann oft kort frá hinum ýmsu stöðum í fjarlægum löndum og heimsálfum sem hann sigldi til. Fylgir því ljúfur ævintýraljómi í minningunni. Okkur er í fersku minni hve við glöddumst alltaf yfir hlýlegum kveðjunum og smágjöfum sem okkur bárast af ogtil. Myndirn- ar á kortunum opnuðu gluggann inn í ævintýraheim framandi landa og ólíkrar menningar sem við höfðum BLOM SEGJA ALLT Mikið úrval blómaskreytinga fyrir öll tækifæri. Opið alla daga frá kl. 9-22. Sími 689070. ekki áður kynnst. En þó að sigling- ar og fjarlæg lönd veittu íslenskum sveitapilti og sjómannssyni nokkra gleði var hann oft einmana og sakn- aði sárt barnanna sinna og fjöl- skyldu. Leitaði hann þá huggunar í trúnni og þangað sótti hann styrk, huggun og von æ síðan. Aðrar leið- ir höfðu reynst of þyrnum stráðar. hann var vel hagmæltur þó að hann flíkaði því ekki frekar en öðra, held- ur geymdi það með sjálfum sér og lítið skrifaði hann niður. Hann átti ekki langt að sækja þann hæfíleika því móðir hans, Lilja Björnsdóttir, var þekkt fyrir hve auðvelt hún átti með að tjá sig í bundnu máli. Árið 1975 hóf hann störf hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur sem lokunarmaður og starfaði þar ti! dauðadags. Hreiðar var ævinlega hrókur alls fagnaðar hvar sem hann var. Hon- um fylgdu ávallt hispursleysi og glaðværð. Frásagnarhæfíleikinn var einstakur, og oftar en ekki gerði hann óspart grín að sjálfum sér. Hann var harðduglegur og verklag- inn og eins og öll systkinin fór hann snemma að vinna, enda ekki van- þörf á þar sem heimilisfaðirinn og fyrirvinnan féll frá aðeins 55 ára gamall, frá eiginkonu og sjö börn- um, því yngsta aðeins 10 ára. Hann vann ýmist við múrverk í landi eða sem háseti eða kokkur á togurum, eða þar til heilsan fór að gefa sig. Hreiðar var afburðasjómaður enda með vestfírskt sjómannsblóð í æðum. Ekki var hann síður góður múrari, það var einstök upplifun að sjá hann vinna. Slík verklagni og dugnaður er að okkar mati fáséð í dag. Allt virtist svo einfalt og auðvelt, allt lék í höndunum á hon- um. Afköstin vora ótrúleg og gæði verksins einnig. Fór svo að lokum að múrrykið eyðilagði stóran hluta lungna hans. Á þeim árum fór umræðan um heilbrigðis- og holl- ustuhætti, eða fyrirbyggingu at- vinnusjúkdóma, ekki hátt og menn uggðu ekki að sér. Eftir að heilsu hans fór að hraka vann hann ýmis störf í landi. Það hljóta að hafa verið mikil viðbrigði fyrir slíkan atorkumann, sem hafði tamið sér langan vinnudag og fáar tómstundir að þurfa að sætta sig við skerta starfsorku. Hreiðar giftist ungur Ragnhildi Guðnadóttur og eignuðust þau þrjár dætur, Kolbrúnu, Margréti og Guðnýju. Þau skildu. Hreiðar sást ekki alltaf fyrir í leik og varð það steinn í götu hans um hríð. Hann sótti styrk og leið- sögn til AA-samtakanna í nokkur ár og varð það honum ómetanleg hjálp. Hann varð þeirrar gæfu aðnjót- andi að kynnast Jónu Margréti Pét- ursdóttur, þau giftust árið 1969. Við teljum að það hafi verið hans mesta gæfuspor í lífínu. Þau eign- uðust eina dóttur, Lilju Margréti, nemanda í Verslunarskóla íslands, f. 5. febrúar 1972. Fyrir átti Jóna tvær dætur. Steinunni, fóstrunema, og Guðnýju, hjúkrunarnema. Þau bjuggu sér gott heimili með dætrunum þrem og duldist engum að þar fór samhent fjölskylda þar sem vináttan sat í fyrirrúmi. Hreiðar háði langa og erfiða sjúkdómsbaráttu af einskæram dugnaði og æðruleysi, það var ekki hans venja að gefast upp fyrr en í fulla hnefana. Hann naut einstakrar umhyggju og ósérhlífni Jónu og dætranna til hinstu stundar. Blessuð sé minning elskulegra frænda okkar. Ástvinum þeirra sendum við okk- ar innilegustu samúðarkveðjur. Kristín og Lilja Óskarsdætur. Þórarinn Guðjóns son - Kveðjuorð Þórarinn Guðjónsson var fæddur á Kirkjubæ í Vestmannaeyjum 20. janúar 1912. Sonur hjónanna Guð- jóns Eyjólfssonar og Höllu Guð- mundsdóttur frá Vesturhúsum í Vestmannaeyjum. Tóti á Kirkjubæ, eins og hann var ávallt kallaður meðal manna í Eyjum, ólst upp í föðurhúsum í fjöl- mennum systkinahóp en alls voru systkinin 12. Komust 9 þeirra til fullorðinsára, 4 systur og 5 bræð- ur, og uppeldissonur. Þar sem ég ætla ekki að fara nánar út í ætt Tóta en iæt aðra um það, langar mig að minnast hans með nokkram orðum. Ég var ekki hár í loftinu þegar ég fékk að fara með frænda út í Elliðaey að veiða lunda aðeins 9 ára polli með stuttan háf sem Tóti gaf mér og fékk ég að vera þar í viku tíma. Er mér í fersku minni þessi ævintýraferð sem var með veiði, glensi og gríni. Það var oft glatt á hjalla í veiðikofanum á kvöldin, þegar allir veiðimennirnir vora komnir til bóls, þá vora tekin upp spil, sungið og haldnar ræður fram á nótt. Þar voru bestu vinir Tóta, Oddstaðarbræðurnir, Gummi í Presthúsum sem var æskuvinur hans, Pétur, Kristófer, Laugi, Hjölli, Addi og Ingólfur, og ekki má gleyma Hávarði Sigurðssyni sem var góður vinur Tóta ásamt fjölda annarra sem ekki verða nafngreind- ir. Þetta var hans paradís enda fór hann oft rheð vísu sem hljóðaði þannig: Hér lífið er frelsi við unað og yndi við óminn frá lundans og svölunnar klið í úteyiarfaðminum vægum í vindi við skulum gleðjast að bjargmanna sið. Nú veiði er lokið og sigin er sól og syngjum því glaðir og skálum við ból. Oft var gaman að standa nálægt Tóta þegar ÍBV var að keppa. Þá heyrðist oft: „út af með dómar- ann!“ Allt það sem eitt sinn fylgdi á eftir læt ég ósagt. Það var oft smá glettni og kýt- ingur á milli veiðimanna í Bjarnarey og Elliðaey. Þegar verið var að byggja nýjan veiðikofa í Elliðaey spurði Súlli Johnsen Tóta að því, hvað væri svona gott við staðihn þar sem nýi kofinn ætti að standa. Þá svaraði Tóti um hæl, að það væri svo mikill kostur að Bjarnarey sæist ekki frá kofastæðinu. Tóti var mjög barngóður maður og allir krakkar hændust að honum. Reyndi hann að fá alla krakka til að ganga í knattspyrnufélagið Týr með alls konar brögðum, en þó með misgóðum árangri, en Tóti var með allra hörðustu Týruram sem ég þekki. Tóti fór í allar ferðir út í Elliðarey, bæði til eggja- og fugla- veiða, sem hafa verið farnar sl. 60 ár eða meira og fór hann svo lengi sem heilsan leyfði. Tóti mætti alltaf á lundaböll, bæði sem félagi og heiðursgestur svo lengi sem hann var rólfær. Það lýsir Tóta nokkuð vel, að eitt sinn sem oftar var lunda- ball og ætlaði frændi auðvitað þangað, þó að hann væri þá orðinn fótafúinn og kæmist hvergi. Bára Þegar maður býr í öðru landi, langt frá vinum og ættingjum, er alltaf spennandi þegar síminn hringir, því þá á maður von á því að fá fréttir að heiman. Fram að þessu hafa það nú nær eingöngu verið gleðifréttir sem hafa borist yfír hafíð frá heimalandinu. Á þessu varð þó breyting þegar ég fékk upphringingu þar sem mér var tilkynnt lát fyrrverandi vinnu- félaga, Einars Guðmundssonar, Geirastöðum, á Sendibílastöðinni. Hjarta manns fylltist söknyði við slíka fregn. Ég vil með þessum fátæklegu línum þakka fyrir þau ár sem við unnum saman á Sendibílastöðinni. Það er leitun að betri vinnufélaga og yfírmanni en hann var. Hann frænka hans reyndi að hafa hann ofan af þessu og segir: „Það ætlar enginn af þessum gömlu á ballið“. Þá svarar Tóti: „O jú, góða mín víst ætlar hann Hjölli" (en hann var 20 áram yngri). Þegar fermt var í fjölskyldunni gaf Tóti öllum innrammað skeyti og lét skrautskrifa eftirfarandi heillavísu sem er svo hljóðandi: Farðu á skautum farsældar fram hjá brautum glötunar gakktu á skíðum gæfunnar í grænum hlíðum lukkunnar. Tóti á Kirkjubæ var drengur góður og þótti okkur öllum í Svan- hól mjög vænt um Tóta frænda, og kom hann á hverjum degi í heim- sókn. Þessi fátæklegu orð um Tóta frænda minn ætla ég að láta nægja og enda á kvæði eftir Óskar Kára- son sem var lengi veiðimaður í EIl- iðaey, sem Tóti fór svo oft til. Elliðaey á frelsi og feguið lista fugl og gróður prýða bergin ströng. Hennar fold ég ungur gerði gista glöðum drengjum með í leik og söng. Eg þrái hennar frelsi og dýrð að finna fullkomin þá júlísólin skín. Þá er hún meðal draumadjásna minna dásamlepst paradísin mín. var bæði glaðlyndur og góður og alltaf tilbúinn að hlusta og hjálpa ef eitthvað amaði að. Til þín Magga mín vil ég segja þetta: „Þú áttir mikið og hefur misst mikið. En svona er gangur lífsins. Við lifum til að deyja.“ Einar Guðmundsson gleymist ekki. Hann var mikil persóna og ég tel mig betri manneskju eftir að hafa kynnst honum og er ég viss um að svo hugsa fleiri. Ég endurtek. Fyrir þessi ár vil ég þakka. Þau gleymast ekki. Ég vil að endingu votta þér, Magga mín, mínar innilegustu samúðarkveðjur við fráfall eigin- manns þíns. Blessuð sé minning hans. Sigríður Guðnadóttir. Diddi í Svanhól. Kveðjuorð Einar Guðmundsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.